Uppsagnarstyrkirnir áttu að kosta 27 milljarða en enduðu í rúmum tólf milljörðum

Búið er að afgreiða allar umsóknir vegna styrkja sem ríkissjóður greiddi sumum fyrirtækjum fyrir að segja upp fólki. Heildarumfang þeirra reyndist 45 prósent af því sem kostnaðarmat áætlaði. Icelandair fékk langmest.

Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í fyrra.
Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í fyrra.
Auglýsing

Í júní síð­ast­liðnum höfðu borist 1.566 umsóknir um styrki til að greiða hluta launa á upp­sagn­ar­fresti til rík­is­sjóðs. Allar umsókn­irnar hafa þegar verið afgreiddar en frestur til að sækja um styrk­ina er fyrir nokkru runn­inn út. Alls greiddi rík­is­sjóður um 12,2 millj­arða króna í upp­sagn­ar­styrki frá því að úrræðið var kynnt til leiks í fyrra­vor og þar til að það rann sitt skeið. 

Úrræðið var kynnt af rík­is­stjórn­inni 28. apríl í fyrra. Til­gang­ur­inn átti að vera að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir miklu tekju­tapi, styrki til að eyða ráðn­ing­ar­sam­böndum við starfs­fólk sitt. Þegar áformin voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyrir til að gera þau að lög­um, ekk­ert kostn­að­ar­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp  strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist nokkrum dögum síð­ar. 

Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð 2020 og kostn­að­ar­mat kynnt sam­hliða. Það gerði ráð fyrir því að rík­is­sjóður myndi greiða fyr­ir­tækjum sem upp­fylltu sett skil­yrði alls 27 millj­arða króna í styrki til að hjálpa þeim að segja upp fólki. Yfir­lýst mark­mið var að draga úr fjölda­gjald­þrotum og tryggja rétt­indi launa­fólks, en styrkirnir stóðu þeim fyr­ir­tækjum sem höfðu orðið fyrir að minnsta kosti 75 pró­sent tekju­tapi til boða.. Hlið­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in.  

Félög tengd Icelandair fengu næstum 40 pró­sent

Lögin skyld­uðu opin­bera aðila til að birta yfir­lit yfir þau fyr­ir­tæki sem fengu upp­sagn­ar­styrki. Sá listi var birtur á heima­síðu Skatts­ins. Hann var síð­ast upp­færður í febr­úar og nær því ekki yfir allar greiðslur sem greiddar voru út. Þorri þeirra var þó greiddur úr í fyrra – heild­ar­um­fang útgreiddra styrkja fór yfir tíu millj­arða króna í októ­ber 2020 og þeir skriðu yfir 12 millj­arða í febr­úar 2021 – þannig að listi Skatts­ins veitir ágætt yfir­lit yfir stærstu þiggj­endur styrkj­anna.

Auglýsing
Alls fengur fyr­ir­tæki tengd Icelandair Group 4,7 millj­arða króna í styrki, eða um 39 pró­sent allra veittra styrkja. Þar mun­aði mestu um Icelandair Group sjálft sem fékk 3,7 millj­arða króna til að segja upp alls 1.918 manns. Sá aðili sem fékk næst hæstu upp­hæð­ina í upp­sagn­ar­styrki er Flug­leiða­hót­el, sem eru í 25 pró­sent eigu Icelandair Group. Þangað hafa farið um 627 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði. Iceland Tra­vel, ferða­skrif­stofa í eigu Icelandair Group fékk 151 milljón króna í upp­sagn­ar­styrki, Bíla­leiga Flug­leiða fékk 139 millj­ónir króna og Flug­fé­lag Íslands, sem er var rennt saman við Icelandair Group fyrr á árinu, fékk 83 millj­ónir króna.

Bláa lónið fékk 603 milljón króna

Bláa Lónið fékk þriðju hæstu ein­­stöku upp­­sagn­­ar­­styrk­ina, alls um 603 milljón króna vegna upp­­­sagna 550 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­­sagn­­ar­­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­­hótel hf., sem fékk alls 593 millj­­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­­mönn­­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­­ferða­­mikil á list­an­­um. Center­hot­els fékk 266 millj­­ónir króna, Kea­hótel 203 millj­­ónir króna, Foss­hótel 155 millj­­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­­ónir króna.

Rút­u­­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­­merkin Grey Line og Air­port Express, fékk 191 millj­­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­­ferð­um, sem reka vöru­­merkið Reykja­vik Exc­ursions, fengu sam­tals um 193 millj­­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­­anum sem fengu yfir 100 millj­­ónir króna eru öll tengd ferða­­þjón­­ustu með einum eða öðrum hætti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent