Uppsagnarstyrkirnir áttu að kosta 27 milljarða en enduðu í rúmum tólf milljörðum

Búið er að afgreiða allar umsóknir vegna styrkja sem ríkissjóður greiddi sumum fyrirtækjum fyrir að segja upp fólki. Heildarumfang þeirra reyndist 45 prósent af því sem kostnaðarmat áætlaði. Icelandair fékk langmest.

Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í fyrra.
Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í fyrra.
Auglýsing

Í júní síð­ast­liðnum höfðu borist 1.566 umsóknir um styrki til að greiða hluta launa á upp­sagn­ar­fresti til rík­is­sjóðs. Allar umsókn­irnar hafa þegar verið afgreiddar en frestur til að sækja um styrk­ina er fyrir nokkru runn­inn út. Alls greiddi rík­is­sjóður um 12,2 millj­arða króna í upp­sagn­ar­styrki frá því að úrræðið var kynnt til leiks í fyrra­vor og þar til að það rann sitt skeið. 

Úrræðið var kynnt af rík­is­stjórn­inni 28. apríl í fyrra. Til­gang­ur­inn átti að vera að veita ákveðnum fyr­ir­tækj­um, sem hefðu orðið fyrir miklu tekju­tapi, styrki til að eyða ráðn­ing­ar­sam­böndum við starfs­fólk sitt. Þegar áformin voru kynnt lá ekk­ert frum­varp fyrir til að gera þau að lög­um, ekk­ert kostn­að­ar­mat hafði verið gert opin­bert og engin kynn­ing á áformunum hafði átt sér stað meðal þing­flokka. Fyr­ir­tæki hófu að segja fólki upp  strax í kjöl­far­ið, og áður en nýr mán­uðum hæf­ist nokkrum dögum síð­ar. 

Frum­varp var svo lagt fram um miðjan maí mánuð 2020 og kostn­að­ar­mat kynnt sam­hliða. Það gerði ráð fyrir því að rík­is­sjóður myndi greiða fyr­ir­tækjum sem upp­fylltu sett skil­yrði alls 27 millj­arða króna í styrki til að hjálpa þeim að segja upp fólki. Yfir­lýst mark­mið var að draga úr fjölda­gjald­þrotum og tryggja rétt­indi launa­fólks, en styrkirnir stóðu þeim fyr­ir­tækjum sem höfðu orðið fyrir að minnsta kosti 75 pró­sent tekju­tapi til boða.. Hlið­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in.  

Félög tengd Icelandair fengu næstum 40 pró­sent

Lögin skyld­uðu opin­bera aðila til að birta yfir­lit yfir þau fyr­ir­tæki sem fengu upp­sagn­ar­styrki. Sá listi var birtur á heima­síðu Skatts­ins. Hann var síð­ast upp­færður í febr­úar og nær því ekki yfir allar greiðslur sem greiddar voru út. Þorri þeirra var þó greiddur úr í fyrra – heild­ar­um­fang útgreiddra styrkja fór yfir tíu millj­arða króna í októ­ber 2020 og þeir skriðu yfir 12 millj­arða í febr­úar 2021 – þannig að listi Skatts­ins veitir ágætt yfir­lit yfir stærstu þiggj­endur styrkj­anna.

Auglýsing
Alls fengur fyr­ir­tæki tengd Icelandair Group 4,7 millj­arða króna í styrki, eða um 39 pró­sent allra veittra styrkja. Þar mun­aði mestu um Icelandair Group sjálft sem fékk 3,7 millj­arða króna til að segja upp alls 1.918 manns. Sá aðili sem fékk næst hæstu upp­hæð­ina í upp­sagn­ar­styrki er Flug­leiða­hót­el, sem eru í 25 pró­sent eigu Icelandair Group. Þangað hafa farið um 627 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði. Iceland Tra­vel, ferða­skrif­stofa í eigu Icelandair Group fékk 151 milljón króna í upp­sagn­ar­styrki, Bíla­leiga Flug­leiða fékk 139 millj­ónir króna og Flug­fé­lag Íslands, sem er var rennt saman við Icelandair Group fyrr á árinu, fékk 83 millj­ónir króna.

Bláa lónið fékk 603 milljón króna

Bláa Lónið fékk þriðju hæstu ein­­stöku upp­­sagn­­ar­­styrk­ina, alls um 603 milljón króna vegna upp­­­sagna 550 manns. Fjórða fyr­ir­tækið sem fékk upp­­sagn­­ar­­styrki yfir hálfri milljón króna var Íslands­­hótel hf., sem fékk alls 593 millj­­ónir króna fyrir að segja upp alls 468 starfs­­mönn­­um. 

Hótel eru raunar fyr­ir­­ferða­­mikil á list­an­­um. Center­hot­els fékk 266 millj­­ónir króna, Kea­hótel 203 millj­­ónir króna, Foss­hótel 155 millj­­ónir króna og Hótel Saga 114 millj­­ónir króna.

Rút­u­­fyr­ir­tækið Allra­handa, sem rekur vöru­­merkin Grey Line og Air­port Express, fékk 191 millj­­ónir króna og tvö félög tengd Kynn­is­­ferð­um, sem reka vöru­­merkið Reykja­vik Exc­ursions, fengu sam­tals um 193 millj­­ónir króna.

Önnur fyr­ir­tæki á list­­anum sem fengu yfir 100 millj­­ónir króna eru öll tengd ferða­­þjón­­ustu með einum eða öðrum hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent