Ef loforðin yrðu efnd væri hægt að „stöðva faraldurinn fljótt“

Veikustu hagkerfi veraldar þurfa lengst að búa við takmarkanir vegna COVID-19. Ástæðan: Ríkustu þjóðirnar fengu forgang við bóluefnakaup og hafa ekki staðið við loforð um að deila jafnt. Og hafa svo nú í ofanálag hafið örvun bólusetninga.

Hver einasti skammtur er dýrmætur og getur bjargað mannslífi, segir Moeti.
Hver einasti skammtur er dýrmætur og getur bjargað mannslífi, segir Moeti.
Auglýsing

„Við höfum séð íbúa ríku þjóð­anna flykkj­ast aftur á fót­bolta­leiki, á veit­inga­hús og list­við­burði. Þar er fólk jafn­vel að mót­mæla því að þurfa að fram­vísa bólu­efna­skír­teini áður en það fer inn á við­burð. Það sýnir að lífið er öðru­vísi þar. Þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið er hátt höfum við líka séð dán­ar­tíðni lækka stór­kost­lega. En við, íbúar Afr­íku, þurfum að hafa tak­mark­anir áfram og leggja mikið á okkur til að fá aðgang að bólu­efni. Við þurfum að berj­ast fyrir því að staðið verði við þau lof­orð sem efn­aðri þjóðir hafa gef­ið.“

Þetta sagði Mats­hi­diso Moeti, lækn­ir, sér­fræð­ingur í lýð­heilsu og yfir­maður Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) í Afr­íku, á blaða­manna­fundi sem fram fór á net­inu í morg­un. Blaða­maður Kjarn­ans fylgd­ist með og heyrði helstu sér­fræð­inga álf­unnar segja frá stöð­unni – ekki aðeins á far­aldri COVID-19 heldur einnig far­aldri heila­himnu­bólgu sem blossað hefur upp í Aust­ur-­Kongó og til­felli ebólu á Fíla­beins­strönd­inni sem vakið hefur upp skelfi­legar minn­ingar um far­aldur þess ban­væna sjúk­dóms fyrir nokkrum árum. „Á hverjum ein­asta degi erum við að berj­ast við hóp­sýk­ingar af völdum alls konar sjúk­dóma í Afr­ík­u,“ sagði Moeti.

Auglýsing

Gjáin sem ein­kennt hefur skipt­ingu bólu­efna milli heims­hluta frá því að þau urðu aðgengi­leg hefur lítið grynnk­að. Það er engu lík­ara en að sér­fræð­ingar WHO séu að hrópa út í tómið. Lítil við­brögð urðu við ákalli fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­innar á dög­unum sem biðl­aði til efn­aðri þjóða, sem vel væru komin á veg í bólu­setn­ing­um, að bíða með að gefa örv­un­ar­skammta þar til í októ­ber. Hann gefst þó ekki upp og segir nú áríð­andi að örvun bólu­setn­inga verði frestað til næsta árs og að umfram­skammtar verði settir til þeirra sem meira þurfi á því að halda: Við­kvæmum hópum í fátæk­ustu ríkjum heims.

Matshidiso Moeti, framkvæmdastjóri WHO í Afríku. Mynd: WHO

COVAX-­sam­starf­ið, sem þjóðir heims gengu flestar inn í fyrir ári síðan með stórum lof­orðum um jafna dreif­ingu bólu­efna, sendi frá sér dap­ur­lega til­kynn­ingu í gær. Mark­miðið um að ná að bólu­setja 40 pró­sent allra jarð­ar­búa fyrir árs­lok myndi ekki nást. Millj­arður skammta sem efn­aðri ríki hétu að gefa þeim fátæk­ari væri langt utan seil­ing­ar. Að ná tíu pró­sent bólu­setn­ing­ar­hlut­falli í Afr­íku fyrir lok sept­em­ber er enn­fremur út úr mynd­inni. COVAX, sem ekki aðeins dreifir gjafa­skömmtum heldur hefur einnig fjár­magnað mikil bólu­efna­kaup biðl­aði til þjóða sem von ættu á stórum bólu­efna­skömmtum sam­kvæmt samn­ingum við fram­leið­endur að gefa eftir sæti sitt í röð­inni. Hleypa COVAX fram­fyr­ir. Og bjarga manns­líf­um.

Moeti tók undir þess áskorun COVAX á fund­inum í morgun og ítrek­aði, líkt og sér­hver sér­fræð­ingur sem hefur tjáð sig um mál­ið, að það sé allra hag­ur, líka Vest­ur­land­anna, að sem flestir verði bólu­settir sem fyrst – alls stað­ar. Sú stað­reynd að bólu­setn­ing­ar­mark­miðin náist ekki í Afr­íku þýðir ein­fald­lega, að hennar sögn, að fram­lengja þurfi sam­fé­lags­legar tak­mark­an­ir, bæði ein­stak­lings­bundn­ar, s.s. grímunotkun og nálægð­ar­regl­um, og í stærra sam­hengi, s.s. með fjölda- og ferða­tak­mörk­un­um.

Bólu­efni hent

Í síð­ustu viku dreifði COVAX fimm millj­ónum skammta til Afr­íku­ríkja. „Þrefalt fleiri skömmtum hefur verið hent í Banda­ríkj­unum einum sam­an,“ segir Moeti. „Þeir skammtar hefðu dugað til að bólu­setja alla yfir átján ára aldri í Líber­íu, Márit­aníu og Gamb­íu. Hver ein­asti skammtur er dýr­mætur og getur bjargað manns­lífi. Ef þau lönd sem fram­leiða bólu­efni og fyr­ir­tækin sem það gera myndu for­gangs­raða með jöfnuð að leið­ar­ljósi væri hægt að stöðva far­ald­ur­inn fljótt.“

Auglýsing

Fyrr í vik­unni ítrek­uðu leið­togar G20-­ríkj­anna, sam­bands tutt­ugu efn­uð­ustu ríkja heims, stuðn­ing sinn við það mark­mið að bólu­setja 40 pró­sent íbúa allra þjóða. „Þessum góðu áformum þurfa að fylgja skýrar aðgerðir og fjár­mögnun til bar­átt­unnar gegn COVID-19,“ segir Moeti.

Yfir 40 pró­sent jarð­ar­búa hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni. En aðeins 5,5 pró­sent allra Afr­íku­búa hafa fengið einn skammt og aðeins 3,2 pró­sent þeirra eru full­bólu­sett­ir.

Meira en áríð­andi

Til að ná því að bólu­setja tíu pró­sent allra Afr­íku­þjóða þarf 240 millj­ónir skammta af bólu­efni. Bjart­sýn­asta spáin er sú að 50 millj­ónir skammta muni vanta upp á. „Þetta er meira en áríð­and­i,“ sagði Ric­hard Mihigo, sér­fræð­ingur í ónæm­is­fræðum hjá WHO í Afr­íku á fund­inum í morg­un. „Við verðum að tryggja að við­kvæm­ustu hóp­arnir okkar verði bólu­settir fyrir árs­lok.“

Að minnsta kosti 200 þús­und manns hafa dáið úr COVID-19 í álf­unni hingað til. Heil­brigð­is­upp­lýs­ingar eru oft ekki áreið­an­legar í löndum Afr­íku og því ber að taka slíkri töl­fræði með ákveðnum fyr­ir­vara. Lík­lega er alvar­leik­inn meiri.

Delta-af­brigðið er langút­breidd­ast en þar sem fæst lönd hafa aðstöðu til að rað­greina veir­urnar er útbreiðsla þess og ann­arra afbrigða ekki að fullu ljós. „Að vita hvaða afbrigði eru að breið­ast út og hvar er nauð­syn­legt til að meta hvaða við­bragða er þörf,“ segir Moeti og til­kynnti að WHO hefði ákveðið að setja fjár­muni og tækni­þekk­ingu til upp­bygg­ingar rað­grein­ing­ar­mið­stöðvar í Suð­ur­-Afr­íku sem myndi þjóna allri álf­unni.

Sýnataka í Kenía. Mynd: EPA

Spurð um and­stöðu fólks við að láta bólu­setja sig segir hún hana miklu minna vanda­mál en skort á bólu­efn­um. And­staðan hafi verið áber­andi í ein­stökum lönd­um, til dæmis í Aust­ur-­Kongó. Þar hafi hún verið svo mikil að stjórn­völd hafi ákveðið að láta af hendi bólu­efni til ann­arra ríkja svo þau færu ekki til spill­is. En við­snún­ingur hefur orðið hvað þetta varðar í flestum ríkjum álf­unn­ar. Það sýna nýlegar kann­an­ir. Flestir vilja þiggja bólu­efni. Moeti segir að lyk­il­at­riði sé að fræða fólk um mik­il­vægi bólu­setn­inga og koma til þess réttum upp­lýs­ingum og reyna að hefta útbreiðslu fals­frétta. „Stóra vanda­málið er að fá bólu­efn­i.“

Í þriðju bylgj­unni sem gekk yfir Afr­íku í sum­ar, sem er sú skæð­asta frá upp­hafi far­ald­urs­ins, stóð­ust heil­brigð­is­stofn­anir margra land­anna ekki álag­ið. Þær voru veikar fyr­ir, að berj­ast við slæman aðbúnað á alla þá vegu sem hugs­ast get­ur: Það er skortur á mennt­uðu starfs­fólki. Grund­vallar tækja­bún­aði. Súr­efni. Hlífð­ar­fatn­aði. Og svo fram­vegis og svo fram­veg­is.

Hvað skýrir nið­ur­sveiflu?

Þessi bylgja virð­ist nú almennt í rén­un. Nýgreindum til­fellum hefur fækkað um fjórð­ung á einni viku. „Þetta er upp­örvand­i,“ segir Moeti en minnir á að staðan núna sé þó enn verri en á hápunkti fyrri tveggja bylgj­anna. „Við erum að sjá nið­ur­sveiflu núna almennt í álf­unni en hún telur 54 ríki og í sumum þeirra er far­ald­ur­inn í vext­i.“

Kjarn­inn spurði Moeti hvað gæti helst skýrt nið­ur­sveifl­una og nefndi hún tvennt: Bólu­setn­ing­ar, þótt þær væru vissu­lega skammt á veg komnar í flestum ríkj­um, og svo sam­fé­lags­legar aðgerðir sem gripið var til innan ein­stakra landa. Þar má nefna útgöngu­bann að kvöldi og nóttu, lokun þjón­ustu­fyr­ir­tækja á borð við veit­inga­staði og bann við fjölda­sam­kom­um. Fólk hafi einnig þurft að ástunda ítar­leg­ar, per­sónu­bundnar sótt­varn­ir. „En það er far­sótt­ar­þreyta, fólk er þreytt á því að þurfa að bera grím­ur, halda fjar­lægð. Það þráir eðli­legt líf á ný. Og þess vegna þarf stöðugt að minna fólk á til að halda því við efn­ið. Því miður þá þurfum við að halda þessum aðgerðum áfram lengur en ef við hefðum fengið bólu­efni fyrr til Afr­ík­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent