Ef loforðin yrðu efnd væri hægt að „stöðva faraldurinn fljótt“

Veikustu hagkerfi veraldar þurfa lengst að búa við takmarkanir vegna COVID-19. Ástæðan: Ríkustu þjóðirnar fengu forgang við bóluefnakaup og hafa ekki staðið við loforð um að deila jafnt. Og hafa svo nú í ofanálag hafið örvun bólusetninga.

Hver einasti skammtur er dýrmætur og getur bjargað mannslífi, segir Moeti.
Hver einasti skammtur er dýrmætur og getur bjargað mannslífi, segir Moeti.
Auglýsing

„Við höfum séð íbúa ríku þjóð­anna flykkj­ast aftur á fót­bolta­leiki, á veit­inga­hús og list­við­burði. Þar er fólk jafn­vel að mót­mæla því að þurfa að fram­vísa bólu­efna­skír­teini áður en það fer inn á við­burð. Það sýnir að lífið er öðru­vísi þar. Þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið er hátt höfum við líka séð dán­ar­tíðni lækka stór­kost­lega. En við, íbúar Afr­íku, þurfum að hafa tak­mark­anir áfram og leggja mikið á okkur til að fá aðgang að bólu­efni. Við þurfum að berj­ast fyrir því að staðið verði við þau lof­orð sem efn­aðri þjóðir hafa gef­ið.“

Þetta sagði Mats­hi­diso Moeti, lækn­ir, sér­fræð­ingur í lýð­heilsu og yfir­maður Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) í Afr­íku, á blaða­manna­fundi sem fram fór á net­inu í morg­un. Blaða­maður Kjarn­ans fylgd­ist með og heyrði helstu sér­fræð­inga álf­unnar segja frá stöð­unni – ekki aðeins á far­aldri COVID-19 heldur einnig far­aldri heila­himnu­bólgu sem blossað hefur upp í Aust­ur-­Kongó og til­felli ebólu á Fíla­beins­strönd­inni sem vakið hefur upp skelfi­legar minn­ingar um far­aldur þess ban­væna sjúk­dóms fyrir nokkrum árum. „Á hverjum ein­asta degi erum við að berj­ast við hóp­sýk­ingar af völdum alls konar sjúk­dóma í Afr­ík­u,“ sagði Moeti.

Auglýsing

Gjáin sem ein­kennt hefur skipt­ingu bólu­efna milli heims­hluta frá því að þau urðu aðgengi­leg hefur lítið grynnk­að. Það er engu lík­ara en að sér­fræð­ingar WHO séu að hrópa út í tómið. Lítil við­brögð urðu við ákalli fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­innar á dög­unum sem biðl­aði til efn­aðri þjóða, sem vel væru komin á veg í bólu­setn­ing­um, að bíða með að gefa örv­un­ar­skammta þar til í októ­ber. Hann gefst þó ekki upp og segir nú áríð­andi að örvun bólu­setn­inga verði frestað til næsta árs og að umfram­skammtar verði settir til þeirra sem meira þurfi á því að halda: Við­kvæmum hópum í fátæk­ustu ríkjum heims.

Matshidiso Moeti, framkvæmdastjóri WHO í Afríku. Mynd: WHO

COVAX-­sam­starf­ið, sem þjóðir heims gengu flestar inn í fyrir ári síðan með stórum lof­orðum um jafna dreif­ingu bólu­efna, sendi frá sér dap­ur­lega til­kynn­ingu í gær. Mark­miðið um að ná að bólu­setja 40 pró­sent allra jarð­ar­búa fyrir árs­lok myndi ekki nást. Millj­arður skammta sem efn­aðri ríki hétu að gefa þeim fátæk­ari væri langt utan seil­ing­ar. Að ná tíu pró­sent bólu­setn­ing­ar­hlut­falli í Afr­íku fyrir lok sept­em­ber er enn­fremur út úr mynd­inni. COVAX, sem ekki aðeins dreifir gjafa­skömmtum heldur hefur einnig fjár­magnað mikil bólu­efna­kaup biðl­aði til þjóða sem von ættu á stórum bólu­efna­skömmtum sam­kvæmt samn­ingum við fram­leið­endur að gefa eftir sæti sitt í röð­inni. Hleypa COVAX fram­fyr­ir. Og bjarga manns­líf­um.

Moeti tók undir þess áskorun COVAX á fund­inum í morgun og ítrek­aði, líkt og sér­hver sér­fræð­ingur sem hefur tjáð sig um mál­ið, að það sé allra hag­ur, líka Vest­ur­land­anna, að sem flestir verði bólu­settir sem fyrst – alls stað­ar. Sú stað­reynd að bólu­setn­ing­ar­mark­miðin náist ekki í Afr­íku þýðir ein­fald­lega, að hennar sögn, að fram­lengja þurfi sam­fé­lags­legar tak­mark­an­ir, bæði ein­stak­lings­bundn­ar, s.s. grímunotkun og nálægð­ar­regl­um, og í stærra sam­hengi, s.s. með fjölda- og ferða­tak­mörk­un­um.

Bólu­efni hent

Í síð­ustu viku dreifði COVAX fimm millj­ónum skammta til Afr­íku­ríkja. „Þrefalt fleiri skömmtum hefur verið hent í Banda­ríkj­unum einum sam­an,“ segir Moeti. „Þeir skammtar hefðu dugað til að bólu­setja alla yfir átján ára aldri í Líber­íu, Márit­aníu og Gamb­íu. Hver ein­asti skammtur er dýr­mætur og getur bjargað manns­lífi. Ef þau lönd sem fram­leiða bólu­efni og fyr­ir­tækin sem það gera myndu for­gangs­raða með jöfnuð að leið­ar­ljósi væri hægt að stöðva far­ald­ur­inn fljótt.“

Auglýsing

Fyrr í vik­unni ítrek­uðu leið­togar G20-­ríkj­anna, sam­bands tutt­ugu efn­uð­ustu ríkja heims, stuðn­ing sinn við það mark­mið að bólu­setja 40 pró­sent íbúa allra þjóða. „Þessum góðu áformum þurfa að fylgja skýrar aðgerðir og fjár­mögnun til bar­átt­unnar gegn COVID-19,“ segir Moeti.

Yfir 40 pró­sent jarð­ar­búa hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni. En aðeins 5,5 pró­sent allra Afr­íku­búa hafa fengið einn skammt og aðeins 3,2 pró­sent þeirra eru full­bólu­sett­ir.

Meira en áríð­andi

Til að ná því að bólu­setja tíu pró­sent allra Afr­íku­þjóða þarf 240 millj­ónir skammta af bólu­efni. Bjart­sýn­asta spáin er sú að 50 millj­ónir skammta muni vanta upp á. „Þetta er meira en áríð­and­i,“ sagði Ric­hard Mihigo, sér­fræð­ingur í ónæm­is­fræðum hjá WHO í Afr­íku á fund­inum í morg­un. „Við verðum að tryggja að við­kvæm­ustu hóp­arnir okkar verði bólu­settir fyrir árs­lok.“

Að minnsta kosti 200 þús­und manns hafa dáið úr COVID-19 í álf­unni hingað til. Heil­brigð­is­upp­lýs­ingar eru oft ekki áreið­an­legar í löndum Afr­íku og því ber að taka slíkri töl­fræði með ákveðnum fyr­ir­vara. Lík­lega er alvar­leik­inn meiri.

Delta-af­brigðið er langút­breidd­ast en þar sem fæst lönd hafa aðstöðu til að rað­greina veir­urnar er útbreiðsla þess og ann­arra afbrigða ekki að fullu ljós. „Að vita hvaða afbrigði eru að breið­ast út og hvar er nauð­syn­legt til að meta hvaða við­bragða er þörf,“ segir Moeti og til­kynnti að WHO hefði ákveðið að setja fjár­muni og tækni­þekk­ingu til upp­bygg­ingar rað­grein­ing­ar­mið­stöðvar í Suð­ur­-Afr­íku sem myndi þjóna allri álf­unni.

Sýnataka í Kenía. Mynd: EPA

Spurð um and­stöðu fólks við að láta bólu­setja sig segir hún hana miklu minna vanda­mál en skort á bólu­efn­um. And­staðan hafi verið áber­andi í ein­stökum lönd­um, til dæmis í Aust­ur-­Kongó. Þar hafi hún verið svo mikil að stjórn­völd hafi ákveðið að láta af hendi bólu­efni til ann­arra ríkja svo þau færu ekki til spill­is. En við­snún­ingur hefur orðið hvað þetta varðar í flestum ríkjum álf­unn­ar. Það sýna nýlegar kann­an­ir. Flestir vilja þiggja bólu­efni. Moeti segir að lyk­il­at­riði sé að fræða fólk um mik­il­vægi bólu­setn­inga og koma til þess réttum upp­lýs­ingum og reyna að hefta útbreiðslu fals­frétta. „Stóra vanda­málið er að fá bólu­efn­i.“

Í þriðju bylgj­unni sem gekk yfir Afr­íku í sum­ar, sem er sú skæð­asta frá upp­hafi far­ald­urs­ins, stóð­ust heil­brigð­is­stofn­anir margra land­anna ekki álag­ið. Þær voru veikar fyr­ir, að berj­ast við slæman aðbúnað á alla þá vegu sem hugs­ast get­ur: Það er skortur á mennt­uðu starfs­fólki. Grund­vallar tækja­bún­aði. Súr­efni. Hlífð­ar­fatn­aði. Og svo fram­vegis og svo fram­veg­is.

Hvað skýrir nið­ur­sveiflu?

Þessi bylgja virð­ist nú almennt í rén­un. Nýgreindum til­fellum hefur fækkað um fjórð­ung á einni viku. „Þetta er upp­örvand­i,“ segir Moeti en minnir á að staðan núna sé þó enn verri en á hápunkti fyrri tveggja bylgj­anna. „Við erum að sjá nið­ur­sveiflu núna almennt í álf­unni en hún telur 54 ríki og í sumum þeirra er far­ald­ur­inn í vext­i.“

Kjarn­inn spurði Moeti hvað gæti helst skýrt nið­ur­sveifl­una og nefndi hún tvennt: Bólu­setn­ing­ar, þótt þær væru vissu­lega skammt á veg komnar í flestum ríkj­um, og svo sam­fé­lags­legar aðgerðir sem gripið var til innan ein­stakra landa. Þar má nefna útgöngu­bann að kvöldi og nóttu, lokun þjón­ustu­fyr­ir­tækja á borð við veit­inga­staði og bann við fjölda­sam­kom­um. Fólk hafi einnig þurft að ástunda ítar­leg­ar, per­sónu­bundnar sótt­varn­ir. „En það er far­sótt­ar­þreyta, fólk er þreytt á því að þurfa að bera grím­ur, halda fjar­lægð. Það þráir eðli­legt líf á ný. Og þess vegna þarf stöðugt að minna fólk á til að halda því við efn­ið. Því miður þá þurfum við að halda þessum aðgerðum áfram lengur en ef við hefðum fengið bólu­efni fyrr til Afr­ík­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent