Bjarni kallaði niðurstöður Gylfa Zoega um fjármögnun Landspítala „hátimbraðar“

Fjármála- og efnahagsráðherra sagði í pallborðsumræðum á vegum ASÍ í dag að hann teldi niðurstöður hagfræðiprófessors um fjármögnun Landspítala vera „mjög hátimbraðar“ eins og hann horfði á það.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra telur að nið­ur­stöður Gylfa Zoega hag­fræði­pró­fess­ors um fjár­mögnun heil­brigð­is­kerf­is­ins, sem settar voru fram í nýlegri grein í Vís­bend­ingu, séu „há­timbrað­ar“ eins og hann horfi á það.

Bjarni var spurður út í nið­ur­stöður Gylfa í pall­borðsum­ræðum á meðal full­trúa stjórn­mála­flokk­anna sem Alþýðu­sam­band Íslands stóð fyrir í dag. Gylfi komst að þeirri nið­ur­stöðu í grein sinni að færa mætti rök fyrir því að Land­spít­al­ann skorti fjár­magn, þrátt fyrir að fjár­fram­lög til hans hefðu hækkað tölu­vert á síð­ustu árum.

Hag­fræði­pró­fess­or­inn sagði að ef til­lit væri tekið til launa­hækk­ana þá hefðu fjár­fram­lög hins opin­bera til Land­spít­al­ans ekki auk­ist jafn mikið og þörfin fyrir sjúkra­hús­þjón­ustu á síð­ustu árum og benti á að í umræðum um fjár­mögnun þjóð­ar­sjúkra­húss­ins, sem staðið hafa yfir und­an­farnar viku, mætti því segja að bæði stjórn­mála­menn og stjórn­endur spít­al­ans hefðu nokkuð til síns máls.

Bjarni sagði að nið­ur­stöður Gylfa hefðu „miðað við ákveðnar gefnar for­sendur um vænta þjón­ustu­þörf spít­al­ans fram á við reiknað og svo fram­veg­is“ og bætti því við að um væri að ræða „mjög hátimbraðar nið­ur­stöður eins og ég horfi á það.“

Bjarni vék síðan tal­inu að öðru en nið­ur­stöðum hag­fræð­ings­ins og sagði að stað­reyndin væri sú að Íslend­ingar hefðu aldrei sett meira af því sem rík­is­sjóður hefði úr að spila í heil­brigð­is­mál. „Við höfum aldrei sett jafn hátt hlut­fall af tekj­unum í þennan mála­flokk,“ sagði Bjarni og skaut Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ingar því þá inn í umræð­una að þjóð­ar­fram­leiðslan hefði lækkað veru­lega.

Sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn ekki kalla eftir stór­auknum einka­rekstri

Bjarni sagði heil­brigð­is­málin þó áskorun og að allar þjóðir stæðu frammi fyrir gríð­ar­legri áskorun á sviði heil­brigð­is­mála um þessar mund­ir. „Við erum líka að eld­ast sem þjóð, ef að fólki finnst heil­brigð­is­kerfið dýrt í dag þá er ég með skila­boð, þetta verður dýr­ara í fram­tíð­inn­i,“ sagði Bjarni.

Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herra sagði að af þessum sökum ættum við allt undir því að vera með skil­virkt kerfi og sagði flösku­háls­ana allt of marga í kerf­inu í dag. „Ég verð bara að við­ur­kenna það,“ sagði Bjarni og bætti við að það virt­ist vanta betri heild­ar­stýr­ingu í heil­brigð­is­kerf­ið.

Fjöl­miðla­mað­ur­inn Krist­ján Krist­jáns­son, sem stýrði pall­borðsum­ræðum ASÍ, spurði Bjarna að því hvort vilji Sjálf­stæð­is­flokks­ins stæði til þess að einka­rekstur í kerf­inu yrði meiri en hann er í dag. Bjarni sagði svo ekki vera, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri ekki að kalla eftir því að það yrði stór­auk­inn einka­rekstur í kerf­inu.

Hann sagði þó að það væri baga­legt að hafa lausa samn­inga við sér­fræð­inga í einka­rekstri og við þá ætti að semja og gera um leið „há­marks­kröf­ur“ um að ríkið væri að fá topp­þjón­ustu fyrir féð sem varið væri í kaup á þjón­ustu einka­að­ila. Hið sama ætti einnig að gilda um þá þjón­ustu sem veitt væri af hinu opin­bera.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent