Um fjörutíu tilkynningar borist Lyfjastofnun eftir að byrjað var að veita örvunarskammta

Að svo stöddu hefur ekki borið á fleiri tilkynningum um grun um aukaverkanir eftir að heilbrigðisyfirvöld hófu að gefa viðbótarskammta fyrir þá sem fengu Janssen bóluefnið.

Bólusetning Skjáskot: RÚV
Auglýsing

Lyfja­stofnun hefur borist um 40 til­kynn­ingar sem ann­að­hvort varða ein­stak­linga sem fengu örv­un­ar­skammt eða þar sem mögu­legt er að um hafi verið að ræða örv­un­ar­skammt. Verið er að vinna úr þessum til­kynn­ing­um.

Þetta kemur fram í svari Lyfja­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Flestar til­kynn­ing­anna flokk­ast ekki sem alvar­legar og ein­kennin sem til­kynnt hafa verið eru almennt svipuð því sem hefur verið að koma inn, ein­kenni á stungu­stað, flensu­ein­kenni og breyt­ingar á tíða­hring, að því er fram kemur hjá Lyfja­stofn­un.

Auglýsing

„Að svo stöddu hefur ekki borið á fleiri til­kynn­ingum um grun um auka­verk­anir eftir að heil­brigð­is­yf­ir­völd hófu að gefa við­bót­ar­skammta fyrir þá sem fengu Jans­sen bólu­efn­ið,“ segir enn fremur í svar­inu.

Al­var­­leg­ar auka­verk­an­ir geta komið upp – en þær eru fátíðar

Ung kona greindi frá því á TIkTok að hún hefði lam­ast fyrir neðan mitti eftir að hafa fengið örv­un­ar­skammt. Í kjöl­farið skap­að­ist umræða um alvar­legar auka­verk­anir af slíkum örv­un­ar­skömmt­um. Þórólfur Guðna­son sótt­­varna­lækn­ir sagði í sam­tali við mbl.is í vik­unni að löm­un fyr­ir neðan mitti væri ekki þekkt auka­verk­un af bólu­­setn­ingu gegn COVID-19. Hann sagði að þó al­var­­leg­ar auka­verk­an­ir gætu komið upp vegna bólu­­setn­ing­ar væru þær afar fátíðar og að auka­verk­an­ir af völd­um sýk­ing­ar væru mun al­­geng­­ari.

Á vef Emb­ættis land­læknis kemur fram að allar bólu­setn­ingar geti valdið óþæg­ind­um. Flestar auka­verk­anir séu í raun afleið­ing virkj­unar ónæm­is­kerf­is­ins sem sé til­gangur bólu­setn­ing­ar­innar og séu yfir­leitt þær sömu óháð bólu­efni. Þær eru hiti, hroll­ur, vöðva-, bein- og lið­verkir, óþæg­indi á stungu­stað, þreyta og slapp­leiki, höf­uð­verkur og maga­ó­þæg­indi.

Örv­un­ar­skammtur „sið­ferð­is­lega rang­ur“

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, hefur harð­lega gagn­rýnt ríkar þjóðir fyrir að gefa fólki örv­un­ar­skammt á meðan millj­ónir bíða eftir sínum fyrsta skammti. Ekki liggi fyrir nægi­leg gögn sem styðji við örv­un­ar­skammt­inn.

Í frétt RÚV um málið kemur fram að Mike Ryan, yfir­maður neyð­ar­að­gerða hjá WHO, segði örv­un­ar­skammt­inn sið­ferð­is­lega rang­an. „Fólk í björg­un­ar­vestum er að fá annað björg­un­ar­vesti á meðan þeir sem ekki eru í neinu björg­un­ar­vesti drukkna.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent