Um fjörutíu tilkynningar borist Lyfjastofnun eftir að byrjað var að veita örvunarskammta

Að svo stöddu hefur ekki borið á fleiri tilkynningum um grun um aukaverkanir eftir að heilbrigðisyfirvöld hófu að gefa viðbótarskammta fyrir þá sem fengu Janssen bóluefnið.

Bólusetning Skjáskot: RÚV
Auglýsing

Lyfja­stofnun hefur borist um 40 til­kynn­ingar sem ann­að­hvort varða ein­stak­linga sem fengu örv­un­ar­skammt eða þar sem mögu­legt er að um hafi verið að ræða örv­un­ar­skammt. Verið er að vinna úr þessum til­kynn­ing­um.

Þetta kemur fram í svari Lyfja­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Flestar til­kynn­ing­anna flokk­ast ekki sem alvar­legar og ein­kennin sem til­kynnt hafa verið eru almennt svipuð því sem hefur verið að koma inn, ein­kenni á stungu­stað, flensu­ein­kenni og breyt­ingar á tíða­hring, að því er fram kemur hjá Lyfja­stofn­un.

Auglýsing

„Að svo stöddu hefur ekki borið á fleiri til­kynn­ingum um grun um auka­verk­anir eftir að heil­brigð­is­yf­ir­völd hófu að gefa við­bót­ar­skammta fyrir þá sem fengu Jans­sen bólu­efn­ið,“ segir enn fremur í svar­inu.

Al­var­­leg­ar auka­verk­an­ir geta komið upp – en þær eru fátíðar

Ung kona greindi frá því á TIkTok að hún hefði lam­ast fyrir neðan mitti eftir að hafa fengið örv­un­ar­skammt. Í kjöl­farið skap­að­ist umræða um alvar­legar auka­verk­anir af slíkum örv­un­ar­skömmt­um. Þórólfur Guðna­son sótt­­varna­lækn­ir sagði í sam­tali við mbl.is í vik­unni að löm­un fyr­ir neðan mitti væri ekki þekkt auka­verk­un af bólu­­setn­ingu gegn COVID-19. Hann sagði að þó al­var­­leg­ar auka­verk­an­ir gætu komið upp vegna bólu­­setn­ing­ar væru þær afar fátíðar og að auka­verk­an­ir af völd­um sýk­ing­ar væru mun al­­geng­­ari.

Á vef Emb­ættis land­læknis kemur fram að allar bólu­setn­ingar geti valdið óþæg­ind­um. Flestar auka­verk­anir séu í raun afleið­ing virkj­unar ónæm­is­kerf­is­ins sem sé til­gangur bólu­setn­ing­ar­innar og séu yfir­leitt þær sömu óháð bólu­efni. Þær eru hiti, hroll­ur, vöðva-, bein- og lið­verkir, óþæg­indi á stungu­stað, þreyta og slapp­leiki, höf­uð­verkur og maga­ó­þæg­indi.

Örv­un­ar­skammtur „sið­ferð­is­lega rang­ur“

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, hefur harð­lega gagn­rýnt ríkar þjóðir fyrir að gefa fólki örv­un­ar­skammt á meðan millj­ónir bíða eftir sínum fyrsta skammti. Ekki liggi fyrir nægi­leg gögn sem styðji við örv­un­ar­skammt­inn.

Í frétt RÚV um málið kemur fram að Mike Ryan, yfir­maður neyð­ar­að­gerða hjá WHO, segði örv­un­ar­skammt­inn sið­ferð­is­lega rang­an. „Fólk í björg­un­ar­vestum er að fá annað björg­un­ar­vesti á meðan þeir sem ekki eru í neinu björg­un­ar­vesti drukkna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent