Bandaríkin opnast og ferðagleði grípur um sig

Icelandair flýgur til níu áfangastaða í Bandaríkjunum og stefnir á fleiri. Flugfélagið hefur ekki farið varhluta af auknum áhuga á ferðalögum þangað enda verða landamærin opnuð fyrir bólusettum á næstu dögum. Faraldurinn er sem fyrr stóri óvissuþátturinn.

Hún er þarna enn, Frelsisstyttan.
Hún er þarna enn, Frelsisstyttan.
Auglýsing

Um leið og banda­rísk stjórn­völd til­kynntu að landa­mærin yrðu opnuð fyrir bólu­settum ferða­mönnum frá og með 8. nóv­em­ber varð spreng­ing í fyr­ir­spurnum til ferða­skrif­stofa og í gegnum leit­ar­vélar á net­inu. Bók­unum í gegnum Skyscann­er, sem er ein vin­sælasta síða ver­aldar þegar kemur að því að leita að flug­ferð­um, fjölg­aði um 800 pró­sent sam­dæg­urs og 28 pró­sent aukn­ing varð í leit að gist­ingu í Banda­ríkj­unum í gegnum vef Expedia.

Icelandair hefur ekki farið var­hluta af þessum end­ur­vakta áhuga á ferðum til Banda­ríkj­anna, bæði frá Íslend­ingum sem og öðrum Evr­ópu­búum og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá flug­fé­lag­inu hafa bók­anir þangað þegar auk­ist.

Auglýsing

Þeir hafa verið margir og langir mán­uð­irnir sem fólk hefur almennt ekki getað ferð­ast til Banda­ríkj­anna. Þótt ferða­langa þyrsti aug­ljós­lega marga í að kom­ast þangað eru það ekki síst ást­vinir sem hafa verið aðskildir vegna far­ald­urs­ins sem eru hvað fegn­ast­ir.

Tíð­indin af opnun landamær­anna höfðu einnig áhrif á ferða­vilja Banda­ríkja­manna sjálfra – bæði inn­an­lands og utan. Þakk­ar­gjörð­ar­há­tíðin er á næsta leyti og jólin svo handan við horn­ið. Bjart­sýni hefur auk­ist og fólk mun viljugra að ferð­ast eftir að stjórn­völd ákváðu að opna landa­mærin fyrir bólu­sett­um. Ákvörð­un­inni er tekið sem ákveðnum skila­boðum um að óhætt sé að ferð­ast – að far­ald­ur­inn hafi minni áhrif á ferða­lög nú en síð­ustu mán­uði.

Farþegar á leið í flug á flugvelli í Los Angeles. Mynd: EPA

Í svörum Icelandair við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að eft­ir­spurn Banda­ríkja­manna hingað til lands hafi verið sterk og að þeir stór hluti ferða­manna sem hingað hafa komið síð­ustu mán­uði. Fréttir á borð við opnun landamæra hafi yfir­leitt jákvæð áhrif í báðar áttir og þannig finni flug­fé­lagið fyrir auknum áhuga á ferða­lögum almennt. „Eftir átt­unda nóv­em­ber verður opið á milli allra okkar mark­aðs­svæða og það skapar aukið jafn­vægi í starf­sem­inni okkar og opnar á ný tæki­færi,” segir í svari Icelanda­ir.

Icelandair flýgur nú til níu áfanga­staða í Banda­ríkj­unum en stefnir á að þeir verði orðnir fjórtán næsta sum­ar.

Búðu þig undir ein­hverjar tafir

Þótt flug­vélar margra flug­fé­laga séu að hefja sig til flugs þá er hins vegar nokkuð víst að ferða­þjón­ustan og veit­inga­geir­inn í Banda­ríkj­unum mun mögu­lega hökta að ein­hverju leyti – að minnsta kosti fyrst í stað. Upp­sagnir hafa verið í þessum grein­um, líkt og ann­ars staðar í heim­in­um, og aðeins nokkra vikna fyr­ir­vari var gef­inn á opnun landamær­anna. Að manna öll störf mun taka tíma.

Hins vegar segj­ast yfir­völd til­búin að taka á móti fjölda fólks á flug­völl­unum og að skoðun skil­ríkja, bólu­setn­ing­ar­vott­orða meðal ann­ars, eigi að ganga nokkuð snurðu­laust fyrir sig. Það má þó vissu­lega búast við töfum frá því sem var fyrir heims­far­ald­ur­inn.

Margt um manninn á Santa Monica-bryggjunni í Kaliforníu. Mynd: EPA

Í frétta­skýr­ingu New York Times um ferða­lög á þessum óvissu­tímum segja ferða­þjón­ustu­að­ilar einmitt að búast þurfi við hinu óvænta. Og að flestir eigi orðið von á því að eitt­hvað komi upp á. Þess vegna sé mælt með því að skipu­leggja ferða­lög vel, bóka gist­ingu tím­an­lega og flug sömu­leið­is. Krossa svo fingur og búast við hinu besta. Sumir ferða­menn vilja hins vegar gera þver­öf­ugt, bóka með stuttum fyr­ir­vara þegar óvissan í kringum ferða­lagið er minni.

Þessi bið gæti þó kostað sitt. Verð eru þegar farin að hækka og sum hótel á vin­sæl­ustu ferða­manna­stöð­unum eru til að mynda strax orðin full­bókuð yfir hátíð­irn­ar. Verð á inn­an­lands­flugi í Banda­ríkj­unum fer einnig hækk­andi og sam­kvæmt ferða­app­inu Hopper er það að nálg­ast það að vera á pari við það sem þekkt­ist í kringum jólin árið 2019. Milli­landa­flug er þó enn ódýr­ara sem kann þó að breyt­ast með auk­inni eft­ir­spurn er nær dregur des­em­ber.

Stefna á sífellt meira fram­boð

Icelandair segir að nú á fjórða árs­fjórð­ungi 2021 sé gert ráð fyrir að flug­fram­boðið hjá flug­fé­lag­inu verði um 65 pró­sent af því sem það var árið 2019 sem var síð­asta heila rekstr­ar­árið áður en far­ald­ur­inn skall á. „Hins vegar stefnum við á að ná upp í 80 pró­sent af fram­boði þess árs næsta vor.“

Stóri óvissu­þátt­ur­inn í ferða­lögum nútím­ans er auð­vitað þróun far­ald­urs­ins. Hvort að smitum fari að fjölga á ný, ýmist í því landi sem fólk er að ferð­ast frá eða í Banda­ríkj­un­um, eða hvort hlut­irnir hald­ist í svip­uðu horfi og þá sótt­varna­að­gerðir sömu­leið­is.

Auglýsing

Nýjasta smit­bylgjan skall á Banda­ríkj­unum í ágúst og hefur verið á stöðugri nið­ur­leið síð­ustu vik­ur. Smit­tölur eru þó enn tölu­vert hærri en þær voru snemma í sum­ar. Stærsta bylgjan sem gekk yfir landið hófst í byrjun nóv­em­ber í fyrra og gekk ekki niður fyrr en í byrjun febr­ú­ar. Um 75 þús­und manns hafa greinst með veiruna dag­lega að með­al­tali síð­ustu vik­una. Bólu­setn­ingar ganga ágæt­lega og eru nú tæp­lega 60 pró­sent Banda­ríkja­manna full bólu­sett og yfir 70 pró­sent 12 ára og eldri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent