Bandaríkin opnast og ferðagleði grípur um sig

Icelandair flýgur til níu áfangastaða í Bandaríkjunum og stefnir á fleiri. Flugfélagið hefur ekki farið varhluta af auknum áhuga á ferðalögum þangað enda verða landamærin opnuð fyrir bólusettum á næstu dögum. Faraldurinn er sem fyrr stóri óvissuþátturinn.

Hún er þarna enn, Frelsisstyttan.
Hún er þarna enn, Frelsisstyttan.
Auglýsing

Um leið og banda­rísk stjórn­völd til­kynntu að landa­mærin yrðu opnuð fyrir bólu­settum ferða­mönnum frá og með 8. nóv­em­ber varð spreng­ing í fyr­ir­spurnum til ferða­skrif­stofa og í gegnum leit­ar­vélar á net­inu. Bók­unum í gegnum Skyscann­er, sem er ein vin­sælasta síða ver­aldar þegar kemur að því að leita að flug­ferð­um, fjölg­aði um 800 pró­sent sam­dæg­urs og 28 pró­sent aukn­ing varð í leit að gist­ingu í Banda­ríkj­unum í gegnum vef Expedia.

Icelandair hefur ekki farið var­hluta af þessum end­ur­vakta áhuga á ferðum til Banda­ríkj­anna, bæði frá Íslend­ingum sem og öðrum Evr­ópu­búum og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá flug­fé­lag­inu hafa bók­anir þangað þegar auk­ist.

Auglýsing

Þeir hafa verið margir og langir mán­uð­irnir sem fólk hefur almennt ekki getað ferð­ast til Banda­ríkj­anna. Þótt ferða­langa þyrsti aug­ljós­lega marga í að kom­ast þangað eru það ekki síst ást­vinir sem hafa verið aðskildir vegna far­ald­urs­ins sem eru hvað fegn­ast­ir.

Tíð­indin af opnun landamær­anna höfðu einnig áhrif á ferða­vilja Banda­ríkja­manna sjálfra – bæði inn­an­lands og utan. Þakk­ar­gjörð­ar­há­tíðin er á næsta leyti og jólin svo handan við horn­ið. Bjart­sýni hefur auk­ist og fólk mun viljugra að ferð­ast eftir að stjórn­völd ákváðu að opna landa­mærin fyrir bólu­sett­um. Ákvörð­un­inni er tekið sem ákveðnum skila­boðum um að óhætt sé að ferð­ast – að far­ald­ur­inn hafi minni áhrif á ferða­lög nú en síð­ustu mán­uði.

Farþegar á leið í flug á flugvelli í Los Angeles. Mynd: EPA

Í svörum Icelandair við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að eft­ir­spurn Banda­ríkja­manna hingað til lands hafi verið sterk og að þeir stór hluti ferða­manna sem hingað hafa komið síð­ustu mán­uði. Fréttir á borð við opnun landamæra hafi yfir­leitt jákvæð áhrif í báðar áttir og þannig finni flug­fé­lagið fyrir auknum áhuga á ferða­lögum almennt. „Eftir átt­unda nóv­em­ber verður opið á milli allra okkar mark­aðs­svæða og það skapar aukið jafn­vægi í starf­sem­inni okkar og opnar á ný tæki­færi,” segir í svari Icelanda­ir.

Icelandair flýgur nú til níu áfanga­staða í Banda­ríkj­unum en stefnir á að þeir verði orðnir fjórtán næsta sum­ar.

Búðu þig undir ein­hverjar tafir

Þótt flug­vélar margra flug­fé­laga séu að hefja sig til flugs þá er hins vegar nokkuð víst að ferða­þjón­ustan og veit­inga­geir­inn í Banda­ríkj­unum mun mögu­lega hökta að ein­hverju leyti – að minnsta kosti fyrst í stað. Upp­sagnir hafa verið í þessum grein­um, líkt og ann­ars staðar í heim­in­um, og aðeins nokkra vikna fyr­ir­vari var gef­inn á opnun landamær­anna. Að manna öll störf mun taka tíma.

Hins vegar segj­ast yfir­völd til­búin að taka á móti fjölda fólks á flug­völl­unum og að skoðun skil­ríkja, bólu­setn­ing­ar­vott­orða meðal ann­ars, eigi að ganga nokkuð snurðu­laust fyrir sig. Það má þó vissu­lega búast við töfum frá því sem var fyrir heims­far­ald­ur­inn.

Margt um manninn á Santa Monica-bryggjunni í Kaliforníu. Mynd: EPA

Í frétta­skýr­ingu New York Times um ferða­lög á þessum óvissu­tímum segja ferða­þjón­ustu­að­ilar einmitt að búast þurfi við hinu óvænta. Og að flestir eigi orðið von á því að eitt­hvað komi upp á. Þess vegna sé mælt með því að skipu­leggja ferða­lög vel, bóka gist­ingu tím­an­lega og flug sömu­leið­is. Krossa svo fingur og búast við hinu besta. Sumir ferða­menn vilja hins vegar gera þver­öf­ugt, bóka með stuttum fyr­ir­vara þegar óvissan í kringum ferða­lagið er minni.

Þessi bið gæti þó kostað sitt. Verð eru þegar farin að hækka og sum hótel á vin­sæl­ustu ferða­manna­stöð­unum eru til að mynda strax orðin full­bókuð yfir hátíð­irn­ar. Verð á inn­an­lands­flugi í Banda­ríkj­unum fer einnig hækk­andi og sam­kvæmt ferða­app­inu Hopper er það að nálg­ast það að vera á pari við það sem þekkt­ist í kringum jólin árið 2019. Milli­landa­flug er þó enn ódýr­ara sem kann þó að breyt­ast með auk­inni eft­ir­spurn er nær dregur des­em­ber.

Stefna á sífellt meira fram­boð

Icelandair segir að nú á fjórða árs­fjórð­ungi 2021 sé gert ráð fyrir að flug­fram­boðið hjá flug­fé­lag­inu verði um 65 pró­sent af því sem það var árið 2019 sem var síð­asta heila rekstr­ar­árið áður en far­ald­ur­inn skall á. „Hins vegar stefnum við á að ná upp í 80 pró­sent af fram­boði þess árs næsta vor.“

Stóri óvissu­þátt­ur­inn í ferða­lögum nútím­ans er auð­vitað þróun far­ald­urs­ins. Hvort að smitum fari að fjölga á ný, ýmist í því landi sem fólk er að ferð­ast frá eða í Banda­ríkj­un­um, eða hvort hlut­irnir hald­ist í svip­uðu horfi og þá sótt­varna­að­gerðir sömu­leið­is.

Auglýsing

Nýjasta smit­bylgjan skall á Banda­ríkj­unum í ágúst og hefur verið á stöðugri nið­ur­leið síð­ustu vik­ur. Smit­tölur eru þó enn tölu­vert hærri en þær voru snemma í sum­ar. Stærsta bylgjan sem gekk yfir landið hófst í byrjun nóv­em­ber í fyrra og gekk ekki niður fyrr en í byrjun febr­ú­ar. Um 75 þús­und manns hafa greinst með veiruna dag­lega að með­al­tali síð­ustu vik­una. Bólu­setn­ingar ganga ágæt­lega og eru nú tæp­lega 60 pró­sent Banda­ríkja­manna full bólu­sett og yfir 70 pró­sent 12 ára og eldri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent