Bandaríkin opnast og ferðagleði grípur um sig

Icelandair flýgur til níu áfangastaða í Bandaríkjunum og stefnir á fleiri. Flugfélagið hefur ekki farið varhluta af auknum áhuga á ferðalögum þangað enda verða landamærin opnuð fyrir bólusettum á næstu dögum. Faraldurinn er sem fyrr stóri óvissuþátturinn.

Hún er þarna enn, Frelsisstyttan.
Hún er þarna enn, Frelsisstyttan.
Auglýsing

Um leið og banda­rísk stjórn­völd til­kynntu að landa­mærin yrðu opnuð fyrir bólu­settum ferða­mönnum frá og með 8. nóv­em­ber varð spreng­ing í fyr­ir­spurnum til ferða­skrif­stofa og í gegnum leit­ar­vélar á net­inu. Bók­unum í gegnum Skyscann­er, sem er ein vin­sælasta síða ver­aldar þegar kemur að því að leita að flug­ferð­um, fjölg­aði um 800 pró­sent sam­dæg­urs og 28 pró­sent aukn­ing varð í leit að gist­ingu í Banda­ríkj­unum í gegnum vef Expedia.

Icelandair hefur ekki farið var­hluta af þessum end­ur­vakta áhuga á ferðum til Banda­ríkj­anna, bæði frá Íslend­ingum sem og öðrum Evr­ópu­búum og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá flug­fé­lag­inu hafa bók­anir þangað þegar auk­ist.

Auglýsing

Þeir hafa verið margir og langir mán­uð­irnir sem fólk hefur almennt ekki getað ferð­ast til Banda­ríkj­anna. Þótt ferða­langa þyrsti aug­ljós­lega marga í að kom­ast þangað eru það ekki síst ást­vinir sem hafa verið aðskildir vegna far­ald­urs­ins sem eru hvað fegn­ast­ir.

Tíð­indin af opnun landamær­anna höfðu einnig áhrif á ferða­vilja Banda­ríkja­manna sjálfra – bæði inn­an­lands og utan. Þakk­ar­gjörð­ar­há­tíðin er á næsta leyti og jólin svo handan við horn­ið. Bjart­sýni hefur auk­ist og fólk mun viljugra að ferð­ast eftir að stjórn­völd ákváðu að opna landa­mærin fyrir bólu­sett­um. Ákvörð­un­inni er tekið sem ákveðnum skila­boðum um að óhætt sé að ferð­ast – að far­ald­ur­inn hafi minni áhrif á ferða­lög nú en síð­ustu mán­uði.

Farþegar á leið í flug á flugvelli í Los Angeles. Mynd: EPA

Í svörum Icelandair við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að eft­ir­spurn Banda­ríkja­manna hingað til lands hafi verið sterk og að þeir stór hluti ferða­manna sem hingað hafa komið síð­ustu mán­uði. Fréttir á borð við opnun landamæra hafi yfir­leitt jákvæð áhrif í báðar áttir og þannig finni flug­fé­lagið fyrir auknum áhuga á ferða­lögum almennt. „Eftir átt­unda nóv­em­ber verður opið á milli allra okkar mark­aðs­svæða og það skapar aukið jafn­vægi í starf­sem­inni okkar og opnar á ný tæki­færi,” segir í svari Icelanda­ir.

Icelandair flýgur nú til níu áfanga­staða í Banda­ríkj­unum en stefnir á að þeir verði orðnir fjórtán næsta sum­ar.

Búðu þig undir ein­hverjar tafir

Þótt flug­vélar margra flug­fé­laga séu að hefja sig til flugs þá er hins vegar nokkuð víst að ferða­þjón­ustan og veit­inga­geir­inn í Banda­ríkj­unum mun mögu­lega hökta að ein­hverju leyti – að minnsta kosti fyrst í stað. Upp­sagnir hafa verið í þessum grein­um, líkt og ann­ars staðar í heim­in­um, og aðeins nokkra vikna fyr­ir­vari var gef­inn á opnun landamær­anna. Að manna öll störf mun taka tíma.

Hins vegar segj­ast yfir­völd til­búin að taka á móti fjölda fólks á flug­völl­unum og að skoðun skil­ríkja, bólu­setn­ing­ar­vott­orða meðal ann­ars, eigi að ganga nokkuð snurðu­laust fyrir sig. Það má þó vissu­lega búast við töfum frá því sem var fyrir heims­far­ald­ur­inn.

Margt um manninn á Santa Monica-bryggjunni í Kaliforníu. Mynd: EPA

Í frétta­skýr­ingu New York Times um ferða­lög á þessum óvissu­tímum segja ferða­þjón­ustu­að­ilar einmitt að búast þurfi við hinu óvænta. Og að flestir eigi orðið von á því að eitt­hvað komi upp á. Þess vegna sé mælt með því að skipu­leggja ferða­lög vel, bóka gist­ingu tím­an­lega og flug sömu­leið­is. Krossa svo fingur og búast við hinu besta. Sumir ferða­menn vilja hins vegar gera þver­öf­ugt, bóka með stuttum fyr­ir­vara þegar óvissan í kringum ferða­lagið er minni.

Þessi bið gæti þó kostað sitt. Verð eru þegar farin að hækka og sum hótel á vin­sæl­ustu ferða­manna­stöð­unum eru til að mynda strax orðin full­bókuð yfir hátíð­irn­ar. Verð á inn­an­lands­flugi í Banda­ríkj­unum fer einnig hækk­andi og sam­kvæmt ferða­app­inu Hopper er það að nálg­ast það að vera á pari við það sem þekkt­ist í kringum jólin árið 2019. Milli­landa­flug er þó enn ódýr­ara sem kann þó að breyt­ast með auk­inni eft­ir­spurn er nær dregur des­em­ber.

Stefna á sífellt meira fram­boð

Icelandair segir að nú á fjórða árs­fjórð­ungi 2021 sé gert ráð fyrir að flug­fram­boðið hjá flug­fé­lag­inu verði um 65 pró­sent af því sem það var árið 2019 sem var síð­asta heila rekstr­ar­árið áður en far­ald­ur­inn skall á. „Hins vegar stefnum við á að ná upp í 80 pró­sent af fram­boði þess árs næsta vor.“

Stóri óvissu­þátt­ur­inn í ferða­lögum nútím­ans er auð­vitað þróun far­ald­urs­ins. Hvort að smitum fari að fjölga á ný, ýmist í því landi sem fólk er að ferð­ast frá eða í Banda­ríkj­un­um, eða hvort hlut­irnir hald­ist í svip­uðu horfi og þá sótt­varna­að­gerðir sömu­leið­is.

Auglýsing

Nýjasta smit­bylgjan skall á Banda­ríkj­unum í ágúst og hefur verið á stöðugri nið­ur­leið síð­ustu vik­ur. Smit­tölur eru þó enn tölu­vert hærri en þær voru snemma í sum­ar. Stærsta bylgjan sem gekk yfir landið hófst í byrjun nóv­em­ber í fyrra og gekk ekki niður fyrr en í byrjun febr­ú­ar. Um 75 þús­und manns hafa greinst með veiruna dag­lega að með­al­tali síð­ustu vik­una. Bólu­setn­ingar ganga ágæt­lega og eru nú tæp­lega 60 pró­sent Banda­ríkja­manna full bólu­sett og yfir 70 pró­sent 12 ára og eldri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent