Kostir og gallar þess að selja Malbikunarstöðina Höfða verða kannaðir

Malbikunarstöð í eigu Reykjavíkurborgar, sem mun brátt flytja til Hafnarfjarðar, var með 91 prósent hlutdeild í malbikunarverkefnum borgarinnar á árunum 2017 til 2020. Borgarstjóri segir í inngangi nýrrar greinargerðar að skoðað verði að selja stöðina.

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Auglýsing

Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði, sem er að fullu í eigu Reykja­vík­ur­borgar og er með póli­tískt skip­aða stjórn, hefur keypt lóð við Álf­hellu í Hafn­ar­firði, en í meiri­hluta­sátt­mála núver­andi vald­hafa í borg­inni var til­tekið að Reykja­vík ætl­aði að leggja stöð­inni til lóð á kjör­tíma­bil­inu. Ástæða þess að Höfði þurfti að flytja sig er að núver­andi lóð fyr­ir­tæk­is­ins á Ártúns­höfða verður lögð undir íbúða­byggð og mal­bik­un­ar­stöðin þarf að víkja af henni fyrir árs­lok 2022. 

Í inn­gangi Dags B. Egg­erts­son­ar, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, í grein­ar­gerð sem fylgdi með frum­varpi um fjár­hags­á­ætlun borg­ar­innar fyrir næsta ár og fimm ára áætlun hennar sem á að gilda til árs­ins 2026, er fjallað um mál­efni Mal­bik­un­ar­stöðv­ar­innar Höfða og greint frá lóða­út­hlut­un­inni í Hafn­ar­firði. Auk þess segir þar að kostir og gallar þess að selja fyr­ir­tækið verði skoð­aðir í kjöl­farið í sam­ræmi við sam­starfs­sátt­mála meiri­hlut­ans.

Reykja­vík­ur­borg hefur átt mal­bik­un­ar­stöð­ina í meira en 80 ár. 

Með 91 pró­sent hlut­deild

Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks hafa lengi verið mjög áfram um að mal­bik­un­ar­stöðin verði seld. Snemma árs 2017 lögðu full­trúar flokks­ins í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­víkur til að ráðið sam­­þykki áskorun til borg­­ar­ráðs um að selja hana. 

Auglýsing
Í til­­lög­unni sagði að ástæður þessa væru tvær, ann­­ars vegar væri eign­­ar­hald borg­­ar­innar á Höfða ósam­­rým­an­­legt sjón­­­ar­miðum um heil­brigða sam­keppni og hag­­kvæma opin­bera þjón­­ustu og hins vegar mætti færa lagarök fyrir því að eign­­ar­hald borg­­ar­innar á mal­bik­un­­ar­­stöð­inni væri ólög­mætt. Meg­in­regla sam­­kvæmt íslenskum sveit­­ar­­stjórn­­­ar­lögum væri að atvinn­u­­rekstur sveit­­ar­­fé­laga á frjálsum mark­aði væri óheim­ill nema sér­­­stök laga­heim­ild kæmi til. Höfði var á þeim tíma með 73 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í mal­bik­un­ar­verk­efnum á vegum borg­ar­inn­ar. 

Athugun Við­skipta­ráðs Íslands á útboðum áranna 2017 til 2020, sem gerð var opin­ber fyrr á þessu ári, sýndi svo að hlut­deild Höfða í mal­bik­unar­út­boðum innan Reykja­víkur hafði auk­ist í 91 pró­sent. Aðeins einu sinni af ell­efu vann annað fyr­ir­tækið þess háttar útboð á vegum borg­ar­inn­ar. 

Á meðal raka sem sett hafa verið fram fyrir eign­ar­haldi Reykja­vík­ur­borgar á Höfða eru þau að það tryggi sam­keppni, en lengi vel var aðeins eitt annað fyr­ir­tæki fram­leiddi mal­bik á suð­vest­ur­horni lands­ins. Fyr­ir­tækin eru nú orðin þrjú, fyrir utan Mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða. 

Í til­kynn­ingu sem odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, Eyþór Arn­alds, sendi út í lið­inni viku var sú afstaða flokks­ins að hann vildi selja Höfða ítrek­uð. 

Ýmsir hag­að­ilar hafa líka skorað á borg­ina að selja fyr­ir­tækið í gegnum tíð­ina. Í lok apríl síð­ast­lið­inn skrif­uðu til að mynda fram­kvæmda­stjórar Sam­taka iðn­að­ar­ins og Við­skipta­ráðs Íslands saman grein í Morg­un­blaðið þar sem þeir hvöttu til þess.

Gera ráð fyrir arð­greiðslum 2025 og 2026

Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði velti 1.429 millj­ónum króna í fyrra sem er 450 millj­ónum krónum minna en fyr­ir­tækið velti á árinu 2019. Í árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins er til­tekið að áhrif af COVID-19 hafi þó ekki verið veru­lega mik­il. 

Alls tap­aði Höfði 16,7 millj­ónum króna í fyrra en hafði hagn­ast um 115,7 millj­ónir króna á árinu 2019. Inni í fyr­ir­tæk­inu var umtals­vert óráð­stafað eigið fé um síð­ustu ára­mót, eða alls 1.247 millj­ónir króna. Heildar eigið fé í lok árs 2020 bar 1.490 millj­ónir króna en ljóst er að það mun ganga eitt­hvað á það í ár og á næsta ári. Sam­kvæmt fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar vegna árs­ins 2022 mun eigin fé Höfða verða 1.079 millj­ónir króna í lok næsta árs.

Þrátt fyrir að borg­ar­stjóri hafi sagt í inn­gangi sínum að grein­ar­gerð um fjár­hagsætlun næstu fimm ára að kostir og gallar þess að selja Mal­bik­un­ar­stöð­ina Höfða yrði skoð­aðir er gert ráð fyrir því í áætl­un­inni að fyr­ir­tæki greiði borg­inni arð árin 2025 og 2026, sam­tals 70 millj­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent