Sjöundi hver bóluefnaskammtur sem ríku löndin lofuðu hefur skilað sér til hinna fátækari

Tæpt ár er síðan fyrstu bóluefnin komu á markað. Enn er aðeins 1,3 prósent fólks í fátækustu löndum heims fullbólusett. Tæp 37 prósent allra jarðarbúa teljast fullbólusett. Gjáin á milli landa er gríðarleg.

Vegglistaverk í Jóhannesarborg sem minnir á hetjur faraldursins, heilbrigðisstarfsfólkið.
Vegglistaverk í Jóhannesarborg sem minnir á hetjur faraldursins, heilbrigðisstarfsfólkið.
Auglýsing

Aðeins fjórtán pró­sent þeirra bólu­efna­skammta sem rík­ari þjóðir heims hétu að láta af hendi hafa skilað sér til fátæk­ari ríkja. Það hefur ekki staðið á lof­orð­un­um. Til að jafna aðgengi allra að bólu­efni, heims­byggð­inni allri til heilla, hafa auð­ugri ríki heitið því að koma sam­an­lagt 1,8 millj­örðum skammta til fátæk­ari ríkja. Enn sem komið er hafa aðeins 261 milljón skammta skilað sér, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Peop­le’s Vaccine Alli­ance, sam­taka sem Oxfam, Act­ionAid og Amnesty International standa m.a. að. Nú fer að líða að því að ár sé liðið frá því að fyrstu bólu­efnin gegn COVID-19 komu á mark­að. 37 pró­sent jarð­ar­búa telj­ast full­bólu­sett en þó hefur aðeins 1,3 pró­sent fólks í fátæk­ustu löndum heims verið bólu­sett að fullu.

Bret­land lof­aði 100 millj­ónum skammta en aðeins 9,6 millj­ónir eru komnir á áfanga­stað, segir í skýrsl­unni, eða innan við 10 pró­sent. Kanada hefur afhent 8 pró­sent af þeim 40 milljón skömmtum sem stjórn­völd lof­uðu. Banda­ríkin hafa staðið sig betur og um 16 pró­sent af þeim 1,1 millj­arði skammta sem stjórn­völd lof­uðu fátæk­ari ríkjum hafa þegar kom­ist á leið­ar­enda.

Auglýsing

Helstu bólu­efna­fram­leið­endur heims hétu því að setja sam­tals 994 millj­ónir skammta inn í COVAX-­sam­starf­ið. Frá John­son & John­son, Moderna, Astr­aZeneca og Pfizer hafa þó aðeins 120 millj­ónir skammta, 12 pró­sent af því sem lofað var, skilað sér.

Robbie Sil­verman, sem starfar hjá Oxfam segir að nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýni að rík­ari löndin hafi brugð­ist. Sú leið sem COVAX fór hafi einnig brugð­ist. „Eina leiðin til að stöðva far­ald­ur­inn er að deila tækni og þekk­ingu með öðrum fram­leið­endum svo að all­ir, hvar sem þeir búa, hafi aðgang að hinum lífs­nauð­syn­legu bólu­efn­um.“

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, hefur ítrekað bent á nauð­syn þess að koma miklu magni bólu­efna til fátæk­ari ríkja fyrir árs­lok. Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni eru ríkin sem hafa heitið bólu­efn­unum hins vegar flest að vinna sam­kvæmt eigin áætl­unum sem miði við afhend­ingar ein­hvern tím­ann á næsta ári. Þær tafir munu, að því er segir í skýrsl­unni, valda ónauð­syn­legu mann­falli.

Einkaleyfi eru á framleiðslu bóluefna. Hægt væri að framleiða meira efn þau yrðu afnumin. Mynd: EPA

„Heil­brigð­is­starfs­menn eru að deyja og börn að missa for­eldra sína og afa og ömmu,“ segir Maaza Seyoum, einn af full­trúum Afr­íku í Peop­le’s Vaccine Alli­ance. „Enn á eftir að bólu­setja um 99% af fólki í fátæk­ari ríkjum og við höfum fengið nóg af þessum lof­orðum sem stand­ast svo ekki.

Fleiri aðilar hafa bent á nauð­syn þess að hægt verði að fram­leiða bólu­efni víðar í heim­in­um. Bæði stjórn­völd á Ind­landi og í Suð­ur­-Afr­íku hafa skorað á Alþjóða við­skipta­stofn­un­ina (WTO) að beita sér í mál­inu og aflétta kröfum um einka­leyfi á bólu­efni og lyf gegn COVID-19. Yfir hund­rað ríki og mann­rétt­inda­sam­tök hafa tekið undir áskor­un­ina sem myndi þýða að meira yrði fram­leitt af bólu­efn­um. Sem er það sem þarf.

En stjórn­völd í Bret­landi, Sviss og Evr­ópu­sam­bandið eru meðal þeirra sem eru þess­ari leið mót­fall­in.

Guar­dian hefur eftir Tim Bier­ley, sem starfar með mann­rétt­inda­sam­tök­unum Global Just­ice Now, að þessir aðilar standi í vegi fyrir því að fram­boð á bólu­efnum auk­ist og við­haldi þannig því ástandi að fátæk­ari ríki séu háð þeim auð­ugri um fram­leiðslu og dreif­ingu bólu­efn­anna.

Tals­menn bresku rík­is­stjórn­ar­innar segja að Bret­land sé „stolt af því“ að leika lyk­il­hlut­verk í því verk­efni að búa til og dreifa bólu­efnum gegn COVID-19. Stjórn­völd vilji „raun­sæj­ar“ lausnir, m.a. að styðja áfram COVAX-­sam­starfið og finna leiðir til að leysa flösku­hálsa í fram­leiðslu­ferl­inu öllu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent