Sjöundi hver bóluefnaskammtur sem ríku löndin lofuðu hefur skilað sér til hinna fátækari

Tæpt ár er síðan fyrstu bóluefnin komu á markað. Enn er aðeins 1,3 prósent fólks í fátækustu löndum heims fullbólusett. Tæp 37 prósent allra jarðarbúa teljast fullbólusett. Gjáin á milli landa er gríðarleg.

Vegglistaverk í Jóhannesarborg sem minnir á hetjur faraldursins, heilbrigðisstarfsfólkið.
Vegglistaverk í Jóhannesarborg sem minnir á hetjur faraldursins, heilbrigðisstarfsfólkið.
Auglýsing

Aðeins fjórtán pró­sent þeirra bólu­efna­skammta sem rík­ari þjóðir heims hétu að láta af hendi hafa skilað sér til fátæk­ari ríkja. Það hefur ekki staðið á lof­orð­un­um. Til að jafna aðgengi allra að bólu­efni, heims­byggð­inni allri til heilla, hafa auð­ugri ríki heitið því að koma sam­an­lagt 1,8 millj­örðum skammta til fátæk­ari ríkja. Enn sem komið er hafa aðeins 261 milljón skammta skilað sér, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Peop­le’s Vaccine Alli­ance, sam­taka sem Oxfam, Act­ionAid og Amnesty International standa m.a. að. Nú fer að líða að því að ár sé liðið frá því að fyrstu bólu­efnin gegn COVID-19 komu á mark­að. 37 pró­sent jarð­ar­búa telj­ast full­bólu­sett en þó hefur aðeins 1,3 pró­sent fólks í fátæk­ustu löndum heims verið bólu­sett að fullu.

Bret­land lof­aði 100 millj­ónum skammta en aðeins 9,6 millj­ónir eru komnir á áfanga­stað, segir í skýrsl­unni, eða innan við 10 pró­sent. Kanada hefur afhent 8 pró­sent af þeim 40 milljón skömmtum sem stjórn­völd lof­uðu. Banda­ríkin hafa staðið sig betur og um 16 pró­sent af þeim 1,1 millj­arði skammta sem stjórn­völd lof­uðu fátæk­ari ríkjum hafa þegar kom­ist á leið­ar­enda.

Auglýsing

Helstu bólu­efna­fram­leið­endur heims hétu því að setja sam­tals 994 millj­ónir skammta inn í COVAX-­sam­starf­ið. Frá John­son & John­son, Moderna, Astr­aZeneca og Pfizer hafa þó aðeins 120 millj­ónir skammta, 12 pró­sent af því sem lofað var, skilað sér.

Robbie Sil­verman, sem starfar hjá Oxfam segir að nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýni að rík­ari löndin hafi brugð­ist. Sú leið sem COVAX fór hafi einnig brugð­ist. „Eina leiðin til að stöðva far­ald­ur­inn er að deila tækni og þekk­ingu með öðrum fram­leið­endum svo að all­ir, hvar sem þeir búa, hafi aðgang að hinum lífs­nauð­syn­legu bólu­efn­um.“

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, hefur ítrekað bent á nauð­syn þess að koma miklu magni bólu­efna til fátæk­ari ríkja fyrir árs­lok. Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni eru ríkin sem hafa heitið bólu­efn­unum hins vegar flest að vinna sam­kvæmt eigin áætl­unum sem miði við afhend­ingar ein­hvern tím­ann á næsta ári. Þær tafir munu, að því er segir í skýrsl­unni, valda ónauð­syn­legu mann­falli.

Einkaleyfi eru á framleiðslu bóluefna. Hægt væri að framleiða meira efn þau yrðu afnumin. Mynd: EPA

„Heil­brigð­is­starfs­menn eru að deyja og börn að missa for­eldra sína og afa og ömmu,“ segir Maaza Seyoum, einn af full­trúum Afr­íku í Peop­le’s Vaccine Alli­ance. „Enn á eftir að bólu­setja um 99% af fólki í fátæk­ari ríkjum og við höfum fengið nóg af þessum lof­orðum sem stand­ast svo ekki.

Fleiri aðilar hafa bent á nauð­syn þess að hægt verði að fram­leiða bólu­efni víðar í heim­in­um. Bæði stjórn­völd á Ind­landi og í Suð­ur­-Afr­íku hafa skorað á Alþjóða við­skipta­stofn­un­ina (WTO) að beita sér í mál­inu og aflétta kröfum um einka­leyfi á bólu­efni og lyf gegn COVID-19. Yfir hund­rað ríki og mann­rétt­inda­sam­tök hafa tekið undir áskor­un­ina sem myndi þýða að meira yrði fram­leitt af bólu­efn­um. Sem er það sem þarf.

En stjórn­völd í Bret­landi, Sviss og Evr­ópu­sam­bandið eru meðal þeirra sem eru þess­ari leið mót­fall­in.

Guar­dian hefur eftir Tim Bier­ley, sem starfar með mann­rétt­inda­sam­tök­unum Global Just­ice Now, að þessir aðilar standi í vegi fyrir því að fram­boð á bólu­efnum auk­ist og við­haldi þannig því ástandi að fátæk­ari ríki séu háð þeim auð­ugri um fram­leiðslu og dreif­ingu bólu­efn­anna.

Tals­menn bresku rík­is­stjórn­ar­innar segja að Bret­land sé „stolt af því“ að leika lyk­il­hlut­verk í því verk­efni að búa til og dreifa bólu­efnum gegn COVID-19. Stjórn­völd vilji „raun­sæj­ar“ lausnir, m.a. að styðja áfram COVAX-­sam­starfið og finna leiðir til að leysa flösku­hálsa í fram­leiðslu­ferl­inu öllu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent