Sjöundi hver bóluefnaskammtur sem ríku löndin lofuðu hefur skilað sér til hinna fátækari

Tæpt ár er síðan fyrstu bóluefnin komu á markað. Enn er aðeins 1,3 prósent fólks í fátækustu löndum heims fullbólusett. Tæp 37 prósent allra jarðarbúa teljast fullbólusett. Gjáin á milli landa er gríðarleg.

Vegglistaverk í Jóhannesarborg sem minnir á hetjur faraldursins, heilbrigðisstarfsfólkið.
Vegglistaverk í Jóhannesarborg sem minnir á hetjur faraldursins, heilbrigðisstarfsfólkið.
Auglýsing

Aðeins fjórtán pró­sent þeirra bólu­efna­skammta sem rík­ari þjóðir heims hétu að láta af hendi hafa skilað sér til fátæk­ari ríkja. Það hefur ekki staðið á lof­orð­un­um. Til að jafna aðgengi allra að bólu­efni, heims­byggð­inni allri til heilla, hafa auð­ugri ríki heitið því að koma sam­an­lagt 1,8 millj­örðum skammta til fátæk­ari ríkja. Enn sem komið er hafa aðeins 261 milljón skammta skilað sér, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Peop­le’s Vaccine Alli­ance, sam­taka sem Oxfam, Act­ionAid og Amnesty International standa m.a. að. Nú fer að líða að því að ár sé liðið frá því að fyrstu bólu­efnin gegn COVID-19 komu á mark­að. 37 pró­sent jarð­ar­búa telj­ast full­bólu­sett en þó hefur aðeins 1,3 pró­sent fólks í fátæk­ustu löndum heims verið bólu­sett að fullu.

Bret­land lof­aði 100 millj­ónum skammta en aðeins 9,6 millj­ónir eru komnir á áfanga­stað, segir í skýrsl­unni, eða innan við 10 pró­sent. Kanada hefur afhent 8 pró­sent af þeim 40 milljón skömmtum sem stjórn­völd lof­uðu. Banda­ríkin hafa staðið sig betur og um 16 pró­sent af þeim 1,1 millj­arði skammta sem stjórn­völd lof­uðu fátæk­ari ríkjum hafa þegar kom­ist á leið­ar­enda.

Auglýsing

Helstu bólu­efna­fram­leið­endur heims hétu því að setja sam­tals 994 millj­ónir skammta inn í COVAX-­sam­starf­ið. Frá John­son & John­son, Moderna, Astr­aZeneca og Pfizer hafa þó aðeins 120 millj­ónir skammta, 12 pró­sent af því sem lofað var, skilað sér.

Robbie Sil­verman, sem starfar hjá Oxfam segir að nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýni að rík­ari löndin hafi brugð­ist. Sú leið sem COVAX fór hafi einnig brugð­ist. „Eina leiðin til að stöðva far­ald­ur­inn er að deila tækni og þekk­ingu með öðrum fram­leið­endum svo að all­ir, hvar sem þeir búa, hafi aðgang að hinum lífs­nauð­syn­legu bólu­efn­um.“

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, hefur ítrekað bent á nauð­syn þess að koma miklu magni bólu­efna til fátæk­ari ríkja fyrir árs­lok. Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni eru ríkin sem hafa heitið bólu­efn­unum hins vegar flest að vinna sam­kvæmt eigin áætl­unum sem miði við afhend­ingar ein­hvern tím­ann á næsta ári. Þær tafir munu, að því er segir í skýrsl­unni, valda ónauð­syn­legu mann­falli.

Einkaleyfi eru á framleiðslu bóluefna. Hægt væri að framleiða meira efn þau yrðu afnumin. Mynd: EPA

„Heil­brigð­is­starfs­menn eru að deyja og börn að missa for­eldra sína og afa og ömmu,“ segir Maaza Seyoum, einn af full­trúum Afr­íku í Peop­le’s Vaccine Alli­ance. „Enn á eftir að bólu­setja um 99% af fólki í fátæk­ari ríkjum og við höfum fengið nóg af þessum lof­orðum sem stand­ast svo ekki.

Fleiri aðilar hafa bent á nauð­syn þess að hægt verði að fram­leiða bólu­efni víðar í heim­in­um. Bæði stjórn­völd á Ind­landi og í Suð­ur­-Afr­íku hafa skorað á Alþjóða við­skipta­stofn­un­ina (WTO) að beita sér í mál­inu og aflétta kröfum um einka­leyfi á bólu­efni og lyf gegn COVID-19. Yfir hund­rað ríki og mann­rétt­inda­sam­tök hafa tekið undir áskor­un­ina sem myndi þýða að meira yrði fram­leitt af bólu­efn­um. Sem er það sem þarf.

En stjórn­völd í Bret­landi, Sviss og Evr­ópu­sam­bandið eru meðal þeirra sem eru þess­ari leið mót­fall­in.

Guar­dian hefur eftir Tim Bier­ley, sem starfar með mann­rétt­inda­sam­tök­unum Global Just­ice Now, að þessir aðilar standi í vegi fyrir því að fram­boð á bólu­efnum auk­ist og við­haldi þannig því ástandi að fátæk­ari ríki séu háð þeim auð­ugri um fram­leiðslu og dreif­ingu bólu­efn­anna.

Tals­menn bresku rík­is­stjórn­ar­innar segja að Bret­land sé „stolt af því“ að leika lyk­il­hlut­verk í því verk­efni að búa til og dreifa bólu­efnum gegn COVID-19. Stjórn­völd vilji „raun­sæj­ar“ lausnir, m.a. að styðja áfram COVAX-­sam­starfið og finna leiðir til að leysa flösku­hálsa í fram­leiðslu­ferl­inu öllu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent