Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda

Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.

Kjörstaður
Auglýsing

Yfir­kjör­stjórn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suður telur að fyr­ir­komu­lag kjör­klefa fyrir fatl­aða ein­stak­linga í alþing­is­kosn­ing­unum í sept­em­ber hafi í hví­vetna stað­ist þær kröfur sem gerðar eru í lög­um, en sé þó ekki hafið yfir gagn­rýni. Vinna er þegar hafin til að bregð­ast við ábend­ingum sem fram komu um aðbúnað fyrir fatl­aða á kjör­stöð­um.

Þetta kemur fram í svar­bréfi yfir­kjör­stjórn­ar­innar við kosn­inga­kæru frá Rún­ari Birni Her­rera Þor­kels­syni, sem kærði fram­kvæmd kosn­ing­anna á þeim grund­velli að hann hefði ekki talið sig geta kosið leyni­lega, en ekki var hægt að draga tjald fyrir kjör­klefa sem útbúnir voru fyrir ein­stak­linga með fötl­un.

Rúnar Björn greiddi atkvæði á Borg­ar­bóka­safn­inu í Kringl­unni á kjör­dag og lýsti aðstæðum svo, í kæru sinni:

„Á bóka­safn­inu höfðu kjör­­klefar verið reistir úr léttum bráða­birgða veggj­­um. Þeir voru stað­­settir í miðju rým­is­ins og mynd­uðu þannig nokk­­urs konar eyju sem virð­ist hafa verið hægt að ganga í kring­­um. Kjör­­klef­inn fyrir fatlað fólk var á hlið­inni á þess­­ari eyju og mynd­að­ist þannig þröngur gangur aftan við klef­ann.

Sá kjör­­klefi sem ætl­­aður var fólki sem notar hjóla­stól var hins vegar ekki með tjaldi svo kær­andi gat ekki dregið fyrir þegar hann kaus. Á sama tíma og hann greiddi atkvæði gekk ókunn mann­eskja fram hjá kjör­­klef­­anum og hefur við­kom­andi sem kær­andi kann engin deili á aug­­ljós­­lega getað séð hvernig kær­andi kaus. Þess ber að geta að gang­­ur­inn sem við­kom­andi mann­eskja gekk á var svo þröngur að umræddur ein­stak­l­ingur hefur verið í um það bil eins til tveggja metra fjar­lægð frá kær­anda þegar hann merkti við kjör­­seð­il­inn. Engar hindr­­­anir virð­­ast hafa verið settar upp á þennan gang til að minnka líkur á því að slík umferð ætti sér stað á meðan fólk kaus.“

Fram kom í kærunni að Rúnar hefði upp­­lifað tals­verð óþæg­indi í tengslum fyr­ir­komu­lag­ið. Meðal ann­­ars á grund­velli þess að á meðan hann kaus hafi hann séð þá kjós­­endur sem stóðu í bið­röð við kjör­­deild­ina. Hann upp­­lifði fyrir vikið alls ekki að hann væri að taka þátt í leyn­i­­legum kosn­­ing­­um.

Tjöld gætu flækst í hjóla­stólum

Í svar­bréfi yfir­kjör­stjórnar segir að í kosn­inga­lögum sé kveðið á um að kjör­klefar skuli þannig útbúnir að þar megi greiða atkvæði án þess að aðrir geti séð hvernig kjós­andi kýs.

Auglýsing

„Laga­á­kvæðið mæli ekki fyrir um að tjald skuli vera fyrir kjör­klefa og mál­efna­legar ástæður voru fyrir því að not­ast ekki við slíkt tjald í kjör­klefa sem ætl­aður er ein­stak­lingum sem þurfa á hjóla­stól að halda til að kom­ast leiðar sinn­ar,“ segir í svar­bréf­inu, en þar er einnig rakið að klefar fyrir kjós­endur hafi alls staðar verið með sama hætti, snúið 90° á hina kjör­klef­ana og verið opn­ir.

Mynd af kjörklefum í Ráðhúsi Reykjavíkur, áður en tjöld voru hengd upp. Opinn kjörklefi fyrir kjósendur með fötlun er lengst til hægri.

Þetta hafi verið gert til að hægt væri að keyra hjóla­stól inn í klef­ana án þess að tjald væri fyr­ir, sem gæti flækst í stól­um, og án þess að borðið í kjör­klef­anum væri í sjón­línu út fyrir kjör­klef­ann.

„Borðin í þessum kjör­klefum eru á ská í horni klef­ans en ekki gegnt inn­gangi eins og í öðrum klef­um.í hjóla­stól af stærri gerð er mögu­leiki að kjós­andi sé þannig stað­settur við atkvæða­greiðsl­una að hann sjái út úr kjör­klef­anum en þó án þess að aðrir sjái inn og án þess að atkvæða­greiðslan sé sýni­leg,“ segir í bréfi yfir­kjör­stjórn­ar.

Ekki kerf­is­bundin mis­munun né til­efni til ógild­ingar kosn­inga

Þar kemur einnig fram að yfir­kjör­stjórn telji sig ekki hafa for­sendur til að taka afstöðu til full­yrð­ingar kær­anda um að ónefndur ein­stak­lingur hafi gengið fram hjá kjör­klef­anum né hvort það sé rétt að sá ein­stak­lingur hafi getað séð hvernig kær­andi kaus.

„Yf­ir­kjör­stjórn telur hins vegar ekki að með fyr­ir­komu­lagi kjör­klefa hafi fötl­uðum ein­stak­lingum á Íslandi verið kerf­is­bundið mis­munað sem þjóð­fé­lags­hópi eins og það er orðað í kæru né að fyr­ir­komu­lagið gefi til­efni til þess að ógilda í heild sinni nið­ur­stöður Alþing­is­kosn­ing­anna þann 25. sept­em­ber sl.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent