Kærir kosningarnar – Gat ekki dregið fyrir þegar hann kaus

Kæra hefur borist Alþingi vegna kosninganna í lok september. Á sama tíma og fatlaður maður greiddi atkvæði í Borg­ar­bóka­safni við Kringl­una gekk ókunnug mann­eskja fram hjá kjör­klef­anum sem hefði „aug­ljós­lega getað séð hvernig kær­andi kaus“.

Kjörklefar
Auglýsing

Rúnar Björn Her­rera Þor­kels­son, kjós­andi í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, hefur lagt fram kæru til Alþingis þar sem hann krefst þess að þingið úrskurði ógildar Alþing­is­kosn­ing­arnar sem fram fóru í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins.

Það gerir hann á grund­velli þess að það fyr­ir­komu­lag sem við­haft er til að skera úr um lög­mæti kosn­ing­anna sam­rým­ist ekki lög­festum við­auka við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. „Brotið felst í því að Alþingi hygg­ist úrskurða sjálft um lög­mæti kosn­ing­anna, þrátt fyrir aug­ljósa hags­muni þing­manna af nið­ur­stöð­unni, og án þess að fyrir liggi nokk­urs konar áfrýj­un­ar­úr­ræði til handa kjós­end­um. Bendir kær­andi á fyr­ir­liggj­andi álit Fen­eyja­nefnd­ar­innar í þessu sam­heng­i,“ segir í kærunni.

Þess fyrir utan krefst kær­andi þess að kosn­ing­arnar verði ógiltar í sam­ræmi við lög um kosn­ingar til Alþingis á grund­velli þess að honum var sem fötl­uðum ein­stak­lingi mein­aður réttur til leyni­legra kosn­inga. Tólf kærur hafa borist Alþingi vegna kosn­ing­anna og hægt er að sjá þær á vef þings­ins.

Auglýsing

Upp­lifði tals­verð óþæg­indi þegar hann kaus

Fram kemur í kærunni að Rúnar Björn hafi kosið á kjör­fundi í Borg­ar­bóka­safni við Kringl­una þann 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þar sem hann er lamaður fyrir neðan axlir vegna mænu­skaða naut hann aðstoðar eig­in­konu sinnar við kosn­ing­una og er hún vitni um máls­at­vik.

„Á bóka­safn­inu höfðu kjör­klefar verið reistir úr léttum bráða­birgða veggj­um. Þeir voru stað­settir í miðju rým­is­ins og mynd­uðu þannig nokk­urs konar eyju sem virð­ist hafa verið hægt að ganga í kring­um. Kjör­klef­inn fyrir fatlað fólk var á hlið­inni á þess­ari eyju og mynd­að­ist þannig þröngur gangur aftan við klef­ann.

Sá kjör­klefi sem ætl­aður var fólki sem notar hjóla­stól var hins vegar ekki með tjaldi svo kær­andi gat ekki dregið fyrir þegar hann kaus. Á sama tíma og hann greiddi atkvæði gekk ókunn mann­eskja fram hjá kjör­klef­anum og hefur við­kom­andi sem kær­andi kann engin deili á aug­ljós­lega getað séð hvernig kær­andi kaus. Þess ber að geta að gang­ur­inn sem við­kom­andi mann­eskja gekk á var svo þröngur að umræddur ein­stak­lingur hefur verið í um það bil eins til tveggja metra fjar­lægð frá kær­anda þegar hann merkti við kjör­seð­il­inn. Engar hindr­anir virð­ast hafa verið settar upp á þennan gang til að minnka líkur á því að slík umferð ætti sér stað á meðan fólk kaus,“ segir í kærunni.

Fram kemur að Rúnar hafi upp­lifað tals­verð óþæg­indi í tengslum fyr­ir­komu­lag­ið. Meðal ann­ars á grund­velli þess að á meðan hann kaus hafi hann séð þá kjós­endur sem stóðu í bið­röð við kjör­deild­ina. Hann upp­lifði fyrir vikið alls ekki að hann væri að taka þátt í leyni­legum kosn­ing­um.

Aðstæður á kjör­stöðum ekki full­nægj­andi fyrir fatlað fólk

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun októ­ber að rétt­inda­­gæsla fatl­aðs fólks hefði orðið þess áskynja að aðstæður á kjör­­stöðum hefðu ekki verið full­nægj­andi fyrir fatlað fólk í kosn­­ing­un­um. Erfitt hefði verið fyrir sumt fatlað fólk að athafna sig í kjör­­klefa og gátu sumir jafn­­vel ekki kosið leyn­i­­lega.

Freyja Har­alds­dótt­ir, rétt­inda­­gæslu­­maður fatl­aðs fólks, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að rétt­inda­­gæslan væri á vakt á kjör­dag en hlut­verk þeirra er meðal ann­­ars að útvega kosn­­inga­vott­orð til þeirra sem geta ekki með skýrum hætti tjáð vilja sinn og þurfa aðstoð í kjör­­klefa – annað hvort frá kjör­­stjórn eða mann­eskju sem fólk velur sjálft.

„Sumir eru búnir að und­ir­­búa þetta fyr­ir­fram en aðrir hafa ekki náð að und­ir­­búa vott­orð eða vita ekki að þess þurfi. Þá erum við til taks svo fólk geti pott­þétt kos­ið. Svo erum við líka á vakt til að taka á móti erindum ef fatlað fólk lendir í vand­ræðum eða vantar upp­­lýs­ing­­ar,“ sagði hún.

Þrengslin sum staðar of mikil og kjör­klefar of litlir

Freyja sagði enn fremur að borið hefði á því að ekki hefði verið næg­i­­lega gott aðgengi fyrir fatlað fólk á kjör­­stöð­um, þrengsli hefðu sums staðar verið of mikil og kjör­­klefar jafn­­vel of litl­­ir. Hæðin á borðum í kjör­­klef­unum virt­ust jafn­­framt ekki verið still­an­­leg, sem hafði þær afleið­ingar að þau hent­uðu ekki alltaf fólki sem situr eða liggur í hjóla­stól.

Hún sagði að henni fyn­d­ist óeðli­­legt að fylgja ekki lögum sem væru öllum borg­­urum mjög mik­il­væg. „Þetta er ein af grunn­­stoðum lýð­ræð­is­ins og ef þetta er ekki í lagi þá er það mjög mikið áhyggju­efn­i.“

Hún benti enn fremur á og ítrek­aði að Íslend­ingar hefðu und­ir­­ritað mann­rétt­inda­­samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks þar sem sér­­stak­­lega er kveðið á um aðgengi að stjórn­­­mála­þátt­­töku og aðgengi að lýð­ræð­is­­legri þátt­­töku á kosn­­ing­­um. „Þar er mjög skýrt að fólk á að geta valið hver aðstoðar það og fólk á að geta kosið í leyn­i­­legum kosn­­ing­­um. Það á að vera öruggt í kosn­­inga­þátt­­töku sinni. Það er grund­vall­­ar­­skylda að stjórn­­völd fram­­fylgi því og algjör lág­­marks­krafa.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent