Kærir kosningarnar – Gat ekki dregið fyrir þegar hann kaus

Kæra hefur borist Alþingi vegna kosninganna í lok september. Á sama tíma og fatlaður maður greiddi atkvæði í Borg­ar­bóka­safni við Kringl­una gekk ókunnug mann­eskja fram hjá kjör­klef­anum sem hefði „aug­ljós­lega getað séð hvernig kær­andi kaus“.

Kjörklefar
Auglýsing

Rúnar Björn Her­rera Þor­kels­son, kjós­andi í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, hefur lagt fram kæru til Alþingis þar sem hann krefst þess að þingið úrskurði ógildar Alþing­is­kosn­ing­arnar sem fram fóru í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins.

Það gerir hann á grund­velli þess að það fyr­ir­komu­lag sem við­haft er til að skera úr um lög­mæti kosn­ing­anna sam­rým­ist ekki lög­festum við­auka við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. „Brotið felst í því að Alþingi hygg­ist úrskurða sjálft um lög­mæti kosn­ing­anna, þrátt fyrir aug­ljósa hags­muni þing­manna af nið­ur­stöð­unni, og án þess að fyrir liggi nokk­urs konar áfrýj­un­ar­úr­ræði til handa kjós­end­um. Bendir kær­andi á fyr­ir­liggj­andi álit Fen­eyja­nefnd­ar­innar í þessu sam­heng­i,“ segir í kærunni.

Þess fyrir utan krefst kær­andi þess að kosn­ing­arnar verði ógiltar í sam­ræmi við lög um kosn­ingar til Alþingis á grund­velli þess að honum var sem fötl­uðum ein­stak­lingi mein­aður réttur til leyni­legra kosn­inga. Tólf kærur hafa borist Alþingi vegna kosn­ing­anna og hægt er að sjá þær á vef þings­ins.

Auglýsing

Upp­lifði tals­verð óþæg­indi þegar hann kaus

Fram kemur í kærunni að Rúnar Björn hafi kosið á kjör­fundi í Borg­ar­bóka­safni við Kringl­una þann 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þar sem hann er lamaður fyrir neðan axlir vegna mænu­skaða naut hann aðstoðar eig­in­konu sinnar við kosn­ing­una og er hún vitni um máls­at­vik.

„Á bóka­safn­inu höfðu kjör­klefar verið reistir úr léttum bráða­birgða veggj­um. Þeir voru stað­settir í miðju rým­is­ins og mynd­uðu þannig nokk­urs konar eyju sem virð­ist hafa verið hægt að ganga í kring­um. Kjör­klef­inn fyrir fatlað fólk var á hlið­inni á þess­ari eyju og mynd­að­ist þannig þröngur gangur aftan við klef­ann.

Sá kjör­klefi sem ætl­aður var fólki sem notar hjóla­stól var hins vegar ekki með tjaldi svo kær­andi gat ekki dregið fyrir þegar hann kaus. Á sama tíma og hann greiddi atkvæði gekk ókunn mann­eskja fram hjá kjör­klef­anum og hefur við­kom­andi sem kær­andi kann engin deili á aug­ljós­lega getað séð hvernig kær­andi kaus. Þess ber að geta að gang­ur­inn sem við­kom­andi mann­eskja gekk á var svo þröngur að umræddur ein­stak­lingur hefur verið í um það bil eins til tveggja metra fjar­lægð frá kær­anda þegar hann merkti við kjör­seð­il­inn. Engar hindr­anir virð­ast hafa verið settar upp á þennan gang til að minnka líkur á því að slík umferð ætti sér stað á meðan fólk kaus,“ segir í kærunni.

Fram kemur að Rúnar hafi upp­lifað tals­verð óþæg­indi í tengslum fyr­ir­komu­lag­ið. Meðal ann­ars á grund­velli þess að á meðan hann kaus hafi hann séð þá kjós­endur sem stóðu í bið­röð við kjör­deild­ina. Hann upp­lifði fyrir vikið alls ekki að hann væri að taka þátt í leyni­legum kosn­ing­um.

Aðstæður á kjör­stöðum ekki full­nægj­andi fyrir fatlað fólk

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun októ­ber að rétt­inda­­gæsla fatl­aðs fólks hefði orðið þess áskynja að aðstæður á kjör­­stöðum hefðu ekki verið full­nægj­andi fyrir fatlað fólk í kosn­­ing­un­um. Erfitt hefði verið fyrir sumt fatlað fólk að athafna sig í kjör­­klefa og gátu sumir jafn­­vel ekki kosið leyn­i­­lega.

Freyja Har­alds­dótt­ir, rétt­inda­­gæslu­­maður fatl­aðs fólks, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að rétt­inda­­gæslan væri á vakt á kjör­dag en hlut­verk þeirra er meðal ann­­ars að útvega kosn­­inga­vott­orð til þeirra sem geta ekki með skýrum hætti tjáð vilja sinn og þurfa aðstoð í kjör­­klefa – annað hvort frá kjör­­stjórn eða mann­eskju sem fólk velur sjálft.

„Sumir eru búnir að und­ir­­búa þetta fyr­ir­fram en aðrir hafa ekki náð að und­ir­­búa vott­orð eða vita ekki að þess þurfi. Þá erum við til taks svo fólk geti pott­þétt kos­ið. Svo erum við líka á vakt til að taka á móti erindum ef fatlað fólk lendir í vand­ræðum eða vantar upp­­lýs­ing­­ar,“ sagði hún.

Þrengslin sum staðar of mikil og kjör­klefar of litlir

Freyja sagði enn fremur að borið hefði á því að ekki hefði verið næg­i­­lega gott aðgengi fyrir fatlað fólk á kjör­­stöð­um, þrengsli hefðu sums staðar verið of mikil og kjör­­klefar jafn­­vel of litl­­ir. Hæðin á borðum í kjör­­klef­unum virt­ust jafn­­framt ekki verið still­an­­leg, sem hafði þær afleið­ingar að þau hent­uðu ekki alltaf fólki sem situr eða liggur í hjóla­stól.

Hún sagði að henni fyn­d­ist óeðli­­legt að fylgja ekki lögum sem væru öllum borg­­urum mjög mik­il­væg. „Þetta er ein af grunn­­stoðum lýð­ræð­is­ins og ef þetta er ekki í lagi þá er það mjög mikið áhyggju­efn­i.“

Hún benti enn fremur á og ítrek­aði að Íslend­ingar hefðu und­ir­­ritað mann­rétt­inda­­samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks þar sem sér­­stak­­lega er kveðið á um aðgengi að stjórn­­­mála­þátt­­töku og aðgengi að lýð­ræð­is­­legri þátt­­töku á kosn­­ing­­um. „Þar er mjög skýrt að fólk á að geta valið hver aðstoðar það og fólk á að geta kosið í leyn­i­­legum kosn­­ing­­um. Það á að vera öruggt í kosn­­inga­þátt­­töku sinni. Það er grund­vall­­ar­­skylda að stjórn­­völd fram­­fylgi því og algjör lág­­marks­krafa.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent