Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir

Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.

Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Auglýsing

Alls eru 84 pró­sent þeirra sem leigja íbúð af óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum ánægðir með hús­næðið sem þeir leigja. Þeir eru ánægð­astir allra á leigu­mark­að­i. 

Ánægjan hjá þeim sem leigja hjá einka­reknu leigu­fé­lög­unum á Íslandi er hins vegar mun minni, en á meðal leigj­enda þeirra segj­ast 64 pró­sent vera ánægð með núver­andi hús­næði. Ánægjan er sömu­leiðis minni hjá þeim sem leigja af sveit­ar­fé­lög­um, þar sem 66 pró­sent segj­ast ánægð­ir. 

Mesta hús­næð­is­ör­yggið mælist hjá þeim sem leigja af óhagn­að­ar­drifnu leigu­fé­lagi, aðeins hærra en hjá þeim sem leigja hjá ætt­ingjum og vin­um. Minnst mælist hús­næð­is­ör­yggið hjá þeim sem leigja af ein­stak­lingi á almennum mark­aði en næstir í röð­inni eru þeir sem leigja af einka­reknu leigu­fé­lagi.

Þetta kemur fram í árlegri leigukönnun sem mark­aðs­rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Pró­sent gerði fyrir Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) 10. júní til 14. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Heild­ar­fjöldi svar­enda í könn­un­inni voru 640 og allir eldri en 18 ára. 

Auglýsing
Fjallað er um nýju leigukönn­un­ina í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu HMS. Þar kemur fram að stærstur hluti leigu­mark­að­ar­ins leigi af ein­stak­lingi á almennum mark­aði, eða 41,9 pró­sent. Alls 18 pró­sent leigj­enda leigja af ætt­ingjum eða vin­um. Hlut­deild einka­rek­inna leigu­fé­laga á mark­að­inum er um tíu pró­sent, svipað hlut­fall leigir af sveit­ar­fé­lög­um, 8,6 pró­sent á stúd­enta­görðum og 4,6 pró­sent leigja nú af óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lög­um. 

Áætla að byggja yfir þrjú þús­und almennar íbúðir fyrir lok árs 2022

Lög um almennar íbúðir voru sam­­­þykkt sum­­­­­arið 2016. Hið nýja íbúða­­­­kerfi er til­­­­raun til að end­­­­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­­­­­­­lega hús­næð­is­­­­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­­­­­­­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­­­­­­­legum íbúðum fækk­­­­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

­Mark­mið þeirra laga var að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­­­ar­­­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leig­u­hús­næði. Þannig sé stuðlað að því að hús­næð­is­­­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­­­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­­­aði ekki yfir 25 pró­­­sent af tekjum þeirra. 

Lögin byggja á yfir­­­lýs­ingu sem þáver­andi rík­­­is­­­stjórn Sig­­­mundar Dav­­­íðs Gunn­laugs­­­sonar gaf út í tengslum við kjara­­­samn­inga sem voru und­ir­­­rit­aðir í maí 2015. Í henni var gert ráð fyrir að 2.300 íbúðir yrðu byggðar á árunum 2015 til 2018.

Lengri tíma tók hins vegar að klára lögin og fyrstu úthlut­­­anir á grund­velli þeirra fóru ekki fram fyrr en á árinu 2016. Fjár­­­­­mála­á­ætlun síð­ustu rík­­­is­­­stjórnar áætlar nú að um 3.200 íbúðir verði byggðar á árunum 2016 til 2022. 

Lang­flestar almennar íbúðir í Reykja­vík

Íbúð­­­irnar sem hafa fengið stofn­fram­lög eru ætl­­­aðar fyrir allskyns hópa sem eru með lágar tekj­­­ur. Þar ber fyrst að nefna þá félags­­­hópa sem eru undir skil­­­greindum tekju- og eign­­­ar­við­mið­­­um. Þau eru 535 þús­und krónur að með­­­al­tali á mán­uði fyrir ein­stak­l­ing og 749 þús­und krónur á mán­uði fyrir hjón eða sam­­­búð­­­ar­­­fólk. Fyrir hvert barn eða ung­­­menni að 20 ára aldri sem býr á heim­il­inu bæt­­­ast við 133.750 krónur á mán­uði sem má hafa í tekj­­­ur. Heild­­­ar­­­eignir heim­il­is­ins mega þó ekki vera hærri en sem nemur 6.930.000 krón­­­um. Stór hluti þess­­­arar upp­­­­­bygg­ing­­­ar, sem er afar umfangs­­­mik­il, er á vegum Bjargs íbúða­­­fé­lags, sem var stofnað af ASÍ og BSRB fyrir nokkrum árum síð­­­an, og er rekið án hagn­að­­­ar­­­mark­miða.

Íbúða­­­kerfið er fjár­­­­­magnað þannig að ríkið veitir stofn­fram­lag sem nemur 18 pró­­­sent af stofn­virði almennra íbúða. Stofn­virði er kostn­að­­­ar­verð íbúð­­­ar­inn­­­ar, sama hvort það er við bygg­ingu hennar eða vegna kaupa á henn­i. 

Lang stærstur hluti þeirra íbúða sem byggðar hafa verið í almenna íbúð­ar­kerf­inu hafa risið í Reykja­vík. Í umfjöllun sem Kjarn­inn birti í lok síð­asta árs var hlut­fall þeirra 73 pró­sent allra almennra íbúða sem höfðu risið á þeim tíma. 

Lækk­uðu leig­una

Í maí síð­ast­liðnum til­­kynnti Bjarg leigu­fé­lag að það hygð­ist lækka leigu hjá um 190 leig­u­­tökum félags­­ins. Með­­alleig­u­greiðslur leig­u­­taka áttu sam­kvæmt þeirri ákvörðun að lækka um 14 pró­­sent, úr um 180 þús­und krónum í 155 þús­und. Þetta var gert í kjöl­far end­­ur­fjár­­­mögn­unar og end­­ur­­skoð­unar rekstrar fjöl­býl­is­húsa Bjargs við Móa­­veg og Urð­­ar­brunn í Reykja­vík.

Þrátt fyrir að fast­­eignir félags­­ins á Akra­­nesi og í Þor­láks­höfn hefðu einnig farið í gegnum end­­ur­fjár­­­mögnun breytt­ist leig­u­verð þar ekki, aðal­lega vegna breyt­inga á öðrum rekstr­ar­lið­um. Félagið sagði í til­kynn­ingu í maí að leig­u­verð þar væri engu að síður vera hóf­stillt og lægra en á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, eða rúm­­lega 120 þús­und krónur á mán­uði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent