Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina

Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.

húsnæði íbúð lykill
Auglýsing

Þegar líf­eyr­is­sjóð­irnir komu aftur af alvöru inn á íbúða­lána­markað haustið 2015, með því að hækka láns­hlut­fall sitt og bjóða mun lægri verð­tryggða vexti en bankar lands­ins, þá sóp­uðu þeir til sín við­skipta­vin­um. Lands­menn sýndu það með fót­unum að þeir voru með­vit­aðir um hvar bestu kjörin væru. 

Í fyrra, sam­hliða því að stýri­vextir Seðla­banka Íslands voru lækk­aðir stór­kost­lega niður í 0,75 pró­sent, átti sér stað til­færsla til bank­anna að nýju, og nú í óverð­tryggð lán. Ástæðan var ein­föld: þeir buðu betur og líf­eyr­is­sjóð­irnir voru farnir að reka sig upp í þakið á því sem þeir gátu lánað sjóðs­fé­lögum sínum til íbúð­ar­kaupa. 

Nú bjóða bank­arnir hins vegar ekki lengur lægstu óverð­tryggðu vext­ina, heldur líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Gildi. Sem stendur eru óverð­tryggðir vextir hans á 75 pró­sent láni um 3,55 pró­sent. Til sam­an­burðar býður Lands­bank­inn lægstu óverð­tryggðu vext­ina af bönk­unum í dag, 3,65 pró­sent upp að 70 pró­sent veð­hlut­falli og 4,65 pró­sent upp að 85 pró­sent veð­hlut­falli. Vegnir með­al­vextir fyrir 75 pró­sent lán nema því 3,72 pró­sent, sem er hærra en hjá Gild­i. 

Auglýsing
Þann fyr­ir­vara verður þó að setja á þessar tölur að Gildi hefur þegar boðað 0,2 pró­sentu­stiga hækkun vaxta í byrjun næsta mán­aðar og við­skipta­bank­arnir hafa ekki til­kynnt hvort og þá hvernig þeir ætla að bregð­ast við nýj­ustu stýri­vaxta­hækkun Seðla­banka Íslands um 0,25 pró­sentu­stig. Frá því að vaxta­hækk­un­ar­ferli bank­ans hófst í maí hafa bank­arn­ir, sem eru að sýna met­hagnað um þessar mund­ir, ætið brugð­ist við með því að hækka íbúða­lána­vexti sem bjóð­ast heim­ilum lands­ins. Því er senni­leg­ast að Gildi muni áfram vera með lægstu vext­ina í byrjun næsta mán­að­ar. 

Hins vegar bjóða bank­arnir áfram hærri lán og hærra veð­hlut­fall og líf­eyr­is­sjóð­irnir bjóða áfram hag­stæð­ustu kjörin á verð­tryggðum lán­um. 

Flótt­inn yfir í óverð­tryggð lán gæti leitt til minni vaxta­hækk­ana

Aðra skýra vís­bend­ingu um aukna neyt­enda­með­vit­und heim­ila lands­ins þegar kemur að íbúða­lánum má sjá í til­færslu þeirra milli fyrst verð­tryggðra lána yfir í óverð­tryggð, þegar þau urðu ódýr­ari, og síðan með til­færslu úr breyti­legum í fasta vexti, þegar vaxta­hækk­un­ar­ferli Seðla­banka Íslands hófst seint í vor. 

Hlut­fall óverð­tryggðra lána af heildar­í­búða­lánum til heim­il­anna var 27,5 pró­sent í jan­úar í fyrra. Í ágúst síð­ast­liðnum var það hlut­fall hins vegar komið upp í 50,2 pró­sent. Í skýrslu HMS er bent á að eftir því sem hlut­deild óverð­tryggðra íbúða­lána eykst sé við­búið að miðlun pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans verði virk­ari. „Breyt­ingar á stýri­vöxtum munu hafa meiri áhrif á hag­kerfið í heild þegar stærra hlut­fall af heildar­í­búða­lánum til heim­il­anna eru óverð­tryggð þar sem óverð­tryggðir vextir eru næm­ari fyrir stýri­vaxta­breyt­ing­um. Þessi þróun getur leitt til þess að Seðla­bank­inn þurfi ekki að hækka vexti eins mikið til að slá á eft­ir­spurn og ef hlut­fall óverð­tryggðra lána væri lægra.“

Sóknin í fast­vaxta­lánin eftir að vextir tóku að hækka er líka nokkuð skýr í töl­unum sem HMS birtir í skýrsl­unni sinni. Þar kemur fram að í ágúst hafi 61 pró­sent af nýjum óverð­tryggðum útlánum inn­láns­stofn­ana til heim­il­anna verið fast­vaxta­lán á meðan 39 pró­sent voru á breyti­legum vöxt­um. „Aukn­ing á hlut­falli fast­vaxta­lána bendir til þess að heim­ilin búist við tölu­verðum vaxta­hækk­unum þar sem bilið á milli fastra vaxta og breyti­legra er breitt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent