IKEA segir framboðstruflanir geta varað fram á næsta ár

Hrávöruskortur og hökt í gámaflutningum hefur leitt til skorts á ýmsum neysluvörum um allan heim. Húsgögn eru þar á meðal, en samkvæmt IKEA mun taka marga mánuði að vinda ofan af yfirstandandi framboðstruflunum.

ikea-8_15809701860_o.jpg
Auglýsing

Hús­gagna­fram­leið­and­inn IKEA segir að fyr­ir­tæki muni lík­lega verða fyrir töfum á afhend­ingu á vörum sínum fram á næsta ár, þar sem erfitt verður að flytja vörur sem búnar eru til í Kína til Evr­ópu. Upp­lýs­inga­full­trúi IKEA á Íslandi segir ástandið hafa verið sveiflu­kennt, en mikil for­gangs­röðun hafi átt sér stað til að ganga úr skugga um að mik­il­væg­ustu vör­urnar skili sér.

Virð­is­keðjan undir álagi

Líkt og frétta­stofa CNN greindi frá fyrr í vik­unni er vöru­skortur víða um heim vegna óvenju­mik­ils álags á alþjóð­legu virð­is­keðj­unni. Álagið er meðal ann­ars til­komið vegna skorts á hrá­vörum, en miklar breyt­ingar í eft­ir­spurn, ásamt skorti á vöru­bíl­stjórum og auknum sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum á landa­mærum hafa einnig leitt til þess að mikið hökt hefur mynd­ast í vöru­flutn­ing­um.

Sér­fræð­ingar telja að það muni taka langan tíma að vinda ofan af þessum vanda, en ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Moody’s Ana­lyt­ics sagði stöð­una munu verða „verri áður en hún verður betri“ í nýlegri grein­ingu.

Auglýsing

Meiri eft­ir­spurn en hökt á fram­boði

Sam­kvæmt frétt Reuters frá því í gær hafa IKEA-útibú í Banda­ríkj­unum orðið verst úti vegna fram­boðs­trufl­an­anna, en vanda­mál tengd þeim hafa einnig sprottið upp í úti­búum fyr­ir­tæk­is­ins í Evr­ópu. Þó er mikil eft­ir­spurn eftir vörum hús­gagna­fram­leið­and­ans, en IKEA hefur aldrei selt jafn­mikið og á nýliðnu skatta­ári. Heild­ar­verð­mæti seldra vara fyr­ir­tæk­is­ins tæpum 42 millj­örðum evra á nýliðnu skatta­ári, eða um 6.300 millj­örðum íslenskra króna, sam­kvæmt frétt sem birt­ist á vef Nas­daq fyrr í vik­unni. Það er meira en tvö­föld lands­fram­leiðsla Íslands.

Jon Abra­hams­son, fram­kvæmda­stjóri Inter IKEA, sem tengir leyf­is­hafa á vöru­merki IKEA hvers lands við fram­leið­end­ur, sagði í við­tali við Reuters að hann gerði ráð fyrir að fram­boðs­trufl­anir myndu ná fram á næsta ár. Sam­kvæmt honum er mesti flösku­háls­inn að flytja þær vörur fyr­ir­tæk­is­ins sem eru fram­leiddar í Kína til vest­ur­landa. Allt að fjórð­ungur af vörum IKEA eru nú fram­leiddar í land­inu.

Sveiflu­kennt ástand hér­lendis

Guðný Camilla Ara­dótt­ir, yfir­maður sam­skipta­deildar IKEA á Íslandi, segir stöð­una í vöru­birgðum versl­un­ar­innar hér­lendis hafa verið sveiflu­kennda hingað til í far­aldr­inum og að stundum komi tíma­bil þar sem ákveðnar vörur eru ekki fáan­leg­ar. Hins vegar bætir hún því við að fyr­ir­tækið hafi brugð­ist við þessum aðstæðum á alþjóða­vísu fyrir mörgum mán­uðum síðan með því að for­gangs­raða í aðfanga­keðj­unni þannig að mik­il­væg­ustu vör­urnar skili sér fyrst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent