IKEA segir framboðstruflanir geta varað fram á næsta ár

Hrávöruskortur og hökt í gámaflutningum hefur leitt til skorts á ýmsum neysluvörum um allan heim. Húsgögn eru þar á meðal, en samkvæmt IKEA mun taka marga mánuði að vinda ofan af yfirstandandi framboðstruflunum.

ikea-8_15809701860_o.jpg
Auglýsing

Hús­gagna­fram­leið­and­inn IKEA segir að fyr­ir­tæki muni lík­lega verða fyrir töfum á afhend­ingu á vörum sínum fram á næsta ár, þar sem erfitt verður að flytja vörur sem búnar eru til í Kína til Evr­ópu. Upp­lýs­inga­full­trúi IKEA á Íslandi segir ástandið hafa verið sveiflu­kennt, en mikil for­gangs­röðun hafi átt sér stað til að ganga úr skugga um að mik­il­væg­ustu vör­urnar skili sér.

Virð­is­keðjan undir álagi

Líkt og frétta­stofa CNN greindi frá fyrr í vik­unni er vöru­skortur víða um heim vegna óvenju­mik­ils álags á alþjóð­legu virð­is­keðj­unni. Álagið er meðal ann­ars til­komið vegna skorts á hrá­vörum, en miklar breyt­ingar í eft­ir­spurn, ásamt skorti á vöru­bíl­stjórum og auknum sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum á landa­mærum hafa einnig leitt til þess að mikið hökt hefur mynd­ast í vöru­flutn­ing­um.

Sér­fræð­ingar telja að það muni taka langan tíma að vinda ofan af þessum vanda, en ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Moody’s Ana­lyt­ics sagði stöð­una munu verða „verri áður en hún verður betri“ í nýlegri grein­ingu.

Auglýsing

Meiri eft­ir­spurn en hökt á fram­boði

Sam­kvæmt frétt Reuters frá því í gær hafa IKEA-útibú í Banda­ríkj­unum orðið verst úti vegna fram­boðs­trufl­an­anna, en vanda­mál tengd þeim hafa einnig sprottið upp í úti­búum fyr­ir­tæk­is­ins í Evr­ópu. Þó er mikil eft­ir­spurn eftir vörum hús­gagna­fram­leið­and­ans, en IKEA hefur aldrei selt jafn­mikið og á nýliðnu skatta­ári. Heild­ar­verð­mæti seldra vara fyr­ir­tæk­is­ins tæpum 42 millj­örðum evra á nýliðnu skatta­ári, eða um 6.300 millj­örðum íslenskra króna, sam­kvæmt frétt sem birt­ist á vef Nas­daq fyrr í vik­unni. Það er meira en tvö­föld lands­fram­leiðsla Íslands.

Jon Abra­hams­son, fram­kvæmda­stjóri Inter IKEA, sem tengir leyf­is­hafa á vöru­merki IKEA hvers lands við fram­leið­end­ur, sagði í við­tali við Reuters að hann gerði ráð fyrir að fram­boðs­trufl­anir myndu ná fram á næsta ár. Sam­kvæmt honum er mesti flösku­háls­inn að flytja þær vörur fyr­ir­tæk­is­ins sem eru fram­leiddar í Kína til vest­ur­landa. Allt að fjórð­ungur af vörum IKEA eru nú fram­leiddar í land­inu.

Sveiflu­kennt ástand hér­lendis

Guðný Camilla Ara­dótt­ir, yfir­maður sam­skipta­deildar IKEA á Íslandi, segir stöð­una í vöru­birgðum versl­un­ar­innar hér­lendis hafa verið sveiflu­kennda hingað til í far­aldr­inum og að stundum komi tíma­bil þar sem ákveðnar vörur eru ekki fáan­leg­ar. Hins vegar bætir hún því við að fyr­ir­tækið hafi brugð­ist við þessum aðstæðum á alþjóða­vísu fyrir mörgum mán­uðum síðan með því að for­gangs­raða í aðfanga­keðj­unni þannig að mik­il­væg­ustu vör­urnar skili sér fyrst.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent