Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar

Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Auglýsing

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mælist yfir kjör­fylgi, í nýrri skoð­ana­könnun frá MMR, sem er sú fyrsta sem birt­ist eftir kosn­ing­ar. Flokk­ur­inn mælist með 17,9 pró­sent í könn­un­inni, en fékk 17,3 pró­sent í kosn­ing­unum sem fram fóru á dög­un­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 21,1 pró­sent fylgi, sem er rúmum þremur pró­sentu­stigum undir kjör­fylgi flokks­ins og Píratar mæl­ast með 11,7 pró­sent fylgi, sem er rúmum þremur pró­sentu­stigum yfir kjör­fylgi.

Mið­flokk­ur­inn mælist með 3,2 pró­sent í þess­ari könnun MMR og hefur aldrei fyrr mælst jafn lágur í nokk­urri könnun frá stofnun flokks­ins árið 2017, en flokk­ur­inn fékk 5,4 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum fyrir mán­uði.

Síðan þá hefur einn þing­maður yfir­gefið flokk­inn og gengið til liðs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og fleiri flokks­menn, til dæmis vara­bæj­ar­full­trúi á Akur­eyri, sagt skilið við flokk­inn.

Mynd: MMR

Vinstri græn mæl­ast með 12,1 pró­sent fylgi, hálfu pró­sentu­stigi undir kjör­fylgi en Sam­fylk­ingin mælist með 10,1 pró­sent fylgi, sem er á pari við það sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­un­um.

Við­reisn mælist með 10 pró­sent fylgi, sem er hart­nær tveimur pró­sentu­stigum yfir kjör­fylgi.

Auglýsing

Flokkur fólks­ins hins vegar mælist með 7,8 pró­sent, pró­sentu­stigi undir kjör­fylgi.

Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með 5,5 pró­sent fylgi, sem hefði dugað flokknum inn á þing, en þangað náði flokk­ur­inn ekki enda var kjör­fylgi hans á lands­vísu ein­ungis 4,1 pró­sent.

Næstu alþing­is­kosn­ingar fara fram árið 2025, að öllu óbreyttu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent