Hvetur ríki til að gefa eftir sæti sitt í biðröðinni að bóluefnum

Ýmislegt hefur áunnist frá því að COVAX-samstarfinu var ýtt úr vör með það að markmiði að tryggja öllum jarðarbúum aðgang að bóluefni gegn COVID-19. En staðan er þó enn algjörlega óásættanleg.

Fólk á Indlandi bíða í röð eftir að fá bóluefni.
Fólk á Indlandi bíða í röð eftir að fá bóluefni.
Auglýsing

Fyrir tólf mán­uðum síðan sam­ein­að­ist heims­byggðin um það að styðja COVAX, alþjóð­legan vett­vang með það að mark­miði að tryggja öllum jarð­ar­búum aðgang að lífs­nauð­syn­legum bólu­efnum gegn COVID-19.

Þrátt fyrir að margt hafi áunn­ist með sam­starf­inu er mis­skipt­ingin enn gríð­ar­leg: 80 pró­sent íbúa hátekju­þjóða hafa fengið að minnsta kosti einn skammt bólu­efnis en aðeins 20 pró­sent lág­tekju­þjóða.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO) sem gefin var út í dag. Ísland hefur nú þegar gefið 125.726 umfram­skammta af bólu­efni Astr­aZeneca inn í COVAX og þegar vett­vang­ur­inn fer að taka við bólu­efni Jans­sen verða sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr utan­rík­is­ráðu­neyt­inu 153.500 skammtar af því gefn­ir. Ísland hefur auk þess varið rúmum millj­arði króna til að tryggja þró­un­ar­ríkjum aðgang að bólu­efnum og til að flýta þró­un, fram­leiðslu og jöfnum aðgangi að skimun­ar­bún­aði og með­ferðum við COVID-19.

Heil­brigð­is­ráðu­neytið sagði nýverið við Kjarn­ann að frek­ari „geta Íslands“ til að gefa bólu­efni inn í sam­starfið verði metin á þeim grunni að hér séu hafnar örv­un­ar­bólu­setn­ingar og bólu­setn­ingar barna.

Auglýsing

Um leið og sam­starfs­grund­völlur ríkja heims var tryggður fyrir ári síðan hóf COVAX að tryggja fjár­mögnun verk­efn­is­ins og að semja við bólu­efna­fram­leið­end­ur. Árangur af þeirri vinnu er aug­ljós, segir í yfir­lýs­ingu WHO: COVAX hefur tryggt sér 10 millj­arða Banda­ríkja­dala, samið um afhend­ingu 4,5 millj­arða bólu­efna­skammta og þegar afhent 240 millj­ónir þeirra til 139 ríkja á síð­ustu sex mán­uð­um.

„En þrátt fyrir þetta er heims­myndin hvað aðgang að bólu­efni gegnum COVID-19 óásætt­an­leg,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Eitt af því sem staðið hefur COVAX fyrir þrifum er sú stað­reynd að þegar vett­vang­ur­inn hóf að semja um kaup bólu­efna af fram­leið­endum höfðu rík­ari þjóðir þegar keypt meiri­hlut­ann af því sem stóð til boða. „Enn þann dag í dag er geta COVAX til að vernda við­kvæm­asta fólk heims­ins tak­mörkuð vegna útflutn­ings­banna, for­gangs­röð­unar tví­hliða samn­inga milli fram­leið­enda og ákveð­inna ríkja, áfram­hald­andi hind­r­ana lykil hrá­efna­fram­leið­enda svo auka megi fram­leiðslu bólu­efna og töfum á sam­þykki eft­ir­lits­stofn­ana.“

Auglýsing

COVAX stefnir á að hafa yfir 1,4 millj­arði bólu­efna­skammta að ráða á þessu ári. Þetta myndi duga til að verja 20 pró­sent íbúa 92 fátæk­ustu þjóða heims ef Ind­land er und­an­skil­ið.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin skorar á alla sem taka þátt í COVAX, stjórn­völd ríkja sem og fram­leið­endur bólu­efna, að stað­festa að nýju stuðn­ing sinn og koma í veg fyrir frek­ari tafir á fram­gangi sam­starfs­ins með því að tryggja eft­ir­far­andi:

  • Í þeim til­fellum þar sem ríki, sem þegar eru langt komin með bólu­setn­ing­ar, eru framar en COVAX í for­gangs­röð­inni við kaup á bólu­efnum hjá fram­leið­end­um, gefi þau sæti sitt eftir svo að hægt sé að koma bólu­efnum fljótt og vel í gegnum COVAX til þeirra sem þurfa mest á því að halda.
  • Ríki sem þegar eru vel á veg komin í bólu­setn­ingum auki við og hraði afhend­ingu gjafa­skammta. Þetta þurfi að gera skipu­lega, með fyr­ir­sjá­an­leika og það tryggt að skammtar séu aðgengi­legir í meira magni og bólu­efnið nálgist ekki fyrn­ing­ar­tíma sinn.

„Á sama tíma og far­aldur COVID-19 heldur áfram að heimta manns­líf, eyði­leggja lífs­við­ur­væri fólks og tefja efna­hags­legan bata, höldum við áfram að leggja áherslu á að eng­inn er öruggur fyrr en allir eru örugg­ir. Sam­vinna er eina leiðin til að stöðva far­ald­ur­inn og koma í veg fyrir að ný og skæð afbrigði komi fram,“ segir í yfir­lýs­ingu WHO vegna COVAX-­sam­starfs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent