Ísland hefur gefið 125.726 skammta af bóluefni

Hingað til hefur Ísland gefið tæplega 130 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca inn í COVAX, alþjóðlegt samstarf sem tryggja á jafnan aðgang að bóluefni. Þegar COVAX fer að taka við bóluefni Janssen stendur til að gefa um 154 þúsund skammta af því.

Um 134 þúsund skammtar af bóluefni eru til í landinu eða væntanlegir.
Um 134 þúsund skammtar af bóluefni eru til í landinu eða væntanlegir.
Auglýsing

Á annan tug Evr­ópu­ríkja eru ýmist byrjuð eða í start­hol­unum að gefa full­bólu­settum örv­un­ar­skammta þótt Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) og Sótt­varna­stofnun Evr­ópu mæli almennt gegn slíku. Ísland er í þessum hópi og hér hafa um 40 þús­und full­bólu­settir ein­stak­lingar fengið auka­skammt. Sótt­varna­læknir segir hins vegar við Kjarn­ann að deila megi um hvort kalla eigi þessar bólu­setn­ingar „örvun“ eða við­bót“

þar sem hóp­arnir sem þær eru að fá séu ann­ars vegar Jans­sen-þegar (sem fengu upp­runa­lega eina sprautu) og eldra fólk. „Við vitum að þeir sem fengu Jans­sen, eldra fólk og ónæm­is­bældir ein­stak­lingar mynd­uðu ekki nægi­lega mikið af mótefn­um,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir spurður hvort að óyggj­andi gögn um ávinn­ing af örvun bólu­setn­inga liggi fyr­ir. Hann segir erlendar rann­sóknir sýna að örv­un­ar­bólu­setn­ing örvi mótefna­myndun hjá fólki en að hins vegar hafi ekki liðið nægi­lega langur tími til að svara því hvort að hún end­ur­speglist svo í raun­veru­legri vernd.

Sótt­varn­ar­stofnun Evr­ópu (ECDC) segir í nýj­ustu til­mælum sínum mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á örv­un­ar- og við­bót­ar­skömmt­um. Við­bót­ar­skammtar séu gefnir þeim sem eru með veikt ónæm­is­kerfi (hrumt eldra fólk, líf­færa­þegar og fólk með ákveðna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma) sem svör­uðu ekki bólu­setn­ingu fylli­lega. Örv­un­ar­skammtar séu hins vegar gefnir almennt þegar vernd bólu­efnis dvíni. Stofn­unin segir að eins og er bendi rann­sóknir til þess að vörn bólu­setn­inga sé mikil gegn alvar­legum veik­indum af COVID-19 og dauða og því sé „ekki brýn þörf á örvun full­bólu­settra ein­stak­linga almennt“.

Auglýsing

Björn Rúnar Lúð­víks­son, pró­fessor við lækna­deild Háskóla Íslands og yfir­læknir ónæm­is­fræði­deildar Land­spít­ala, segir í grein í nýjasta hefti Lækna­blaðs­ins að fyr­ir­liggj­andi gögn um örvun bólu­setn­inga meðal ónæm­is­bældra (sem eigi við um 3 pró­sent íslensku þjóð­ar­inn­ar) séu nokkuð afger­andi en ekki rann­sökuð til fulls. Hins vegar séu tak­mark­aðar nið­ur­stöður fyr­ir­liggj­andi um árangur örv­un­ar­skammts hjá ann­ars heil­brigðu fólki með til­liti til auk­innar verndar gegn delta-af­brigð­inu. „Meg­in­á­herslan ætti því að mið­ast við að ná til sem flestra til bólu­setn­ing­ar, með sér­staka áherslu á örv­un­ar­skammt hjá ónæm­is­bæld­um,“ skrifar hann.

Arnar Páls­son erfða­fræð­ingur tal­aði á sömu nótum í ítar­legri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um örv­un­ar­bólu­setn­ingar sem birt var um helg­ina. „Ef við viljum hámarka vernd­ina sem fæst út úr hverjum bólu­efna­skammti þá er áhrifa­rík­ast að bólu­setja sem flesta með tveimur skömmtum áður en farið er að örva með þeim þriðja,“ sagði hann.

Að minnsta kosti 4,5 milljónir manna hafa látist úr COVID-19. Mynd: EPA

Þetta er í sam­ræmi við ábend­ingar WHO sem hefur hvatt ríki heims til að fresta almennum örv­un­ar­bólu­setn­ing­um, að minnsta kosti þar til í októ­ber, svo efla megi bólu­setn­ing­ar­her­ferðir hjá þeim fátæk­ari. WHO hefur ítrekað sent út ákall um að hátekju­ríki, sem flest hafa þegar bólu­sett meiri­hluta sinna borg­ara, gefi meira bólu­efni inn í COVAX, alþjóð­legt sam­starf sem stofnað var snemma í far­aldr­inum til að tryggja jafna dreif­ingu bólu­efna. Tugir ríkja skuld­bundu sig til þátt­töku en efnd­irnar hafa látið á sér standa. Mark­miðið var að millj­arði gjafa­skammta yrði veitt inn í COVAX fyrir ágúst­lok en nið­ur­staðan var í kringum 99 millj­ón­ir.

Ísland hefur gefið 125.726 umfram­skammta af bólu­efni Astr­aZeneca inn í COVAX og þegar vett­vang­ur­inn fer að taka við bólefni Jans­sen verða sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr utan­rík­is­ráðu­neyt­inu 153.500 skammtar af því gefn­ir. „Ekki liggur fyrir hverjir við­tak­endur bólu­efn­anna verða en þau fara þangað sem þörfin er mest,“ segir Sveinn Guð­mars­son, upp­lýs­inga­full­trúi ráðu­neyt­is­ins, við Kjarn­ann.

Ísland hefur auk þess varið rúmum millj­arði króna til að tryggja þró­un­ar­ríkjum aðgang að bólu­efnum og til að flýta þró­un, fram­leiðslu og jöfnum aðgangi að skimun­ar­bún­aði og með­ferðum við COVID-19.

Heil­brigð­is­ráðu­neytið segir við Kjarn­ann að frek­ari „geta Íslands“ til að gefa bólu­efni inn í sam­starfið verði metin á þeim grunni að hér séu hafnar örv­un­ar­bólu­setn­ingar og bólu­setn­ingar barna.

134 þús­und skammtar til eða á leið­inni

72 pró­sent lands­manna hafa nú verið full­bólu­sett­ir. 84 pró­sent 12 ára og eldri eru full­bólu­sett­ir. Um 530 þús­und skammtar hafa verið not­aðir hér. Um 40 þús­und manns hafa fengið örv­un­ar/við­bót­ar­skammt.

Um 47 þús­und skammtar af bólu­efnum eru til í land­inu, segir Júlía Rós Atla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Dist­ica sem sér um geymslu þeirra. Mest er til af Moderna og Pfizer en einnig umtals­vert magn (sam­an­lagt um 12 þús­und skammt­ar) af Jans­sen og Astr­aZeneca. Í þessum mán­uði er von á 87 þús­und skömmtum frá Pfizer og Moderna til við­bót­ar. Sam­an­lagt eru því 134 þús­und skammtar annað hvort komnir til lands­ins eða á leið­inni.

Auglýsing

Í dag býðst öllum þeim sem fengu bólu­efni Jans­sen að fá örv­un­ar­skammt. Þá býðst einnig öllu fólki sex­tíu ára og eldra að fá við­bót­ar­skammt, óháð því hvaða bólu­efni það var full­bólu­sett með.

Ragn­heiður Ósk Erlends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­unar hjá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, segir við Kjarn­ann að um 17 þús­und Jans­sen-þegar á starfs­svæði stofn­un­ar­innar hafa fengið auka­skammt. Allir hafi þeir fengið örvun með bólu­efnum Moderna eða Pfiz­er. Um 2.200 örv­un­ar­skammtar hafa verið gefnir íbúum hjúkr­un­ar­heim­ila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fólki 90 ára og eldra.

Astra og Jans­sen ekki ofar­lega á vin­sæld­ar­list­anum

Frá því í byrjun ágúst hafa aðeins um 220 manns þegið Jans­sen-­bólu­efnið og 102 bólu­efni Aztr­aZeneca. Ragn­heiður segir óbólu­setta nú hafa val á milli bólu­efna Pfizer og Jans­sen. Lang­flestir velji Pfizer og þeir sem velji Jans­sen séu helst þeir sem þurfi bólu­setn­ing­ar­skír­teini strax.

„Þátt­taka í við­bót­ar­bólu­setn­ingu hefur verið nokkuð góð en vænt­ingar stóðu til að fleiri kæmu í bólu­setn­ingu sem bólu­settir voru með bólu­efni Jans­sen,“ segir Þórólfur við Kjarn­ann. Hann segir ekki nægi­lega langan tíma lið­inn til að meta þátt­tök­una í örv­un­ar­bólu­setn­ingu.

Engar ákvarð­anir hafa verið teknar um frek­ari örv­un­ar­bólu­setn­ingar hér á landi og Þórólfur segir leið­bein­ingar Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu, þar sem ekki er mælt með almennri örvun bólu­setn­inga að svo stöddu, vera í takti við sína sýn á fram­hald­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent