Sjávarútvegurinn geti ekki endalaust verið í „spennitreyju ósættis og deilna“

Frambjóðandi Viðreisnar segir þjóðina hafa kallað eftir breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu og að hægt sé að fá meira út úr veiðigjaldinu. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir önnur ríki horfa til íslenska kerfisins enda arðsamt og sjálfbært.

Sigmar Guðmundsson var á meðal gesta í Silfri dagsins á RÚV
Sigmar Guðmundsson var á meðal gesta í Silfri dagsins á RÚV
Auglýsing

Að breyta fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu er ekk­ert mál ef fólk kýs þá flokka sem vilja fara í slíkar breyt­ingar að mati Sig­mars Guð­munds­son­ar, fram­bjóð­anda Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann sagði þjóð­ina hafa kallað eftir breyt­ingu á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu, það sýndu margar kann­an­ir, og að ekki væri hægt að láta „þennan verð­mætasta atvinnu­veg okkar enda­laust vera í ein­hverri spenni­treyju ósættis og deilna.“

Sig­mar var einn gesta í Silfr­inu á RÚV í dag. Þar tók­ust fram­bjóð­endur á um stefnu flokk­anna fyrir kom­andi Alþing­is­kosn­ingar sem og það sem hefur áunn­ist á kjör­tíma­bil­inu.

Við­reisn vill meðal ann­ars að lít­ill hluti afla­heim­ilda verði boð­inn út á hverju ári og að gerðir séu samn­ingar til langs tíma svo stöð­ug­leika í grein­inni verði ekki ógn­að. „Við erum bara að tala um að aft­ur­kalla lít­inn hluta kvót­ans á hverju ári og and­lag þess er síðan notað til þess að ákvarða veiði­gjald sem yrði þá tals­vert hærra en það er í dag. Það er svo skrítið það er eins og það megi aldrei ræða um að kerfið eigi ekki bara að vera arð­bært og gott heldur líka sann­gjarnt og rétt­látt,“ sagði Sig­mar.

Auglýsing

Sjálf­bært og arð­samt kerfi

Næst til að taka til máls á eftir Sig­mari var Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, fram­bjóð­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Hún benti á það að sjáv­ar­út­vegs­kerfið á Íslandi væri það eina í OECD sem leggur meira til sam­neysl­unnar en það fær í styrki frá rík­inu og að fyr­ir­komu­lag veiði­gjalda væri mark­aðstengt, því það er tengt afkomu fyr­ir­tækj­anna.

Diljá Mist Einarsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Skjáskot/RÚV

Þá sagði hún önnur ríki horfa til íslenska kerf­is­ins. „Við erum búin að koma á fót kerfi sem ríki ann­ars staðar í heim­inum líta til að miklu leyti af því að við erum bæði búin að koma upp arð­sömum og sjálf­bærum veið­um, sem er ólíkt því sem áður var.“

Álag á stærstu fyr­ir­tækin

Kristrún Frosta­dótt­ir, fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, sagði að hægt væri að koma í veg fyrir eigna­sam­þjöppun og fjár­magnað önnur verk­efni á sjálf­bæran hátt með breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu. Að hennar mati þarf þó að vanda til verka.

Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður . Skjáskot/RÚV

„Í Sam­fylk­ing­unni höfum við sagt að við viljum að það sé tekið almenni­legt sam­tal og farið í skoðun á því hvort við eigum að fara þessa útboðs­leið, að fá mark­aðs­gjald fyrir auð­lind­ina. Við vitum alveg að þetta mun ekki ger­ast á fyrsta vetri rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ Sagði Kristrún. Til að byrja með ætli flokk­ur­inn að setja álag á stærstu útgerðir lands­ins til að fá meira út úr veiði­gjald­inu.

Vill bregð­ast við „óhóf­legri stærð auð­hringa“

„Að sama fyr­ir­tæki eigi alla virð­is­keðj­una og geti stjórnað því hvar hagn­að­ur­inn er tek­inn alveg frá því að fisk­ur­inn er veiddur alveg þangað til að hann er bor­inn fram í eld­húsi ein­hvers staðar úti í heimi, þetta er alveg frá­leitt að við látum þetta við­gangast,“ sagði Gunnar Smári Egils­son, fram­bjóð­andi Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið.

Gunnar Smári Egilsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Skjáskot/RÚV

Hann sagði flokk­inn ann­ars vegar vilja breyta kerf­inu til þess bregð­ast við „óhóf­legri stærð auð­hringa“ sem hefðu allt of mikil tök á þjóð­fé­lag­inu að hans mati. Hins vegar sagði hann flokk­inn vilja hlusta á þjóð­ina sem sé ósátt við kerf­ið.

„Þjóðin lifir inni í þessu kerfi og veit að þetta er slæmt kerfi. Við viljum hlusta á það og við höfum lagt til að það verði til fiski­þing sem að marki stefnu til lengri tíma. Þvi þetta er sam­eign þjóð­ar­innar og þjóðin á að marka stefnu til lengri tíma. Til skemmri tíma leggjum við til að kvóta­kerfið verði aflagt og tekið verði upp daga­kerf­i,„ sagði Gunnar Smári og bætti því við að Fær­ey­ingar hefðu notað slíkt kerfi með góðum árangri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent