Segir það ófaglegt hjá Persónuvernd að ásaka ráðuneyti sitt um að leyna upplýsingum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur boðað fulltrúa Skattsins og Persónuverndar til fundar vegna umræðu um skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, segir það ófag­legt af Per­sónu­vernd að saka ráðu­neytið sem hann stýrir um að leyna upp­lýs­ingum eða nota Per­sónu­vernd sem skálka­skjól. Í stöðu­upp­færslu á Face­book skrifar Krist­ján Þór að hann vísi þessu á bug sem „hreinum róg­burð­i“. „Ég hef óskað eftir að ráðu­neytið boði full­trúa Skatts­ins og Per­sónu­verndar til fundar til að fara nánar yfir þessi atriði og ákveða næstu skref. Þau verða tekin af fag­mennsku og virð­ingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda. Hér eftir sem hingað til.“

Per­sónu­vernd sendi á þriðju­dag bréf til atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis í til­efni fram­lagn­ingar skýrslu Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um eign­ar­hald 20 stærstu útgerð­ar­fé­laga lands­ins sem birt var fyrir skemmst­u.  

Í bréf­inu gerði Per­sónu­vernd alvar­legar athuga­semdir við svar við spurn­ingu sem finna má í skýrsl­unni þar sem því var haldið fram að per­sónu­vernd­ar­lög höml­uðu því að Skatt­ur­inn, sem vann skýrsl­una, gæti birt upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur félaga. Var þar meðal ann­ars vísað í úrskurð Per­sónu­verndar frá 15. júní síð­ast­liðnum þar sem stofn­unin komst að þeirri nið­ur­stöðu að víð­tæk birt­ing heild­ar­hlut­haf­alista margra stærstu fyr­ir­tækja lands­ins á vef Skatts­ins væri ekki heimil lögum sam­kvæmt. 

Auglýsing
Vegna þess­arar túlk­unar skýrslu­höf­unda var ekk­ert yfir­lit að finna yfir þau fyr­ir­tæki sem útgerð­ar­menn og aðilar tengdir þeim hafa keypt í óskyldum geir­um. 

Í bréfi Per­sónu­verndar sagði að í skýrsl­unni væru ýmsar rang­færslur sem Per­sónu­vernd taldi ástæðu til að leið­rétta. Þar kom meðal ann­ars fram að úrskurð­ur­inn frá því í júní hafi ein­ungis náð til upp­lýs­inga um hluta­fjár­eign ein­stak­linga, ekki fyr­ir­tækja eða ann­arra lög­að­ila sem njóti ekki sömu vernd­ar. Varð­andi til­vísun Skatts­ins um að ekki væri heim­ilt að birta upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur sagði Per­sónu­vernd að hún sé ein­fald­lega röng.

Unnið í opnu og gegn­sæju ferli

Krist­ján Þór segir í stöðu­upp­færslu sinni að skýrslan hafi verið unnin af atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í sam­starfi við Skatt­inn. „Unnið var í opnu gagn­sæju ferli milli stjórn­kerf­is­ins og Alþing­is. Þegar rík­is­að­ilar telja að vafi leiki á því hvort hægt sé að veita umbeðnar upp­lýs­ingar eru gefnar skýr­ingar til Alþing­is. Það átti við í þessu til­viki að Skatt­ur­inn taldi vafa leika á um hvort per­sónu­vernd­ar­lög stæðu því í vegi að til­teknar upp­lýs­ingar væri unnt að veita. Þar fyrir utan er ljóst að skipu­lögð skrán­ing á raun­veru­legum eig­endum hófst ekki fyrr en á árinu 2019 þegar lög um efnið voru sam­þykkt. Það tor­veldar upp­lýs­inga­söfnun um efnið frá árinu 2016 eins og óskað var eftir í skýrslu­beiðn­inn­i.“

Hann segir að ráðu­neytið taki laga­skyldu sína til að sinna upp­lýs­inga­gjöf til Alþingis alvar­lega og að það hafi upp­lýst, en engu leynt, um for­sendur og aðferðir við und­ir­bún­ing skýrsl­unn­ar. „Ef önnur laga­túlkun en sú sem Skatt­ur­inn hefur stuðst við getur opnað fyrir frek­ari upp­lýs­ingar frá Skatt­inum er fullur vilji hjá ráðu­neyt­inu til þess að láta taka þær sam­an. Slík upp­lýs­inga­gjöf er þó ávallt háð því að gögnin séu yfir höfuð til.“

Sýndi ekki umsvif útgerða í ótengdum rekstri

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um skýrsl­una þegar hún var loks birt 25. ágúst síð­ast­lið­inn, átta mán­uðum eftir að beiðni um gerð hennar var sam­þykkt. Skýrslan sýndi hvorki kross­eign­ar­tengsl eða ítök útgerð­ar­fé­lag­anna í ein­stökum fyr­ir­tækj­u­m. 

Nið­ur­staða skýrsl­unnar er að 20 stærstu útgerðir lands­ins hafi, beint eða í gegnum tengd eign­ar­halds­fé­lög og dótt­ur­fé­lög, átt bók­færða eign­ar­hluti í öðrum félögum en útgerð­ar­fé­lögum upp á 176,7 millj­arða króna í árs­lok 2019. Sú eign var bók­færð á 137,9 millj­arða króna árið 2016. 

Ekki er til­greint með neinum hætti um hvaða eignir er að ræða. 

„Hvað er verið að fela?“

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar og fyrsti flutn­ings­maður skýrslu­beiðn­inn­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að skýrslan væri sann­ar­lega ekki það sem beðið var um.

Hún viti ekki hvort hún eigi að hlægja eða gráta þegar hún les skýrsl­una. „Ég hall­ast frekar að því að hlægja. Það er eitt­hvað fyndið við að þetta skuli verða nið­ur­stað­an. Að stjórn­völd skuli hafa ákveðið að fara þessa leið til að forð­ast að umbeðnar upp­lýs­ingar kæmust fyrir augu almenn­ings fyrir kosn­ing­ar.  

Hanna Katrín sagði  þær tölur sem settar voru fram í skýrsl­unni ekki sýna kross­eign­ar­tengsl eða ítök útgerð­ar­fé­laga í íslensku atvinnu­lífi. „Þetta varpar fyrst og fremst fram þeirri spurn­ingu: hvað er verið að fela?“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent