Mynd: Bára Huld Beck Kristján Þór
Mynd: Bára Huld Beck

Skýrsla um umsvif útgerða í ótengdum rekstri sýnir ekki umsvif útgerða í ótengdum rekstri

Skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson skilaði til Alþingis í dag, átta mánuðum eftir að beiðni um gerð hennar var samþykkt, átti að fjalla um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Skýrslan sýnir þó hvorki krosseignartengsl eða ítök útgerðarfélaganna í einstökum fyrirtækjum. Fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar segir niðurstöðuna hlægilega.

Í des­em­ber 2020 lögðu 20 þing­menn, 18 úr stjórn­­­ar­and­­stöðu og tveir þing­­menn Vinstri grænna, fram beiðni um að Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, myndi láti gera skýrslu um eign­­ar­hald 20 stærstu útgerð­­ar­­fé­laga í íslensku atvinn­u­­lífi. Fyrsti flutn­ings­­maður máls­ins var Hanna Katrín Frið­­riks­­son, þing­­flokks­­for­­maður Við­reisn­­­ar.

Þing­­menn­irnir vildu að ráð­herr­ann myndi láta taka saman fjár­­­fest­ingar útgerð­­ar­­fé­lag­anna, dótt­­ur­­fé­laga þeirra og félaga þeim tengdum í félögum sem ekki hafa útgerð fiski­­skipa með höndum á síð­­­ustu tíu árum og bók­­fært virði eign­­ar­hluta þeirra í árs­­lok 2019. Í beiðn­­inni var sér­­stak­­lega farið fram á að í skýrsl­unni yrðu raun­veru­­legir eig­endur þeirra félaga sem yrði til umfjöll­unar til­­­greindir og gerð sam­an­­tekt á eign­­ar­hlut 20 stærstu útgerð­­ar­­fé­lag­anna í íslensku atvinn­u­­lífi byggt á fram­an­­greindum gögn­­um. 

Beiðnin var sam­þykkt 18. des­em­ber með 57 atkvæðum þeirra þing­manna sem voru við­staddir atkvæða­greiðslu um hana. Sam­kvæmt þing­skap­a­lögum hefur ráð­herra tíu vikur til að vinna slíka skýrslu eftir að beiðni þess efnis er sam­þykkt. Sá frestur rann út í mars.

Auglýsing

Skýrslan var birt í dag, 25. ágúst, rúmum átta mán­uðum eftir að beðið var um hana. Hanna Katrín segir hana ekki svara að neinu leyti því sem hún átti að svara. Hún spyr hvað stjórn­völd séu að fela. 

Átti að vera til­búin í maí

Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytið leit­aði til Skatts­ins um að gera skýrsl­una í byrjun febr­úar 2021. Í bréfi sem Skatt­ur­inn sendi til ráðu­neyt­is­ins nokkrum dögum síð­ar, þann 17. febr­ú­ar, sagði að emb­ættið hefði ekki mann­afla til að vinna svo umfangs­mikið grein­ing­ar­verk­efni. Að því þyrftu að koma aðilar með sér­þekk­ingu á árs­reikn­ings­skil­um. Um leið var því nánar lýst hvernig gögn emb­ætt­is­ins gætu nýst við vinnsl­una og boð­inn aðgangur að gögn­um.

Á meðal þess sem Skatt­ur­inn taldi sig ekki ráða við var tímara­mm­inn sem óskað var eftir upp­lýs­ingum um. Þ.e. upp­lýs­ingar sem teygðu sig tíu ár aftur í tím­ann. Þess í stað var ákveðið að skýrslan næði yfir tíma­bilið 2016-2019, eða fimm ár, og var það gert í sam­ráði við þá þing­menn sem ósk­uðu eftir skýrsl­unni. Stefna átti að því að skýrslan yrði til­búin í maí.

Það stóðst ekki.

Hluta­fjár­eign ekki listuð upp

Skatt­ur­inn vann skýrsl­una með þeim hætti að farið var yfir inn­senda árs­reikn­inga útgerð­ar­fé­lag­anna fyrir reikn­ings­árin 2016-2019, tengdra eign­ar­halds­fé­laga, dótt­ur­fé­laga og dótt­ur­fé­laga tengdra eign­ar­halds­fé­laga. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni, sem var birt í dag, kemur fram að þessi hluta­fjár­eign sé ekki listuð upp í henni en sér­stak­lega tekið fram að „stór hluti umræddra félaga starfar í sjáv­ar­út­vegi, mat­væla­vinnslu eða tengdum grein­um, s.s. fisk­vinnslu, þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg, mark­aðs­starf eða nýsköp­un.“ 

Því birtir skýrslan ekki upp­lýs­ingar um raun­veru­legt eign­ar­hald eig­enda 20 stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tækja í þeim fyr­ir­tækjum í íslensku atvinnu­lífi sem ekki hafa útgerð fiski­skipa með hönd­um, líkt og þeir þing­menn sem ósk­uðu eftir skýrsl­unni fóru fram á, og Alþingi sam­þykkt­i. 

Auk þess byggja þær upp­lýs­ingar sem Skatt­ur­inn tók saman á bók­færðu virði eigna, sem byggir á upp­runa­legu kostn­að­ar­verði sem greitt var fyrir þær eign­ir. Til að útskýra hvað það þýðir þá er kvót­inn sem útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins nýta met­inn á um 1.200 millj­arða króna miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með hann. Bók­fært virði hans er hins vegar marg­falt lægra, eða á því verði sem hver útgerð keypti kvót­ann á. 

Skýrslan er því sam­an­tekt á allt öðrum hlutum en óskað var eft­ir. 

Í skýrsl­unni segir enda á einum stað að hafa verði „fyr­ir­vara um álykt­anir sem kunna að verða dregnar af þeim tölu­legu gögn­um, um bók­fært virði fjár­fest­ing­ar, sem skýrslan byggir á.“

Fyndin nið­ur­staða

Síðan fylgir yfir­lit yfir hvert bók­fært virði fjár­fest­inga útgerð­ar­fé­laga, tengdra eign­ar­halds­fé­laga, dótt­ur­fé­laga og dótt­ur­fé­laga tengdra eign­ar­halds­fé­laga 20 stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækja lands­ins í öðrum félögum en útgerð­ar­fé­lögum er. 

Hanna Katrín Friðriksson var fyrsti flutningsmaður málsins þegar beiðni um skýrsluna var lögð fram á þingi í desember 2020.
Mynd: Bára Huld Beck

Nið­ur­staða skýrsl­unnar er að 20 stærstu útgerðir lands­ins hafi, beint eða í gegnum tengd eign­ar­halds­fé­lög og dótt­ur­fé­lög, átt bók­færða eign­ar­hluti í öðrum félögum en útgerð­ar­fé­lögum upp á 176,7 millj­arða króna í árs­lok 2019. Sú eign var bók­færð á 137,9 millj­arða króna árið 2016. 

Ekki er til­greint með neinum hætti um hvaða eignir er að ræða. 

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar og fyrsti flutn­ings­maður skýrslu­beiðn­inn­ar, segir að skýrslan sé sann­ar­lega ekki það sem beðið var um. Hún viti ekki hvort hún eigi að hlægja eða gráta þegar hún les skýrsl­una. „Ég hall­ast frekar að því að hlægja. Það er eitt­hvað fyndið við að þetta skuli verða nið­ur­stað­an. Að stjórn­völd skuli hafa ákveðið að fara þessa leið til að forð­ast að umbeðnar upp­lýs­ingar kæmust fyrir augu almenn­ings fyrir kosn­ing­ar.  

Hanna Katrín segir að þær tölur sem settar eru fram í skýrsl­unni sýni ekki kross­eign­ar­tengsl eða ítök útgerð­ar­fé­laga í íslensku atvinnu­lífi. „Þetta varpar fyrst og fremst fram þeirri spurn­ingu: hvað er verið að fela?“

Með sýni­leg ítök víða

Frá hruni og út árið 2018 batn­aði eig­in­fjár­staða útgerða lands­ins, sam­kvæmt Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunni Deloitte, um 376 millj­arða króna. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 103,2 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. Hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hefur því vænkast um að minnsta kosti 479,2 millj­arða króna frá hruni. Til sam­an­burðar greiddu útgerð­irnar 4,9 millj­arða króna í veiði­gjöld á síð­asta ári fyrir afnot sín að fisk­veiði­auð­lind­inn­i. 

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um aukin ítök stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lands­ins í óskyldum geirum á und­an­förnum árum, en ítök þeirra hafa auk­ist hratt sam­hliða mik­illi arð­semi í grein­inn­i. 

Auglýsing

Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, hefur til að mynda verið ráð­andi í Eim­skip og á stóran hlut í Jarð­bor­un­um. 

Þá er SVN eigna­fé­lag, sem er að uppi­stöðu í eigu Sam­herja og Kjálka­ness (fé­lags í eigu þeirra sem eiga útgerð­ar­fyr­ir­tækið Gjög­ur, meðal ann­ars Björg­ólfs Jóhanns­son­ar), langstærsti eig­andi Sjóvá með 14,55 pró­sent eign­ar­hlut. Björgólfur er stjórn­ar­for­maður Sjó­vá. 

Sam­herji átti lengi vel stóran hlut í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, en lán­aði Eyþóri Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, til að kaupa þann hlut af sér. Eyþór hefur ekki end­ur­greitt það lán. 

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Hvalur hf., Stál­skip og Ísfé­lag Vest­manna­eyja eru dæmi um önnur félög í útgerð, eða sem voru í útgerð en hafa selt sig út úr henni, sem eru afar umsvifa­mikil í íslensku við­skipta­lífi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar