Persónuvernd gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerða

Persónuvernd segir ýmsar rangfærslur vera í skýrslu sem sjávarútvegsráðherra birti fyrir skemmstu. Skýringar sem gefnar voru fyrir að birta ekki upplýsingar um raunverulega eigendur haldi til að mynda ekki vatni.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Per­sónu­vernd sendi á þriðju­dag bréf til atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytis í til­efni fram­lagn­ingar skýrslu Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um eign­ar­hald 20 stærstu útgerð­ar­fé­laga lands­ins sem birt var fyrir skemmst­u.  

Í bréf­inu gerir Per­sónu­vernd alvar­legar athuga­semdir við svar við spurn­ingu sem finna má í skýrsl­unni þar sem því var haldið fram að per­sónu­vernd­ar­lög höml­uðu því að Skatt­ur­inn, sem vann skýrsl­una, gæti birt upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur félaga. Var þar meðal ann­ars vísað í úrskurð Per­sónu­verndar frá 15. júní síð­ast­liðnum þar sem stofn­unin komst að þeirri nið­ur­stöðu að víð­tæk birt­ing heild­ar­hlut­haf­alista margra stærstu fyr­ir­tækja lands­ins á vef Skatts­ins væri ekki heimil lögum sam­kvæmt. 

Vegna þess­arar túlk­unar skýrslu­höf­unda var ekk­ert yfir­lit að finna yfir þau fyr­ir­tæki sem útgerð­ar­menn og aðilar tengdir þeim hafa keypt í óskyldum geir­um. 

Í bréfi Per­sónu­verndar segir að í skýrsl­unni séu ýmsar rang­færslur sem Per­sónu­vernd taldi ástæðu til að leið­rétta. Þar kemur með ann­ars fram að úrskurð­ur­inn frá því í júní hafi ein­ungis náð til upp­lýs­inga um hluta­fjár­eign ein­stak­linga, ekki fyr­ir­tækja eða ann­arra lög­að­ila sem njóti ekki sömu vernd­ar. Varð­andi til­vísun Skatts­ins um að ekki væri heim­ilt að birta upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur segir Per­sónu­vernd að hún sé ein­fald­lega röng.

Sýndi ekki umsvif útgerða í ótengdum rekstri

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um skýrsl­una þegar hún var loks birt 25. ágúst síð­ast­lið­inn, átta mán­uðum eftir að beiðni um gerð hennar var sam­þykkt. Skýrslan sýndi hvorki kross­eign­ar­tengsl eða ítök útgerð­ar­fé­lag­anna í ein­stökum fyr­ir­tækj­u­m. 

Auglýsing
Þess í stað var Skatt­ur­inn feng­inn til að setja upp yfir­lit yfir bók­fært virði þeirra eigna sem útgerð­ar­fé­lög­in, eig­endur og tengdir aðilar áttu í öðrum félögum en útgerð­u­m. 

Nið­ur­staða skýrsl­unnar er að 20 stærstu útgerðir lands­ins hafi, beint eða í gegnum tengd eign­ar­halds­fé­lög og dótt­ur­fé­lög, átt bók­færða eign­ar­hluti í öðrum félögum en útgerð­ar­fé­lögum upp á 176,7 millj­arða króna í árs­lok 2019. Sú eign var bók­færð á 137,9 millj­arða króna árið 2016. 

Ekki er til­greint með neinum hætti um hvaða eignir er að ræða. 

„Hvað er verið að fela?“

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar og fyrsti flutn­ings­maður skýrslu­beiðn­inn­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að skýrslan væri sann­ar­lega ekki það sem beðið var um. Hún viti ekki hvort hún eigi að hlægja eða gráta þegar hún les skýrsl­una. „Ég hall­ast frekar að því að hlægja. Það er eitt­hvað fyndið við að þetta skuli verða nið­ur­stað­an. Að stjórn­völd skuli hafa ákveðið að fara þessa leið til að forð­ast að umbeðnar upp­lýs­ingar kæmust fyrir augu almenn­ings fyrir kosn­ing­ar.  

Hanna Katrín sagði  þær tölur sem settar voru fram í skýrsl­unni ekki sýna kross­eign­ar­tengsl eða ítök útgerð­ar­fé­laga í íslensku atvinnu­lífi. „Þetta varpar fyrst og fremst fram þeirri spurn­ingu: hvað er verið að fela?“

Ráðu­neytið hafnar gagn­rýni

Atvinnu­vega­ráðu­neytið brást við umræðu um skýrsl­una með til­kynn­ingu sem send var út síð­ast­lið­inn laug­ar­dag.

Í henni sagði meðal ann­ars að í skýrsl­unni hafi ekki verið gefið yfir­lit um raun­veru­lega eig­endur félaga þar sem árs­reikn­inga­skrá taldi það vera óheim­ilt. „Þá er rétt að árétta að lög um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda öðl­uð­ust gildi um mitt ár 2019 og var aðeins byrjað að safna upp­lýs­ingum þá um haust­ið. Á árunum 2016-2019 var ekki til að dreifa skrán­ingu raun­veru­legs eig­enda í árs­reikn­ing­um.“

Ráðu­neytið hafn­aði einnig gagn­rýni á að skýrslan byggði á bók­færðu virði eigna og sagði að skýrslu­beiðnin hefði ekki náð til kross­eigna­tengsla heldur ein­ungis umsvifa.  

Að öllu fram­an­greindu taldi ráðu­neytið ljóst að í skýrsl­unni væru birtar allar þær upp­lýs­ingar sem óskað hefði verið eftir og heim­ilt var að birta. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent