Auglýsing

Eitt síð­asta verk Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, í stjórn­málum var að skila af sér skýrslu um umsvif 20 stærstu útgerða lands­ins í ótengdum rekstri. Átta mán­uðir eru síðan að skýrslu­beiðnin var sam­þykkt og um fimm mán­uðir síðan að hefð­bund­inn frestur til að skila henni rann út. 

Til­gangur beiðn­innar var kort­leggja það hvernig eig­endur 20 útgerða sem halda á stærstum hluta afla­heim­ilda, sem mark­að­ur­inn metur á um 1.200 millj­arða króna, hafa nýtt þann mikla auð sem eig­end­unum hefur áskotn­ast vegna kvóta­kerf­is­ins til að teygja sig út í aðra og ótengda geira. 

Fyrir liggur vit­neskja um að það hafi þeir gert. Ráð­andi aðilar í sjáv­ar­út­vegi og þeir sem hafa selt sig út úr þeim geira fyrir fúlgur fjár hafa fjár­fest í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, trygg­inga­fé­lög­um, fast­eigna­verk­efn­um, inn­flutn­ings­fyr­ir­tækj­um, flutn­inga­fyr­ir­tækj­um, fjöl­miðl­um, smá­sölu­fyr­ir­tækj­um, fyr­ir­tækjum í orku­tengdum rekstri og flest öllu öðru undir þeirri sól atvinnu­lífs­ins sem skín á Ísland. 

Þrátt fyrir að almenn vit­neskja sé um þetta allt þá ákvað ráð­herr­ann að setja skýrslu­beiðn­ina í þann far­veg að hún myndi örugg­lega ekki svara því með nokkrum hætti því sem hún átti að svara. 

Til­tekið að ekk­ert sé að marka nið­ur­stöð­una

Þess í stað var Skatt­ur­inn feng­inn til að setja upp yfir­lit yfir bók­fært virði þeirra eigna sem útgerð­ar­fé­lög­in, eig­endur og tengdir aðilar áttu í öðrum félögum en útgerð­u­m. 

Þær upp­lýs­ingar sem Skatt­ur­inn tók saman á bók­færðu virði eigna byggja á upp­runa­legu kostn­að­ar­verði sem greitt var fyrir þær eign­ir. Það þýðir á manna­máli að verðið sem er upp­gefið er það sem greitt var fyrir eign­ina upp­haf­lega, ekki mark­aðsvirði henn­ar. Ef félag í eigu útgerð­ar­manns keypti til að mynda hluta­bréf í skráðu félagi eftir hrunið fyrir 500 millj­ónir króna, og þau bréf hafa hækkað tífalt í virði, sem þýðir að upp­lausn­ar­verð þeirra er fimm millj­arðar króna, þá er bók­færða virðið samt sem áður enn 500 millj­ónir króna. Eða 4,5 millj­örðum króna undir því verði sem útgerð­ar­mað­ur­inn gæti selt eign­ina á.

Skýrslu­höf­undar vissu auð­vitað að töl­urnar sem settar voru fram væru þvæla. Á einum stað segja þeir enda beint út að það verði að hafa „fyr­ir­vara um álykt­anir sem kunna að verða dregnar af þeim tölu­legu gögn­um, um bók­fært virði fjár­fest­ing­ar, sem skýrslan byggir á.“

Með öðrum orð­um: Það er ekk­ert að marka nið­ur­stöður þess­arar skýrslu.

Röng túlkun

Skýrsla Krist­jáns Þórs lætur þó ekki þar við sitja. Því er haldið fram í henni að það stand­ist ekki per­sónu­vernd­ar­lög að birta upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur félaga. Þess vegna er þar ekk­ert yfir­lit að finna yfir þau fyr­ir­tæki sem útgerð­ar­menn og fylgitungl þeirra hafa keypt í óskyldum geir­um. 

Auglýsing
Vigdís Eva Líndal, stað­geng­ill for­stjóra Per­sónu­vernd­ar, sagði í sam­tali við RÚV í gær að þessi túlkun væri röng og benti á að í lögum um raun­veru­lega eig­endur sé sér­stök laga­heim­ild þar sem kemur fram að þær upp­lýs­ingar eigi að vera aðgengi­leg­ar, meðal ann­ars almenn­ingi. Hún greindi einnig frá því að starfs­menn Skatts­ins hafi ekki haft sam­band við Per­sónu­vernd við vinnslu skýrsl­unn­ar.

Þess má geta að hægt er að fletta upp öllum raun­veru­legum eig­endum félaga á heima­síðu Skatts­ins. Það hefði því átt vera skýrslu­höf­undum ljóst, sem vinna hjá því emb­ætti, að það gæti ekki verið ólög­legt að taka saman upp­lýs­ingar sem eru þegar opin­berar á heima­síðu þess. 

Skýrslum sem stungið var undir stól

Það kom fáum á óvart að skýrslan yrði með þeim hætti sem hún reynd­ist vera. Á meðal þeirra þing­manna sem stóðu að skýrslu­beiðn­inni, sem komu úr fimm flokkum á þingi, áttu flestir von því að skýrslan yrði annað hvort ónot­hæft plagg eða að birt­ing hennar yrði dregin fram yfir kom­andi kosn­ing­ar. Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar og fyrsti flutn­ings­maður máls­ins, sagði til að mynda í sam­tali við Kjarn­ann að skýrslan væri hlægi­leg. „Þetta varpar fyrst og fremst fram þeirri spurn­ingu: hvað er verið að fela?“

Af hverju er sú staða uppi að þing­menn treysta ekki ráð­herrum til að vinna skýrslur að heil­ind­um, eða birta þær í aðdrag­anda kosn­inga? Jú, meðal ann­ars vegna þess að fyrir kosn­ing­arnar 2016 voru tvær skýrslur sem áttu mikið erindi við almenn­ing til­búnar til birt­ingar fyrir kosn­ing­arnar sem fóru fram það árið, en ráð­herr­ann sem bar ábyrgð á þeim ákvað að stinga þeim undir stól í nokkra mán­uði og birta ekki fyrr en vísir var kom­inn að nýrri rík­is­stjórn sem hann leiddi. Önnur var skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði umfang aflandseigna Íslend­inga og áætl­­aði hversu miklu eig­endur slíkra eigna hefðu stungið undan skatti. Skýrslan var unnin sem við­bragð við opin­berun Panama­skjal­anna svoköll­uðu, sem voru orsök kosn­ing­anna 2016. Hún var birt í jan­úar 2017 þrátt fyrir að hafa verið til­búin í byrjun októ­ber 2016. 

​​Hin skýrslan sem um ræðir var skýrsla um þjóð­hags­leg áhrif Leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Hún var birt 18. jan­úar 2017, en síðar kom í ljós að drög hennar höfðu verið til­búin í heilt ár, loka­drög hefðu legið fyrir í júní 2016 og vinnslu að öllu leyti lokið í byrjun októ­ber 2016.

Villt um fyrir Alþingi

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur stóð að rík­is­stjórnin myndi beita sér fyrir því að efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu. Hún sagð­ist sömu­leiðis ætla að leggja áherslu á góð vinnu­brögð, opna stjórn­sýslu og gagn­sæ­i. 

Þessi lof­orð virka hjá­kát­leg þegar skýrslan sem birt var í vik­unni er les­in. Með vinnslu og fram­setn­ingu hennar er aug­ljós­lega verið að villa um fyrir Alþingi og almenn­ingi. Það dettur varla nokkrum í hug að það auki traust á stjórn­mál og stjórn­sýslu að þing­menn geti ekki óskað eftir skýrum upp­lýs­ingum um hvað er í gangi í land­inu. Að ráð­herra standi í vegi fyrir því að þær upp­lýs­ingar séu teknar sam­an. 

Hvað er svo í gangi í land­inu? Það sem er í gangi er að frá 1997 hafa þeir sem fá að halda á kvóta í eigu þjóðar haft heim­ild til að veð­setja hann. Það gerði að verkum að til varð meiri auður en nokkru sinni áður á Íslandi, og ofur­stétt sem sóp­aði honum til sín.

Það sem er í gangi er að frá hruni og út árið 2018 batn­aði eig­in­fjár­staða útgerða lands­ins, sam­kvæmt Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunni Deloitte, um 376 millj­arða króna. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 103,2 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. Hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hefur því vænkast um að minnsta kosti 479,2 millj­arða króna frá 2009. Til sam­an­burðar greiddu útgerð­irnar um 70 millj­arða króna í veiði­gjöld á þessu tíma­bili. Í fyrra greiddi þau 4,9 millj­arða króna í þau, sem er minna en greitt var í tóbaks­gjald á því ári.

Þessa fjár­muni hafa margir eig­enda útgerða notað til að auka ítök sín í óskyldum grein­um, og sam­hliða aukið völd sín um fram­gang og þróun íslensks sam­fé­lags. 

Sjálf­skap­ar­vítið

Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í nýlegri blaða­grein að meg­in­vandi þess flokks í dag sé víð­tækur trú­verð­ug­leika­brest­ur. „Og vand­inn er djúp­stæð­ari en svo að það verði tek­ist á við hann með því að yppta öxl­um, tala um breytta tíma og búa til nokkur 30 sek­úndna mynd­bönd fyrir kosn­ing­ar.“

Tveir aug­ljós­ustu hlut­arnir af þess­ari grun­semda­þoku væru „auð­vitað ann­ars vegar þær stöð­ugu ásak­anir sem for­maður flokks­ins má þola vegna eigin umsvifa og fjöl­skyldu hans í við­skipta­líf­inu – afskrifta og aflands­reikn­inga – og svo full­yrð­ingar um skað­lega hags­muna­á­rekstra vegna náinna tengsla sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra við Sam­herj­a.“ Það hafi verið „hreint sjálf­skap­ar­víti for­ystu flokks­ins“ að hafa ekki valið Krist­jáni Þór, sem er per­sónu­legur vinur for­stjóra Sam­herja og var stjórn­ar­for­maður sam­stæð­unnar í kringum síð­ustu ald­ar­mót, annað ráðu­neyti en það sem fer með sjáv­ar­út­vegs­mál. „Þessi ráð­stöfun hefur skaðað Sjálf­stæð­is­flokk­inn og ráð­herr­ann sjálfan – og skemmt fyrir þeirri við­leitni að skapa meiri sátt um sjáv­ar­út­veg­inn,“ skrif­aði Páll og hitti naglann lóð­beint á höf­uð­ið.

Auglýsing
Hvað liggur svo eftir Krist­ján Þór í ráðu­neyt­inu sem mátti með engu móti fjar­lægja hann úr? Hann er langóvin­sæl­asti ráð­herra lands­ins. Alls segja 64 pró­sent lands­manna að þeir séu óánægðir með störf hans og ein­ungis níu pró­sent eru ánægð. 

Eftir að Sam­herj­a­málið kom upp átti að end­ur­skoða skil­grein­ingu á tengdum aðilum í sjáv­ar­út­vegi. Sú end­ur­skoðun var sett í gang til sýnis og á end­anum varð hún eng­in, að kröfu lobbý­ista stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna. 

Þá átti að láta Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) vinna úttekt á „við­skipta­háttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í við­skiptum með afla­heim­ildir þ. á m. í þró­un­ar­lönd­um.“ Síð­ast þegar frétt­ist af því máli var enn verið að reyna að ganga frá samn­ingum um gerð úttekt­ar­inn­ar, sem aug­ljós­lega hefur því ekki verið gerð.

Loks átti að kort­leggja umsvif eig­enda 20 stærstu útgerð­anna í ótengdum geir­um. Það var gert með útgáfu skýrslu sem varpar hvorki ljósi á ítök né kross­eign­ar­tengsl. 

Af hverju eru kerfin í and­stöðu við vilja þjóð­ar?

Hver er skoðun þjóð­ar­innar á þessu kerfi sem ráð­herr­anum er svo umhugað að vernda fyrir nokkrum breyt­ingum og auknu gagn­sæi? Nýleg könnun sýnir að 77 pró­sent hennar er hlynnt því að útgerðir lands­ins greiði mark­aðs­gjald fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni. Sú leið nýtur mik­ils meiri­hluta­stuðn­ings hjá öllum hópum sam­fé­lags­ins, óháð því hvaða stjórn­mála­flokka þeir kjósa, hverjar tekjur þeirra eru, ald­ur, menntun eða búseta. Ein­ungis 7,1 pró­sent lands­manna er and­vígur því að útgerð­irnar greiði mark­aðs­gjald fyrir kvóta.

Í könnun sem gerð var seint á síð­asta ári kom fram að næstum níu af hverjum tíu lands­mönnum vilji að nátt­úru­auð­lind­ir, þar með talið fiski­mið­in, séu skil­greindar í þjóð­ar­eign í stjórn­ar­skrá. Tveir af hverjum þremur íbúum lands­ins telja að kvóta­kerfið ógni lýð­ræð­inu. Og kjós­endur allra flokka nema eins vilja hækka skatta á rík­asta eitt pró­sentið í land­inu, sem ofur­stétt útgerð­ar­manna sann­ar­lega til­heyr­ir.

Á móti þessum breyt­ingum stendur hluti eins flokks, Sjálf­stæð­is­flokks. Í sumum til­fellum er hann meira að segja í and­stöðu við vilja eigin kjós­enda. En þessi hluti flokks sem hefur fengið um fjórð­ung atkvæða að jafn­aði í kosn­ingum und­an­farin rúma ára­tug hefur með ein­hverjum hætti náð að stöðva allar til­raunir til að hrófla við fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og þeim ein­stak­lingum sem hafa hagn­ast ævin­týra­lega á því. 

Síð­asta verk Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu, að skila ónot­hæfri skýrslu um umsvif útgerðar­að­als­ins í íslensku atvinnu­lífi, er enn einn vitn­is­burð­ur­inn um þá stefnu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari