Kristján Þór ætlar ekki fram í næstu kosningum

Óvinsælasti ráðherra landsins ætlar að hætta á þingi. Hann segir umræðuna um sjávarútveg „því miður oft litast af vanþekkingu eða fordómum“.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, mun ekki fara fram í þingkosningunum í haust. Hann hefur verið virkur í stjórnmálum í á fjórða áratug, fyrst sveitarstjórnarmálum og síðar í landsmálum. Hann er sem stendur fyrsti þingmaður síns kjördæmis. Frá þessari ákvörðun greinir Kristján Þór í viðtali við Morgunblaðið í dag en viðmælendur Kjarnans innan Sjálfstæðisflokksins hafa síðustu mánuði gengið út frá því að þetta yrði niðurstaða Kristjáns Þórs. Hann er eini sitjandi ráðherrann sem mun ekki verða í framboði 25. september næstkomandi, þegar kosið verður nýtt Alþingi.

Í nýlegri könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kom fram að Kristján Þór er langóvinsælasti ráðherra landsins. Alls sögðust 64 prósent aðspurðra verða óánægðir með störf hans en sá sem kom næstur á eftir honum hvað ónægju varðar, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, mældist með 43 prósent óánægju. Einungis níu prósent landsmanna sögðust vera ánægðir með störf Kristjáns Þórs. Það er tæplega einni þriðji af þeirri ánægju sem mældist hjá þeim ráðherra sem næst minnst ánægja mældist með, en 28 prósent sögðust vera ánægð með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna.

Kristján Þór hefur verið mikið í eldlínunni á kjörtímabilinu, meðal annars vegna náina tengsla sinna við sjávarútvegsfyrirtækið Samherja, sem er til rannsóknar hérlendis, í Namibíu og Noregi vegna gruns um að það hafi framið skattalagabrot, peningaþvætti og greitt mútur fyrir aðgang að kvóta. 

Þegar Krist­ján Þór kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd vegna þeirra tengsla í jan­úar 2020, nokkrum mánuðum eftir að Samherjamálið kom upp, sagði hann að það væri erfitt að greina á milli þess hvenær maður væri að tala við vin og hvenær maður væri að tala við for­svar­s­­mann fyr­ir­tæk­­is. Þetta væri einn og sami mað­­ur­inn. Þessi orð lét hann falla þegar ráð­herr­ann var spurður út í sím­tal sem hann átti við Þor­­stein Má Baldvinsson, forstjóra og einn aðaleiganda Samherja, þegar mál­efni Sam­herja komust í hámæli í fyrra­haust. Það sím­tal, þar sem Krist­ján Þór spurði Þor­­stein Má meðal ann­­ars hvernig hann hefði það, hefur verið harð­­lega gagn­rýnt af mörg­um, meðal ann­­ars af þing­­mönnum stjórn­­­ar­and­­stöð­unn­­ar.

Auglýsing
Kristján Þór ræðir umræðu um sjávarútveg og Samherja í viðtalinu við Morgunblaðið. Þar segir hann að honum finnist að umræðan um sjávarútveg sé stundum komin handan raunveruleikans. „Þetta er atvinnugrein sem hefur alltaf skilað sínu til samfélagsins og lagði í raun grunninn að velsæld og velferð þjóðarinnar. Hún leggur til gríðarleg verðmæti. Við sáum eftir hrun hverju sjávarútvegurinn skilar, við sjáum það aftur núna í kórónukreppunni að greinin heldur í horfinu og skilar sínu inn í samfélagið. Sýnir mikla aðlögunarhæfni og um leið óumdeilda styrkleika íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Hér gösla sumir fram og segja að sjávarútvegurinn skili engu í sameiginlega sjóði þegar skattaspor sjávarútvegsins er um 80 milljarðar króna á hverju ári. Umræðan um þessa atvinnugrein virðist því miður oft litast af vanþekkingu eða fordómum.“

Hann segist ekkert hafa að fela varðandi tengsl sín við Samherja og segir að það þýði ekki að velta sér upp úr gagnrýninni á þau. „Ég gekk fram í því, þegar ég varð ráðherra þessara málaflokka, að draga fram upplýsingar og tengsl mín við Samherja. Ég vildi gera algjörlega hreint fyrir mínum dyrum af því ég hef ekkert að fela um það. En ég stjórna ekki umræðunni og þeir sem það kjósa geta málað upp einhverja mynd af andstæðingi sínum sem þeir vilja að fólk trúi. Við því er fátt að gera nema benda á staðreyndir málsins.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent