Spá 9 prósenta hækkun fasteignaverðs í Noregi

Líkt og á Íslandi hefur fasteignaverð hækkað hratt á síðustu mánuðum, að öllum líkindum vegna mikilla vaxtalækkana og aukins sparnaðar. Hagstofa Noregs spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs í ár, þrátt fyrir að vextir gætu hækkað aftur.

Ålesund í Noregi
Ålesund í Noregi
Auglýsing

Norska hag­stofan (SSB) býst við að íbúða­verð í land­inu muni hækka um 9 pró­sent í ár, þar sem stofn­unin telur að vaxta­stig muni hald­ast lágt í sögu­legu sam­hengi. Þetta kemur fram í nýrri hag­spá hag­stof­unnar sem kom út síð­asta föstu­dag.

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um hefur verið mikið líf á fast­eigna­mark­aðnum í Nor­egi eftir að vextir lækk­uðu þar í landi í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins í fyrra. Þetta náði bæði til íbúða­húsa og sum­ar­húsa, en í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, seld­ust 85 pró­sent fleiri orlofs­hús í Nor­egi en á sama tíma árið á und­an.

Sam­kvæmt norska miðl­inum E24 hækk­aði fast­eigna­verð um 10,2 pró­sent í Osló, höf­uð­borg Nor­egs, í fyrra. Til sam­an­burðar hækk­aði vísi­tala fast­eigna­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hér á landi um 7,2 pró­sent á sama tíma. Í báðum lönd­unum átti megnið af hækk­un­inni sér stað á milli maí- og des­em­ber­mán­að­ar.

Auglýsing

Í hag­spá SSB segir að þessar hröðu verð­hækk­anir bendi til þess að miklar vaxta­lækk­anir í Nor­egi hafi yfir­gnæft hugs­an­leg áhrif hóf­legrar tekju­aukn­ingar og lít­illar mann­fjölg­unar á hús­næð­is­mark­að­inn. Sam­kvæmt stofn­un­inni er líka lík­legt að þving­aður sparn­að­ur, til­kom­inn vegna þess að lokað var fyrir ýmsar teg­undir neyslu vegna sótt­varn­ar­ráð­staf­ana, hafi haft jákvæð áhrif á íbúða­verð.

SSB spáir lít­ils háttar hækkun vaxta á seinni hluta árs­ins, en býst þó við að þeir muni hald­ast lágir í sögu­legu sam­hengi út árið. Sam­kvæmt spá þeirra mun lágt vaxta­stig knýja áfram verð­hækk­anir á mark­aðnum næstu mán­uð­ina, sam­hliða auk­inni skuld­setn­ingu Norð­manna. Aukin íbúða­fjár­fest­ing gæti vegið á móti þessum verð­hækk­un­um.

E24 hefur eftir Tomas von Brasch, sér­fræð­ingi hjá SSB, að núver­andi staða end­ur­spegli fórn­ar­skiptin sem seðla­banki Nor­egs stendur frammi fyr­ir. „Hann vill ná fjár­mála­stöð­ug­leika og stöð­ug­leika á fast­eigna­mark­aði. Það mik­il­væg­asta er að halda verð­bólg­unni í skefjum og sjá til þess að fram­leiðslu­þættir séu full­nýtt­ir. Þeir hafa mörg mark­mið og eitt mik­il­vægt tæki, vaxta­stig­ið,“ segir von Brasch.

„Það sem far­ald­ur­inn hefur sýnt sig er að það getur verið erfitt að ná mörgum mark­miðum með einu tæki. Þetta verður jafn­væg­is­list,“ bætir hann við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent