Spá 9 prósenta hækkun fasteignaverðs í Noregi

Líkt og á Íslandi hefur fasteignaverð hækkað hratt á síðustu mánuðum, að öllum líkindum vegna mikilla vaxtalækkana og aukins sparnaðar. Hagstofa Noregs spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs í ár, þrátt fyrir að vextir gætu hækkað aftur.

Ålesund í Noregi
Ålesund í Noregi
Auglýsing

Norska hagstofan (SSB) býst við að íbúðaverð í landinu muni hækka um 9 prósent í ár, þar sem stofnunin telur að vaxtastig muni haldast lágt í sögulegu samhengi. Þetta kemur fram í nýrri hagspá hagstofunnar sem kom út síðasta föstudag.

Líkt og Kjarninn hefur áður fjallað um hefur verið mikið líf á fasteignamarkaðnum í Noregi eftir að vextir lækkuðu þar í landi í kjölfar heimsfaraldursins í fyrra. Þetta náði bæði til íbúðahúsa og sumarhúsa, en í nóvember síðastliðnum, seldust 85 prósent fleiri orlofshús í Noregi en á sama tíma árið á undan.

Samkvæmt norska miðlinum E24 hækkaði fasteignaverð um 10,2 prósent í Osló, höfuðborg Noregs, í fyrra. Til samanburðar hækkaði vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hér á landi um 7,2 prósent á sama tíma. Í báðum löndunum átti megnið af hækkuninni sér stað á milli maí- og desembermánaðar.

Auglýsing

Í hagspá SSB segir að þessar hröðu verðhækkanir bendi til þess að miklar vaxtalækkanir í Noregi hafi yfirgnæft hugsanleg áhrif hóflegrar tekjuaukningar og lítillar mannfjölgunar á húsnæðismarkaðinn. Samkvæmt stofnuninni er líka líklegt að þvingaður sparnaður, tilkominn vegna þess að lokað var fyrir ýmsar tegundir neyslu vegna sóttvarnarráðstafana, hafi haft jákvæð áhrif á íbúðaverð.

SSB spáir lítils háttar hækkun vaxta á seinni hluta ársins, en býst þó við að þeir muni haldast lágir í sögulegu samhengi út árið. Samkvæmt spá þeirra mun lágt vaxtastig knýja áfram verðhækkanir á markaðnum næstu mánuðina, samhliða aukinni skuldsetningu Norðmanna. Aukin íbúðafjárfesting gæti vegið á móti þessum verðhækkunum.

E24 hefur eftir Tomas von Brasch, sérfræðingi hjá SSB, að núverandi staða endurspegli fórnarskiptin sem seðlabanki Noregs stendur frammi fyrir. „Hann vill ná fjármálastöðugleika og stöðugleika á fasteignamarkaði. Það mikilvægasta er að halda verðbólgunni í skefjum og sjá til þess að framleiðsluþættir séu fullnýttir. Þeir hafa mörg markmið og eitt mikilvægt tæki, vaxtastigið,“ segir von Brasch.

„Það sem faraldurinn hefur sýnt sig er að það getur verið erfitt að ná mörgum markmiðum með einu tæki. Þetta verður jafnvægislist,“ bætir hann við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent