Fjörugur fasteignamarkaður í Noregi og Danmörku

Líkt og hérlendis hefur mikil virkni verið á fasteignamarkaðnum í Noregi og Danmörku, þrátt fyrir mikinn samdrátt í landsframleiðslu. Sérfræðingar telja að ferðatakmarkanir og lágir vextir spili þar stóran þátt og búast við að verðið muni hækka enn meira.

Nørrebrogade í Kaupmannahöfn
Nørrebrogade í Kaupmannahöfn
Auglýsing

Ísland er ekki eitt á báti þegar kemur að miklum verð­hækk­unum á fast­eigna­mark­aði í yfir­stand­andi kreppu, en verð á fast­eignum hefur einnig hækkað tölu­vert í Dan­mörku og Nor­egi, sem og öðrum Vest­ur­lönd­um. Danskir og norskir hag­fræð­ingar og fast­eigna­salar benda á að lágir vextir og ferða­tak­mark­anir geti mögu­lega útskýrt þessa þróun og búast við að verð muni hækka enn meira á næsta ári vegna þess­ara þátta. 

Ekki venju­legt í kreppum

Sam­kvæmt nýlegri skýrslu frá fjár­mála­ráðu­neyti Dan­merkur hefur lækkun á íbúða­verði sögu­lega fylgt falli í lands­fram­leiðslu, þar sem annað hvort aðgengi heim­ila að lánum eða ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra lækka venju­lega, en það minnkar eft­ir­spurn eftir nýju hús­næði. Þró­unin í ár hafi hins vegar verið öðru­vísi, en skýrslan nefnir að hluta­bóta­leið dönsku rík­is­stjórn­ar­innar hafi komið í veg fyrir meiri­háttar tekju­fall hjá dönskum fjöl­skyld­um, auk þess sem fjár­magns­kostn­að­ur­inn af lán­töku þeirra hafi hald­ist lágur vegna lágra vaxta á íbúða­lán­um.

Ekki danskt fyr­ir­bæri

Skýrslu­höf­undar bæta við að verð­hækk­anir á íbúða­mark­aði í núver­andi kreppu sé ekki ein­ungis danskt fyr­ir­bæri, þar sem íbúða­verð hefur hækkað hratt á öllum Norð­ur­lönd­um, auk Frakk­lands, Þýska­lands, Ítalíu og Bret­lands. Mest hefur fast­eigna­verðið þó hækkað í Hollandi og Banda­ríkj­unum á fyrstu þremur fjórð­ungum þessa árs, en hækk­unin nam þar um sex pró­sentum sam­kvæmt skýrsl­unni. Í Sví­þjóð nam hún rúmum fimm pró­sent­um, en u.þ.b. fjórum pró­sentum í Dan­mörku og Nor­egi á sama tíma­bili.

Auglýsing

Vænt­ingar um frek­ari verð­hækk­anir

Sam­kvæmt danska fjár­mála­ráðu­neyt­inu hefur yfir­stand­andi efna­hagslægð skapað vænt­ingar um að vextir hald­ist lágir á næstu miss­er­um. Því er búist við því að verð á hús­næði muni hækka „mynd­ar­lega“ á næstu tveimur árum. Höf­undar skýrsl­unnar bæta þó við að ekki sé búist við jafn­hraðri verð­hækkun og hefur átt sér stað á fast­eigna­mark­aðnum á síð­ustu mán­uð­um, en telja hins vegar að efna­hags­bati næsta árs muni hafa jákvæð áhrif á verð.

Ráðu­neytið gerir ráð fyrir að fast­eigna­verðið muni að minnsta kosti hækka í takt við vax­andi kaup­mátt í land­inu, eða um tæp þrjú pró­sent á næsta ári og um rúm tvö pró­sent árið 2022. 

Býst við 4 pró­senta verð­hækkun í jan­úar

Hags­muna­sam­tök norskra fast­eigna­sala, Eiendom Nor­ge, spá enn meiri hækkun á fast­eigna­mark­að­inum í Nor­egi, en sam­kvæmt blað­inu Dag­ens Nær­ingsliv gera þau ráð fyrir 7,5 pró­senta verð­hækkun á næsta ári. Enn fremur búast sam­tökin við að jan­ú­ar­mán­uður verði sögu­lega sterk­ur. 

„Jan­úar er venju­lega mán­uð­ur­inn þar sem verð hækkar hvað mest, en á næsta ári verður hækk­unin örugg­lega sögu­leg,“ segir Henn­ing Laurid­sen, fram­kvæmda­stjóri Eiendom Nor­ge, í við­tali við Dag­ens Nær­ingsliv. Sjálfur sér hann fyrir sér að verð muni hækka um fjögur pró­sent í þeim mán­uði.

85 pró­senta aukn­ing í hyttu­sölu

Fast­eigna­mark­að­ur­inn hefur verið mjög virkur í Nor­egi, en það sem af er ári hefur fast­eigna­verð hækkað um tæp átta pró­sent. Sér­stak­lega hefur eft­ir­spurn eftir norskum sum­ar­hús­um, eða hytt­um, aukist, en fast­eigna­miðl­arar þar í landi segj­ast ekki hafa upp­lifað annað eins. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum seld­ust 85 pró­sent fleiri hyttur heldur en á sama tíma­bili í fyrra. Það sem af er ári hefur þing­lýstum kaup­samn­ingum á sum­ar­húsum fjölgað um fjórð­ung. 

Vext­irnir drif­kraft­ur­inn

„Vextir hafa verið meg­in­drif­kraftur í hús­næð­is­mark­aðnum árið 2020 og muni líka vera það árið 2021,“ segir Laurid­sen og bætir við að sam­tökin trúa að ferða­tak­mark­anir og núll­vextir á íbúða­lánum muni auka eft­ir­spurn­ina eftir íbúðum í Nor­egi, sem muni leiða til hærri íbúða­verðs.

Búist er við því að verð­hækk­an­irnar verði mestar í höf­uð­borg­inni Osló, en tölu­vert minni í Bergen, Þránd­heimi og Stafangri. Aftur á móti er spáð verð­hækkun á fast­eigna­mark­aðnum í Stafangri í fyrsta skiptið síðan árið 2013.

Aðrir norskir grein­endur hafa einnig spáð miklum verð­hækk­unum í Nor­egi á næst­unni. Norski bank­inn DNB gerir ráð fyrir átta pró­senta hækkun verðs á næsta ári á land­inu öllu og að jafn­margar íbúðir verði seldar í 2021 og árið 2019. 

Í ljósi vænt­inga um hærra verð á fast­eigna­mark­aði hefur Seðla­banki Nor­egs varað við að vextir geti hækkað þar í landi aftur á fyrri hluta næsta árs til að stemma stigu við hana. Hag­stofa Nor­egs býst nú við að stýri­vextir þar í landi verði komnir upp í 0,5 pró­sent um mitt næst ár. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar