Ríkin sem rugla í netinu

Indland var það ríki sem oftast takmarkaði internetaðgang borgara sinna árið 2020, samkvæmt nýlega útgefinni skýrslu. Hvíta-Rússland truflaði rafræn samskipti í 121 dag samfleytt eftir umdeildar forsetakosningar í ágúst.

Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Auglýsing

Að minnsta kosti tuttugu og níu ríki heims tóku í fyrra ákvörðun um að loka á eða takmarka netaðgang einhverra borgara sinna, í alls 155 skrásettum tilvikum. Indland trónir á toppnum eins og mörg fyrri ár, en ríkið greip til þess ráðs að hefta aðgang borgara sinna að internetinu að minnsta kosti 109 sinnum árið 2020.

Þetta kemur fram nýútgefinni í skýrslu samtakanna Access Now, sem berjast gegn hverskyns takmörkunum á netaðgangi fólks um heim allan. Internet-lokanir eru skilgreindar sem „viljandi truflanir á netinu eða stafrænum samskiptum [...] til þess að stýra flæði upplýsinga“ og langoftast framkvæmdar af stjórnvöldum.

Sem áður segir trónir Indland á toppnum á þessum vafasama lista. Takmarkanir á notkun netsins hafa verið viðvarandi í Jammu og Kasmír-héraði, nyrst í landinu við landamærin að Pakistan, um lengri tíma. Á tveggja vikna fresti allt árið 2020 voru þar gefnar út nýjar tilskipanir um heftan netaðgang, þrátt fyrir viðvörunarorð og mótmæli lækna, blaðamannasamtaka og íbúa, sem sögðu netlokanir stjórnvalda auka enn á vandan sem heimsfaraldur COVID-19 hefði í för með sér.

Blaðamenn og grasrótarhópar í Indlandi hafa barist fyrir því að stjórnvöld í Jammu og Kasmír opinberi á hvaða grundvelli netlokanirnar séu gerðar og hæstiréttur landsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld þurfi að birta rökstuðning sinn fyrir ákvörðununum.

Samkvæmt skýrslu Access Now er algengast að indversk stjórnvöld réttlæti heftingu netaðgangs með því að um „varúðarráðstafanir“ sé að ræða, eða til þess að koma í veg fyrir að „andþjóðfélagsleg öfl deili fölskum upplýsingum á samfélagsmiðlum,“ en stjórnmálaástandið á svæðinu hefur verið eldfimt undanfarin misseri, eftir að indverska stjórnin ákvað að svipta landsvæðið takmörkuðu sjálfstjórnarvaldi sínu.

Netið enn nauðsynlegra í heimsfaraldri

Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni frá Access Now voru hundruð milljóna manna án internetaðgangs að öllu leyti eða hluta vegna aðgerða yfirvalda á síðasta ári, í heimsfaraldrinum miðjum. Samtökin segja neikvæð áhrif netlokana hafa aukist í faraldrinum.

Auglýsing

„Þeir sem hafa haft aðgang að netinu í faraldrinum hafa treyst á það til þess að fá nýjustu upplýsingar, sem geta jafnvel bjargað mannslífum. Þau sem eru nettengd eru ekki bara í betri stöðu til að verja sig og vera örugg, heldur hafa flestir notað netið til að vinna, halda áfram með nám sitt, kenna börnum sínum að heiman, eiga samskipti við ástvini, leita sér upplýsinga um heilbrigðisþjónustu, leita sér að atvinnu og svo framvegis. Þau sem hafa ekki netaðgang eða eru vísvitandi svipt honum hafa ekki þessa möguleika og lifa í ótta,“ segir í skýrslunni.

121 dagur samskiptatruflana í Belarús

Belarús, Hvíta-Rússland, er eina ríki Evrópu sem í fyrra takmarkaði netaðgang þegna sinna. Það var gert í kringum umdeildar forsetakosningar sem leiddu til fjöldamótmæla á götum úti. Á kosningadag, 9. ágúst, var fyrst lokað á YouTube og síðar á WhatsApp, Telegram og fleiri samskiptaforrit.

Eftir að Alexander Lúkasjenkó forseti lýsti yfir enn einum kosningasigrinum þusti fólk út á götur til mótmæla. Þá var alfarið lokað á netaðgang almennings í heila þrjá daga og raunar símkerfið að mestu leyti líka. Farsímakerfið og aðgangur að netinu lá síðan niðri að mestu í 121 dag til viðbótar.

Það var ekki fyrr en 6. desember sem farsímakerfið starfaði á ný nokkuð eðlilega, en forrit á borð við Telegram og VPN-þjónustur eru enn blokkaðar.

Myrkraverk í skugga netleysis

Aðgengi að netinu er að mati Access Now bæði mannréttinda- og öryggismál fyrir fólk, enda eigi stjórnvöld hægara með að komast upp með voðaverk þegar búið er að slíta á möguleika fólks til að hafa tengsl við umheiminn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent