Ríkin sem rugla í netinu

Indland var það ríki sem oftast takmarkaði internetaðgang borgara sinna árið 2020, samkvæmt nýlega útgefinni skýrslu. Hvíta-Rússland truflaði rafræn samskipti í 121 dag samfleytt eftir umdeildar forsetakosningar í ágúst.

Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Auglýsing

Að minnsta kosti tutt­ugu og níu ríki heims tóku í fyrra ákvörðun um að loka á eða tak­marka net­að­gang ein­hverra borg­ara sinna, í alls 155 skrá­settum til­vik­um. Ind­land trónir á toppnum eins og mörg fyrri ár, en ríkið greip til þess ráðs að hefta aðgang borg­ara sinna að inter­net­inu að minnsta kosti 109 sinnum árið 2020.

Þetta kemur fram nýút­gef­inni í skýrslu sam­tak­anna Access Now, sem berj­ast gegn hverskyns tak­mörk­unum á net­að­gangi fólks um heim all­an. Inter­net-lok­anir eru skil­greindar sem „vilj­andi trufl­anir á net­inu eða staf­rænum sam­skiptum [...] til þess að stýra flæði upp­lýs­inga“ og langoft­ast fram­kvæmdar af stjórn­völd­um.

Sem áður segir trónir Ind­land á toppnum á þessum vafa­sama lista. Tak­mark­anir á notkun nets­ins hafa verið við­var­andi í Jammu og Kasmír-hér­aði, nyrst í land­inu við landa­mærin að Pakistan, um lengri tíma. Á tveggja vikna fresti allt árið 2020 voru þar gefnar út nýjar til­skip­anir um heftan net­að­gang, þrátt fyrir við­vör­un­ar­orð og mót­mæli lækna, blaða­manna­sam­taka og íbúa, sem sögðu net­lok­anir stjórn­valda auka enn á vandan sem heims­far­aldur COVID-19 hefði í för með sér.

Blaða­menn og gras­rót­ar­hópar í Ind­landi hafa barist fyrir því að stjórn­völd í Jammu og Kasmír opin­beri á hvaða grund­velli net­lok­an­irnar séu gerðar og hæsti­réttur lands­ins hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að stjórn­völd þurfi að birta rök­stuðn­ing sinn fyrir ákvörð­un­un­um.

Sam­kvæmt skýrslu Access Now er algeng­ast að ind­versk stjórn­völd rétt­læti heft­ingu net­að­gangs með því að um „var­úð­ar­ráð­staf­an­ir“ sé að ræða, eða til þess að koma í veg fyrir að „and­þjóð­fé­lags­leg öfl deili fölskum upp­lýs­ingum á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ en stjórn­mála­á­standið á svæð­inu hefur verið eld­fimt und­an­farin miss­eri, eftir að ind­verska stjórnin ákvað að svipta land­svæðið tak­mörk­uðu sjálf­stjórn­ar­valdi sínu.

Netið enn nauð­syn­legra í heims­far­aldri

Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni frá Access Now voru hund­ruð millj­óna manna án inter­net­að­gangs að öllu leyti eða hluta vegna aðgerða yfir­valda á síð­asta ári, í heims­far­aldr­inum miðj­um. Sam­tökin segja nei­kvæð áhrif net­lok­ana hafa auk­ist í far­aldr­in­um.

Auglýsing

„Þeir sem hafa haft aðgang að net­inu í far­aldr­inum hafa treyst á það til þess að fá nýj­ustu upp­lýs­ing­ar, sem geta jafn­vel bjargað manns­líf­um. Þau sem eru nettengd eru ekki bara í betri stöðu til að verja sig og vera örugg, heldur hafa flestir notað netið til að vinna, halda áfram með nám sitt, kenna börnum sínum að heiman, eiga sam­skipti við ást­vini, leita sér upp­lýs­inga um heil­brigð­is­þjón­ustu, leita sér að atvinnu og svo fram­veg­is. Þau sem hafa ekki net­að­gang eða eru vís­vit­andi svipt honum hafa ekki þessa mögu­leika og lifa í ótta,“ segir í skýrsl­unni.

121 dagur sam­skipta­trufl­ana í Bela­rús

Bela­rús, Hvíta-Rúss­land, er eina ríki Evr­ópu sem í fyrra tak­mark­aði net­að­gang þegna sinna. Það var gert í kringum umdeildar for­seta­kosn­ingar sem leiddu til fjölda­mót­mæla á götum úti. Á kosn­inga­dag, 9. ágúst, var fyrst lokað á YouTube og síðar á WhatsApp, Tel­egram og fleiri sam­skipta­for­rit.

Eftir að Alex­ander Lúk­asjenkó for­seti lýsti yfir enn einum kosn­inga­sigrinum þusti fólk út á götur til mót­mæla. Þá var alfarið lokað á net­að­gang almenn­ings í heila þrjá daga og raunar sím­kerfið að mestu leyti líka. Far­síma­kerfið og aðgangur að net­inu lá síðan niðri að mestu í 121 dag til við­bót­ar.

Það var ekki fyrr en 6. des­em­ber sem far­síma­kerfið starf­aði á ný nokkuð eðli­lega, en for­rit á borð við Tel­egram og VPN-­þjón­ustur eru enn blokk­að­ar.

Myrkra­verk í skugga net­leysis

Aðgengi að net­inu er að mati Access Now bæði mann­rétt­inda- og örygg­is­mál fyrir fólk, enda eigi stjórn­völd hæg­ara með að kom­ast upp með voða­verk þegar búið er að slíta á mögu­leika fólks til að hafa tengsl við umheim­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent