Ríkin sem rugla í netinu

Indland var það ríki sem oftast takmarkaði internetaðgang borgara sinna árið 2020, samkvæmt nýlega útgefinni skýrslu. Hvíta-Rússland truflaði rafræn samskipti í 121 dag samfleytt eftir umdeildar forsetakosningar í ágúst.

Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Auglýsing

Að minnsta kosti tutt­ugu og níu ríki heims tóku í fyrra ákvörðun um að loka á eða tak­marka net­að­gang ein­hverra borg­ara sinna, í alls 155 skrá­settum til­vik­um. Ind­land trónir á toppnum eins og mörg fyrri ár, en ríkið greip til þess ráðs að hefta aðgang borg­ara sinna að inter­net­inu að minnsta kosti 109 sinnum árið 2020.

Þetta kemur fram nýút­gef­inni í skýrslu sam­tak­anna Access Now, sem berj­ast gegn hverskyns tak­mörk­unum á net­að­gangi fólks um heim all­an. Inter­net-lok­anir eru skil­greindar sem „vilj­andi trufl­anir á net­inu eða staf­rænum sam­skiptum [...] til þess að stýra flæði upp­lýs­inga“ og langoft­ast fram­kvæmdar af stjórn­völd­um.

Sem áður segir trónir Ind­land á toppnum á þessum vafa­sama lista. Tak­mark­anir á notkun nets­ins hafa verið við­var­andi í Jammu og Kasmír-hér­aði, nyrst í land­inu við landa­mærin að Pakistan, um lengri tíma. Á tveggja vikna fresti allt árið 2020 voru þar gefnar út nýjar til­skip­anir um heftan net­að­gang, þrátt fyrir við­vör­un­ar­orð og mót­mæli lækna, blaða­manna­sam­taka og íbúa, sem sögðu net­lok­anir stjórn­valda auka enn á vandan sem heims­far­aldur COVID-19 hefði í för með sér.

Blaða­menn og gras­rót­ar­hópar í Ind­landi hafa barist fyrir því að stjórn­völd í Jammu og Kasmír opin­beri á hvaða grund­velli net­lok­an­irnar séu gerðar og hæsti­réttur lands­ins hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að stjórn­völd þurfi að birta rök­stuðn­ing sinn fyrir ákvörð­un­un­um.

Sam­kvæmt skýrslu Access Now er algeng­ast að ind­versk stjórn­völd rétt­læti heft­ingu net­að­gangs með því að um „var­úð­ar­ráð­staf­an­ir“ sé að ræða, eða til þess að koma í veg fyrir að „and­þjóð­fé­lags­leg öfl deili fölskum upp­lýs­ingum á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ en stjórn­mála­á­standið á svæð­inu hefur verið eld­fimt und­an­farin miss­eri, eftir að ind­verska stjórnin ákvað að svipta land­svæðið tak­mörk­uðu sjálf­stjórn­ar­valdi sínu.

Netið enn nauð­syn­legra í heims­far­aldri

Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni frá Access Now voru hund­ruð millj­óna manna án inter­net­að­gangs að öllu leyti eða hluta vegna aðgerða yfir­valda á síð­asta ári, í heims­far­aldr­inum miðj­um. Sam­tökin segja nei­kvæð áhrif net­lok­ana hafa auk­ist í far­aldr­in­um.

Auglýsing

„Þeir sem hafa haft aðgang að net­inu í far­aldr­inum hafa treyst á það til þess að fá nýj­ustu upp­lýs­ing­ar, sem geta jafn­vel bjargað manns­líf­um. Þau sem eru nettengd eru ekki bara í betri stöðu til að verja sig og vera örugg, heldur hafa flestir notað netið til að vinna, halda áfram með nám sitt, kenna börnum sínum að heiman, eiga sam­skipti við ást­vini, leita sér upp­lýs­inga um heil­brigð­is­þjón­ustu, leita sér að atvinnu og svo fram­veg­is. Þau sem hafa ekki net­að­gang eða eru vís­vit­andi svipt honum hafa ekki þessa mögu­leika og lifa í ótta,“ segir í skýrsl­unni.

121 dagur sam­skipta­trufl­ana í Bela­rús

Bela­rús, Hvíta-Rúss­land, er eina ríki Evr­ópu sem í fyrra tak­mark­aði net­að­gang þegna sinna. Það var gert í kringum umdeildar for­seta­kosn­ingar sem leiddu til fjölda­mót­mæla á götum úti. Á kosn­inga­dag, 9. ágúst, var fyrst lokað á YouTube og síðar á WhatsApp, Tel­egram og fleiri sam­skipta­for­rit.

Eftir að Alex­ander Lúk­asjenkó for­seti lýsti yfir enn einum kosn­inga­sigrinum þusti fólk út á götur til mót­mæla. Þá var alfarið lokað á net­að­gang almenn­ings í heila þrjá daga og raunar sím­kerfið að mestu leyti líka. Far­síma­kerfið og aðgangur að net­inu lá síðan niðri að mestu í 121 dag til við­bót­ar.

Það var ekki fyrr en 6. des­em­ber sem far­síma­kerfið starf­aði á ný nokkuð eðli­lega, en for­rit á borð við Tel­egram og VPN-­þjón­ustur eru enn blokk­að­ar.

Myrkra­verk í skugga net­leysis

Aðgengi að net­inu er að mati Access Now bæði mann­rétt­inda- og örygg­is­mál fyrir fólk, enda eigi stjórn­völd hæg­ara með að kom­ast upp með voða­verk þegar búið er að slíta á mögu­leika fólks til að hafa tengsl við umheim­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent