Vilja kanna sameiningu við annað hvort Húnaþing eða Stykkishólm og Helgafellssveit

Sveitarstjórn Dalabyggðar ætlar að þreifa fyrir sér með mögulega sameiningu við Húnaþing vestra annars vegar og Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit hins vegar. Er það í takti við niðurstöðu íbúafundar um málið.

Búðardalur er stærsti byggðarkjarninn í Dalabyggð.
Búðardalur er stærsti byggðarkjarninn í Dalabyggð.
Auglýsing

Sveit­ar­stjórn Dala­byggðar ætlar að bjóða sveit­ar­stjórn Húna­þings vestra ann­ars vegar og sveit­ar­stjórnum Stykk­is­hólms­bæjar og Helga­fells­sveitar hins vegar til fundar til að ræða hvort að hefja skuli við­ræður um mögu­lega sam­ein­ingu við Dala­byggð.

Leiði þeir fundir í ljós að vilji sé til sam­ein­ing­ar­við­ræðna verður tekin afstaða til þess hvort hafnar verði form­legar eða óform­legar sam­ein­ing­ar­við­ræð­ur. Þá verður ákveð­inn tímara­mmi fyrir þær við­ræður og óskað eftir fram­lagi úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga til að styðja við verk­efn­ið.

Þetta var sam­þykkt á fundi sveit­ar­stjórnar Dala­byggðar í vik­unni þar sem nið­ur­stöður val­kosta­grein­ingar vegna skoð­unar á sam­ein­ing­ar­kostum var lögð fram.

Auglýsing

Í frum­varpi til laga um breyt­ingar á sveit­ar­stjórn­ar­lögum kemur fram að lág­marks íbúa­fjöldi sveit­ar­fé­lags sé 1.000. Hafi íbúa­fjöldi verið lægri en það í þrjú ár sam­fleytt skuli ráð­herra eiga frum­kvæði að því að sam­eina það öðru eða öðrum nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög­um. Fjölda­mörkin hafa verið umdeild og í fréttum RÚV á fimmtu­dag sagð­ist Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, vera til­bú­inn að falla frá ákvæði um lög­bund­inn lág­marks­fjölda íbúa og yrðu 1.000 manna mörkin þá frekar við­mið en skylda. Þá sagð­ist hann einnig til­bú­inn að skoða hug­myndir um hvernig ná mætti mark­miðum frum­varps­ins fram án þess að sú frum­kvæð­is­skylda verði lögð á ráð­herra að grípa til aðgerða fari íbúa­fjöld­inn undir ákveðna tölu.

Íbúar í Dala­byggð eru í dag 673 tals­ins. Stærsti byggð­ar­kjarn­inn er Búð­ar­dal­ur.

Verk­efn­is­hópur um sam­ein­ing­ar­mál í Dala­byggð lagð­ist með aðstoð ráð­gjafa­fyr­ir­tækis í skoðun á sam­ein­ing­ar­mögu­leikum og lagði mat á ell­efu sveit­ar­fé­lög í því sam­bandi með það að mark­miði að greina styrk­leika, veik­leika og tæki­færi Dala­byggðar ef til sam­ein­ingar sveit­ar­fé­lags­ins kem­ur. Ákveðið var að kynna sex val­kosti á íbúa­fundi:

Vest­ur­land:

Borg­ar­byggð, Dala­byggð, Eyja- og Mikla­holts­hreppur og Skorra­dals­hrepp­ur.

Breiða­fjörð­ur:

Dala­byggð, Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur, Grund­ar­fjarð­ar­bær, Helga­fells­sveit, Reyk­hóla­hreppur og Stykk­is­hólm­ur.

Dal­ir, Stykk­is­hólmur og Helga­fells­sveit:

Dala­byggð, Helga­fells­sveit og Stykk­is­hólm­ur.

Dal­ir, Strand­ir, Reyk­hól­ar:

Árnes­hrepp­ur, Dala­byggð, Kald­rana­nes­hrepp­ur, Reyk­hóla­hreppur og Stranda­byggð.

Dal­ir, Strand­ir, Reyk­hólar og Húna­þing:

Árnes­hrepp­ur, Dala­byggð, Húna­þing Vestra, Kald­rana­nes­hrepp­ur, Reyk­hóla­hreppur og Stranda­byggð.

Dalir og Húna­þing:

Dala­byggð og Húna­þing vestra.

Verk­efn­is­hóp­ur­inn leggur til að áherslur Dala­byggðar í sam­ein­ing­ar­við­ræðum verði á að inn­viðir í Dala­byggð standi jafnir innviðum í þeim sveit­ar­fé­lögum sem mögu­lega sam­ein­ast. Í því felst að grunn­þjón­usta, svo sem fræðslu­þjón­usta, aðstaða til íþrótta­iðk­un­ar, sér­fræði­þjón­usta við skóla, fólk með fötlun og aðra hópa, verði bætt, en ekki tak­mörk­uð. Í Dala­byggð verði starfs­stöð stjórn­sýslu. Áhrif og aðkoma heima­fólks að nær­þjón­ustu­verk­efnum og stefnu­mótun verði tryggð.

Svona myndi nýtt sameinað sveitarfélag Dalabyggðar og Húnaþings vestra líta út. Mynd: Af vef Dalabyggðar

Ákvörðun sveit­ar­stjórnar Dala­byggðar að kanna frekar mögu­lega sam­ein­ingu við Húna­þing vestra ann­ars vegar og Stykk­is­hólms­bæjar og Helga­fells­sveitar hins veg­ar, rímar við nið­ur­stöður íbúa­fundar þar sem kosið var um fram­komna val­kosti.

Í grein­ingu og mati á mögu­legri sam­ein­ingu Dala­byggðar og Húna­þings vestra segir að lítil hefð sé fyrir sam­starfi sveit­ar­fé­lag­anna í dag. Hins vegar séu sam­eig­in­legir hags­munir í umhverf­is- og skipu­lags­mál­um, íbúa­þróun sé í jafn­vægi, hjá báðum sveit­ar­fé­lög­unum sé góður rekstr­ar­af­gang­ur, fjár­fest­inga­geta góð og skulda­hlut­fall um 60 pró­sent. Þá sé áhersla lögð á mat­væla­fram­leiðslu í þeim báðum, að vöxtur í ferða­þjón­ustu hafi hingað til verið hægur og að bæta þurfi sam­göngur um Hrúta­fjörð. Íbúa­fjöld­inn er sam­an­lagður 1.854.

Svona myndi nýtt sameinað sveitarfélag Dalabyggðar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar líta út.

Hvað við­kemur mögu­legri sam­ein­ingu Dala, Stykk­is­hólms og Helga­fells­sveitar kemur fram í val­kosta­grein­ing­unni að íbúa­fjöld­inn yrði sam­an­lagður 1.936. Hefð er fyrir sam­starfi þess­ara þriggja sveit­ar­fé­laga og þau eiga sam­eig­in­legra hags­muna að gæta í umhverf­is- og skipu­lags­mál­um. Þá sé rekstr­ar­af­gangur góð­ur, fjár­fest­inga­geta ágæt en skulda­hlut­fall um 109 pró­sent. Atvinnu­líf innan svæð­is­ins er fjöl­breytt og þar er m.a. að finna rann­sókn­ar­set­ur. Orðið hefur vöxtur í ferða­þjón­ustu en bæta þurfi sam­göngur um Skóg­ar­strönd.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent