Vilja kanna sameiningu við annað hvort Húnaþing eða Stykkishólm og Helgafellssveit

Sveitarstjórn Dalabyggðar ætlar að þreifa fyrir sér með mögulega sameiningu við Húnaþing vestra annars vegar og Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit hins vegar. Er það í takti við niðurstöðu íbúafundar um málið.

Búðardalur er stærsti byggðarkjarninn í Dalabyggð.
Búðardalur er stærsti byggðarkjarninn í Dalabyggð.
Auglýsing

Sveitarstjórn Dalabyggðar ætlar að bjóða sveitarstjórn Húnaþings vestra annars vegar og sveitarstjórnum Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hins vegar til fundar til að ræða hvort að hefja skuli viðræður um mögulega sameiningu við Dalabyggð.

Leiði þeir fundir í ljós að vilji sé til sameiningarviðræðna verður tekin afstaða til þess hvort hafnar verði formlegar eða óformlegar sameiningarviðræður. Þá verður ákveðinn tímarammi fyrir þær viðræður og óskað eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við verkefnið.

Þetta var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í vikunni þar sem niðurstöður valkostagreiningar vegna skoðunar á sameiningarkostum var lögð fram.

Auglýsing

Í frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum kemur fram að lágmarks íbúafjöldi sveitarfélags sé 1.000. Hafi íbúafjöldi verið lægri en það í þrjú ár samfleytt skuli ráðherra eiga frumkvæði að því að sameina það öðru eða öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Fjöldamörkin hafa verið umdeild og í fréttum RÚV á fimmtudag sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vera tilbúinn að falla frá ákvæði um lögbundinn lágmarksfjölda íbúa og yrðu 1.000 manna mörkin þá frekar viðmið en skylda. Þá sagðist hann einnig tilbúinn að skoða hugmyndir um hvernig ná mætti markmiðum frumvarpsins fram án þess að sú frumkvæðisskylda verði lögð á ráðherra að grípa til aðgerða fari íbúafjöldinn undir ákveðna tölu.

Íbúar í Dalabyggð eru í dag 673 talsins. Stærsti byggðarkjarninn er Búðardalur.

Verkefnishópur um sameiningarmál í Dalabyggð lagðist með aðstoð ráðgjafafyrirtækis í skoðun á sameiningarmöguleikum og lagði mat á ellefu sveitarfélög í því sambandi með það að markmiði að greina styrkleika, veikleika og tækifæri Dalabyggðar ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur. Ákveðið var að kynna sex valkosti á íbúafundi:

Vesturland:

Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og Skorradalshreppur.

Breiðafjörður:

Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Reykhólahreppur og Stykkishólmur.

Dalir, Stykkishólmur og Helgafellssveit:

Dalabyggð, Helgafellssveit og Stykkishólmur.

Dalir, Strandir, Reykhólar:

Árneshreppur, Dalabyggð, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð.

Dalir, Strandir, Reykhólar og Húnaþing:

Árneshreppur, Dalabyggð, Húnaþing Vestra, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð.

Dalir og Húnaþing:

Dalabyggð og Húnaþing vestra.

Verkefnishópurinn leggur til að áherslur Dalabyggðar í sameiningarviðræðum verði á að innviðir í Dalabyggð standi jafnir innviðum í þeim sveitarfélögum sem mögulega sameinast. Í því felst að grunnþjónusta, svo sem fræðsluþjónusta, aðstaða til íþróttaiðkunar, sérfræðiþjónusta við skóla, fólk með fötlun og aðra hópa, verði bætt, en ekki takmörkuð. Í Dalabyggð verði starfsstöð stjórnsýslu. Áhrif og aðkoma heimafólks að nærþjónustuverkefnum og stefnumótun verði tryggð.

Svona myndi nýtt sameinað sveitarfélag Dalabyggðar og Húnaþings vestra líta út. Mynd: Af vef Dalabyggðar

Ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar að kanna frekar mögulega sameiningu við Húnaþing vestra annars vegar og Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hins vegar, rímar við niðurstöður íbúafundar þar sem kosið var um framkomna valkosti.

Í greiningu og mati á mögulegri sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra segir að lítil hefð sé fyrir samstarfi sveitarfélaganna í dag. Hins vegar séu sameiginlegir hagsmunir í umhverfis- og skipulagsmálum, íbúaþróun sé í jafnvægi, hjá báðum sveitarfélögunum sé góður rekstrarafgangur, fjárfestingageta góð og skuldahlutfall um 60 prósent. Þá sé áhersla lögð á matvælaframleiðslu í þeim báðum, að vöxtur í ferðaþjónustu hafi hingað til verið hægur og að bæta þurfi samgöngur um Hrútafjörð. Íbúafjöldinn er samanlagður 1.854.

Svona myndi nýtt sameinað sveitarfélag Dalabyggðar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar líta út.

Hvað viðkemur mögulegri sameiningu Dala, Stykkishólms og Helgafellssveitar kemur fram í valkostagreiningunni að íbúafjöldinn yrði samanlagður 1.936. Hefð er fyrir samstarfi þessara þriggja sveitarfélaga og þau eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í umhverfis- og skipulagsmálum. Þá sé rekstrarafgangur góður, fjárfestingageta ágæt en skuldahlutfall um 109 prósent. Atvinnulíf innan svæðisins er fjölbreytt og þar er m.a. að finna rannsóknarsetur. Orðið hefur vöxtur í ferðaþjónustu en bæta þurfi samgöngur um Skógarströnd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent