Diskó friskó-heimsendir

Kjartan Sveinn Guðmundsson segir að fólk eigi að gera allt sem það getur til þess að deyja með bros á vör án eftirsjár – því það sé fátt annað í stöðunni.

Auglýsing

Þessi texti er ekki fyrir þá sem trúa því að mannkynið geti bjargað sér frá loftslagsbreytingum, heldur fyrir skoðanasystkini mín, sem eru búnir að komast að þeirri rökréttu niðurstöðu að við erum dauðadæmd. DAUÐADÆMD! Ég er ekki að reyna að breyta þeirri skoðun, heldur ætla ég að fara yfir hvernig mér finnst réttast að lifa á tímum fimbulvetrar.

Einhverjir gætu kallað mig svartsýnan, þannig að ég ætla að byrja á því að fara yfir hvers vegna ég hef tekið upp dómsdagstrú. Mat mitt á endalokum mannkynsins byggist á pöddum og stólum. Ég fatta að það er undarlegt, en gefið mér smá séns áður en þið sendið tölvupóst á Nemendavernd MA varðandi geðveikan námsmann.

Pöddutengingin heitir í raun framrúðufyrirbærið (e. Windshield phenomenon) og snýst um framrúðuþrif eftir utanbæjarakstur. Ég er ekkert búinn að vera langtímagestur hérna á Hótel Jörð, en man samt skýrt eftir því að það voru fleiri pöddur á framrúðunni á fyrsta áratug þessarar aldar þegar pabbi var að keyra en eru hjá mér í dag eftir svipaðan langtímaakstur. Einhver með betra minni sem nær lengur í tímann hlýtur að geta staðfest svipaða þróun. Framrúðufyrirbærið er eitt áþreifanlegasta dæmið um þá óafturkræfu fjöldaútrýmingu á lífverum sem við höfum valdið á undanförnum áratugum.

Auglýsing

Hinn undirstöðustólpi heimsendatrúar minnar er skrilljónstólakenningin. Hún snýst um að í hvaða rými sem er og hvaða viðburð sem er, er alltaf hægt að redda auka stól. Hvað eru margir stólar til ef það er alltaf hægt að finna nóg af stólum? Hvernig er það hægt? Það er vegna þess að nútíma framleiðsluhættir snúast ekki um að fullnægja þörfum einstaklings, heldur um stanslausa aukningu í framleiðslu og sölu hjá fyrirtækjum og endalausa neyslu hjá einstaklingum.

Mannkynið þarf að skipta um framleiðsluhætti sem fyrst, til dæmis hætta sköpun á gagnslausum munaðarvörum, einhverjir tala í því samhengi um jurtajafnaðarstefnu (e. Ecosocialism), en það er kerfið sem tæki við af nútíma kapítalisma. Flestir sjá fyrir sér hrun mannkyns miklu betur en hrun kapítalisma, þannig að ég er búinn að samþykkja það að börnin munu ekki erfa jörðina, heldur Svenbertil stólar frá IKEA.

Hvað á maður þá að gera? Gefast upp? Nei, en það skaðar ekki að breyta um hugarfar. Það er minnsta mál í heimi að hugsa vel um umhverfið, eiga plöntu, nota hampvörur (þessar löglegu, ekki það að það sé mál að redda hinu) og hugsa almennt vel um allt og alla. Svo þegar það byrjar að styttast í heimsenda (núna) skaltu bara byrja að djamma og hafa gaman. Langtímafjármál skipta ekki máli rétt fyrir heimsenda. Hámarkaðu hedónisma og slæma siði. Farðu svo í messu bara svona ef það skildi vera karl á tunglinu. Gerðu allt sem þú getur til þess að deyja með bros á vör án eftirsjár, því það er fátt annað í stöðunni.

Höf­undur er nemi við Mennta­­skól­ann á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar