Þetta gengur ekki lengur! – F(b)íllinn í herberginu

Edda Ívarsdóttir segir að hið eina sanna frelsi innan borgamarka sé að vera ekki þræll eins samgöngumáta. Frelsið sé að flakka á milli farartækja eftir þörfum.

Auglýsing



Fyrstu skrefin eru talin eitt gleði­leg­asta augna­blik í lífi hverrar mann­eskju. Það fel­ast bæði frelsi og for­rétt­indi í því að geta nýtt fæt­urna sem far­ar­máta. Orku­skipti og tækni­fram­farir munu ekki breyta því. Mesta tækni­und­rið, 100% nátt­úru­legt og sér­hannað til styttri og lengri vega­lengda, eru fæturnir á okk­ur. Sé þessi full­komna hönnun rétt nýtt er hún öllum til góðs, heils­unni, nátt­úr­unni og efna­hagn­um.

Rann­sóknir hafa sýnt að fólk sem gengur eða hjólar til vinnu er ham­ingju­sam­ara en þeir sem fara akandi. Í nýlegri könnun kom einnig í ljós að fleiri borg­ar­búar kysu að hjóla til vinnu fremur en að aka. Ávinn­ing­ur­inn af göngu­vænna umhverfi er ótví­ræð­ur, ef fleiri ganga eða hjóla þá hefur það góð áhrif á lýð­heilsu og lífs­gæði allra aukast með heil­næmara umhverfi. Við þurfum ein­fald­lega að ganga lengra í að hanna göngu­væna borg fyrir fólk.

Hvað gerir borgir vist­væn­ar?

Við þekkjum nú orðið flest til rót­gró­inna erlendra borga sem eru eft­ir­sóttar sökum lífs­gæða og aðlað­andi and­rúms­lofts. Borga þar sem fólk virð­ist njóta lífs­ins á annan hátt en við gerum hér í okkar dag­lega lífi. Borga þar sem við njótum þess að fara um gang­andi, hjólandi eða þá í almenn­ings­far­ar­tækj­um. Borga sem bjóða upp á lif­andi götu­myndir þar sem margt er að skoða og margs að njóta.

Í því sam­bandi má nefna almenn­ings­garða, stóra og smáa staði þar sem staldra má við og njóta, lif­andi götu­líf með óvæntum upp­á­komum, mat­ar­mark­aði, spenn­andi versl­an­ir, veit­inga­hús og áhuga­verðan arki­tektúr. Borgir þar sem eft­ir­vænt­ingin að sjá hvað leyn­ist bak við næsta götu­horn gerir göng­una létta og skemmti­lega. Allt þetta er mögu­legt að gera hér­lend­is, það þarf bara að hanna umhverfið rétt og leggja áherslu á rétta hluti.

Auglýsing

Fyrir hverja hönnum við borg?

Það skiptir máli með hvaða augum borgin er séð og fyrir hvaða not­endur hún er hönn­uð. Þá eru svæði innan mið­borga þar sem fólk er í for­gangi, oftar en ekki eft­ir­sókn­ar­verð­ustu svæð­in. Smá­gerðar götur þar sem þú mætir augna­tilliti ann­arra, húsin eru áhuga­verð og gerð til að grípa augað á göngu­hraða, versl­an­ir, líf á jarð­hæð­um, jafn­vel íbúðir sem mæta götu. Þar er þétt­leiki lyk­il­orð, þétt­leiki þjón­ustu, græn svæði, leik­svæði, útskot til að setj­ast í og bygg­ingar sem standa þétt við götu, hafa mis­mun­andi ein­kenni og eru byggðar á ólíkum tíma.

Umhverfi hannað fyrir bíla er allt annað en það sem hannað er fyrir fólk. Borgir nútím­ans eru að miklu leyti mót­aðar með þarfir bíla í for­gangi og þarfir ann­arra veg­far­enda lúta í lægra haldi. Bílaum­hverfið er óáhuga­vert og til­breyt­ing­ar­s­nautt fyrir gang­andi og í því virð­ast vega­lengdir lengj­ast. Það er stór­gert og eins­leitt því ætl­unin er að skapa bílum öruggt umhverfi og athyglin á jú að vera á veg­in­um. Gæði bílaum­hverf­is­ins eru á allan hátt lak­ari fyrir þann sem geng­ur. Við skynjum vega­lengdir sem styttri þegar við göngum um fjöl­breyti­legt og áhuga­vert umhverfi en sú upp­lifun tap­ast ef ekið er um í bíl. Þá er maður manns gaman og mik­il­vægt að skynja nálægð ann­ars fólks. Heyra klið frá fólki en ekki nið frá bíl­um. Umhverfi þar sem umferð er hæg og umhverfið fjöl­breyti­legt þykir flestum eft­ir­sókn­ar­vert.

Það sama verður ekki sagt um miklar umferð­ar­æð­ar. Það myndi skjóta skökku við ef fast­eigna­salar aug­lýstu að stað­setn­ing hús­næðis við stofn­braut væri til ávinn­ings. Nálægð við góð úti­vist­ar­svæði og þjón­ustu þykir lík­lega flestum betri kostur og göngu­vænt umhverfi hefur því bein jákvæð áhrif á fast­eigna­verð.

Bar­áttan fyrir götu­rým­inu

Það þarf að sýna nær­gætni og huga að gæðum götu­rým­is­ins til að fólk kjósi að fara gang­andi ferða sinna. Það er mik­il­vægt að leyfa svæðum að þró­ast og taka breyt­ing­um. Við höfum séð borgir breyt­ast úr göngu­borgum yfir í bíla­borgir en nú er sú þróun á und­an­haldi. Við sjáum sífellt fleiri borgir berj­ast við að ná göt­unum til baka fyrir gang­andi og hjólandi fólk. Í Kaup­manna­höfn, Stokk­hólmi, París og New York, hvert sem er litið er verið að stækka svæði fyrir gang­andi og breyta bíla­götum í göngu­göt­ur.

Þá hefur Covid-19 far­ald­ur­inn einnig haft þau áhrif að gang­stéttir hafa verið breikk­aðar á mörgum stöðum og hvílu­stæðum (e. par­k­let) með set­bekkj­um, blóma­kerj­um, hjóla­stæðum o.þ.h. komið fyrir þar sem bíla­stæði voru áður. Þetta hefur líka verið gert í Reykja­vík en í sumar var komið fyrir 21 hvílu­stæði fyrir borg­ar­búa.

Kraftur jarð­hæð­anna

Jarð­hæðir húsa og hvernig þær mæta göt­unni eru lyk­il­at­riði í göngu­vænu og þéttu borg­ar­um­hverfi. Jarð­hæð­irnar skipta höf­uð­máli því þær mæta hinum gang­andi. Þær eru ramm­inn sem mótar göt­una. Þegar talað er um lif­andi jarð­hæðir er ekki bara átt við versl­anir og þjón­ustu. Jarð­hæð­irnar geta verið svo miklu meira en það. Íbúðir á jarð­hæðum geta til dæmis verið með allt önnur gæði en íbúðir á efri hæð­um. Þær geta haft aukna loft­hæð, verið með sér­inn­gangi við götu, lít­inn for­garð og verið nokk­urs­konar pent­hou­se-­í­búðir á jarð­hæð. Þá geta verið margs­konar stúd­íó, skrif­stofur og lítil verk­stæði á jarð­hæðum og jafn­vel leik­skólar eða önnur þjón­usta við hverf­ið. Kantar hús­anna eru einnig mik­il­væg svæði þar sem sköpuð er viss fjar­lægð milli veg­far­enda og hús­veggs á ýmsan hátt með t.d. gróðri, hjóla­stæð­um, bekkjum upp við vegg o.þ.h. En til þess að þetta tak­ist vel þá þarf pláss í göt­unni, pláss sem alla jafna er nýtt undir bíla­stæði.

Umfram allt þarf götu­um­hverfið á fólki að halda en þar eru bíla­kjall­ar­arnir helsta hindr­un­in. Þegar íbú­arnir aka hrein­lega inn í húsin sín þá dregur það mjög úr mann­lífi á götum úti. Í nágranna­löndum okkar hefur það færst í auk­ana að byggð séu sam­eig­in­leg bíla­stæða­hús innan hverfa­hluta. Á jarð­hæðum þeirra er ýmis þjón­usta svo sem end­ur­vinnsla, mat­vöru­versl­an­ir, póst­box, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, ung­barna­leik­skólar og annað sem nýt­ist íbúum í þeirra dag­lega lífi. Þessi hús verða oft miðja hverf­is­ins. Þar hitt­ist fólk í hverf­inu kvölds og morgna og gengur svo heim­leið­is.

Þessi nálgun á skipu­lagi minnkar bygg­ing­ar­kostnað umtals­vert en bíla­kjall­arar eru dýr lausn og ætti sparn­að­ur­inn að hafa bein áhrif til lækk­unar á íbúða­verði. Íbúar hverf­anna hafa þá líka val um það hvort eða hvenær þeir þurfi bíla­stæði. Þetta fyr­ir­komu­lag er kjörið tæki­færi fyrir smá­vöru­versl­un, veit­inga­staði og aðra þjón­ustu innan hverf­anna þar sem fólk á gangi er lík­legra til að grípa með sér hitt og þetta á leið­inni heim en þeir sem akandi eru. Ófyr­ir­huguð kaup eru mun lík­legri sé veg­far­and­inn gang­andi eða hjólandi. Lyk­il­at­riðið er að ná neyt­and­anum út úr bílnum sín­um.

Virði tím­ans og upp­lifun í sam­göngum

Reykja­vík er lítil borg og það er ein­falt að kom­ast um hana hjólandi og gang­andi. Þá eru almenn­ings­sam­göngur mjög mik­il­væg­ar. Þetta snýst allt um að velja þann far­ar­máta sem hentar hverju sinni. Rétt verk­færi í rétt verk. Maður notar ekki skeið til að stinga upp kerfil heldur skóflu. Eins er það út í hött að aka styttri vega­lengdir því stað­reyndin er sú að oft er bæði fljót­legra og hand­hæg­ara að nota annan sam­göngu­máta. Margir gleyma einnig að taka með í reikn­ing­inn að það þarf að finna stæði og leggja bílnum svo ekki sé minnst á aðra umferð sem getur tafið ferð akandi. Við erum nefni­lega ekki föst í umferð eins og oft er sagt heldur erum við umferð­in.

Að hjóla, ganga eða nýta almenn­ings­sam­göngur getur verið mun skil­virk­ari leið en að aka og hægt er að leggja hjól­inu við inn­gang áfanga­stað­ar. Það er frelsi fólgið í því að þurfa ekki að gera allar ferðir að hring­ferðum sem byrja og enda með því að leggja bíl. Hægt er að hoppa úr strætó á einum stað og taka hann heim af öðr­um. Flestir sem nú hjóla til vinnu eru ekki lík­legir til að óska sér ann­ars far­ar­máta.

Upp­lifunin að hjóla fram úr bíla­röðum á anna­tímum er góð, sama hvernig viðr­ar. Veðrið er reyndar oft­ast þol­an­legra á hjól­inu en maður upp­lifir það innan úr bíl. Hjóla­ferðin er líka svo miklu ánægju­legri en bíl­ferð­in. Hjólið þeys­ist fram úr bíl­unum og maður fær um leið hreyf­ingu og and­lega nær­ingu. Hjóla­ferðin er líka oft svo skemmti­leg að maður ákveður stundum að taka lengri leið­ina heim. Það er sjaldn­ast sú til­finn­ing sem maður fær akandi um á bíl. Vega­lengdir innan borg­ar­innar eru líka alla jafna ekki það langar að ekki sé á færi flestra að hjóla þær. Þá geta einnig deili­lausnir eins og raf­hlaupa­hjól verið hand­hægar til að koma manni síð­asta spöl­inn.

Hið eina sanna frelsi innan borga­marka er að vera ekki þræll eins sam­göngu­máta. Frelsið er að flakka á milli far­ar­tækja eftir þörf­um. Því fleiri sem kjósa að nýta virka sam­göngu­máta, því betri verður borgin fyrir alla.

Höf­undur er borg­ar­hönn­uð­ur.

Þessi pist­ill er hluti greinar­aðar í til­efni af því að 100 ár eru liðin frá­ ­form­legu upp­hafi skipu­lags­gerðar hér á landi með setn­ing­u laga um skipu­lag kaup­túna og sjáv­ar­þorp­a árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar