Listin að lepja dauðann úr skel

Viðar Eggertsson skrifar um stöðu listamanna á Íslandi, sem hann segir að séu upp til hópa láglaunafólk.

Auglýsing

Ólg­andi og síkvikt menn­ing­ar­líf er einn af horn­steinum sam­fé­lags­ins og gerir þjóð­ina sjál­stæða og stolta. Öfl­ugt menn­ing­ar­líf er speg­ill þjóðar og sjálfsí­mynd­ar. Við höfum átt þeirrar gæfu að njóta að eiga frá­bæra lista­menn sem hafa gefið okkur sterka sjálfs­mynd og um leið skoðað hauk­frán­um, gagn­rýnum augum íslenskt sam­fé­lag.

Við eigum óvenju stóran hóp af lista­mönnum sem starfa á öllum sviðum lista og spanna allt lit­rófið frá dægra­stytt­ingu til djúp­köf­un­ar. Öll eru þau þörf í þess­ari mik­il­vægu heil­steyptu mósaíkmynd þjóð­ar­speg­ils­ins. Örfá ná til stjarn­anna og hljóta verð­uga umbun. Stærstur hluti þeirra eru ein­yrkjar sem njóta engrar afkomu­trygg­ingar nema á stundum þegar hluti þeirra fær lág­marks­laun í tak­mark­aðan tíma í nafni lista­manna­launa. Starfsæv­ina langa mega þau þó oft­ast treysta á stopula og rýra inn­komu. 

Það er seigla og óbilandi tryggð við köll­un­ina sem fær þau til að halda starfi sínu áfram án mark­verðar umb­unar og flest vinna íhlaupa­störf við allt annað til að geta brauð­fætt sig og lengja þar með vinnu­dag­inn til muna; vinna myrkr­anna á milli yfir hábjarg­ræðis tím­ann.

Listin á tímum far­ald­urs

Síð­ustu 18 mán­uði hafa verið þeim ein­stak­lega erf­ið­ir. Þessir covid tímar hafa nán­ast þurrkað út afkomu­mögu­leika þeirra sem hafa þurft að reiða sig á lif­andi sam­skipti við að miðla list sinni og þá einkum sviðs­lista­fólk og tón­list­ar­menn. Í sam­komu­tak­mörk­unum og margs konar sótt­varn­ar­kröfum hafa þau þurft að gera enda­laus ný plön og bregð­ast við ástand­inu af miklu hyggju­vit sem lista­menn eiga þó í ríkum mæli.

Auglýsing
Sá litli hluti lista­manna sem nýtur ákveð­ins starfs­ör­yggis er þeir sem fast­ráðnir eru hjá menn­inga­stof­un­um. Þeir hafa þurft að sýna ótrú­lega aðlög­un­ar­hæfni við að koma á fram­færi list­sköpun sinni og menn­ing­ar­stofn­an­irnar þurft að laga sig að hörðum tak­mörk­unum til að halda úti a.m.k. lág­marks starf­semi og bjóða upp á alls konar menn­ing­ar­við­burði miðað við þær tak­mark­anir sem hafa verið í gildi að hverju sinni. Einnig þau þurft að treysta á og læra ólíkar miðl­un­ar­að­ferð­ir. Það hefur reynt á lista­menn­ina, en ekki síður stjórn­endur menn­ing­ar­stofn­ana sem hafa þurft að reyna að halda sjó í rekstri þeirra án telj­andi inn­komu. Stóru menn­ing­ar­stofn­an­irnar eru eins og skip sem eru við það að sökkva úti á ball­ar­hafi. Laus­ráðnu lista­menn­irnir þar sem ann­ars staðar hafa þurft að sjá að baki verk­efnum og um leið laun­um. Þeirra eyði­merk­ur­ganga hefur spannað allan 18 mán­aða covid far­ald­ur­inn. Því úrræði rík­is­stjórn­ar­innar eiga í flestum til­vikum ekki við þessa lista­menn og þeir settir út á kaldan klaka með enga björg­un­ar­hringi.

Lág­launa­hóp­ur­inn lista­menn þjóð­ar­innar

Lista­menn á Íslandi hafa ekki verið hávær kröfu­hópur meðan starfs­vett­vangur þeirra hefur nán­ast strandað á blind­skeri. Hinir fáu tals­menn þeirra hafa ekki barið sér á brjóst í öllum frétta­tímum og grátið hörmu­legt ástand sitt og gert kröfur um að horft sé fram hjá þeirri stað­reynd að við eigum í höggi við ban­vænan far­ald­ur, svo starf þeirra megi blómstra þrátt fyrir allt og alla. Öðru nær. Þeir hafa sýnt þjóð sinni nær­gætni og tekið á sig óbæri­legar byrðar mögl­un­ar­lít­ið, enda hefur það verið lenska meðal menn­ing­ar­þjóð­ar­innar að lista­menn eigi ekki að mögla.

Það hafa þau heldur ekki gert. Þau eru nefni­lega orðin svo vön list­inni að lepja dauð­ann úr skel.

Og það er eins gott, því þessi magn­aði þjóð­fé­lags­hópur er lág­launa­fólk upp til hópa. Ég þekki það sjálfur á eigin skinni eftir að hafa helgað megnið af 50 ára starfs­aldri mínum á þessum vett­vangi. Nú horfi ég á kyn­slóð­ina mína, eldri lista­menn, fara hver á fætur öðrum á eft­ir­laun – og þau ekki há. Það er þyngra en tárum taki að sjá góða lista­menn, jafn­vel virta langt út fyrir land­stein­ana, verða að lokum sára fátækt að bráð. En þau kyngja þeim beisku kjörum, rétt eins og þau hafa gert allan sinn list­fer­il.

Við getum gert bet­ur. Við verðum að gera bet­ur!

Höf­undur er leik­stjóri, eldri borg­ari og fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í 3. sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar