Listin að lepja dauðann úr skel

Viðar Eggertsson skrifar um stöðu listamanna á Íslandi, sem hann segir að séu upp til hópa láglaunafólk.

Auglýsing

Ólg­andi og síkvikt menn­ing­ar­líf er einn af horn­steinum sam­fé­lags­ins og gerir þjóð­ina sjál­stæða og stolta. Öfl­ugt menn­ing­ar­líf er speg­ill þjóðar og sjálfsí­mynd­ar. Við höfum átt þeirrar gæfu að njóta að eiga frá­bæra lista­menn sem hafa gefið okkur sterka sjálfs­mynd og um leið skoðað hauk­frán­um, gagn­rýnum augum íslenskt sam­fé­lag.

Við eigum óvenju stóran hóp af lista­mönnum sem starfa á öllum sviðum lista og spanna allt lit­rófið frá dægra­stytt­ingu til djúp­köf­un­ar. Öll eru þau þörf í þess­ari mik­il­vægu heil­steyptu mósaíkmynd þjóð­ar­speg­ils­ins. Örfá ná til stjarn­anna og hljóta verð­uga umbun. Stærstur hluti þeirra eru ein­yrkjar sem njóta engrar afkomu­trygg­ingar nema á stundum þegar hluti þeirra fær lág­marks­laun í tak­mark­aðan tíma í nafni lista­manna­launa. Starfsæv­ina langa mega þau þó oft­ast treysta á stopula og rýra inn­komu. 

Það er seigla og óbilandi tryggð við köll­un­ina sem fær þau til að halda starfi sínu áfram án mark­verðar umb­unar og flest vinna íhlaupa­störf við allt annað til að geta brauð­fætt sig og lengja þar með vinnu­dag­inn til muna; vinna myrkr­anna á milli yfir hábjarg­ræðis tím­ann.

Listin á tímum far­ald­urs

Síð­ustu 18 mán­uði hafa verið þeim ein­stak­lega erf­ið­ir. Þessir covid tímar hafa nán­ast þurrkað út afkomu­mögu­leika þeirra sem hafa þurft að reiða sig á lif­andi sam­skipti við að miðla list sinni og þá einkum sviðs­lista­fólk og tón­list­ar­menn. Í sam­komu­tak­mörk­unum og margs konar sótt­varn­ar­kröfum hafa þau þurft að gera enda­laus ný plön og bregð­ast við ástand­inu af miklu hyggju­vit sem lista­menn eiga þó í ríkum mæli.

Auglýsing
Sá litli hluti lista­manna sem nýtur ákveð­ins starfs­ör­yggis er þeir sem fast­ráðnir eru hjá menn­inga­stof­un­um. Þeir hafa þurft að sýna ótrú­lega aðlög­un­ar­hæfni við að koma á fram­færi list­sköpun sinni og menn­ing­ar­stofn­an­irnar þurft að laga sig að hörðum tak­mörk­unum til að halda úti a.m.k. lág­marks starf­semi og bjóða upp á alls konar menn­ing­ar­við­burði miðað við þær tak­mark­anir sem hafa verið í gildi að hverju sinni. Einnig þau þurft að treysta á og læra ólíkar miðl­un­ar­að­ferð­ir. Það hefur reynt á lista­menn­ina, en ekki síður stjórn­endur menn­ing­ar­stofn­ana sem hafa þurft að reyna að halda sjó í rekstri þeirra án telj­andi inn­komu. Stóru menn­ing­ar­stofn­an­irnar eru eins og skip sem eru við það að sökkva úti á ball­ar­hafi. Laus­ráðnu lista­menn­irnir þar sem ann­ars staðar hafa þurft að sjá að baki verk­efnum og um leið laun­um. Þeirra eyði­merk­ur­ganga hefur spannað allan 18 mán­aða covid far­ald­ur­inn. Því úrræði rík­is­stjórn­ar­innar eiga í flestum til­vikum ekki við þessa lista­menn og þeir settir út á kaldan klaka með enga björg­un­ar­hringi.

Lág­launa­hóp­ur­inn lista­menn þjóð­ar­innar

Lista­menn á Íslandi hafa ekki verið hávær kröfu­hópur meðan starfs­vett­vangur þeirra hefur nán­ast strandað á blind­skeri. Hinir fáu tals­menn þeirra hafa ekki barið sér á brjóst í öllum frétta­tímum og grátið hörmu­legt ástand sitt og gert kröfur um að horft sé fram hjá þeirri stað­reynd að við eigum í höggi við ban­vænan far­ald­ur, svo starf þeirra megi blómstra þrátt fyrir allt og alla. Öðru nær. Þeir hafa sýnt þjóð sinni nær­gætni og tekið á sig óbæri­legar byrðar mögl­un­ar­lít­ið, enda hefur það verið lenska meðal menn­ing­ar­þjóð­ar­innar að lista­menn eigi ekki að mögla.

Það hafa þau heldur ekki gert. Þau eru nefni­lega orðin svo vön list­inni að lepja dauð­ann úr skel.

Og það er eins gott, því þessi magn­aði þjóð­fé­lags­hópur er lág­launa­fólk upp til hópa. Ég þekki það sjálfur á eigin skinni eftir að hafa helgað megnið af 50 ára starfs­aldri mínum á þessum vett­vangi. Nú horfi ég á kyn­slóð­ina mína, eldri lista­menn, fara hver á fætur öðrum á eft­ir­laun – og þau ekki há. Það er þyngra en tárum taki að sjá góða lista­menn, jafn­vel virta langt út fyrir land­stein­ana, verða að lokum sára fátækt að bráð. En þau kyngja þeim beisku kjörum, rétt eins og þau hafa gert allan sinn list­fer­il.

Við getum gert bet­ur. Við verðum að gera bet­ur!

Höf­undur er leik­stjóri, eldri borg­ari og fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar í 3. sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar