Framboð

Henry Alexander Henrysson heimspekingur fjallar um trúverðugleika frambjóðenda en hann segir að það liggi fyrst og fremst í því að láta í ljós skilning á eðli hlutverksins. Kjósendur verði jafnframt að geta treyst fulltrúum sínum til ákvarðanatöku.

Auglýsing

Þegar Brynjar Níels­son var í próf­kjörs­bar­áttu í vor skrif­aði hann pistil um tak­mark­aðan kjör­þokka sinn. Pistill­inn komst í frétt­irnar enda hafði hann vafa­laust nokkuð skemmt­ana­gildi. Fólk hefur gaman af fram­bjóð­anda sem tekur sig mátu­lega alvar­lega. Meðal þess sem Brynjar mun hafa nefnt var að hann hafi leitað til sér­fræð­ings í hegð­un, fram­komu og atferli fyrir stjórn­mála­menn sem hafi upp­lýst hann um að „truntu­skap­ur, fúl­lyndi og kald­hæðni“ væri ekki við­eig­andi fyrir stjórn­mála­mann.

Þótt þetta hafi verið grín sem skil­aði að lokum tak­mörk­uðum ávinn­ingi í próf­kjörs­bar­átt­unni, þá er þarna á ferð­inni raun­veru­lega áhuga­vert umræðu­efni. Sér­stak­lega nú þegar kosn­ingar nálg­ast. Spurn­ingin sem gjarnan má velta upp er hverjir eigi erindi í fram­boð og hvort eitt­hvað geti úti­lokað stjórn­mála­þátt­töku. Geta orð, hegðun eða atvik – jafn­vel per­sónu­leiki – orðið þess vald­andi að fólk verði að segja sig frá hlut­verkum sem metn­aður þeirra stendur til? Getur það jafn­vel þurft að stíga til hliðar eftir að hafa tekið við hlut­verk­inu?

Banda­ríski repúblikan­inn Marjorie Taylor Green er lík­lega einn umdeild­asti stjórn­mála­maður sam­tím­ans. Í hvert sinn sem hún tjáir sig um eigin áform í stjórn­málum gengur hún fram af fólki. Flest af því sem hún hefur sagt kjarn­ast raunar í því við­horfi hennar að stað­reyndir þurfi ekki að vefj­ast fyrir fram­bjóð­end­um. Stjórn­mála­maður sem lætur hafa slíkt eftir sér dæmir sig úr póli­tísku lífi að mínu áliti. Trú á stað­reyndir er nokk­urs konar frum­skylda kjör­ins full­trúa. Gegn því við­horfi mínu er gjarnan stefnt þeirri skoðun að það séu ein­ungis kjós­endur sem eigi að segja til um hverjir eigi sér fram­halds­líf í stjórn­mál­um. Ef meiri­hluti þeirra gerir ekki kröfu um að fram­bjóð­endur lifi í raun­veru­leik­anum þá sé engin sér­stök sið­ferði­leg skylda til staðar um að trúa á stað­reynd­ir.

Auglýsing

Það fer ekki fram hjá neinum að það er geysi­lega mikið fram­boð af fólki þessa dag­ana. Kald­hæðnir ein­stak­lingar tala stundum um offram­boð þegar fram­boðs­listar eru kynntir í aðdrag­anda kosn­inga. Má jafn­vel stundum tala um þjóð­ar­sport að gera lítið úr list­unum og býsnast yfir mann­val­inu sem er í fram­boði. Slíkt tal er nú varla til að styrkja lýð­ræðið og um leið skyggja slíkar alhæf­ingar á mik­il­væga umræðu um að við eigum að gera sið­ferði­legar kröfur til þetta sem leit­ast eftir að ger­ast kjörnir full­trú­ar. Eng­inn er svo ómissandi að við ættum að „horfa í gegnum fingur okk­ar“, eins og stundum er sagt.

Ég hef stundum tjáð mig opin­ber­lega um þessa skoðun mína. Og þá hef ég jafn­vel fengið það framan í mig að ég geri allt of miklar kröfur til kjör­inna full­trúa. Hannes Giss­ur­ar­son mun einu sinni hafa skrifað um að ég sé ein­hvers konar for­göngu­maður um það sem hann kallar „aft­ur­köll­un­ar­fár“ gegn stjórn­mála­mönnum og að ég ráð­ist sér­stak­lega að hægri mönn­um. Nú hef ég ekki nokkurn áhuga á að rök­ræða við hann um hverjir telj­ist ekki-hægri­menn eða mínar eigin póli­tísku skoð­an­ir. Ég get hins vegar ekki annað en minnst á að Hannes mis­skilur eitt­hvað hlut­verk mitt í opin­berri umræðu. Sjálfur fer ég ekki í fjöl­miðla til að lýsa yfir afstöðu minni um ein­stök mál, en ég svara ef ég er spurð­ur.

Stundum skrifar maður hins vegar greinar um almennar skoð­anir sín­ar. Til­efni þess­ara skrifa hér að nú er komið enn og aftur að kosn­ing­um. Á síð­asta kjör­tíma­bili komu upp nokkur atvik og umræður þar sem spurn­ingar vökn­uðu um hvort ein­stak­lingar ættu að íhuga stöðu sína sem kjörnir full­trú­ar. Kröfur komu fram um að þeir segðu af sér. Sumir tóku undir þær meðan aðrir vildu bíða til próf­kjörs eða kosn­inga. Mér finnst örlítið baga­legt að aldrei náð­ist að fá þessa umræðu nægi­lega fram. Senn hefst nýtt kjör­tíma­bil án þess að fyrir liggi hvaða sið­ferði­legu kröfur almenn­ingur gerir til kjör­inna full­trúa. Og áður en við vitum af fara upp­hróp­anir og stór­yrði af stað aftur við næsta hneyksli íslenskra stjórn­mála. Og við höfum ekki gert það upp við okkur hvað sé mik­il­væg­ast í okkar aug­um.

Yfir­lýst verk­efni síð­asta kjör­tíma­bils var að efla traust til íslensks stjórn­mála­lífs. Mest af því sem gert hefur verið hefur lítið að gera með að efla traust. Gagn­sæi og reglu­setn­ing hafa orðið að hald­reipi. Síð­ast þegar ég vissi var hvoru tveggja and­stæðan við traust. Hug­takið traust notum við yfir sam­band fólks þar sem annar aðil­inn (eða aðil­arn­ir) þarf að gæta að trú­verð­ug­leika gagn­vart hinum sem er ber­skjald­aður í stöðu sinni. Sam­band kjör­innar full­trúa og kjós­enda er þessa eðl­is. Kjós­endur verða að geta treyst full­trúum sínum til ákvarð­ana­töku. Full­trúa­lýð­ræði byggir á því að almenn­ingur getur ekki haft til að bera sömu upp­lýs­ingar og hæfni. Almenn­ingur hefur ekki tæki­færi til að setja sig inn á mál á sama máta og er því í ber­skjald­aðri stöðu. Hann verður að treysta full­trúum sín­um.

Ef kjörnir full­trúar bera ein­hverja frum­skyldu – aðra en að lifa ekki í ein­hverjum hlið­ar­veru­leika við okkur hin – þá er það að vinna stöðugt í trú­verð­ug­leika sín­um. Og sið­ferði­leg staða þeirra verður ávallt að vera metin í því ljósi. Þegar upp koma erfið mál standa stjórn­mála­menn and­spænis ólíkum kostum sem lit­ast af eðli þess­ara mála. Það er ekki eins og afsagnir séu eina leiðin sem stendur til boða. Trú­verð­ug­leiki liggur fyrst og fremst í því að láta í ljós skiln­ing á eðli þess hlut­verks sem maður gegn­ir. Stundum er ekki síður mik­il­vægt – og nægi­legt – að gang­ast við því sem gagn­rýni­vert er. Að biðj­ast afsök­unar getur mögu­lega gagn­ast býsna langt til að rétta við trú­verð­ug­leika sinn. En það fer einnig eftir því hvaða hlut­verki maður gegn­ir. Það getur verið rík­ari krafa um að ráð­herra segi af sér heldur en óbreyttur þing­mað­ur.

Í þessu sam­hengi er tvennt sem er mik­il­vægt er að taka fram. Stjórn­mála­líf sem byggir ekki á trausti er mögu­legt. Hver veita nema það sé eft­ir­sókn­ar­vert og henti íslenskri þjóð bet­ur. En þá skulum við líka sam­mæl­ast um að vera ekki að tala um traust (og trú­verð­ug­leika) og mik­il­vægi þess í kringum kosn­ing­ar. Það má auð­veld­lega skerpa á siða­reglum og auka gagn­sæis­kröfur umtals­vert og senda þannig þau skila­boð að traust sé ekki ofar­lega á dag­skrá. Síð­ara atriðið er að ef við viljum að stjórn­mála­líf byggi á trausti þá megum við ekki gleyma því að traust er ekki það sama og vin­sæld­ir. Trú­verð­ug­leiki er ekki met­inn í kjör­köss­um.

En hvernig er þá trú­verð­ug­leik­inn met­inn? Auð­vitað er ekki til neitt end­an­legt skapa­lón fyrir slíkt mat en mér sýn­ist þó af reynslu síð­asta kjör­tíma­bils að nokkur atriði séu þau sem eru mörgum kjós­endum efst í huga. Sem dæmi má nefna að fólk ætti ekki fara í fram­boð ef það er óeðli­lega skuld­bundið öðrum aðilum (fjár­hags­lega til dæm­is), á erfitt með að sætta sig við að gæta að óhæði sínu í ásýnd við afgreiðslu ákveð­inna mála, vill ekki sætta sig við að verða að afþakka boð og fyr­ir­greiðslu sem það hefur áður þeg­ið, og hafnar því að þurfa að sýna að sér aukið vel­sæmi og við­eig­andi hegðun miðað við áður.

Nú kann ein­hverjum að þykja þetta óspenn­andi sið­gæð­is­varsla og óbæri­lega kröf­ur. Ég svara því nú yfir­leitt til með því að benda á tvennt. Í fyrsta lagi gera kröfur um trú­verð­ug­leika í ákveðnu hlut­verki ekki ráð fyrir því að maður skilji við einka­líf sitt. Það á enn að vera til staðar geysi­legt rými til að velja sér far­veg þar sem maður tjáir og túlkar eigin lífs­kosti. Þeir hafa fæstir áhrif á til­tekið hlut­verk. Síð­ara atriðið er að við eigum ekki öll heima sem kjörnir full­trú­ar. Við eigum fæst erindi í fram­boð. Og per­sónu­lega finnst mér þetta fremur litlar kvaðir sem ég taldi upp hér að fram­an. Það er nóg annað að fást við ef manni finnst óspenn­andi að gang­ast undir slíkt. Og það er eng­inn skortur á rétta fólk­inu sem er trausts­ins vert, þótt flokk­unum gangi stundum illa að koma auga á þessa ein­stak­linga.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar