3-0 fyrir samþjappaðri stórútgerð

Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson segja að Íslendingar þurfi að hætta „smáskrefatilraunum“ í þeim litlu kerfum sem séu hér á landi. „Ráðumst á fílinn í herberginu en hættum að einblína á mýsnar.“

Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Auglýsing

Í fyrra­vor kom út skýrsla starfs­hóps sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um atvinnu- og byggða­kvóta um end­ur­skoðun á með­ferð og ráð­stöfun 5,3% afla­heim­ilda. Í þessum 5,3% potti sem ríkið hefur til ráð­stöf­un­ar, sem oft er kallað félags­lega kerf­ið, er strand­veiði­kvót­inn ásamt almenna byggða­kvót­an­um, sér­tæka byggða­kvót­an­um, línuí­viln­un, frí­stunda­veiðum og skel- og rækju­bót­u­m.  Gerð er til­laga að sex ára til­raun innan kerf­is­ins.

Það er margt gott sem kemur fram í skýrsl­unn­i.  Þar er að finna ágæta sam­an­tekt á gögnum og tölu­legum upp­lýs­ing­um. Jafn­vel góðar til­lög­ur. Sem dæmi má nefna að lagt er til að 5,3% afla­heim­ilda inn í félags­lega kerfið verði tekin strax til hlið­ar, áður en afla­marki er úthlut­að. Nú er hlut­deildin í félags­lega kerf­inu dregin frá afla­heim­ildum hvers og eins skips. Sú til­högun er ekki góð. Útgerð­ar­menn líta á þetta sem sér­tæka skatt­heimtu og eru ósátt­ir.

Starfs­hóp­ur­inn leggur enn­fremur til að strangar tak­mark­anir 5. gr. reglu­gerðar nr. 386/2019 á því hvaða tólf daga í mán­uði megi stunda strand­veiðar verði felldar úr gildi eða eins og segir í skýrsl­unni: “Óþarft virð­ist að lög­gjaf­ar­valdið tak­marki hvaða daga eig­andi fiski­skips nýtir til strand­veiða”. Heyr heyr!  Þetta eru þarfar ábend­ingar hjá skýrslu­höf­undum og félög smá­báta­sjó­manna og Píratar hafa ítrekað bent á og lagt til hið sama.

Auglýsing

Það má benda á fleiri góðar til­lög­ur. En það er því miður fleira sem er gagn­rýni­vert en lofs­vert í skýrsl­unni. Í raun má líta á skýrslu starfs­hóps­ins og til­lögur hans í heild sem eina alls­herjar til­raun með félags­lega kerfið í sjáv­ar­út­vegi. Sem betur fer gafst ekki tími á vor­þingi til að sam­þykkja vont frum­varp byggt á til­lögum starfs­hóps­ins.

Botn­lausar bætur

Til­laga um að gera upp rækju- og skel­bætur sem kostar ríkið millj­arða. Rækju- og skel­bæt­urnar áttu að vera tíma­bundnar og minnka ár frá ári þar til þeim lyki. Höldum okkur við þá áætlun í stað þess að greiða millj­arða í bætur fyrir skaða sem varð fyrir löngu síð­an. Engum datt í hug að greiða bætur til víd­eó­leigu­eig­enda þegar fjar­aði undan þeirri atvinnu­grein.

Lagt er til að inn­byrðis skipt­ing afla­heim­ilda rík­is­ins í félags­lega kerf­inu verði fest til sex ára, byggt á hlut­föllum en ekki magni. Þetta er illa ígrund­að. Til­raun til sex ára hvorki meira né minna. Ekki er lagt til af hálfu nefnd­ar­innar hver inn­byrðis skipt­ing ætti að vera en mælt með að ráðu­neyt­inu verði falið að skil­greina og festa hlut­föllin með reglu­gerð.

Hér er vert að taka það fram að hlut­fall strand­veiði­kvót­ans hefur verið allt frá 0% árið 2008 og upp í 1,88% árið 2019. Við treystum ekki sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu til að skammta strand­veiðum nægi­lega háu hlut­falli til að greinin nái að blómstra. Mitt á milli 0% og 1,88% er 0,96%. Því miður teljum við ráðu­neyt­inu trú­andi til að skammta út frá  með­al­tali síð­ustu ára. Þannig myndi  hlut­deild strand­veiða minnka tölu­vert frá því sem nú er. Hlut­deild sem hefur tek­ist að kría út með kjafti og klóm í ára­tuga bar­áttu við ráðu­neyt­ið.

Bil­aður byggða­kvóti

Til­lögur nefnd­ar­innar sem snúa að byggða­kvót­anum eru vondar til­lög­ur. Þær eru á þá leið að almennum byggða­kvóta verði úthlutað til næstu sex ára í áður ákveðnum hlut­föllum til að auka fyr­ir­sjá­an­leika. Þetta þýðir að Byggða­stofnun getur gert sex ára samn­inga við sveit­ar­fé­lög um úthlutun byggða­kvóta, byggt á með­al­tali síð­ustu 3ja eða 10 ára. Sveit­ar­fé­lög geta gert sex ára samn­inga við vini og vanda­menn um úthlutun á kvóta. Lagt er til að sér­tæki byggða­kvót­inn verði alfar­inn bund­inn í sex ára samn­inga með til­vísun í áður­nefndan fyr­ir­sjá­an­leika. Þetta er biluð hug­mynd.

Byggða­kvót­inn er til þess að mæta ófyr­ir­séðum áföll­um, tíma­bundnum eða langvar­andi erf­ið­leikum sjáv­ar­byggða. Það hlýtur að vera hverjum manni aug­ljóst  að það er erf­ið­ara að bregð­ast við ófyr­ir­séðum áföllum ef búið er að binda úthlutun í samn­inga til sex ára.  Lagt er til að ónýtt línuí­vilnun renni inn í byggða­kvót­ann. Eðli­legra væri að þetta fari inn í strand­veiðar til að styrkja þær enn frek­ar. Enda hefur verið sýnt fram á með rann­sóknum að árangur byggða­kvót­ans hefur verið rýr og ekk­ert í þessum til­lögum gefur til kynna að árang­ur­inn verði nokkuð betri.

Loka­til­laga nefnd­ar­innar snýr að stofnun vara­sjóðs sem ætl­unin er að nýta til að mæta óvæntum áföll­um. Þetta er und­ar­leg­asta til­laga nefnd­ar­inn­ar. Byggða­kvót­inn og félags­lega kerfið allt, öll 5,3 pró­sent­in,  eru til þess að mæta áföllum og mætti því líta á sem nokk­urs konar vara­sjóð. Hér er sem sé ætl­unin að stofna vara­sjóð innan vara­sjóðs.  Þetta ógagn­sæja ráðslag býður heim sjóða­sukki og til­heyr­andi mögu­leikum á fyr­ir­greiðslu til vina og vanda­manna.

Við­var­andi vanda­mál

Þá víkur mál­inu að annarri til­raun. Það voru gerðar tölu­verðar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi strand­veiða sum­arið 2018. Nýja til­hög­unin átti að vera til­raun og úttekt á henni átti að fylgja í ver­tíð­ar­lok. Úttekt í mýflugu­mynd dúkk­aði upp eftir dúk og disk. Þar kom m.a. fram að skortur á nýliðun og ólympískar veiðar eru enn vanda­mál.

Við höldum því fram fullum fetum eftir sam­töl og sam­ráð við smá­báta­sjó­menn um allt land að til­raunin hafi skilað lít­illi nýliðun í grein­inni. Aukin nýliðun var eitt aðal­mark­mið til­raun­ar­inn­ar. Smá­báta­út­gerðum hefur ekki fjölg­að. Það var einnig mark­mið til­raun­ar­inn­ar. Greinin er hvorki líf­væn­leg né sjálf­bær innan þessa kerf­is. Það var eitt mark­mið til­raun­ar­inn­ar. 

Þess má geta að á svæði B fækk­aði bátum á strand­veiðum úr 105 árið 2017 niður í 66 árið 2018. Algjört hrun vegna til­raunar sem fyr­ir­séð var að hyglaði ákveðnum land­svæð­um. Ólympískar veiðar eru enn í fullu gildi vegna heild­ar­kvóta yfir landið en bátar eru fastir á svæðum og stöðv­un­ar­heim­ildar Fiski­stofu. Þær hafa jú breyst, þær eru ekki í upp­hafi mán­aðar og innan svæða eins og var fyrir breyt­ing­arnar 2018. Nú er linnu­laus ólympísk keppni allt tíma­bilið við að ná til­settum 12 dögum í hverjum mán­uð­i.  Ólympískar veiðar án atrennu , á öllum svæð­um, hvernig sem viðr­ar, þangað heild­ar­pott­ur­inn er upp­ur­inn. Öryggi hefur því ekki auk­ist en það var einmitt aðal­mark­mið breyt­ing­anna.

Stóra til­raunin

Við krefj­umst þess að fag­legri úttekt sem var lofað verði fram­kvæmd.  Við vildum ekki að til­raunin yrði fest í sessi með var­an­legum laga­breyt­ingum án fag­legrar úttekt­ar. Fúsk og svikin lof­orð eru óvirð­ing gagn­vart þess­ari mik­il­vægu atvinnu­grein og öllum sem henni tengj­ast.

Við teljum að í stað til­rauna­starf­semi á litlu kerf­unum í sjáv­ar­út­vegi sé tími til kom­inn að ráð­herra geri til­raun í stóra kvóta­kerf­inu. Það hafa komið í ljós ýmsir van­kantar á því allt frá því hvernig stofnað var til þess árið 1983, til breyt­inga um frjálsa fram­salið 1991, til dags­ins í dag. Grunur leikur á inn­herja­svikum við breyt­ing­arnar þegar þær voru ákveðnar 1983.

Aðrir van­kantar eru sam­þjöpp­un, kvóti úr byggð­ar­lagi hverfur nán­ast yfir nótt. Vest­firð­ingar fóru mjög illa út úr þessu. Það er engin leið til nýlið­unar í grein­inn­i.  Það er tími til kom­inn að kvóta­kerf­inu verði breytt  til umbóta, jafn­ræð­is, jöfn­unar aðstöðumunar og eðli­legrar sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar. Þar má telja upp­boð á tíma­bundnum veiði­heim­ildum þar sem leigu­tekj­urnar renna að fullu til þjóð­ar­inn­ar.

Allur fiskur á mark­að. Frjálsar hand­færa­veiðar einmitt til að tryggja trausta atvinnu og byggð í land­inu eins og ber skylda til skv. 1.gr. laga um stjórn fisk­veiða. Allar upp­lýs­ingar frá vigtun og mark­aði skulu vera opin­ber­ar. Störf Hafró skulu vera gagnsæ og aðgengi­leg almenn­ingi. Vigt­un­ar­að­ilar eiga að vera á ábyrgð Fiski­stofu. Tryggja verður virkt eft­ir­lits­hlut­verk Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Stór­efla þarf Land­helg­is­gæsl­una til eft­ir­lits og þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn. Það skal gert refsi­vert að láta sjó­menn taka þátt í leigu eða kaupum á veiði­heim­ildum sem og fjár­fest­ingum útgerða. Allt þetta má finna í sjáv­ar­út­vegs­stefnu Pírata.

Stuðn­ingur frá SÞ

Nið­ur­staða mann­rétt­inda­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 24. októ­ber 2004 tekur undir ákallið eftir umbótum á íslenskri fisk­veiði­stjórn­un.  Í áliti mann­rétt­inda­nefnd­ar­innar gagn­rýnir hún harð­lega þá aðferð að úthluta nýt­ing­ar­rétt­inum til ákveð­inna hópa, þannig að sam­eign þjóð­ar­innar fór í skjóli fisk­veiði­stjórn­un­ar­laga að ganga kaupum og sölum eins og hver önnur fast­eign, og hafi þannig tor­veldað öðrum aðgang að fisk­veið­um. Þó álitið sé ekki bind­andi fyrir Ísland þá ber okkur að hlusta á helstu sér­fræð­inga heims og taka athuga­semdir þeirra alvar­lega. Það á að gæta jafn­ræðis við úthlutun veiði­heim­ilda og atvinnu­frels­is, m.a. í sam­ræmi við þetta álit mann­rétt­inda­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Klárt brot

Þannig geti þeir sem upp­runa­lega fengu úthlutað kvóta selt hann eða leigt á mark­aðs­verði hverju sinni hafi þeir ekki hug á að hag­nýta hann sjálfir, í stað þess að  skila kvót­anum aftur til rík­is­ins til end­ur­út­hlut­unar í gegnum upp­boð. Nefndin kemst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi var­an­lega kvóta­af­hend­ing til ákveð­inna ein­stak­linga sé ekki byggður á sann­gjörnum for­sendum og að um klárt brot sé að ræða. Nefndin kemst jafn­framt að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska rík­inu sé skylt að ábyrgj­ast raun­hæfar úrbætur og að íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið verði end­ur­skoð­að.

Þetta er til­raunin sem þarf að ráð­ast í. Hættum þessum smá­skrefatil­raunum í litlu kerf­un­um. Ráðumst á fíl­inn í her­berg­inu en hættum að ein­blína á mýsn­ar.

Álf­heiður Eymars­dóttir er odd­viti Píratar í  Suð­ur­kjör­dæmi og Gunnar Ingi­berg Guð­munds­son skipar 2.sæti á lista Pírata í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar