Tæplega 77 prósent þjóðarinnar styður að markaðsgjald sé greitt fyrir aflaheimildir

Kjósendur allra flokka eru fylgjandi því að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með þeim hætti að greitt verði markaðsgjald fyrir kvóta. Miðað við síðustu gerðu viðskipti er virði aflaheimilda um 1.200 milljarðar króna.

þorskur mynd:Ríkisendurskoðun
Auglýsing

Alls segj­ast 76,6 pró­sent þjóð­ar­innar vera hlynnt því að útgerðir lands­ins greiði mark­aðs­gjald fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni. Sú leið nýtur mik­ils meiri­hluta­stuðn­ings hjá öllum hópum sam­fé­lags­ins, óháð því hvaða stjórn­mála­flokka þeir kjósa, hverjar tekjur þeirra eru, ald­ur, menntun eða búseta. Ein­ungis 7,1 pró­sent lands­manna er and­vígur því að útgerð­irnar greiði mark­aðs­gjald fyrir kvóta.

Þetta kemur fram í net­könnun sem Gallup gerði fyrir hóp­inn þrýsti­hóp­inn Þjóð­ar­eign 21. júlí til 4. ágúst síð­ast­lið­inn. Úrtakið var 1.695 manns 18 ára og eldri all­staðar af land­inu og svar­endur voru 866.

Í núver­andi kerfi greiða þær útgerðir sem halda á kvóta veiði­gjald. Það var alls 4,9 millj­arðar króna á síð­asta ári. Frá hruni til loka árs 2019 nam sam­an­lagður hagn­aður útgerða lands­ins 439 millj­örðum króna, þegar búið var að draga veiði­gjöld og aðrar álögur frá. Á sama tíma­bili greiddu útgerð­irnar um 70 millj­arða króna alls í veiði­gjöld.

Þrjár blokkir halda á næstum helm­ingi kvóta

Það kerfi sem er við lýði hér­lendis byggir á því að afla­heim­ildum var úthlutað til útgerða án end­ur­gjalds með lögum sem tóku gildi árið 1983. Þetta kerfi er kallað kvóta­kerf­ið. Þeim var síðar heim­ilað að fram­selja þann kvóta til ann­arra útgerða gegn greiðslu. 

Auglýsing
Árið 1997 var svo gefin heim­ild til að veð­setja afla­heim­ildir fyrir lán­um, sem voru notuð til að kaupa upp kvóta eða eftir atvikum aðrar eign­ir. Þessi ákvörðun hefur gert marga þá sem héldu á kvóta mjög efn­aða. 

Fyrir vikið hækk­uðu afla­heim­ild­irnar hratt í verði. Miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með afla­heim­ildir þá er heild­ar­virði þeirra 1.195 millj­arðar króna. Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu fyrr á þessu ári að þrjár blokkir innan íslensks sjáv­ar­út­vegs: sú sem hverf­ist í kringum Sam­herja, sú sem hverf­ist í kringum Brim og sú sem hverf­ist í kringum útgerð Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, haldi sam­tals á 45,6 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Sam­an­lagt mark­aðsvirði hans er um 544,8 millj­arðar króna miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með afla­hlut­deildir hér­lend­is. 

Munur á stuðn­ingi eftir því hvaða flokka fólk kýs

Í könnun Gallup kemur fram að kjós­endur allra flokka sem eiga mögu­leika á að ná inn á Alþingi séu þeirrar skoð­unar að greiða eigi mark­aðs­gjald fyrir aðgang að þess­ari verð­mætu auð­lind.

Minnstur er stuðn­ing­ur­inn hjá kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins (53 pró­sent hlynnt en 17 pró­sent and­víg), Sjálf­stæð­is­flokks­ins (62 pró­sent hlynnt en 14 pró­sent and­víg) og Mið­flokks­ins (68 pró­sent hlynnt en 18 pró­sent and­víg).

Mestur er stuðn­ing­ur­inn hjá kjós­endum Pírata (97 pró­sent hlynnt), Við­reisnar (95 pró­sent hlynnt) og Sam­fylk­ingar (94 pró­sent hlynnt). Kjós­endur Vinstri grænna eru líka nær þessum flokkum í afstöðu en áður­nefndum þar sem 87 pró­sent þeirra eru hlynntir breyt­ing­unni.

Úr könnun Gallup.

Vert er að taka fram að kjós­endur Sós­í­alista­flokks Íslands, sem hefur mælst með umtals­vert fylgi í könn­unum und­an­far­ið, og Flokks fólks­ins eru ekki greindir sér­stak­lega í könn­un­inn­i. 

Söfn­uðu und­ir­skrift­ar­listum gegn kvóta­setn­ingu mak­ríls

Hóp­ur­inn sem lét gera könn­un­ina stóð að átak­inu „Þjóð­ar­eign“ árið 2015, sem fól meðal ann­ars í sér und­ir­skrifta­söfnun gegn afhend­ingu mak­ríl­kvóta í meira en eitt ár í senn fyrr en ákvæði um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni væri komið í stjórn­ar­skrá. Undir þá söfnun skrif­uðu 53.571 manns.

Frum­varpið var dregið til baka á sínum tíma en árið 2019 var mak­ríl­kvóta úthlutað í takti við veiði­reynslu án end­ur­gjalds. Á­kvæði um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni er ekki komið í stjórn­ar­skrá.

Í fyrra sendi hóp­ur­inn frá sér áskorun til for­seta Alþingis og allra þing­flokks­for­manna, þar sem hann fór fram á að fram færi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um tvær til­lögur um orða­lag auð­linda­á­kvæðis í stjórn­ar­skrá. Lagt var til að atkvæða­greiðslan fari fram ekki síðar en í lok júní 2020. Úr henni varð ekki. 

Að­stand­endur átaks­ins eru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent