Tæplega 77 prósent þjóðarinnar styður að markaðsgjald sé greitt fyrir aflaheimildir

Kjósendur allra flokka eru fylgjandi því að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með þeim hætti að greitt verði markaðsgjald fyrir kvóta. Miðað við síðustu gerðu viðskipti er virði aflaheimilda um 1.200 milljarðar króna.

þorskur mynd:Ríkisendurskoðun
Auglýsing

Alls segj­ast 76,6 pró­sent þjóð­ar­innar vera hlynnt því að útgerðir lands­ins greiði mark­aðs­gjald fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni. Sú leið nýtur mik­ils meiri­hluta­stuðn­ings hjá öllum hópum sam­fé­lags­ins, óháð því hvaða stjórn­mála­flokka þeir kjósa, hverjar tekjur þeirra eru, ald­ur, menntun eða búseta. Ein­ungis 7,1 pró­sent lands­manna er and­vígur því að útgerð­irnar greiði mark­aðs­gjald fyrir kvóta.

Þetta kemur fram í net­könnun sem Gallup gerði fyrir hóp­inn þrýsti­hóp­inn Þjóð­ar­eign 21. júlí til 4. ágúst síð­ast­lið­inn. Úrtakið var 1.695 manns 18 ára og eldri all­staðar af land­inu og svar­endur voru 866.

Í núver­andi kerfi greiða þær útgerðir sem halda á kvóta veiði­gjald. Það var alls 4,9 millj­arðar króna á síð­asta ári. Frá hruni til loka árs 2019 nam sam­an­lagður hagn­aður útgerða lands­ins 439 millj­örðum króna, þegar búið var að draga veiði­gjöld og aðrar álögur frá. Á sama tíma­bili greiddu útgerð­irnar um 70 millj­arða króna alls í veiði­gjöld.

Þrjár blokkir halda á næstum helm­ingi kvóta

Það kerfi sem er við lýði hér­lendis byggir á því að afla­heim­ildum var úthlutað til útgerða án end­ur­gjalds með lögum sem tóku gildi árið 1983. Þetta kerfi er kallað kvóta­kerf­ið. Þeim var síðar heim­ilað að fram­selja þann kvóta til ann­arra útgerða gegn greiðslu. 

Auglýsing
Árið 1997 var svo gefin heim­ild til að veð­setja afla­heim­ildir fyrir lán­um, sem voru notuð til að kaupa upp kvóta eða eftir atvikum aðrar eign­ir. Þessi ákvörðun hefur gert marga þá sem héldu á kvóta mjög efn­aða. 

Fyrir vikið hækk­uðu afla­heim­ild­irnar hratt í verði. Miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með afla­heim­ildir þá er heild­ar­virði þeirra 1.195 millj­arðar króna. Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu fyrr á þessu ári að þrjár blokkir innan íslensks sjáv­ar­út­vegs: sú sem hverf­ist í kringum Sam­herja, sú sem hverf­ist í kringum Brim og sú sem hverf­ist í kringum útgerð Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, haldi sam­tals á 45,6 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Sam­an­lagt mark­aðsvirði hans er um 544,8 millj­arðar króna miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með afla­hlut­deildir hér­lend­is. 

Munur á stuðn­ingi eftir því hvaða flokka fólk kýs

Í könnun Gallup kemur fram að kjós­endur allra flokka sem eiga mögu­leika á að ná inn á Alþingi séu þeirrar skoð­unar að greiða eigi mark­aðs­gjald fyrir aðgang að þess­ari verð­mætu auð­lind.

Minnstur er stuðn­ing­ur­inn hjá kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks­ins (53 pró­sent hlynnt en 17 pró­sent and­víg), Sjálf­stæð­is­flokks­ins (62 pró­sent hlynnt en 14 pró­sent and­víg) og Mið­flokks­ins (68 pró­sent hlynnt en 18 pró­sent and­víg).

Mestur er stuðn­ing­ur­inn hjá kjós­endum Pírata (97 pró­sent hlynnt), Við­reisnar (95 pró­sent hlynnt) og Sam­fylk­ingar (94 pró­sent hlynnt). Kjós­endur Vinstri grænna eru líka nær þessum flokkum í afstöðu en áður­nefndum þar sem 87 pró­sent þeirra eru hlynntir breyt­ing­unni.

Úr könnun Gallup.

Vert er að taka fram að kjós­endur Sós­í­alista­flokks Íslands, sem hefur mælst með umtals­vert fylgi í könn­unum und­an­far­ið, og Flokks fólks­ins eru ekki greindir sér­stak­lega í könn­un­inn­i. 

Söfn­uðu und­ir­skrift­ar­listum gegn kvóta­setn­ingu mak­ríls

Hóp­ur­inn sem lét gera könn­un­ina stóð að átak­inu „Þjóð­ar­eign“ árið 2015, sem fól meðal ann­ars í sér und­ir­skrifta­söfnun gegn afhend­ingu mak­ríl­kvóta í meira en eitt ár í senn fyrr en ákvæði um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni væri komið í stjórn­ar­skrá. Undir þá söfnun skrif­uðu 53.571 manns.

Frum­varpið var dregið til baka á sínum tíma en árið 2019 var mak­ríl­kvóta úthlutað í takti við veiði­reynslu án end­ur­gjalds. Á­kvæði um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni er ekki komið í stjórn­ar­skrá.

Í fyrra sendi hóp­ur­inn frá sér áskorun til for­seta Alþingis og allra þing­flokks­for­manna, þar sem hann fór fram á að fram færi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um tvær til­lögur um orða­lag auð­linda­á­kvæðis í stjórn­ar­skrá. Lagt var til að atkvæða­greiðslan fari fram ekki síðar en í lok júní 2020. Úr henni varð ekki. 

Að­stand­endur átaks­ins eru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent