Góðar horfur í útflutningi í ár

Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir ýmislegt benda til þess að útflutningur og einkaneysla muni aukast töluvert í ár, en að útflutningshorfurnar á næsta ári hafi versnað frá því í vor.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Lík­legt er að útflutn­ingur verði meiri í ár heldur en búist var við í vor, auk þess sem einka­neysla mun aukast hratt. Hins vegar gætu lak­ari horfur í ferða­þjón­ustu og áætlun um minni þorskafla skapað bakslag í útflutn­ingi á næsta ári. Þetta skrifar Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem kom út á föstu­dag­inn.

Í grein sinni fer Þór­ar­inn yfir stöðu og horfur í efna­hags­málum hér­lendis og dregur hann saman helstu nið­ur­stöður úr síð­asta hefti Pen­inga­mála, sem kom út í lok ágúst. Sam­kvæmt þeim hafa inn­lendar efna­hags­horfur batnað á síð­ustu mán­uð­um, en þar vegur þungt örari fjölgun ferða­manna í sumar en gert var ráð fyr­ir.

Hag­stæð skil­yrði í ár en verri horfur á næsta ári

Þór­ar­inn segir að ferða­menn hafi verið fleiri í sumar heldur en gert hafði verið ráð fyr­ir, en bætir þó við að talið sé að fjölgun smita og staða Íslands á rauðum lista hjá sótt­varn­ar­stofnun Evr­ópu dragi heldur úr fjölgun þeirra þegar líða tekur á haust­ið. Þó býst Seðla­bank­inn við að 680 þús­und ferða­menn komi til lands­ins í ár, sem er meira en í fyrra.

Auglýsing

Til við­bótar við aukna virkni í ferða­þjón­ust­unni nefnir Þór­ar­inn að útlit sé fyrir tölu­vert meiri útflutn­ing sjáv­ar­af­urða í ár, vegna hag­stæðrar loðnu­ver­tíð­ar. Einnig eru bættar horfur fyrir útflutn­ing kís­il­járns og eld­is­fisks, auk þess sem álverð hefur hækkað mikið og við­snún­ingur hefur orðið í verði á sjáv­ar­af­urð­um. Hins vegar býst bank­inn við minni útflutn­ingi á næsta ári en hann gerði í vor, meðal ann­ars vegna lak­ari horfa í ferða­þjón­ustu og áætlun um minni þorskafla.

Sam­kvæmt Þór­arni eru heim­ili og fyr­ir­tæki nú orðin fær­ari en áður í að halda efna­hags­starf­semi sinni gang­andi sam­hliða sótt­varn­ar­að­gerð­um. Sökum þess­arar auk­innar aðlög­un­ar­hæfni og minna íþyngj­andi aðgerðum er útlit fyrir kröft­ugan bata í einka­neyslu í ár. Horfur eru á að neyslan auk­ist um rúm fjögur pró­sent á árinu, en búist er svo við enn meiri vexti á næstu tveimur árum.

Slak­inn breyt­ist í spennu á næsta ári

Sam­hliða auk­inni einka­neyslu og útflutn­ingi segir Þór­ar­inn að mæl­ingar Seðla­bank­ans sýni skýrt minnk­andi slaka í þjóð­ar­bú­skapnum þessa stund­ina. Hann bendir einnig á sum­ar­könnun Gallup á meðal 400 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, en sam­kvæmt henni vilja tæp 40 pró­sent fyr­ir­tækja fjölga starfs­fólki á meðan aðeins 8 pró­sent þeirra vilja fækka því. Sömu­leiðis sýnir fyr­ir­tækja­könnun Hag­stof­unnar að lausum störfum og fyr­ir­tækjum sem búa við skort á starfs­fólki hafi fjölgað mik­ið, en sam­kvæmt honum er bat­inn mestur í ferða­þjón­ustu, verslun og bygg­inga­starf­semi.

Hins vegar segir Þór­ar­inn að slak­inn sé ekki horf­inn úr hag­kerf­inu, enn séu fram­leiðslu­þættir van­nýtt­ir. Þó telur hann að fram­leiðsluslak­inn sem nú er til staðar muni breyt­ast í spennu í lok næsta árs.

Hægt er að lesa grein Þór­ar­ins í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent