Ríkið mun setja rúma 46 milljarða í Borgarlínu á núvirði

Formaður Miðflokksins fékk svör frá fjármála- og efnahagsráðherra um núvirtan kostnað ríkisins við framkvæmdir vegna Borgarlínu til 2033. Á núvirði kostar verkefnið í heild tæpa 53 milljarða króna á núvirði.

Ekki hefur verið samið um neina aðkomu ríkisins að rekstri Borgarlínunnar, ennþá.
Ekki hefur verið samið um neina aðkomu ríkisins að rekstri Borgarlínunnar, ennþá.
Auglýsing

Núvirtur heild­ar­kostn­aður vegna fram­kvæmda við Borg­ar­línu fram til árs­ins 2033 nemur tæp­lega 53 millj­örðum króna. Þar af verður hlutur rík­is­ins rúmir 46 millj­arðar króna á verð­lagi dags­ins í dag, sam­kvæmt því sem fram kemur í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við skrif­legri fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar þing­manns Mið­flokks­ins um mál­ið.

Sig­mundur Davíð vildi fá að vita hver áætl­aður núvirtur kostn­aður af fram­kvæmdum við borg­ar­línu­verk­efnið væri og einnig hver mik­ill kostn­aður rík­is­ins við rekstur Borg­ar­línu og ann­arra almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu væri áætl­aður til fram­tíð­ar.

Svörin við hinu síð­ar­nefnda eru ansi rýr, en vísað er til upp­lýs­inga frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu um að ekki hafi verið samið um neina aðkomu rík­is­ins að rekstri Borg­ar­lín­unn­ar.

Auglýsing

Eins og Kjarn­inn sagði nýlega frá hafa bæði Strætó og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) komið því á fram­færi að ríkið þurfi að stíga sterkar inn í fjár­mögnun almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í umsögn SSH um drög að Græn­bók í sam­göngu­málum var látið að því liggja að sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið drægi lapp­irnar við að hefja sam­tal um þetta atrið­i.

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Sig­mundar Dav­íðs er þó minnst á að sam­hliða und­ir­ritun sam­göngusátt­mál­ans, sem var í sept­em­ber 2019, hefði verið und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing um fram­leng­ingu á fram­lagi rík­is­ins til efl­ingar almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en ríkið hefur frá árinu 2012 lagt til einn millj­arð á ári til almenn­ings­sam­gangna.

Í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni frá 2019 var gert ráð fyrir að þessi rík­is­fram­lög til rekstrar almenn­ings­sam­gangna yrðu að „minnsta kosti óbreytt“ til árs­ins 2034 – sem jafn­gildir um 12 millj­örðum króna að núvirði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent