Ekki vitað hvort 279 börn á skólaaldri séu skráð í grunnskóla á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að komið verði á miðlægu skráningarkerfi svo að unnt verði að fylgjast með því hvort og hvar börn á skólaskyldualdri eru skráð í grunnskóla.

klébergsskóli
Auglýsing

Alls eru 1.646 börn ekki skráð í grunn­skóla innan sveit­ar­fé­lags og af þeim eru 279 börn sem óvíst er hvort eða hvar eru í grunn­skóla. Þetta kemur fram í svari Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, um skóla­sókn barna sem svarað var í gær.

Þar segir að ráðu­neyti hennar hafi sent spurn­inga­lista á sveit­ar­fé­lög til að kanna fjölda barna á skóla­skyldu­aldri sem ekki sóttu grunn­sókna í sveit­ar­fé­lag­inu. Alls bár­ust svör frá 68 af 72 sveit­ar­fé­lög­um. 

Flest þeirra barna sem óljóst er að stundi nám eru í Reykja­vík, stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins, en þar eru þau 80 tals­ins. Alls eru 61 slíkt barn skráð í Hafn­ar­firði, 54 í Reykja­nesbæ og 47 í Kópa­vog­i. 

Sveit­ar­fé­lögin voru beðin um að til­greinda ástæður þess að  börn sem væru skráð í skóla. „Í þeim níu sveit­ar­fé­lögum sem til­kynna um fjölda barna með lög­heim­ili innan sveit­ar­fé­lags­ins þar sem óljóst er hvort þau stundi nám í grunn­skóla telja sjö sveit­ar­fé­lög ástæð­una vera þá að fjöl­skyldur hafi þegar flutt úr landi en ekki breytt skrán­ingu lög­heim­ilis og koma því fram sem íbúar sveit­ar­fé­lags­ins. Reykja­vík­ur­borg bendir á að eftir athug­anir væri óljóst hvar 179 börn, sem voru skráð til heim­ilis í Reykja­vík, sóttu skóla. Eftir nán­ari eft­ir­grennslan og rann­sókn er enn ekki vitað um hvort og þá hvar 80 börn eru skráð í skóla. Lang­flest barn­anna hafa aldrei verið skráð í skóla í Reykja­vík og er mjög stór hluti þeirra börn af erlendum upp­runa. Tvö sveit­ar­fé­lag­anna, Kópa­vogur og Fjarða­byggð, til­greina ekki ástæður þess að börn innan þeirra sveit­ar­fé­laga eru ekki skráð í skóla.“

Auglýsing
Í svari Lilju segir að erfitt geti verið að meta ástæður þess að börn sem skráð eru til heim­ilis hér á landi sæki ekki skóla, sér í lagi þegar sveit­ar­fé­lögum tekst ekki að hafa upp á for­eldrum og for­ráða­mönnum barna á skóla­skyldu­aldri. 

Mið­lægt skrán­inga­kerfi mik­il­vægt

Andrés spurði einnig um hver það væri sem beri ábyrgð á að öll börn á grunn­skóla­aldri stundi nám og að gripið sé til ráð­staf­ana ef í ljós komi að svo sé ekki.

Í svari ráð­herra segir að sveit­ar­fé­lögum sé skylt að tryggja að skóla­skyld börn njóti skóla­vistar og að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið fari með yfir­stjórn þeirra mál­efna sem lög um grunn­skóla taka til. Þáq kveði lög um grunn­skóla á um ábyrgð for­eldra á námi barna sinna og að þeim beri að fylgj­ast með náms­fram­vindu þeirra í sam­vinnu við þau og kenn­ara þeirra. For­eldrar skóla­skylds barns bera ábyrgð á að það inn­rit­ist í skóla þegar það kemst á skóla­skyldu­aldur og sæki skóla. „Af þessu er ljóst að það er á ábyrgð sveit­ar­fé­laga, skóla­stjóra grunn­skóla, for­eldra og for­ráða­manna að öll börn á skóla­skyldu­aldri sæki grunn­skóla og að gripið sé til við­eig­andi ráð­staf­ana ef í ljós kemur að svo er ekki.“

Í svari ráð­herra segir að sú könnun sem gerð var á skóla­sókn barna í tengslum við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga varpi ljósi á „mik­il­vægi þess að komið verði á mið­lægu skrán­ing­ar­kerfi svo að unnt sé að fylgj­ast með því hvort og hvar börn á skóla­skyldu­aldri eru skráð í grunn­skóla.“ Ráðu­neytið hefur skipað starfs­hóp um skrán­ing­ar­kerfi grunn­skóla­barna og í honum eiga sæti full­trúar Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, Þjóð­skrár Íslands, Hag­stofu Íslands, Mennta­mála­stofn­unar og Reykja­vík­ur­borg­ar, auk mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is. „Hlut­verk hóps­ins er að skil­greina þarfir og óskir sem slíkt kerfi þarf að upp­fylla og m.a. að skoða hversu umfangs­mikið skrán­ing­ar­kerfið þarf að vera með til­liti til hvaða upp­lýs­inga það þarf að ná utan um. Gert er ráð fyrir að nið­ur­stöður vinn­unnar liggi fyrir í sept­em­ber,“ segir í svari Lilju.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent