Telja nauðsynlegt að ríkið auki framlög til reksturs almenningssamgangna

Bæði Strætó og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri í umsögnum við drög að Grænbók um samgöngumál að ríkið þurfi að koma að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu af auknum krafti.

Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Auglýsing

Ríkið þarf að taka á sig veiga­meira hlut­verk við fjár­mögnun rekst­urs almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ef mark­mið stjórn­valda um breyttar ferða­venjur eiga að nást. Þetta kemur fram í umsögnum bæði Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) og Strætó bs. við drög að Græn­bók um sam­göngu­mál, sem hafa verið til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í sum­ar.

Græn­bókin er liður í stefnu­mótun rík­is­ins í sam­göngu­málum og í henni kort­leggur ráðu­neyti sam­göngu­mála stöðu mála eins og hún blasir við því í dag og leggur fyrir sam­ráðs­að­ila.

Í umsögn SSH segir að sam­tökin hafi rekið eftir því við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið að hefja vinnu við það að festa í sessi skuld­bind­ingar ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna rekstr­ar­þátta þeirra sam­göngu­inn­viða sem falla undir sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 2019; stofn­vega, stofn­stíga og almenn­ings­sam­gangna.

Í umsögn­inni, sem Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH und­ir­rit­ar, segir að mik­il­vægt sé að ljúka þess­ari umræðu um sam­komu­lag á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um rekstur almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem hafi átt að vera lokið fyrir lok árs 2020.

„Ef mark­mið rík­is­ins um breyttar ferða­venjur eiga að ná fram að ganga þá verður ríkið að koma að rekstri almenn­ings­sam­gangna og rekstri hjóla- og göngu­stíga,“ segir í umsögn­inni frá SSH, en ljóst er að með til­komu Borg­ar­línu og nýs leiða­nets Strætó mun grunn­kostn­að­ur­inn við rekstur stræt­is­vagna­kerfis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu aukast.

Talan tveir millj­arðar á ári í auk­inn rekstr­ar­kostnað hefur verið nefnd í því sam­hengi.

Til að setja þá tölu í sam­hengi við rekstr­ar­kostnað almenn­ings­sam­gangna í dag var fyrr á þessu ári áætlað að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eiga Strætó settu 4,33 millj­arða króna inn í rekst­ur­inn á þessu ári og til við­bótar er gert ráð fyrir 900 millj­óna króna fram­lagi úr rík­is­sjóði.

Á móti var áætlað að far­þega­tekjur næmu 1,67 millj­örðum og auk þess var áætlað að Strætó fengi rösk­lega 1,6 millj­arða króna í tekjur fyrir að sinna akst­urs­þjón­ustu fatl­aðra.

Auglýsing

Sam­göngu­sér­fræð­ingar hjá Strætó, sem rita umsögn fyrir hönd fyr­ir­tæk­is­ins í sam­ráðs­gátt­ina, segja nauð­syn­legt að ríkið „stór­auki“ fram­lag sitt til rekst­urs almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, svo hægt verði að tryggja að mark­mið um bættar almenn­ings­sam­göngur og breyttar og umhverf­is­vænar ferða­venjur náist.

Of mikil áhersla á almenn­ings­sam­göngur lands­byggðar

Í umsögn þeirra segir einnig að mik­il­vægt sé að ríkið styðji vel við almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem þéttasta byggðin með stærstu byggða­kjarn­anna sé og þar með mesta þörfin fyrir almenn­ings­sam­göngur til dags dag­legrar notk­un­ar.

Þar segir einnig að bæði Græn­bók, og reyndar sam­göngu­á­ætlun líka, leggi að mati Strætó „of mikla áherslu á lands­byggð­ina“ er komi að almenn­ings­sam­göng­um.

„Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru mestu mögu­leik­arnir til að sporna gegn loft­lags­vánni og auka þjóð­fé­lags­lega hag­kvæmni sam­gangna með auk­inni þjón­ustu almenn­ings­sam­gangna, þar sem lang­mestur fjöldi íbúa lands­ins býr í byggða­kjörnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða um 65%. Ef horft er til byggða­kjarna sem eru innan vinnu­sókn­ar­svæðis höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins búa tæp­lega 80% lands­manna á því svæði. Það gefur auga leið að áherslan ætti að vera mest á þetta svæði til að sporna gegn loft­lags­vánni og auka þjóð­hags­lega hag­kvæmni hvað varðar almenn­ings­sam­göng­ur. Það að fleiri ferð­ist sam­an, á vist­vænum orku­gjöfum dregur úr mengun og eykur umferð­ar­ör­yggi og skil­virkni vega­kerf­is­ins,“ segir í umsögn Strætó.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent