Telja nauðsynlegt að ríkið auki framlög til reksturs almenningssamgangna

Bæði Strætó og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri í umsögnum við drög að Grænbók um samgöngumál að ríkið þurfi að koma að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu af auknum krafti.

Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Auglýsing

Ríkið þarf að taka á sig veiga­meira hlut­verk við fjár­mögnun rekst­urs almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ef mark­mið stjórn­valda um breyttar ferða­venjur eiga að nást. Þetta kemur fram í umsögnum bæði Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) og Strætó bs. við drög að Græn­bók um sam­göngu­mál, sem hafa verið til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í sum­ar.

Græn­bókin er liður í stefnu­mótun rík­is­ins í sam­göngu­málum og í henni kort­leggur ráðu­neyti sam­göngu­mála stöðu mála eins og hún blasir við því í dag og leggur fyrir sam­ráðs­að­ila.

Í umsögn SSH segir að sam­tökin hafi rekið eftir því við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið að hefja vinnu við það að festa í sessi skuld­bind­ingar ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna rekstr­ar­þátta þeirra sam­göngu­inn­viða sem falla undir sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 2019; stofn­vega, stofn­stíga og almenn­ings­sam­gangna.

Í umsögn­inni, sem Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH und­ir­rit­ar, segir að mik­il­vægt sé að ljúka þess­ari umræðu um sam­komu­lag á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um rekstur almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem hafi átt að vera lokið fyrir lok árs 2020.

„Ef mark­mið rík­is­ins um breyttar ferða­venjur eiga að ná fram að ganga þá verður ríkið að koma að rekstri almenn­ings­sam­gangna og rekstri hjóla- og göngu­stíga,“ segir í umsögn­inni frá SSH, en ljóst er að með til­komu Borg­ar­línu og nýs leiða­nets Strætó mun grunn­kostn­að­ur­inn við rekstur stræt­is­vagna­kerfis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu aukast.

Talan tveir millj­arðar á ári í auk­inn rekstr­ar­kostnað hefur verið nefnd í því sam­hengi.

Til að setja þá tölu í sam­hengi við rekstr­ar­kostnað almenn­ings­sam­gangna í dag var fyrr á þessu ári áætlað að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eiga Strætó settu 4,33 millj­arða króna inn í rekst­ur­inn á þessu ári og til við­bótar er gert ráð fyrir 900 millj­óna króna fram­lagi úr rík­is­sjóði.

Á móti var áætlað að far­þega­tekjur næmu 1,67 millj­örðum og auk þess var áætlað að Strætó fengi rösk­lega 1,6 millj­arða króna í tekjur fyrir að sinna akst­urs­þjón­ustu fatl­aðra.

Auglýsing

Sam­göngu­sér­fræð­ingar hjá Strætó, sem rita umsögn fyrir hönd fyr­ir­tæk­is­ins í sam­ráðs­gátt­ina, segja nauð­syn­legt að ríkið „stór­auki“ fram­lag sitt til rekst­urs almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, svo hægt verði að tryggja að mark­mið um bættar almenn­ings­sam­göngur og breyttar og umhverf­is­vænar ferða­venjur náist.

Of mikil áhersla á almenn­ings­sam­göngur lands­byggðar

Í umsögn þeirra segir einnig að mik­il­vægt sé að ríkið styðji vel við almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem þéttasta byggðin með stærstu byggða­kjarn­anna sé og þar með mesta þörfin fyrir almenn­ings­sam­göngur til dags dag­legrar notk­un­ar.

Þar segir einnig að bæði Græn­bók, og reyndar sam­göngu­á­ætlun líka, leggi að mati Strætó „of mikla áherslu á lands­byggð­ina“ er komi að almenn­ings­sam­göng­um.

„Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru mestu mögu­leik­arnir til að sporna gegn loft­lags­vánni og auka þjóð­fé­lags­lega hag­kvæmni sam­gangna með auk­inni þjón­ustu almenn­ings­sam­gangna, þar sem lang­mestur fjöldi íbúa lands­ins býr í byggða­kjörnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða um 65%. Ef horft er til byggða­kjarna sem eru innan vinnu­sókn­ar­svæðis höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins búa tæp­lega 80% lands­manna á því svæði. Það gefur auga leið að áherslan ætti að vera mest á þetta svæði til að sporna gegn loft­lags­vánni og auka þjóð­hags­lega hag­kvæmni hvað varðar almenn­ings­sam­göng­ur. Það að fleiri ferð­ist sam­an, á vist­vænum orku­gjöfum dregur úr mengun og eykur umferð­ar­ör­yggi og skil­virkni vega­kerf­is­ins,“ segir í umsögn Strætó.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent