Telja nauðsynlegt að ríkið auki framlög til reksturs almenningssamgangna

Bæði Strætó og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri í umsögnum við drög að Grænbók um samgöngumál að ríkið þurfi að koma að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu af auknum krafti.

Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Auglýsing

Ríkið þarf að taka á sig veiga­meira hlut­verk við fjár­mögnun rekst­urs almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ef mark­mið stjórn­valda um breyttar ferða­venjur eiga að nást. Þetta kemur fram í umsögnum bæði Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) og Strætó bs. við drög að Græn­bók um sam­göngu­mál, sem hafa verið til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í sum­ar.

Græn­bókin er liður í stefnu­mótun rík­is­ins í sam­göngu­málum og í henni kort­leggur ráðu­neyti sam­göngu­mála stöðu mála eins og hún blasir við því í dag og leggur fyrir sam­ráðs­að­ila.

Í umsögn SSH segir að sam­tökin hafi rekið eftir því við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið að hefja vinnu við það að festa í sessi skuld­bind­ingar ríkis og sveit­ar­fé­laga vegna rekstr­ar­þátta þeirra sam­göngu­inn­viða sem falla undir sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 2019; stofn­vega, stofn­stíga og almenn­ings­sam­gangna.

Í umsögn­inni, sem Páll Björg­vin Guð­munds­son fram­kvæmda­stjóri SSH und­ir­rit­ar, segir að mik­il­vægt sé að ljúka þess­ari umræðu um sam­komu­lag á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um rekstur almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem hafi átt að vera lokið fyrir lok árs 2020.

„Ef mark­mið rík­is­ins um breyttar ferða­venjur eiga að ná fram að ganga þá verður ríkið að koma að rekstri almenn­ings­sam­gangna og rekstri hjóla- og göngu­stíga,“ segir í umsögn­inni frá SSH, en ljóst er að með til­komu Borg­ar­línu og nýs leiða­nets Strætó mun grunn­kostn­að­ur­inn við rekstur stræt­is­vagna­kerfis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu aukast.

Talan tveir millj­arðar á ári í auk­inn rekstr­ar­kostnað hefur verið nefnd í því sam­hengi.

Til að setja þá tölu í sam­hengi við rekstr­ar­kostnað almenn­ings­sam­gangna í dag var fyrr á þessu ári áætlað að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem eiga Strætó settu 4,33 millj­arða króna inn í rekst­ur­inn á þessu ári og til við­bótar er gert ráð fyrir 900 millj­óna króna fram­lagi úr rík­is­sjóði.

Á móti var áætlað að far­þega­tekjur næmu 1,67 millj­örðum og auk þess var áætlað að Strætó fengi rösk­lega 1,6 millj­arða króna í tekjur fyrir að sinna akst­urs­þjón­ustu fatl­aðra.

Auglýsing

Sam­göngu­sér­fræð­ingar hjá Strætó, sem rita umsögn fyrir hönd fyr­ir­tæk­is­ins í sam­ráðs­gátt­ina, segja nauð­syn­legt að ríkið „stór­auki“ fram­lag sitt til rekst­urs almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, svo hægt verði að tryggja að mark­mið um bættar almenn­ings­sam­göngur og breyttar og umhverf­is­vænar ferða­venjur náist.

Of mikil áhersla á almenn­ings­sam­göngur lands­byggðar

Í umsögn þeirra segir einnig að mik­il­vægt sé að ríkið styðji vel við almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem þéttasta byggðin með stærstu byggða­kjarn­anna sé og þar með mesta þörfin fyrir almenn­ings­sam­göngur til dags dag­legrar notk­un­ar.

Þar segir einnig að bæði Græn­bók, og reyndar sam­göngu­á­ætlun líka, leggi að mati Strætó „of mikla áherslu á lands­byggð­ina“ er komi að almenn­ings­sam­göng­um.

„Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru mestu mögu­leik­arnir til að sporna gegn loft­lags­vánni og auka þjóð­fé­lags­lega hag­kvæmni sam­gangna með auk­inni þjón­ustu almenn­ings­sam­gangna, þar sem lang­mestur fjöldi íbúa lands­ins býr í byggða­kjörnum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða um 65%. Ef horft er til byggða­kjarna sem eru innan vinnu­sókn­ar­svæðis höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins búa tæp­lega 80% lands­manna á því svæði. Það gefur auga leið að áherslan ætti að vera mest á þetta svæði til að sporna gegn loft­lags­vánni og auka þjóð­hags­lega hag­kvæmni hvað varðar almenn­ings­sam­göng­ur. Það að fleiri ferð­ist sam­an, á vist­vænum orku­gjöfum dregur úr mengun og eykur umferð­ar­ör­yggi og skil­virkni vega­kerf­is­ins,“ segir í umsögn Strætó.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent