Útgjöld hins opinbera hafa hækkað um tæp 53 prósent frá árinu 2014

Þau gjöld sem hið opinbera lagði á hvern íbúa hafa farið úr því að vera tæplega þrjár milljónir króna árið 2014 í að vera yfir fjórar milljónir króna í fyrra.

Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 að undanskildum nokkrum mánuðum á árinu 2017 þegar hann var forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 að undanskildum nokkrum mánuðum á árinu 2017 þegar hann var forsætisráðherra.
Auglýsing

Heild­ar­út­gjöld hins opin­bera, bæði rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga, voru 1.461 millj­arðar króna í fyrra. Þau hækk­uðu um 138 millj­arða króna á síð­asta ári og má rekja þá hækkun að stórum hluta til kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, sem hefur útheimt stór­aukin kostnað við greiðslu atvinnu­leys­is­bóta og vegna ann­arra efna­hags­að­gerða sem stjórn­völd hafa gripið til vegna hans. Útgjöld hins opin­bera hafa þó lengi verið að vaxa ár frá ári, óháð því hvort stór­kost­leg efna­hags­á­föll séu að skella á þjóð­ar­bú­skapn­um. Frá árinu 2014 hafa útgjöldin til að mynda hækkað um 52,5 pró­sent, farið úr 958 millj­örðum króna í 1.461 millj­arð króna. 

Þegar þessum tölum er deilt niður á íbúa kemur í ljós að þau voru tæp­lega þrjár millj­ónir á hvern þeirra ári 2014 en voru yfir fjórar millj­ónir króna í fyrra, og juk­ust þar af leið­andi um 36,4 pró­sent. 

Þetta kemur fram á vefnum opin­berum­svif.is sem opn­aður var í síð­ustu viku. Þar er hægt að finna lyk­il­tölur um rekstur hins opin­bera. Gögn síð­unnar eru sótt til Hag­stofu Íslands, Skatts­ins og Fjár­sýsl­unn­ar, sem hefur yfir­um­sjón með bók­haldi og upp­gjöri rík­is­sjóðs.

Auglýsing
Á tíma­bil­inu sem um ræðir hér að ofan hafa setið þrjár rík­is­stjórn­ir. Fyrst sat rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks frá 2013 til 2016. Svo sat rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíð í nokkra mán­uði á árinu 2017. Loks er um að ræða sitj­andi rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem setið hefur að völdum frá því í lok árs 2017. 

Útgjöld rík­is­sjóðs auk­ist um 373 millj­arða

Útgjalda­aukn­ingin hef­ur, í krónum talið, verið mest hjá rík­is­sjóði. Heild­ar­út­gjöld hans voru 718 millj­arðar króna árið 2014 en í fyrra voru þau orðin 1.091 millj­arðar króna og höfðu þar með auk­ist um 373 millj­arða króna, eða 52 pró­sent. Gjöld rík­is­sjóðs á hvern íbúa fóru úr um 2,2 millj­ónum króna árið 2014 í um þrjár millj­ónir króna á hvern íbúa á ári í fyrra.

Ef töl­urnar frá 2014 eru mið­aðar við stöðu mála á árinu 2019, áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, þá er staðan samt sem áður sú að gjöldin höfðu auk­ist um 249 millj­arða króna á ári. 

Gjöld inn­heimt af rík­is­sjóði á hvern íbúa voru komin upp í 2,7 millj­ónir króna á ári 2019, og höfðu þar með hækkað um 23 pró­sent frá lokum árs 2014. 

Gjöld sveit­ar­fé­laga lands­ins hafa hækkað úr 274 millj­örðum króna árið 2014 í 422 millj­arða króna í fyrra, eða um 148 millj­arða króna, sem gera 54 pró­sent hækk­un. Gjöld á hvern íbúa þeirra hafa farið úr 841 þús­und krónum á ári í 1.160 þús­und krónur á ári á tíma­bil­in­u. 

Ef miðað er við árið 2019, áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, á juk­ust gjöld sem sveit­ar­fé­lög lands­ins inn­heimtu af íbúum sínum úr um 129 millj­arða króna, eða um 47 pró­sent. Hjá sveit­ar­fé­lög­unum fór stærstur hluti útgjalda í fyrra í mennta­mál, eða 34 pró­sent, og 15 pró­sent fer í mennta- íþrótta og trú­mál. Þá fara um tíu pró­sent í vega­sam­göng­um. Hjá rík­inu fór hins vegar um 26 pró­sent  heil­brigð­is­mál á árinu 2019 en það hlut­fall var 22 pró­sent árið 2014. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent