Útgjöld hins opinbera hafa hækkað um tæp 53 prósent frá árinu 2014

Þau gjöld sem hið opinbera lagði á hvern íbúa hafa farið úr því að vera tæplega þrjár milljónir króna árið 2014 í að vera yfir fjórar milljónir króna í fyrra.

Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 að undanskildum nokkrum mánuðum á árinu 2017 þegar hann var forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 að undanskildum nokkrum mánuðum á árinu 2017 þegar hann var forsætisráðherra.
Auglýsing

Heild­ar­út­gjöld hins opin­bera, bæði rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga, voru 1.461 millj­arðar króna í fyrra. Þau hækk­uðu um 138 millj­arða króna á síð­asta ári og má rekja þá hækkun að stórum hluta til kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, sem hefur útheimt stór­aukin kostnað við greiðslu atvinnu­leys­is­bóta og vegna ann­arra efna­hags­að­gerða sem stjórn­völd hafa gripið til vegna hans. Útgjöld hins opin­bera hafa þó lengi verið að vaxa ár frá ári, óháð því hvort stór­kost­leg efna­hags­á­föll séu að skella á þjóð­ar­bú­skapn­um. Frá árinu 2014 hafa útgjöldin til að mynda hækkað um 52,5 pró­sent, farið úr 958 millj­örðum króna í 1.461 millj­arð króna. 

Þegar þessum tölum er deilt niður á íbúa kemur í ljós að þau voru tæp­lega þrjár millj­ónir á hvern þeirra ári 2014 en voru yfir fjórar millj­ónir króna í fyrra, og juk­ust þar af leið­andi um 36,4 pró­sent. 

Þetta kemur fram á vefnum opin­berum­svif.is sem opn­aður var í síð­ustu viku. Þar er hægt að finna lyk­il­tölur um rekstur hins opin­bera. Gögn síð­unnar eru sótt til Hag­stofu Íslands, Skatts­ins og Fjár­sýsl­unn­ar, sem hefur yfir­um­sjón með bók­haldi og upp­gjöri rík­is­sjóðs.

Auglýsing
Á tíma­bil­inu sem um ræðir hér að ofan hafa setið þrjár rík­is­stjórn­ir. Fyrst sat rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks frá 2013 til 2016. Svo sat rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíð í nokkra mán­uði á árinu 2017. Loks er um að ræða sitj­andi rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem setið hefur að völdum frá því í lok árs 2017. 

Útgjöld rík­is­sjóðs auk­ist um 373 millj­arða

Útgjalda­aukn­ingin hef­ur, í krónum talið, verið mest hjá rík­is­sjóði. Heild­ar­út­gjöld hans voru 718 millj­arðar króna árið 2014 en í fyrra voru þau orðin 1.091 millj­arðar króna og höfðu þar með auk­ist um 373 millj­arða króna, eða 52 pró­sent. Gjöld rík­is­sjóðs á hvern íbúa fóru úr um 2,2 millj­ónum króna árið 2014 í um þrjár millj­ónir króna á hvern íbúa á ári í fyrra.

Ef töl­urnar frá 2014 eru mið­aðar við stöðu mála á árinu 2019, áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, þá er staðan samt sem áður sú að gjöldin höfðu auk­ist um 249 millj­arða króna á ári. 

Gjöld inn­heimt af rík­is­sjóði á hvern íbúa voru komin upp í 2,7 millj­ónir króna á ári 2019, og höfðu þar með hækkað um 23 pró­sent frá lokum árs 2014. 

Gjöld sveit­ar­fé­laga lands­ins hafa hækkað úr 274 millj­örðum króna árið 2014 í 422 millj­arða króna í fyrra, eða um 148 millj­arða króna, sem gera 54 pró­sent hækk­un. Gjöld á hvern íbúa þeirra hafa farið úr 841 þús­und krónum á ári í 1.160 þús­und krónur á ári á tíma­bil­in­u. 

Ef miðað er við árið 2019, áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, á juk­ust gjöld sem sveit­ar­fé­lög lands­ins inn­heimtu af íbúum sínum úr um 129 millj­arða króna, eða um 47 pró­sent. Hjá sveit­ar­fé­lög­unum fór stærstur hluti útgjalda í fyrra í mennta­mál, eða 34 pró­sent, og 15 pró­sent fer í mennta- íþrótta og trú­mál. Þá fara um tíu pró­sent í vega­sam­göng­um. Hjá rík­inu fór hins vegar um 26 pró­sent  heil­brigð­is­mál á árinu 2019 en það hlut­fall var 22 pró­sent árið 2014. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent