Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður hefur verið kynntur sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður hefur verið kynntur sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Auglýsing

Jakob Frí­mann Magn­ús­son tón­list­ar­maður verður efstur á lista Flokks fólks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Frá þessu var fyrst sagt á vef Aust­ur­fréttar á mánu­dag og vís­aði mið­ill­inn til heim­ilda sinna, en á þriðju­dags­morgun barst stað­fest­ing frá flokkn­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann í gær hvorki ját­aði Jakob Frí­mann því né neit­aði að það stæði til að hann leiddi lista flokks­ins í kjör­dæm­inu og sagð­ist ekki til­bú­inn að segja neitt um mál­ið, það væri ekki tíma­bært.

Sagð­ist hann telja „ansi bratt“ að birta frétt um málið án þess að rætt hefði verið við hann fyrst, en stað­festi síðan seint í gær­kvöldi við Kjarn­ann að hann ætl­aði fram fyrir hönd flokks­ins.

„Ég hef hrif­ist af stefnu­málum Flokks fólks­ins þar sem áhersla er lögð á að útrýma fátækt og órétt­læti á Íslandi. Það er sjálf­sögð krafa að allir fái lifað mann­sæm­andi lífi í einu af auð­ug­ustu sam­fé­lögum heims. Hér á eng­inn að búa við bág kjör að afloknu ævi­starfi, hlúa þarf betur að þeim sem hafa lent í áföllum eða búa við skerta orku og allir eiga að njóta jafnra tæki­færa til mennt­unar og tóm­stunda­starfs. Alvöru vel­ferð­ar­sam­fé­lag bygg­ist á heil­brigðu sam­hengi milli verð­mæta­sköp­unar og mann­úð­ar,“ er haft eftir Jak­obi Frí­manni í til­kynn­ingu frá Flokki fólks­ins.

Fyrr­ver­andi vara­þing­maður og leiddi lista Íslands­hreyf­ing­unnar árið 2007

Jakob Frí­mann, sem er lands­kunnur tón­list­ar­maður og fyrr­ver­andi mið­borg­ar­stjóri í Reykja­vík­ur­borg, er ekki ókunn­ugur þátt­töku í stjórn­mála­starfi. Hann var eitt sinn virkur innan Alþýðu­flokks­ins og tók þátt í próf­kjörum hjá Sam­fylk­ing­unni árið 2003 og 2007 og sett­ist á þing sem vara­for­maður fyrir flokk­inn undir lok árs 2004.

Auglýsing

Í alþing­is­kosn­ing­unum árið 2007 bauð hann sig fram fyrir Íslands­hreyf­ing­una og var odd­viti á lista hennar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en flokk­ur­inn fékk engan þing­mann kjör­inn. Íslands­hreyf­ing­in, sem Ómar Ragn­ars­son leiddi, rann síðan inn í Sam­fylk­ing­una árið 2009.

Á und­an­förnum árum hefur Jakob Frí­mann unnið að upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu í Össurár­dal í grennd við Höfn í Horna­firði, en fram hefur komið í fréttum að þar standi til að fjár­festa í lúx­us­hót­eli og annarri ferða­þjón­ustu­tengdri starf­semi fyrir millj­arða króna.

Athuga­semd rit­stjórnar: Fréttin var upp­færð eftir að stað­fest­ing barst á því að Jakob Frí­mann ætl­aði fram.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent