Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður hefur verið kynntur sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður hefur verið kynntur sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Auglýsing

Jakob Frí­mann Magn­ús­son tón­list­ar­maður verður efstur á lista Flokks fólks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Frá þessu var fyrst sagt á vef Aust­ur­fréttar á mánu­dag og vís­aði mið­ill­inn til heim­ilda sinna, en á þriðju­dags­morgun barst stað­fest­ing frá flokkn­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann í gær hvorki ját­aði Jakob Frí­mann því né neit­aði að það stæði til að hann leiddi lista flokks­ins í kjör­dæm­inu og sagð­ist ekki til­bú­inn að segja neitt um mál­ið, það væri ekki tíma­bært.

Sagð­ist hann telja „ansi bratt“ að birta frétt um málið án þess að rætt hefði verið við hann fyrst, en stað­festi síðan seint í gær­kvöldi við Kjarn­ann að hann ætl­aði fram fyrir hönd flokks­ins.

„Ég hef hrif­ist af stefnu­málum Flokks fólks­ins þar sem áhersla er lögð á að útrýma fátækt og órétt­læti á Íslandi. Það er sjálf­sögð krafa að allir fái lifað mann­sæm­andi lífi í einu af auð­ug­ustu sam­fé­lögum heims. Hér á eng­inn að búa við bág kjör að afloknu ævi­starfi, hlúa þarf betur að þeim sem hafa lent í áföllum eða búa við skerta orku og allir eiga að njóta jafnra tæki­færa til mennt­unar og tóm­stunda­starfs. Alvöru vel­ferð­ar­sam­fé­lag bygg­ist á heil­brigðu sam­hengi milli verð­mæta­sköp­unar og mann­úð­ar,“ er haft eftir Jak­obi Frí­manni í til­kynn­ingu frá Flokki fólks­ins.

Fyrr­ver­andi vara­þing­maður og leiddi lista Íslands­hreyf­ing­unnar árið 2007

Jakob Frí­mann, sem er lands­kunnur tón­list­ar­maður og fyrr­ver­andi mið­borg­ar­stjóri í Reykja­vík­ur­borg, er ekki ókunn­ugur þátt­töku í stjórn­mála­starfi. Hann var eitt sinn virkur innan Alþýðu­flokks­ins og tók þátt í próf­kjörum hjá Sam­fylk­ing­unni árið 2003 og 2007 og sett­ist á þing sem vara­for­maður fyrir flokk­inn undir lok árs 2004.

Auglýsing

Í alþing­is­kosn­ing­unum árið 2007 bauð hann sig fram fyrir Íslands­hreyf­ing­una og var odd­viti á lista hennar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, en flokk­ur­inn fékk engan þing­mann kjör­inn. Íslands­hreyf­ing­in, sem Ómar Ragn­ars­son leiddi, rann síðan inn í Sam­fylk­ing­una árið 2009.

Á und­an­förnum árum hefur Jakob Frí­mann unnið að upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu í Össurár­dal í grennd við Höfn í Horna­firði, en fram hefur komið í fréttum að þar standi til að fjár­festa í lúx­us­hót­eli og annarri ferða­þjón­ustu­tengdri starf­semi fyrir millj­arða króna.

Athuga­semd rit­stjórnar: Fréttin var upp­færð eftir að stað­fest­ing barst á því að Jakob Frí­mann ætl­aði fram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent