Færri opinberir starfsmenn á hverja þúsund íbúa í fyrra en á árinu 2013

Opinberir starfsmenn eru 27 prósent af vinnumarkaðnum og launakostnaður ríkissjóðs og sveitarfélaga í fyrra var 473 milljarðar króna. Sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur launakostnaður verið nokkuð stöðugur síðustu ár.

Á meðal þeirra stétta sem teljast til opinberra starfsmanna er þorri heilbrigðisstarfsfólks.
Á meðal þeirra stétta sem teljast til opinberra starfsmanna er þorri heilbrigðisstarfsfólks.
Auglýsing

Árið 2013 voru 113,5 opin­berir starfs­menn á hverja þús­und íbúa í land­inu. Næstu árin lækk­aði fjöld­inn lít­il­lega og fór lægst í 111,7 árið 2018. Í fyrra gerð­ist það hins vegar að í fyrsta sinn í mörg ár að fjöldi opin­berra starfs­manna á hverja þús­und íbúa fór 110, en þá voru þeir 109,5 tals­ins. 

Þetta kemur fram á vefnum opin­berum­svif.is sem opn­aður var í síð­ustu viku. Þar er hægt að finna lyk­il­tölur um rekstur hins opin­bera. Gögn síð­unnar eru sótt til Hag­stofu Íslands, Skatts­ins og Fjár­sýsl­unn­ar, sem hefur yfir­um­sjón með bók­haldi og upp­gjöri rík­is­sjóðs.

Á síð­asta ári jókst atvinnu­leysi á Íslandi gríð­ar­lega og náði met­hæð­um. Í jan­úar síð­ast­liðnum var heild­ar­at­vinnu­leysi hér­lendis 12,8 pró­sent sem þýddi að alls 26.403 ein­stak­lingar voru án vinnu að öllu leyti eða hluta. Þetta atvinnu­leysi kom fyrst og síð­ast fram á almenna mark­aðn­um, og sér­stak­lega í ferða­þjón­ustu. Opin­berir starfs­menn fundu lítið fyrir þreng­ing­unum á atvinnu­mark­aðn­um, enda stærstur hluti þeirra starf­andi við ýmis konar þjón­ustu­starf­semi sem hefur ekki verið skorin nið­ur. Það var því við­búið að hlut­fall opin­berra starfs­manna af vinn­andi fólki myndi aukast. Og það gerð­is­t. 

Um 40 þús­und starfs­menn

Í fyrra voru opin­berir starfs­menn 27 pró­sent af vinnu­mark­aðn­um, sem var 1,1 pró­sentu­stigi meira en það var árið áður. Það er þó lægra hlut­fall en var á árunum 2014 (28 pró­sent) og 2015 (27,2 pró­sent), þegar atvinnu­leysi var miklu minna en það mæld­ist á árinu 2020. 

Launa­kostn­aður hins opin­bera var 473 millj­arðar króna á síð­asta ári. Þar er um að ræða starfs­fólk bæði rík­is­ins, sem eru um 18 þús­und tals­ins, og það sem starfar hjá sveit­ar­fé­lög­um, sem eru um 22 þús­und tals­ins. 

Auglýsing
Í töl­unum sem birtar eru á vefnum opin­berum­svif.is kemur fram að laun þessa hóps af heild­ar­út­gjöldum hins opin­bera er nokkuð stöð­ugur síð­ustu ár, í kringum 32 pró­sent. Í fyrra var það hlut­fall 32,4 pró­sent.

Á tíma­bil­inu sem um ræðir hér að ofan hafa setið þrjár rík­is­stjórn­ir. Fyrst sat rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks frá 2013 til 2016. Svo sat rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíð í nokkra mán­uði á árinu 2017. Loks er um að ræða sitj­andi rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem setið hefur að völdum frá því í lok árs 2017. 

Laun opin­berra starfs­manna enn mun lægri

Það vekur athygli að hlut­fall launa­kostn­aðar af heild­ar­út­gjöldum hafi hald­ist stöðugt á síð­ustu árum, í ljósi þess að haustið 2016 var gert sam­komu­lag um að sam­ræma opin­bera og almenna líf­eyr­is­kerfið með þeim hætti að opin­berir starfs­menn myndu ekki njóta lengur betri líf­eyr­is­rétt­inda en þeir sem starfa á almennum mark­aði. Í stað­inn áttu þeir að fá betur borgað og meiri launa­hækk­anir næsta ára­tug­inn til að jafna stöðu opin­berra starfs­manna og ann­arra í launa­þró­un.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem send var til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í sept­em­ber 2016, kom fram að laun opin­berra starfs­manna væru um það bil 16 pró­sent lægri en starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði á þeim tíma. Það var því launa­mun­ur­inn sem þurfti að vinna upp næsta ára­tug­inn umfram almennar launa­hækk­an­ir. 

Það var því launa­mun­ur­inn sem þurfti að vinna upp næsta ára­tug­inn umfram almennar launa­hækk­an­ir. Innan Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) er full­vinn­andi starfs­fólk á almenna mark­aðnum til að mynda enn með 16,4 pró­sent hærri laun en rík­is­starfs­menn og 32 pró­sent meira en starfs­menn ann­arra sveit­ar­fé­laga. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent