Færri opinberir starfsmenn á hverja þúsund íbúa í fyrra en á árinu 2013

Opinberir starfsmenn eru 27 prósent af vinnumarkaðnum og launakostnaður ríkissjóðs og sveitarfélaga í fyrra var 473 milljarðar króna. Sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur launakostnaður verið nokkuð stöðugur síðustu ár.

Á meðal þeirra stétta sem teljast til opinberra starfsmanna er þorri heilbrigðisstarfsfólks.
Á meðal þeirra stétta sem teljast til opinberra starfsmanna er þorri heilbrigðisstarfsfólks.
Auglýsing

Árið 2013 voru 113,5 opin­berir starfs­menn á hverja þús­und íbúa í land­inu. Næstu árin lækk­aði fjöld­inn lít­il­lega og fór lægst í 111,7 árið 2018. Í fyrra gerð­ist það hins vegar að í fyrsta sinn í mörg ár að fjöldi opin­berra starfs­manna á hverja þús­und íbúa fór 110, en þá voru þeir 109,5 tals­ins. 

Þetta kemur fram á vefnum opin­berum­svif.is sem opn­aður var í síð­ustu viku. Þar er hægt að finna lyk­il­tölur um rekstur hins opin­bera. Gögn síð­unnar eru sótt til Hag­stofu Íslands, Skatts­ins og Fjár­sýsl­unn­ar, sem hefur yfir­um­sjón með bók­haldi og upp­gjöri rík­is­sjóðs.

Á síð­asta ári jókst atvinnu­leysi á Íslandi gríð­ar­lega og náði met­hæð­um. Í jan­úar síð­ast­liðnum var heild­ar­at­vinnu­leysi hér­lendis 12,8 pró­sent sem þýddi að alls 26.403 ein­stak­lingar voru án vinnu að öllu leyti eða hluta. Þetta atvinnu­leysi kom fyrst og síð­ast fram á almenna mark­aðn­um, og sér­stak­lega í ferða­þjón­ustu. Opin­berir starfs­menn fundu lítið fyrir þreng­ing­unum á atvinnu­mark­aðn­um, enda stærstur hluti þeirra starf­andi við ýmis konar þjón­ustu­starf­semi sem hefur ekki verið skorin nið­ur. Það var því við­búið að hlut­fall opin­berra starfs­manna af vinn­andi fólki myndi aukast. Og það gerð­is­t. 

Um 40 þús­und starfs­menn

Í fyrra voru opin­berir starfs­menn 27 pró­sent af vinnu­mark­aðn­um, sem var 1,1 pró­sentu­stigi meira en það var árið áður. Það er þó lægra hlut­fall en var á árunum 2014 (28 pró­sent) og 2015 (27,2 pró­sent), þegar atvinnu­leysi var miklu minna en það mæld­ist á árinu 2020. 

Launa­kostn­aður hins opin­bera var 473 millj­arðar króna á síð­asta ári. Þar er um að ræða starfs­fólk bæði rík­is­ins, sem eru um 18 þús­und tals­ins, og það sem starfar hjá sveit­ar­fé­lög­um, sem eru um 22 þús­und tals­ins. 

Auglýsing
Í töl­unum sem birtar eru á vefnum opin­berum­svif.is kemur fram að laun þessa hóps af heild­ar­út­gjöldum hins opin­bera er nokkuð stöð­ugur síð­ustu ár, í kringum 32 pró­sent. Í fyrra var það hlut­fall 32,4 pró­sent.

Á tíma­bil­inu sem um ræðir hér að ofan hafa setið þrjár rík­is­stjórn­ir. Fyrst sat rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks frá 2013 til 2016. Svo sat rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíð í nokkra mán­uði á árinu 2017. Loks er um að ræða sitj­andi rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem setið hefur að völdum frá því í lok árs 2017. 

Laun opin­berra starfs­manna enn mun lægri

Það vekur athygli að hlut­fall launa­kostn­aðar af heild­ar­út­gjöldum hafi hald­ist stöðugt á síð­ustu árum, í ljósi þess að haustið 2016 var gert sam­komu­lag um að sam­ræma opin­bera og almenna líf­eyr­is­kerfið með þeim hætti að opin­berir starfs­menn myndu ekki njóta lengur betri líf­eyr­is­rétt­inda en þeir sem starfa á almennum mark­aði. Í stað­inn áttu þeir að fá betur borgað og meiri launa­hækk­anir næsta ára­tug­inn til að jafna stöðu opin­berra starfs­manna og ann­arra í launa­þró­un.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem send var til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í sept­em­ber 2016, kom fram að laun opin­berra starfs­manna væru um það bil 16 pró­sent lægri en starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði á þeim tíma. Það var því launa­mun­ur­inn sem þurfti að vinna upp næsta ára­tug­inn umfram almennar launa­hækk­an­ir. 

Það var því launa­mun­ur­inn sem þurfti að vinna upp næsta ára­tug­inn umfram almennar launa­hækk­an­ir. Innan Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) er full­vinn­andi starfs­fólk á almenna mark­aðnum til að mynda enn með 16,4 pró­sent hærri laun en rík­is­starfs­menn og 32 pró­sent meira en starfs­menn ann­arra sveit­ar­fé­laga. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent