Sækja um viðspyrnustyrki gegn 20 prósenta þóknun

Ráðgjafafyrirtækið Ferðavefir býðst til þess að sækja um viðspyrnustyrki fyrir önnur ferðaþjónustufyrirtæki gegn þóknun. Fjármálaráðuneytið segir umsóknirnar einfaldar og fljótlegar, en fyrirtækið segist hafa aðstoðað hátt í 20 umsækjendur nú þegar.

vi-seljalandsfoss_14520557736_o.jpg
Auglýsing

„Fólk treystir sér kannski ekki til þess að lesa út úr sínum eigin bók­halds­tölum eða þá að fara inn á netið að fylla þetta út. Það er fullt af fólki sem hefur ekki burði í það.“ Þetta segir Bene­dikt Vigg­ós­son, fram­kvæmda­stjóri Ferða­vefja, sem býður upp á að sækja um við­spyrnu­styrki fyrir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki gegn þóknun sem nemur 20 pró­sentum af styrkj­un­um.

Fjár­mála­ráðu­neytið segir að ein­hver fyr­ir­tæki kunni að sjá sér hag í því að bjóða upp á þessa þjón­ustu vegna þess hve margir umsækj­end­urnir séu, en segir umsókn­irnar þó ein­fald­ar. Bene­dikt seg­ist hafa unnið í nær 20 umsókn­um.

Víða pottur brot­inn

Sam­kvæmt heima­síðu sinni sér­hæfa Ferða­vefir sig í ýmsa þjón­ustu fyrir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki, líkt og vef­síðu­gerð, hönnun og ráð­gjöf um rekst­ur. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Bene­dikt að hug­myndin að þjón­ust­unni hafi kviknað þegar einn við­skipta­vinur Ferða­vefja tjáði honum hann ætti ekki rétt á neinum við­spyrnu­styrkjum frá stjórn­völd­um, sam­kvæmt bók­ara fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Bene­dikt fór þá yfir lykil­upp­lýs­ingar hjá við­skipta­vini sínum og komst að því að hann ætti víst rétt á styrk miðað við þær for­send­ur. „Þá tal­aði ég í fram­hald­inu við bók­ar­ann hans og þá kom eig­in­lega í ljós að bók­ar­inn hafði ekki mikla þekk­ingu og engan tíma til þess að aðstoða hann við þetta. Þá fór mig að gruna að það væri víða pottur brot­inn,“ segir Bene­dikt.

Getur virkað óað­gengi­legt fyrir aðra

Aðspurður hvort hann telji að útfyll­ing umsókn­anna krefj­ist sér­þekk­ingar telur Bene­dikt svo ekki vera, en segir þó að hlutir geti virkað mjög óað­gengi­legir fyrir suma, þrátt fyrir að þeir virki mjög ein­faldir fyrir fólk sem hafi gert þá.

„Fólk sem hefur til dæmis ekki mjög góða tölvu­kunn­áttu og treystir síðan kannski algjör­lega í blindni á bók­halds­skrif­stof­una sem segir kannski: „Nei, það tekur því ekki að sækja um þetta,“ og þá stoppa hlut­irnir bara alveg,“ bætir hann við. „Fólk treystir sér kannski ekki til að lesa út úr sínum eigin bók­halds­tölum eða þá að fara inn á netið að fylla þetta út. Það er fullt af fólki sem hefur ekki burði í það.“

Allt að tíu millj­óna króna styrkur

Bene­dikt segir marga vera búna að hafa sam­band við hann og viljað nýta sér þjón­ust­una. Sam­kvæmt honum er fjöld­inn kom­inn á annan tug­inn og far­inn að nálg­ast 20. Þó séu margar umsóknir enn óklárað­ar, þar sem ein­hverjar upp­lýs­ingar vanti í nokkrum til­vikum og sums staðar eigi eftir að stilla af bók­hald­ið.

Af þeim umsóknum sem eru afgreiddar hafi minnsti styrk­ur­inn hins vegar numið um 700 þús­und krón­um, en að eitt fyr­ir­tæki muni að öllum lík­indum fá hátt í 10 millj­ónir króna. Sam­kvæmt honum hefði fyr­ir­tækið sem fékk minnsta styrk­inn einnig rétt á að fá tekju­falls­styrk, sem boðið var upp á á fyrstu mán­uðum far­ald­urs­ins, ef það hefði sótt um hann á réttum tíma.

Hvetur alla til þess að sækja um

Aðspurður hvort honum finn­ist eðli­legt að taka fimmt­ung af opin­berum styrkjum sem ætl­aðir eru fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir miklu tekju­falli segir Bene­dikt að ekk­ert þeirra taki fjár­hags­lega áhættu við að sækja um, þar sem engin þóknun sé tekin af þjón­ust­unni ef eng­inn styrkur næst. „Við erum ekki að krefj­ast þess að menn nýti sér þjón­ustu okk­ar, við erum bara að bjóða upp á hana og í leið­inni kannski að hvetja menn til þess að taka þetta til end­ur­skoð­unar hjá sér.“

„Ég hvet bara öll þau fyr­ir­tæki sem starfa í ferða­þjón­ustu og telja sig eiga rétt á þessu að skoða þessi mál. Það hefur ekk­ert með mig að ger­a,“ bætir hann við. „Mér finnst mjög alvar­legt mál að það séu tugir, jafn­vel hund­ruð fyr­ir­tækja, þar sem skortur er á þekk­ingu og svo­leiðis fái ekki þann styrk sem þau eiga rétt á.“

Segir umsókn­ar­ferlið ein­falt og fljót­legt

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir fjár­mála­ráðu­neytið að Skatt­ur­inn aðstoði umsækj­endur fyrir við­spyrnu­styrki í umsókn­ar­ferl­inu sínu og svari fyr­ir­spurn­um. Einnig séu grein­ar­góðar leið­bein­ingar og bent á atriði sem reyni á í umsókn­ar­ferl­inu á vef Skatts­ins.

Ráðu­neytið svar­aði því ekki hvort það hefði ein­hverja skoðun á því að fyr­ir­tæki byð­ust til að aðstoða umsækj­endur gegn þókn­un, en segir það kunna að vera að ein­hverjir sjái tæki­færi í því vegna þess hve margir umsækj­end­urnir séu. Hins vegar segir ráðu­neytið að útfyll­ing umsókn­anna sé fljót­leg og ein­föld, en hún krefj­ist þó að við­kom­andi þekki ákveðnar lykil­upp­lýs­ingar úr rekstri umsækj­enda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent