Sækja um viðspyrnustyrki gegn 20 prósenta þóknun

Ráðgjafafyrirtækið Ferðavefir býðst til þess að sækja um viðspyrnustyrki fyrir önnur ferðaþjónustufyrirtæki gegn þóknun. Fjármálaráðuneytið segir umsóknirnar einfaldar og fljótlegar, en fyrirtækið segist hafa aðstoðað hátt í 20 umsækjendur nú þegar.

vi-seljalandsfoss_14520557736_o.jpg
Auglýsing

„Fólk treystir sér kannski ekki til þess að lesa út úr sínum eigin bók­halds­tölum eða þá að fara inn á netið að fylla þetta út. Það er fullt af fólki sem hefur ekki burði í það.“ Þetta segir Bene­dikt Vigg­ós­son, fram­kvæmda­stjóri Ferða­vefja, sem býður upp á að sækja um við­spyrnu­styrki fyrir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki gegn þóknun sem nemur 20 pró­sentum af styrkj­un­um.

Fjár­mála­ráðu­neytið segir að ein­hver fyr­ir­tæki kunni að sjá sér hag í því að bjóða upp á þessa þjón­ustu vegna þess hve margir umsækj­end­urnir séu, en segir umsókn­irnar þó ein­fald­ar. Bene­dikt seg­ist hafa unnið í nær 20 umsókn­um.

Víða pottur brot­inn

Sam­kvæmt heima­síðu sinni sér­hæfa Ferða­vefir sig í ýmsa þjón­ustu fyrir ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki, líkt og vef­síðu­gerð, hönnun og ráð­gjöf um rekst­ur. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Bene­dikt að hug­myndin að þjón­ust­unni hafi kviknað þegar einn við­skipta­vinur Ferða­vefja tjáði honum hann ætti ekki rétt á neinum við­spyrnu­styrkjum frá stjórn­völd­um, sam­kvæmt bók­ara fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Bene­dikt fór þá yfir lykil­upp­lýs­ingar hjá við­skipta­vini sínum og komst að því að hann ætti víst rétt á styrk miðað við þær for­send­ur. „Þá tal­aði ég í fram­hald­inu við bók­ar­ann hans og þá kom eig­in­lega í ljós að bók­ar­inn hafði ekki mikla þekk­ingu og engan tíma til þess að aðstoða hann við þetta. Þá fór mig að gruna að það væri víða pottur brot­inn,“ segir Bene­dikt.

Getur virkað óað­gengi­legt fyrir aðra

Aðspurður hvort hann telji að útfyll­ing umsókn­anna krefj­ist sér­þekk­ingar telur Bene­dikt svo ekki vera, en segir þó að hlutir geti virkað mjög óað­gengi­legir fyrir suma, þrátt fyrir að þeir virki mjög ein­faldir fyrir fólk sem hafi gert þá.

„Fólk sem hefur til dæmis ekki mjög góða tölvu­kunn­áttu og treystir síðan kannski algjör­lega í blindni á bók­halds­skrif­stof­una sem segir kannski: „Nei, það tekur því ekki að sækja um þetta,“ og þá stoppa hlut­irnir bara alveg,“ bætir hann við. „Fólk treystir sér kannski ekki til að lesa út úr sínum eigin bók­halds­tölum eða þá að fara inn á netið að fylla þetta út. Það er fullt af fólki sem hefur ekki burði í það.“

Allt að tíu millj­óna króna styrkur

Bene­dikt segir marga vera búna að hafa sam­band við hann og viljað nýta sér þjón­ust­una. Sam­kvæmt honum er fjöld­inn kom­inn á annan tug­inn og far­inn að nálg­ast 20. Þó séu margar umsóknir enn óklárað­ar, þar sem ein­hverjar upp­lýs­ingar vanti í nokkrum til­vikum og sums staðar eigi eftir að stilla af bók­hald­ið.

Af þeim umsóknum sem eru afgreiddar hafi minnsti styrk­ur­inn hins vegar numið um 700 þús­und krón­um, en að eitt fyr­ir­tæki muni að öllum lík­indum fá hátt í 10 millj­ónir króna. Sam­kvæmt honum hefði fyr­ir­tækið sem fékk minnsta styrk­inn einnig rétt á að fá tekju­falls­styrk, sem boðið var upp á á fyrstu mán­uðum far­ald­urs­ins, ef það hefði sótt um hann á réttum tíma.

Hvetur alla til þess að sækja um

Aðspurður hvort honum finn­ist eðli­legt að taka fimmt­ung af opin­berum styrkjum sem ætl­aðir eru fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir miklu tekju­falli segir Bene­dikt að ekk­ert þeirra taki fjár­hags­lega áhættu við að sækja um, þar sem engin þóknun sé tekin af þjón­ust­unni ef eng­inn styrkur næst. „Við erum ekki að krefj­ast þess að menn nýti sér þjón­ustu okk­ar, við erum bara að bjóða upp á hana og í leið­inni kannski að hvetja menn til þess að taka þetta til end­ur­skoð­unar hjá sér.“

„Ég hvet bara öll þau fyr­ir­tæki sem starfa í ferða­þjón­ustu og telja sig eiga rétt á þessu að skoða þessi mál. Það hefur ekk­ert með mig að ger­a,“ bætir hann við. „Mér finnst mjög alvar­legt mál að það séu tugir, jafn­vel hund­ruð fyr­ir­tækja, þar sem skortur er á þekk­ingu og svo­leiðis fái ekki þann styrk sem þau eiga rétt á.“

Segir umsókn­ar­ferlið ein­falt og fljót­legt

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir fjár­mála­ráðu­neytið að Skatt­ur­inn aðstoði umsækj­endur fyrir við­spyrnu­styrki í umsókn­ar­ferl­inu sínu og svari fyr­ir­spurn­um. Einnig séu grein­ar­góðar leið­bein­ingar og bent á atriði sem reyni á í umsókn­ar­ferl­inu á vef Skatts­ins.

Ráðu­neytið svar­aði því ekki hvort það hefði ein­hverja skoðun á því að fyr­ir­tæki byð­ust til að aðstoða umsækj­endur gegn þókn­un, en segir það kunna að vera að ein­hverjir sjái tæki­færi í því vegna þess hve margir umsækj­end­urnir séu. Hins vegar segir ráðu­neytið að útfyll­ing umsókn­anna sé fljót­leg og ein­föld, en hún krefj­ist þó að við­kom­andi þekki ákveðnar lykil­upp­lýs­ingar úr rekstri umsækj­enda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent