Pexels - Open source myndasöfn

Hvaða flokkar vilja breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, hverjir verja það og hverjum er alveg sama?

Kannanir sýna skýrt að mikill meirihluti almennings vill breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sá vilji endurspeglast ekki jafn skýrt í afstöðu stjórnmálaflokka þótt flestir þeirra hafi á stefnuskrá sinni að breyta kerfinu umtalsvert eða umbylta því.

Í síð­ustu viku var birt nið­ur­staða könn­unar sem Gallup gerði fyrir þrýsti­hóp­inn Þjóð­ar­eign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að mark­aðs­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­ar­inn­ar. Nið­ur­staðan var sú að 77 pró­sent aðspurðra var fylgj­andi því og ein­ungis 7,1 pró­sent var and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ingu. Afger­andi meiri­hluti kjós­enda allra flokka var fylgj­andi breyt­ing­unni þótt stuðn­ing­ur­inn væri minni hjá kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks en þeim sem ætla að kjósa aðra flokka.

Í annarri könn­un, sem MMR gerði fyrir Öldu – félags um sjálf­bærni og lýð­ræði, og var birt í ágúst, 66 pró­sent lands­manna, tveir af hverjum þrem­ur, vera óánægðir með núver­andi útfærslu á kvóta­kerfi í sjáv­ar­út­vegi. Þar af sögð­ust 38 pró­sent vera mjög óánægð með hana. Tæpur fimmt­ung­ur, 19 pró­sent aðspurðra, sagð­ist ekki hafa sterka skoðun á útfærsl­unni en ein­ungis 14 pró­sent voru ánægð með hana. Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins reynd­ust þeir einu sem eru ánægð­ari með útfærslu kvóta­kerf­is­ins en óánægð­ari. Alls sögð­ust 42 pró­sent þeirra vera ánægðir með hana en 25 pró­sent eru óánægð. 

Auglýsing

Í núver­andi kerfi er var afla­hlut­deildum úthlutað án end­ur­gjalds snemma á níunda ára­tugnum á grund­velli veiði­reynslu. Síðar var útgerðum leyft að selja afla­heim­ild­irnar og frá árinu 1997 hafa þær getað veð­sett þær í bönkum fyrir lán­um. Fyrir þessi afnot af nátt­úru­auð­lindum í eigu þjóðar greiða þær útgerðir sem halda á kvóta veiði­gjald. Það var alls 4,9 millj­arðar króna á síð­asta ári. Frá hruni til loka árs 2019 nam sam­an­lagður hagn­aður útgerða lands­ins 439 millj­örðum króna, þegar búið var að draga veiði­gjöld og aðrar álögur frá. Á sama tíma­bili greiddu útgerð­irnar um 70 millj­arða króna alls í veiði­gjöld.

Nú hafa allir þeir tíu stjórn­mála­flokkar sem bjóða fram til þings 25. sept­em­ber næst­kom­andi birt stefnu­skrár sínar í aðdrag­anda kosn­inga. Kjarn­inn bar saman áherslur þeirra í sjáv­ar­út­vegs­málum og afstöðu til kerf­is­breyt­inga á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu.

Þau sem vilja engar breyt­ingar

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er allra flokka skýrastur um að verja eigi sjáv­ar­út­veg frá frek­ari gjald­heimtu og kerf­is­breyt­ing­um. 

Í stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins, sem sam­þykkt var um síð­ustu helgi, segir að íslenskur sjáv­ar­út­vegur sé burða­rás í atvinnu­lífi um land allt og leið­andi í heim­inum hvað varðar sjálf­bærni, þróun og arð­semi. Atvinnu­greinin sé í dag­legri sam­keppni við erlendan rík­is­styrktan sjáv­ar­út­veg og  því sé nauð­syn­legt „að gjald­heimta í sjáv­ar­út­vegi dragi ekki úr sam­keppn­is­hæfni á alþjóða­mark­aði og fjár­fest­ingu í grein­inn­i.“

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mæld­ist 24 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans.

Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar vill verja núverandi kerfi á meðan að Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar minnist ekki á sjávarútveg í kosningastefnu sinni.
Mynd: Bára Huld Beck

Þau sem vilja breyt­ingar

Vinstri grænekki um stórar kerf­is­breyt­ingar í stefnu­yf­ir­lýs­ingu sinni en segja að þau sem nýti auð­lindir í þjóð­ar­eign, hvort sem það sé land, orka, sjáv­ar­auð­lindin eða ann­að, þurfi „að greiða sann­gjarnt gjald af þeirri nýt­ingu. Alþingi á að tryggja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá ásamt skýru ákvæði um umhverf­is- og nátt­úru­vernd.“ 

Ekki er til­greint hvernig eigi að ákveða „sann­gjarnt gjald“.

Í stjórn­mála­á­lyktun lands­fundar flokks­ins, sem fór fram um helg­ina, segir til við­bótar að halda þyrfti áfram að auka byggða­tengdar afla­heim­ild­ir, efla strand­veið­ar, vinna gegn sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi og stuðla að fjöl­breytni í útgerð. „Meta þarf áhrif nýs fyr­ir­komu­lags afkomu­tengdra veiði­gjalda á lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki ann­ars vegar og stærri fyr­ir­tæki hins veg­ar.“

Í stefnu flokks­ins sem var sam­þykkt í maí er hins vegar fjallað meira um hvernig hann vill breyta stöðu mála. Þar segir að flokk­ur­inn vilji að fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið verði end­ur­skoðað með áherslu á að styrkja varnir gegn óhóf­legri sam­þjöppun með því að kvóta­þök séu for­taks­laust virt, girð­ingar haldi sér milli kerfaog að fram­tíð­ar­grund­völlur veiði­rétt­inda verði tíma­bund­inn og afmörkuð nýt­ing­ar­leyfi bundin til­teknum skil­yrð­um. Á meðal þess sem felst í þessu er að aðilar sem telj­ast tengdir í skiln­ingi kvóta­þakanna ef eitt fyr­ir­tæki eða eig­endur þess eiga meira en fjórð­ung í öðru. Girða beri fyrir að stór­fyr­ir­tæki í afla­marks­kerf­inu geti keypt upp smærri fyr­ir­tæki og veiði­heim­ildir í krókafla­marks­kerf­inu og aukið þannig enn á sam­þjöppun veiði­heim­ilda.

Þá vilja Vinstri græn að verð­lagn­ing­ar­kerfi fisk­veiða, ekki síst í upp­sjáv­ar­veið­um, verði tekið til end­ur­skoð­unar til að tryggja rétt­látan hlut sjó­manna, hafn­ar­gjöld, útsvars­tekjur sveit­ar­fé­laga og skatt­tekjur rík­is­ins.

Fylgi Vinstri grænna mæld­ist með 12,2 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans.

Þau sem setja ekki fram skýra stefnu

Mið­flokk­ur­inn hefur ekki sett fram neina stefnu í aðdrag­anda kosn­inga um breyt­ingar á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu. Þá er ekk­ert minnst á sjáv­ar­út­vegm fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi eða gjald­töku vegna nýt­ingu auð­lind­ar­innar í stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins sem sam­þykkt var á Lands­þingi hans um miðjan síð­asta mán­uð. 

Auglýsing

En Mið­flokk­ur­inn hefur hins vegar þá yfir­lýstu stefnu að vilja greiða út auð­linda­gjald til allra full­orð­inna Íslend­inga 1. des­em­ber á hverju ári. Stjórn­völd eiga að fjár­magna þá greiðslu með auð­linda­gjöldum og stuðla að „hag­kvæmri auð­linda­nýt­ing­u“. Fyrsta árið á greiðslan að vera 100 þús­und krónur á mann og með því við­miði er litið til þátta á borð við veiði­gjöld, hagnað Lands­virkj­unar og sölu los­un­ar­heim­ilda.

Í kosn­inga­stefnu­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir kom­andi kosn­ingar er ekki minnst á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið, veiði­gjöld eða ann­ars konar gjald­töku vegna nýt­ingu fisk­veiði­auð­lind­ar­inn­ar. Í síð­ustu sam­þykktu ályktun Flokks­þings Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem er frá mars 2018, segir að sjáv­ar­út­vegur og land­bún­aður séu grunnatvinnu­vegir lands­ins og traustar stoðir í byggðum þess. „Grein­arnar þurfa ávallt að búa við sann­gjörn starfs­skil­yrði. Tryggja þarf sam­keppn­is­hæfni þeirra og leggja áherslu á að styðja við sjálf­bærni, nýsköpun og vöru­þró­un.“

Sam­an­lagt fylgi Mið­flokks og Fram­sókn­ar­flokks mæld­ist 17,4 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans.

Þau sem vilja kerf­is­breyt­ingu

Sam­fylk­ingin boðar í kosn­inga­stefnu sinni sókn gegn sér­hags­mun­um, hærri veiði­gjöld og end­ur­skoðun á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu með það að mark­miði að hámarka arð þjóð­ar­innar að sjáv­ar­auð­lind­inni. Í stefnu flokks­ins er þó ekki til­greint sér­stak­lega hvernig eigi að end­ur­skoða kerfið en sagt að Sam­fylk­ingin vilji álag á veiði­gjald sem leggst á tutt­ugu stærstu útgerðir lands­ins. Það á að auka tekjur um nokkra millj­arða króna. 

Píratar líta á sjáv­ar­auð­lind­ina sem „sam­eig­in­lega og ævar­andi eign íslensku þjóð­ar­inn­ar“. Því á eng­inn að geta fengið fisk­veiði­heim­ild­ir, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og félagar hennar í Viðreisn setja breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu ofarlega á blað í sinni kosningabaráttu.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Píratar vilja að afla­heim­ildir séu boðnar upp til leigu á opnum mark­aði og tryggja að leigu­gjaldið renni að fullu til íslensku þjóð­ar­inn­ar. „Píratar ætla að gera hand­færa­veiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiði­daga á hvern hand­færa­bát. Við ætlum að láta allan afla fara upp­haf­lega í gegnum inn­lendan fisk­markað til að fá eðli­legt mark­aðs­verð á öllu sjáv­ar­fangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjáv­ar­fang með afslætti. Verð­lags­stofa skipta­verðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvö­föld verð­lagn­ing leggst af, sjó­mönnum og lands­mönnum til heilla. Við ætlum að gera það refsi­vert að láta sjó­menn taka þátt í kaupum eða leigu útgerð­ar­fyr­ir­tækja á afla­heim­ild­um.“ 

Við­reisn vill sann­gjarnar leik­reglur í sjáv­ar­út­vegi með því að hluti kvót­ans verði boð­inn upp á mark­aði á hverju ári. Í stefnu­skrá flokks­ins segir að í „fyll­ingu tím­ans verði þannig allar veiði­heim­ildir bundnar slíkum samn­ingum og útgerðin greiðir fyrir afnot af fiski­mið­unum í sam­ræmi við mark­aðs­verð­mæti afla­heim­ilda.“ Þegar stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins er skoðuð kemur fram að útfærsla þess­ara áherslna eigi að vera þannig að „í stað veiði­leyfagjalds verði ákveð­inn hluti kvót­ans settur á markað á hverju ári og seld sem nýt­ing­ar­samn­ingar til ákveð­ins tíma. Með samn­ingum til 20-30 ára sé póli­tískri óvissu eytt og eign­ar­hald þjóð­ar­innar á auð­lind­inni stað­fest.“

Niðurstöður kosningaspárinnar 30. ágúst 2021

Flokkur fólks­ins til­tekur í lista yfir for­gangs­mál sín að hann vilji að útgerðir greiði það sem hann kallar fullt verð fyrir aðgang að sjáv­ar­auð­lind­inni, vilja nýja nýt­inga­stefnu fiski­miða „þar sem auð­lindir okkar eru sam­eign þjóð­ar­innar en ekki einka­eign fárra útval­inna sægreifa“. Flokk­ur­inn vill stór­efla strand­veiðar og gera hand­færa­veiðar frjálsar og styður lög­fest­ingu ákvæðis um þjóð­ar­eign á auð­lindum í stjórn­ar­skrá.

Sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisnar og Flokks fólks­ins mæld­ist 37,7 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans.

Þeir sem vilja umbylt­ingu

Sós­í­alista­flokkur Íslands gengur flokka lengst í afstöðu til fis­veiði­stjórn­un­ar­mála. í tólfta til­boði hans til kjós­enda fyrir kom­andi kosn­ingar leggur flokk­ur­inn til að kvóta­kerfið verði lagt niður og að byggð verði „rétt­lát­ari umgjörð utan um fisk­veiðar og vinnslu.“ Flokk­ur­inn boðar að stærstu útgerð­ar­fé­lögum lands­ins verði skipt upp bæði þversum og langsum ef hann kom­ist til valda. Einnig segir flokk­ur­inn að veiði­gjöld, sem inn­heimt verði við lönd­un, geti skilað hinu opin­bera 35 millj­örðum króna.

Auglýsing

Sós­í­alistar segj­ast einnig ætla að gera kröfu um að allur afli fari á markað og að veiði­gjöld verði inn­heimt við lönd­un, „á jafn ein­faldan máta og virð­is­auka­skatt­ur“. Þá vill flokk­ur­inn að sett verði upp „fiski­þing í hverjum lands­hluta þar sem sjó­menn, fisk­verka­fólk og almenn­ingur allur sest niður og mótar fisk­veiði­stefn­una til lengri tíma.“ Til að „losna við yfir­gang útgerða og ann­arra hags­muna­að­ila“ færi best á því að nota slembival til að velja full­trúa á þing­in, að stærstu eða öllu leyti.

Fylgi Sós­í­alista­flokks Íslands mæld­ist 8,1 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans.



Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn vill að hand­færa­veiðar í strand­veiði­kerfi verði frjálsar fyrir báta tíu metra að lengd og styttri, leyfa á sölu á fiski beint frá báti og að mak­ríl­veiðar verði frjálsar innan tíu sjó­mílna fyrir smá­báta að 15 metr­um. 

Flokk­ur­inn vill enn fremur að stór­út­gerð­ar­fyr­ir­tæki og tengd fyr­ir­tæki geti ekki átt í öðrum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og rofið kvóta­þakið á þann hátt, en þakið er 20 pró­sent á ein­stakar fisk­teg­undir og tólf pró­sent á heild­ar­afla. Þá vill hann að útgerðir greiði 20 pró­sent tekju­skatt af þeim hlunn­indum sem útgerð­inni er afhent árlega og að virð­is­auka­skattur verði settur á leigu­verð kvóta.

Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn er ekki með mæl­an­legt fylgi sam­kvæmt kosn­inga­spá Kjarn­ans.

Frétta­skýr­ingin var upp­færð kl. 10:50 með við­bót­ar­upp­lýs­ingum um stefnu Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar