Mynd: Bára Huld Beck

Lýðskrum, þjóðarvilji eða eru þetta allt saman bara „fyllibyttuloforð“?

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna fengu tækifæri til að spyrja hver annan spurninga í sjónvarpsumræðum í kvöld. Spurningarnar fóru um víðan völl og svörin voru ekki alltaf í takti við það sem spurt var um.

Evr­ópu­sam­band­ið, inn­við­ir, nýja stjórn­ar­skráin og skoð­ana­kann­anir um þjóð­ar­vilja, lýð­skrum, inn­viðir og „fylli­byttu­lof­orð“ voru á meðal þeirra spurn­inga sem leið­togar stjórn­mála­flokk­anna spurðu hvorn annan í kapp­ræðum í sjón­varps­sal í kvöld.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, spurði Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, for­mann Við­reisnar um hvort Við­reisn væri þeirrar skoð­unar að Ísland ætti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið eins og það er og hvort Við­reisn væri þeirrar skoð­unar að emb­ætt­is­menn í útlöndum væru betur til þess fallnir að taka ákvarð­anir um sam­fé­lags­leg mál hér­lend­is. „Ég er fegin að fá þessa spurn­ingu frá þér og kannski Morg­un­blað­inu í leið­inn­i,“ sagði Þor­gerður Katrín. Hún sagði Við­reisn vera að bjóða upp á lýð­ræð­is­veislu fyrir þjóð­ina alla, ekki inn­vígða og inn­múr­aða flokks­menn. Þor­gerður sagði að Við­reisn vildi ganga í Evr­ópu­sam­bandið en það þýddi ekki að flokk­ur­inn væri til­búin að ganga að hvaða samn­ingi sem er. Íslenska þjóðin muni fá að kjósa um að hefja við­ræður að nýju og svo aftur um þann samn­ing sem muni liggja fyrir eftir við­ræð­ur. 

Nýliðinn Glúmur Baldvinsson sagðist ætla að „rífa kjaft“ ef hann kæmist á þing.
Mynd: Bára Huld Beck

Glúmur Bald­vins­son frá Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokknum spurði Katrínu Jak­obs­dóttur um hvernig henni fynd­ist til hafa tek­ist að byggja upp inn­viði í land­inu. For­sæt­is­ráð­herr­ann var ekki í vand­ræðum með upp­taln­ingu á málum sem hún taldi sýna að inn­viðir hefðu verið aðal­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það hefði verið aukið við rekst­ur, fjár­fest­ingar og við­hald og ráð­ist í upp­safn­aðar fram­kvæmd­ir. Það hafi verið aukið við fjár­magn til heil­brigð­is­kerf­is­ins, háskóla, fram­halds­skóla og stór­auka fram­lög til rann­sókna og þró­un­ar, sem muni búa til störf fram­tíð­ar. 

„Laga á mér öxl­ina, laga á mér hnéð, gera við tönn“

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, full­trúi Pírata í umræð­un­um, spurði Katrínu út í stjórn­ar­skrár­mál. Hún rifj­aði upp að Katrín hefði setið í rík­is­stjórn á árunum 2009 til 2013 sem hafði frum­kvæði að því að boða til þjóð­fundar og semja sína eigin stjórn­ar­skrá. ÚR varð að ⅔ hlutar þjóð­ar­innar sam­þykktu að þau drög sem stjórn­laga­ráð skil­uðu af sér yrðu höfð til hlið­sjónar við skrif nýrrar stjórn­ar­skrár. Þór­hildur Sunna spurði hvernig það væri lýð­ræð­is­legt að vinna gegn nýrri stjórn­ar­skrá? Katrín sagði að drög stjórn­laga­ráðs hefðu verið mik­il­vægur grunnur undir þá vinnu sem unnin hefði verið að stjórn­ar­skrár­breyt­ingum á kjör­tíma­bil­inu, sem náðu reyndar ekki í gegn fyrir þing­lok. Katrín sagð­ist hins vegar aldrei hafa talið að það ætti að taka þau drög upp orð­rétt sem stjórn­ar­skrá.

Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, út í nýlegar skoð­ana­kann­anir sem sýndu að mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar væri fylgj­andi því að setja meira fé í heil­brigð­is­kerf­ið, vildi rót­tæka upp­stokkun á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og að stór hluti þjóð­ar­innar vildi auka skatt­heimtu á rík­ustu pró­sentin í sam­fé­lag­inu. Logi spurði af hverju Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri að hundsa þennan þjóð­ar­vilja og hvort flokk­ur­inn ætl­aði að gera það áfram kom­ist hann í rík­is­stjórn? Bjarni sagði að Sjálf­stæð­is­flokknum hefði gengið vel að afla fylgis hjá þjóð­inni og flokk­ur­inn hefði áætl­anir um að auka það í haust. Hann sagði að sitj­andi rík­is­stjórn hafi verið að auka fram­lög til heil­brigð­is­kerf­is­ins og að sinn flokkur vildi þjón­ustu­trygg­ingu sem geri fólki kleift að sækja þjón­ustu í einka­geir­ann í stað þess að leggja alla áherslu á að opin­berir starfs­menn veiti heil­brigð­is­þjón­ust­una. „Þrjár síð­ustu aðgerðir sem ég hef farið í voru einmitt á slíkum stof­um; laga á mér öxl­ina, laga á mér hnéð, gera við tönn.“

Þar sem tíu leiðtogar voru mættir í umræðurnar þá þurftu þeir oft að bíða nokkuð lengi eftir að það kæmi að þeim.
Mynd: Bára Huld Beck

Bjarni svar­aði ekki spurn­ingum um sjáv­ar­út­veg né aukna skatt­heimtu á rík­ustu pró­sent lands­ins.

25 pró­sent flokkur með neit­un­ar­vald

Katrín valdi að spyrja Þor­gerði Katrínu eft­ir­fylgn­is­spurn­ingu um Evr­ópu­sam­bands­að­ild og hvort flokk­ur­inn myndi setja aðild sem skil­yrði fyrir rík­is­stjórn­ar­þátt­töku. Þor­gerður Katrín svar­aði spurn­ing­unni ekki beint heldur sagði að það myndi koma henni á óvart ef lýð­ræð­is­flokkur eins og Vinstri græn myndu hafna því að spyrja þjóð­ina hvort hún vildi fara í aðild­ar­við­ræð­ur. 

Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, not­aði sína spurn­ingu til að spyrja Ingu Sæland, for­mann Flokks fólks­ins, hvort henni, sem sér­fræð­ingi í mál­efnum öryrkja, líf­eyr­is­þegar og lág­tekju­fólks, lit­ist vel á stefnu­mál Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Þar átti hann meðal ann­ars við frek­ari áherslu á almennar íbúðir og hlut­deild­ar­lán fyrir eldra fólk. Inga svar­aði því til að nán­ast eng­inn öryrki á lægstu laun­unum hefði efni á að búa í eigin íbúð.  

Brýnustu verkefnin í einni setningu:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins: Að standa við loforðin

Glúmur Baldvinsson, fulltrúi Frjálslynda lýðræðisflokksins: Að rífa kjaft og láta engan í friði

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fulltrúi Pírata: Að leggja hornstein að sjálfbærara samfélagi til framtíðar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar: Fjölskyldurnar í forgang

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna: Að jafnréttismálin rati alltaf á dagskrá

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: Fjárfestum í fólki

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar: Að kjósa okkur frá kyrrstöðunni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Að halda áfram að byggja á stöðugleikanum

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins: Að berjast gegn fátækt

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins: Að almenningur nái völdum í samfélaginu

Þor­gerður Katrín sagði það vera stærsta óop­in­bera leynd­ar­málið vera að sitj­andi stjórn­ar­flokkar hefðu myndað með sér kosn­inga­banda­lag. Ef þeir myndu fá meiri­hluta áfram myndi rík­is­stjórnin verða end­ur­mynd­uð. Hún spurði Bjarna hvort atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokknum væri þá atkvæði greitt stefnu Vinstri grænna í heil­brigð­is­mál­um. Bjarni svar­aði spurn­ing­unni ekki beint en sagði að sér fynd­ist það „óverj­andi og sóun að senda íslenska sjúk­linga til Sví­þjóðar þar sem íslenskir læknar taka á móti þeim.“

Ásakanir um að óopinbert samkomulag um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf væri við lýði var sett fram í sjónvarpssal. Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna neituðu því.
Mynd: Bára Huld Beck

Bjarni spurði Loga hvort þjóðin væri að fara að horfa aftur á það sem hann kall­aði skrípa­leik, þegar rík­is­stjórn lagð­ist í aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu þrátt fyrir að minni­hluti Alþingis væri fylgj­andi aðild. Logi sagði að flokkur sinn boð­aði þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort hefja skyldi aðild­ar­við­ræður og fékk fyrir vikið ræðu Bjarna um póli­tískan ómögu­leika þess að meiri­hluti þjóðar gæti falið stjórn­völdum sem væru afhuga aðild að semja um hana. Logi sagði þá: „Þjóðin hefur sagt skoðun sína í risa­stórum mál­um. 70-80 pró­sent þjóð­ar­innar í máli eftir máli, en flokkur sem er með 25 pró­sent atkvæða á bak­við sig hefur beitt neit­un­ar­valdi í rík­is­stjórn eftir rík­is­stjórn.“

„Þetta er algjört lýðskum,“ sagði Bjarni.

„En það er kannski grín“

Inga Sæland spurði Bjarna hvað hefði gerst í afstöðu hans gegn upp­stokkun á fram­færslu­kerfum líf­eyr­is­þeg­ar. Hann hefði lagst gegn frum­vörpum Flokks fólks­ins um að draga úr skerð­ingum en nú, rétt fyrir kosn­ing­ar, væru allt í einu „öll ljós kveikt“. Hún spurði hvað hefði eig­in­lega komið fyrir sem orsak­aði þessa stefnu­breyt­ingu og hvort kjós­endur ættu að eiga von á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi standa við þessi lof­orð? 

Auglýsing

Bjarni sagði að hann væri á móti því að fella skerð­ingar alfarið niður því þá væri verið að tryggja fram­lög til þeirra sem hafa háar tekjur án þess að það kæmi til króna á móti í tek­ur. „Okkar stefna er að stokka upp kerfið og skilja það þannig að fólki sé hjálpað til sjálfs­hjálp­ar.“

„Þú ert að vaða hér í villu og svima,“ ­sagði Inga.

Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks Íslands, sagði að tal eins og það sem Bjarni við­hafði við spurn­ingu Ingu væri kallað „fylli­byttu­lof­orð“ í frönskum stjórn­mál­um. Flaumur sem heyrð­ist í aðdrag­anda kosn­inga sem aldrei væri mein­ing að standa við. Hann beindi spurn­ingu sinni til Sig­urðar Inga, sem hann kall­aði þriðja mann­inn í rík­is­stjórn­inni, og spurði hvort hann vildi taka þátt í end­ur­reisn sam­vinnu­hreyf­ing­ar­innar og um leið að „finna hjart­að“ í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Sig­urður Ingi svar­aði með glensi: „Ég ætla að setja út á að ég sé kall­aður þriðji mað­ur­inn í rík­is­stjórn­inni. En það er kannski grín.“

Svo sagð­ist hann vera til í að fá lið­sinni allra til að efla sam­vinnu­hreyf­ing­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar