Metnaðarleysi, tækifæri, snillingar, svipur og réttlát umskipti í loftslagsmálum

Í kappræðum um loftslagsmál á RÚV tókust stjórnmálaleiðtogar tíu flokka á um mismunandi leiðir til þess að stýra Íslandi að markmiðum í loftslagsmálum, árangurinn hingað til, markmiðin sjálf og það hverjir eigi að bera byrðarnar.

Bæði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Einarsson gagnrýndu Katrínu Jakobsdóttur fyrir árangur og stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Bæði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Einarsson gagnrýndu Katrínu Jakobsdóttur fyrir árangur og stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna tal­aði bæði til for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar og leið­toga sam­starfs­flokka sinna í rík­is­stjórn er full­trúar tíu flokka ræddu um lofts­lags­mál í sjón­varps­sal Rík­is­út­varps­ins í kvöld, sem var fyrsta mál­efnið á dag­skrá í þætt­in­um.

Hún vís­aði gagn­rýni þess fyrst­nefnda á bug og kom því á fram­færi við félaga sína við rík­is­stjórn­ar­borðið að Vinstri græn vildu ganga lengra í lofts­lags­málum en rík­is­stjórnin hefur gert til þessa.

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar hafði gagn­rýnt stjórn­völd fyrir metn­að­ar­leysi í lofts­lags­málum og sagt að áskor­anir fram­tíðar í lofts­lags­málum þyrftu á meira sam­stíga rík­is­stjórn að halda en þeirri sem Katrín hefur leitt síð­ustu síð­ustu ár, til þess að hægt væri að sætt­ast á eitt­hvað meira en minnsta sam­nefn­ara.

Katrín sagði hins vegar að með aðkomu Vinstri grænna að rík­is­stjórn hefði Ísland náð miklum árangri í lofts­lags­mál­um, en um leið að VG væru búin að fara yfir skýrslu IPCC um lofts­lags­mál og væru nú búin að segja að það þyrfti að ganga lengra.

Flokk­ur­inn boð­aði nú, rétt eins og Sam­fylk­ing­in, að draga ætti úr losun um 60 pró­sent fram til árs­ins 2030. „Við þurfum að tryggja að Ísland verði óháð jarð­efna­elds­neyti fyrir 2045,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Þarf að virkja meira?

Bjarni Bene­dikts­son for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins gaf ekki mikið fyrir spurn­ingu Jóhönnu Vig­dísar Hjalta­dóttur þátt­ar­stjórn­anda Rík­is­út­varps­ins, sem sner­ist um það hvort lofts­lags­málin væru helsti átaka­punkt­ur­inn á milli Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins og virt­ist hálf hvumsa yfir þeirri fram­setn­ingu. „Ég myndi ekki segja það, alls ekki,“ sagði Bjarni.

Hann sagði heim­inn æpa á lausnir í lofts­lags­málum og að Íslandi ætti mikið af snill­ingum á sviði jarð­varma- og vatns­afls. „Við erum til­búin til þess að virkja meira og við eigum marga ónýtta virkj­ana­kosti í nýt­ing­ar­flokki. Vind­orkan er val­kostur sem við þurfum að fara að skoða af mik­illi alvöru,“ sagði Bjarni, sem telur Ísland geta orðið leið­andi á þessu sviði.

Vís­aði hann sér­stak­lega til fréttar sem birt­ist á for­síðu Frétta­blaðs­ins í dag um mögu­leik­ann á vetn­is­verk­smiðju á vegum franska fyr­ir­tæk­is­ins Qair á Grund­ar­tanga, sem Tryggvi Þór Her­berts­son fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins er í for­svari fyrir hér á landi.

Úr sjónvarpssal í kvöld. Mynd: Bára Huld Beck

„Ef við ætlum í alvöru orku­skipti og hætta að kaupa olíu af Norð­mönnum og fá hana hingað í tank­skip­um, segja nei takk við því, þá verður eitt­hvað að koma í stað­inn og þá verður að vera vilji til þess að nýta aflið í land­in­u,“ sagði Bjarni en komst ekki mikið lengra, þar sem Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir full­trúi Pírata í kapp­ræð­unum stökk inn í orð­ræðu hans og sagði að ekki þyrfti að virkja meira til þess að orku­skipti gætu átt sér stað.

Við­reisn vill að stjórn­völd beiti á sig svipu en Fram­sókn síður

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar sagði að flokk­ur­inn vildi flétta umhverf­is­málin inn í alla mála­flokka. Hún sagði að ný rík­is­stjórn ætti að setja nýja fram tölu­setta aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum á hverju ári, setja svip­una á sig sjálf svo að stjórn­mála­menn gætu ekki komið fyrir kosn­ingar og lofað ein­hverjum fag­ur­gala. Stjórn­völd þyrftu að búa til kerfi sem setti stjórn­völdin sjálf í spenni­treyju, auk þess sem nota ætti hug­vitið til þess að hjálpa Íslandi að verða for­ystu­þjóð í lofts­lags­málum á heims­vísu.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði er röðin kom að honum að flokk­ur­inn vildi leggja áherslu á fjár­fest­ingu þegar kæmi að lofts­lags­mál­um, en minni á „boð og bönn“.

Hann ræddi um gríð­ar­leg tæki­færi vegna end­ur­nýj­an­legrar orku og að flokkur sinn vildi hraða orku­skiptum eins hratt og hægt er. Hann sagði að atvinnu­líf­ið, almenn­ing­ur, frjáls félaga­sam­tök og háskól­arnir þyrftu að koma að borð­inu ef árangur ætti að nást.

Orku­skipti lág­launa­hópa

Nokkuð var tek­ist á um það á milli stjórn­mála­leið­tog­anna sem kallað er rétt­lát umskipti í lofts­lags­mál­um, sem felur í sér að þeim byrðum sem fylgja umbreyt­ing­unum sem fyr­ir­séð er að gera þurfi til þess að ná lofts­lags­mark­miðum sé dreift með rétt­lætum hætti á milli þjóð­fé­lags­hópa. Katrín Jak­obs­dóttir sagði í þess­ari umræðu mik­il­vægt að tryggja rétt­lát umskipti, en sagði um leið að ljóst væri að rétta leiðin væri ekki að lækka álögur á bensín og díselol­íu.

Inga Sæland for­maður Flokks fólks­ins sagði að Flokkur fólks­ins myndi ekki sætta sig við það að grænum sköttum yrði beitt til þess að ná fram lofts­lags­mark­mið­um. Þeir sem meng­uðu mest ættu að borga mest.

Auglýsing

Hún spurði aðra leið­toga í sjón­varps­sal að því hvernig þau ætl­uðu að aðstoða fólk sem fengi 250-280 þús­und krónur útborgað á mán­uði með að kaupa raf­bíl og spurði hvort það ætti ef til vill ekki að verða fyrir fátæk­asta fólkið í land­inu að eiga bíl; hvort þau ættu bara að taka Borg­ar­línu og vera á hjóli.

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir fékk orðið á eftir Ingu og sagð­ist sam­mála henni um það að það væru þeir sem meng­uðu mest sem ættu að borga mest. Hún hins vegar beindi orðum sínum að yfir­lýs­ingum for­sæt­is­ráð­herra um metn­að­ar­fullar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum og sagði það „vand­ræða­lega metn­að­ar­laust“ að bera þær saman við „stór­iðju­stjórn­ir“ síð­ustu ára­tuga.

Hún sagði Pírata boða mjög rót­tækar og mik­il­vægar aðgerðir í lofts­lags­málum strax. „Við ætlum ekki að prútta við móður jörð um þær aðgerðir sem þarf að grípa til,“ sagði Þór­hildur Sunna og gagn­rýndi síðan rík­is­stjórn­ar­flokk­ana fyrir að hafa hvorki fall­ist á að hækka sjálf­stæð mark­mið Íslands um losun né að leggja bann við olíu­leit í efna­hags­lög­sögu Íslands, eins og lagt hafi verið til á þingi.

Gunnar Smári Egils­son full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins skaut á nálgun Sjálf­stæð­is­flokks­ins í lofts­lags­málum og sagði að ástæðan fyrir því að Bjarni og aðrir í hans flokki væru að tala um lofts­lags­mál og orku­skipti væri sú að menn væru búnir að „kveikja á því að lík­lega væri hægt að nota rík­is­sjóð til þess að styrkja fyr­ir­tæk­in“ í tengslum við fjár­fest­ingar í orku­skipt­um. Hann sagði að það hefði „klingt í pen­inga­kass­an­um“ á flokks­þingi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem fór fram um liðna helgi.

Inga Sæland og Gunnar Smári Egilsson. Mynd: Bára Huld Beck

Sós­í­alist­inn sagði að lofts­lagskrís­una mætti að miklu leyti rekja til starf­semi fyr­ir­tækja, sem hefðu fengið að menga nátt­úr­una óáreitt og að Sós­í­alista­flokk­ur­inn teldi að vand­inn yrði ekki leystur með fyr­ir­tæki við stýr­ið. Hann tók síðan undir með Ingu Sæland, um hvernig byrðar aðgerða í lofts­lags­málum lentu ójafnt á tekju­hóp­um, betur settir fengu styrki til að kaupa umhverf­is­væna bíla beint úr kass­anum en lág­tekju­fólk fengi enga styrki.

„Vanda­málið er það að þeir sem eru á elstu bíl­unum sem menga mest eru fátæk­asta fólk­ið, við viljum styrkja það í orku­skipt­um, til að það geti ferð­ast um án þess að menga svona mik­ið,“ sagði Gunnar Smári og var spurður af Ingu um leið: „Af hverju ert þú ekki í Flokki fólks­ins?“

Gunnar Smári sagði að það væru aðrar ástæður fyrir því, þrátt fyrir að hann væri sam­mála Ingu um þetta atriði.

Röng nálg­un, segir Sig­mundur

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Mið­flokks­ins sagði að það væri verið að nálg­ast þessi mál á algjör­lega rangan hátt. Hann tal­aði til for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sagði að Ísland ætti að nota ork­una hér­lendis til þess að fram­leiða meira. Það hjálp­aði lofts­lag­inu og bætti lífs­kjör í land­inu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Mynd: RÚV/Skjáskot

Hann sagði núver­andi stefnu stjórn­valda draga úr lífs­gæðum og hélt því fram að bæði Sig­urður Ingi og Bjarni stæðu í stafni rík­is­stjórnar sem hefði rekið slíka stefnu í lofts­lags­málum und­an­farin ár og myndi gera það áfram.

Rót­tæk hug­mynd Glúms

Glúmur Bald­vins­son fram­bjóð­andi Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins, sem býður fram í fyrsta sinn núna, gagn­rýndi nálgun Þór­hildar Sunnu og ann­arra, sagð­ist vera orð­inn þreyttur á dóms­dags­spám um lofts­lags­mál, sem hann sagði að minntu sig á kjarn­orku­vánna sem hann sjálfur hefði alist upp við.Hann kom fram með til­lögu sem hann taldi geta gert mikið varð­andi lofts­lags­mál­in, fleiri störf án stað­setn­ing­ar, þannig að fólk þyrfti ekki að ferð­ast til vinnu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent