„Íslenska ríkið á að skila þessum peningum strax“

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að það hafi verið bjarnargreiði fyrir öryrkja þegar stjórnvöld leyfðu fólki að taka út séreignarsparnað í COVID-faraldrinum. Hann bendir á að sér­stök fram­færslu­upp­bót­ 300 öryrkja hafi verið skert í fyrra vegna þessa.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar gerði úttekt sér­eign­ar­sparn­aðar í COVID-far­aldr­inum að umtals­efni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

„Það er nú ekki algengt að öryrkjar eigi digra vara­sjóði og þeir sem eiga ein­hvern sér­eign­ar­sparnað veigra sér yfir­leitt við að taka hann út, enda skerðir hann sér­stöku fram­færslu­upp­bót­ina hjá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins um 65 pró­sent, sem þýðir að sá sem tekur út 400.000 krónu sér­eign­ar­sparnað borgar 129.000 krónur í skatt. Það er ofan á 260.000 krónu skerð­ingu hjá Trygg­inga­stofn­un. Eftir standa 11.000 krónur af þessum 400.000 krón­um,“ sagði hann.

Rifj­aði Jóhann Páll upp að þegar heims­far­ald­ur­inn skall á hefði verið opnað fyrir þann mögu­leika, með sér­stöku bráða­birgða­á­kvæði, að fólk yngra en 60 ára gæti tekið út sér­eign­ar­sparn­að.

Auglýsing

„Þetta átti ekki að hafa nein áhrif á greiðslur frá Trygg­inga­stofnun sam­kvæmt ákvæð­inu. Það var alveg á hreinu. Á þessum for­sendum tóku mörg hund­ruð öryrkjar út sér­eign­ar­sparnað í góðri trú. Fólk gerði þetta af ýmsum ástæð­u­m,“ sagði hann.

Tölvan segir nei

Jóhann Páll sagð­ist hafa talað við konu sem hefði neitað sér um tann­lækn­is­þjón­ustu í mörg ár, nauð­syn­legar tann­við­gerð­ir, en hún hefði loks­ins greitt fyrir þær með því að taka út sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn – eftir að stjórn­völd hefðu í raun hvatt fólk til að gera það í COVID.

„Hvað gerð­ist svo?“ spurði hann. „Jú, þessar greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un, sér­staka fram­færslu­upp­bót­in, voru samt skert­ar. Þetta var bjarn­ar­greiði. 300 öryrkjar lentu í þessu í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið neitað um leið­rétt­ingu á þeim for­sendum að vörslu­að­ilar sparn­að­ar­ins hafi ekki skráð úttekt­ina í réttan reit í skatt­fram­talið og við því sé bara ekk­ert að gera. Svo vísa stofn­anir hver á aðra. Tölvan segir nei.“

Þing­mað­ur­inn hefur lagt fram fyr­ir­spurnir til félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, um þetta mál og krafið þá skýr­inga á því hvort, hvernig og hvenær verði leyst úr þessu. „Af­staða okkar í Sam­fylk­ing­unni er skýr. Íslenska ríkið á að skila þessum pen­ing­um. Íslenska ríkið á að skila þessum pen­ingum strax,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent