Auglýsing

Ísland er fákeppn­is­land. Flestir sem eru mjög ríkir hafa ekki hagn­ast á eigin hug­viti, heldur aðgengi að nýt­ingu gæða, þótt á því séu vissu­lega und­an­tekn­ing­ar. 

Þau gæði geta verið alls­kon­ar, til dæmis auð­lindir eða tæki­færi á fákeppn­is- eða ein­ok­un­ar­mörk­uð­u­m. 

Þau geta líka þýtt óeðli­legt aðgengi að fjár­magni eða upp­lýs­ingum sem nýt­ast til að efn­ast. Nú eða aðgengi að stjórn­mála­mönnum sem búa til leik­reglur sem henta áætl­unum þeirra sem eru með auðg­unar­á­form­in. 

Þegar heimskreppa skellur á, og rík­is­sjóður þarf að stíga fast inn í atvinnu­lífið með fjár­austri í fyr­ir­tæki í ákveðnum geirum, og Seðla­bank­inn gerir pen­inga ódýr­ari en nokkru sinni fyrr eru vænt­ingar til þess að það muni hafa afleið­ingar fyrir þá sem hafa flogið hæst á þeim vængj­um.

Það er þó öðru nær.

Tekjur í far­aldri 

Þessi staða birt­ist skýrt í tekju­blöð­un­um, sem birt voru í lið­inni viku. Tíu tekju­hæstu for­stjór­arnir voru með sam­tals 176,9 millj­ónir króna í tekjur á mán­uði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf millj­ónir krona. Tutt­ugu for­stjórar voru með yfir sex millj­ónir króna.

Í tekju­blaði Frjálsrar versl­unar kom til dæmis fram að Grímur Sæmund­sen, for­stjóri Bláa lóns­ins, hafi verið með 17,8 millj­ónir króna í tekjur á mán­uði í fyrra. Það gera árs­tekjur upp á næstum 214 millj­ónir króna. Í hátekju­blaði Stund­ar­inn­ar, þar sem fjár­magnstekjur og launa­tekjur eru reikn­aðar sam­an, eru árs­tekjur Gríms sagðar um 375 millj­ónir króna, eða um 31,2 millj­ónir króna á mán­uð­i. 

Ljóst er að þessar tekjur koma víðar að en ein­ungis vegna starfa hans sem for­stjóri Bláa lóns­ins. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi þess voru laun fimm manna stjórnar og for­stjóra Bláa lóns­ins á síð­asta ári voru 811 þús­und evr­ur, um 126 millj­ónir króna. 

Auglýsing
Bláa lónið varð fyrir miklum áhrifum af heims­far­aldri kór­ónu­veiru. Fyr­ir­tækið tap­aði 3,2 millj­örðum króna í fyrra og tekjur þess dróg­ust saman um 87 pró­sent. Tapið var þó ein­ungis tæpur helm­ingur af þeim arð­greiðslum sem Bláa lónið hafði greitt hlut­höfum sínum árin tvö á und­an. Gestum í lónið fækk­aði um 76 pró­sent milli áranna 2019 og 2020 og starfs­stöðvar þess voru lok­aðar meira og minna hálft síð­asta ár. Stærsti eig­andi Bláa lóns­ins er Hvatn­ing slhf. með eign­­ar­hlut upp á 39,6 pró­­sent. Eig­andi þess er Kólfur ehf., eign­­ar­halds­­­fé­lag að stærstu leyti í eigu Gríms Sæmund­sen og Eðvard Júl­í­us­­son­­ar. Næst stærsti eig­and­inn er félag í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða.

Fyr­ir­greiðsla og atvinnu­missir

Vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sagði Bláa lónið upp 164 starfs­mönnum í lok mars og í lok maí var 402 starfs­mönnum til við­bótar sagt upp. Í lok ágúst voru 237 starfs­menn end­ur­ráðnir tíma­bundið en stærstur hluti þess hóps fékk ekki end­ur­ráðn­ingu í lok októ­ber. Alls fækk­aði með­al­fjölda starfs­manna á árinu 2020 miðað við heils­árs­störf úr 726 í 431. 

Vegna þessa mikla áfalls sem Bláa lónið varð fyrir naut fyr­ir­tækið mik­illar fyr­ir­greiðslu úr rík­is­sjóði í formi ýmissa COVID-19 styrkja. Það fékk til að mynda alls 591,2 millj­ónir króna í stuðn­ings­greiðslur úr rík­is­sjóði til að standa straum af kostn­aði vegna upp­sagna á starfs­fólki í fyrra. Það úrræði stjórn­­­valda heim­il­aði fyr­ir­tækjum sem orðið höfðu fyrir miklu tekju­­falli að sækja styrk fyrir allt að 85 pró­­sent af launa­­kostn­aði á upp­­sagn­­ar­fresti í rík­­is­­sjóð.

Auk þess fengu 454 starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins laun í gegnum hluta­bóta­leið­ina í þrjá mán­uði á síð­asta ári. Eina fyr­ir­tækja­sam­steypan sem setti fleiri starfs­menn á leið­ina var Icelandair Group. 

En for­stjóri félags­ins var með heild­ar­tekjur upp á rúm­lega 31 milljón króna á mán­uði á sama tíma. 

Svona eru störf verð­lögð

Í tekju­blaði Frjálsrar versl­unar kemur líka fram að mán­að­ar­laun starfs­fólks í ráð­gjöf og sölu verð­bréfa hafi verið 1.717 þús­und krónur á mán­uði í fyrra. Um er að ræða laun þeirra sem hjálpa öðrum við að kaupa hluta­bréf og skulda­bréf og taka þóknun fyr­ir. Þetta eru ekki topp­arnir í fákeppn­is­bönk­unum sem hafa allar sínar tekjur af íslenskum fyr­ir­tækj­um, líf­eyr­is­sjóðum og heim­il­um, heldur milli­stjórn­endur og launa­menn. Topp­arnir eru með mun hærri laun, oft­ast í kringum fjórar millj­ónir króna á mán­uði fyrir utan kaup­rétti.

Þókn­ana­tekjur milli­göngu­mann­anna hafa rokið upp vegna hækk­andi hluta­bréfa­verðs, sem útskýrist að nær öllu leyti af örv­un­ar­að­gerðum stjórn­valda og Seðla­banka Íslands sem gripið var til vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, ekki stór­kost­legum fram­förum í rekstri skráðra íslenskra hluta­fé­laga, sem eru að uppi­stöðu þjón­ustu­fyr­ir­tæki á inn­an­lands­mark­aði. Flest þeirra skil­uðu þvert á móti verri afkomu í fyrra en árið áður. Stærstu við­skipta­vinir þessa hóps eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, sem saman eru langstærstu eig­endur verð­bréfa á Íslandi.

Auglýsing
Þetta eru hærri með­al­laun en á meðal dóm­ara, sem bera ábyrgð á við­haldi rétt­ar­rík­is­ins, og sér­fræði­lækna, sem vinna margir hverjir við að bjarga manns­líf­um. Verð­bréfa­miðl­ar­arnir eru með næstum 1,1 milljón króna meira í heild­ar­laun á mán­uði en kenn­arar að með­al­tali. Starfs­fólk í umönnun og aðstoð við sér­fræð­inga og tækni­fólk í heil­brigð­is­geir­anum var með 480 þús­und krónur á mán­uði í heild­ar­laun í fyrra, eða 14,8 millj­ónum króna minna á ári en þeir sem segja fólki hvaða verð­bréf það á að kaupa.

Þá má nefna að 82 lobbý­istar eru með yfir eina milljón króna á mán­uði í laun. Sá sem toppar þann lista er með meira í mán­að­ar­laun en fólk á lág­marks­tekjum er með á ári. Laun ráð­herra á Íslandi hafa hækkað um 874 þús­und krónur á fimm árum og laun þing­manna um 80 pró­sent á fimm árum. Á sama tíma er staðan innan þess geira sem á að veita þessum hópum sem taldir eru upp hér að ofan, fjöl­miðl­un­um, sú að frá 2013 til 2020 fækk­aði þeim sem þar störf­uðu úr 2.238 í 876. Frá 2018 og út síð­asta ár fækk­aði þeim um 45 pró­sent. 

Þeir sem fá að fela launin

Tekju­blöðin segja bara hálfa sögu. Í leið­ara nýjasta tölu­blaðs Stund­ar­innar er ágæt­lega rakið að svokölluð sam­lags­fé­lög hafa farið úr því að vera 363 árið 2007 í að vera yfir þrjú þús­und. Þau þurfa ekki að skila inn árs­reikn­ingum til árs­reikn­inga­skrár og hægt er að nýta þau til að greiða minni tekju­skatta og sleppa því að greiða skatt af greiðslum félags­ins til eig­anda. Þessar tekjur koma ekki fram í tekju­blöð­un­um.

Sömu sögu er að segja af tölum Hag­stofu Íslands um eignir og skuldir lands­manna, sem not­aðar eru af lobbý­istum til að sýna fram á hlut­falls­legt jafn­ræði. Í þeim kemur fram að ­rík­ustu tíu pró­sent Íslend­inga eigi 85 pró­sent af öllum verð­bréfum sem voru í eigu ein­stak­linga í fyrra. Á ára­tug hefur heild­ar­virði verð­bréfa sem gefin eru upp í skatt­skýrslu lands­manna auk­ist um 253,2 millj­arða króna. Af því heild­ar­virði hafa 222,3 millj­arðar króna lent hjá efstu tíund­inni, eða 88 pró­sent. Virði þorra þeirra er gefið upp á nafn­virði – því verði sem það er keypt á – en ekki mark­aðsvirði, sem er miklu hærra. 

Til að sýna hvað þetta gæti þýtt má til dæmis nefna að frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hófst í mars í fyrra hefur úrvals­vísi­talan rúm­lega tvö­fald­ast. Heild­ar­mark­aðsvirði skráðra félaga hefur farið úr því að vera 1.067 millj­arðar króna í að vera um 2.300 millj­arðar króna, en vert er að taka fram að fjögur félög hafa verið skráð á hluta­bréfa­mark­að­ina tvo, Aðal­markað og First North, í milli­tíð­inn­i. 

Aðgerðir sem skila sér aðal­lega til efsta lags­ins

Af þeirri upp­hæð sem Íslend­ingar áttu í eigið fé árið 2010 var 1.146 millj­arðar króna bundnir í steypu, eða 73,2 pró­sent. Á þeim tíma sem er lið­inn síðan þá hefur fast­eigna­bóla verið blásin upp á Íslandi og fast­eigna­verð hækkað gríð­ar­lega. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði það til að mynda um 126 pró­sent frá 2010 og fram að síð­ustu ára­mót­um.

Þetta hefur skilað því að eigið fé sem bundið er í fast­eignum hefur auk­ist um 3.020 millj­arða króna, eða næstum þre­fald­ast. Af þess­ari aukn­ingu á virði fast­eigna sem skráðar eru á Íslandi lentu 2.040 millj­arðar króna hjá þeim fimmt­ungi lands­manna sem á mest fé, eða 67 pró­sent af allri aukn­ingu sem varð á virði fast­eigna á tíma­bil­inu.

Ef ein­ungis er skoðað hvað rík­ustu tíu pró­sent lands­manna, hópur sem telur 22.683 ein­stak­linga, þá sýna tölur Hag­stof­unnar að virði fast­eigna hans hafi auk­ist um 1.341 millj­arða króna á ára­tug og að 44 pró­sent allrar hækk­unar á fast­eigna­verði hafi farið til þessa hóps. 

Til að setja þetta í enn annað sam­hengi þá kom fram í tölum sem birt­ust í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­linga á árinu 2020 í Tíund, frétta­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­ar­hag­fræð­ingur skrif­ar, að það eitt pró­sent lands­manna sem var með hæstu tekj­urnar á árinu 2019 hafi aflað 44,5 pró­sent allra tekna sem urðu til vegna ávöxt­unar á fjár­magni það árið. Alls var um að ræða 58 millj­arða króna.

Skörp gliðnun

Þetta fyr­ir­komu­lag ætti að vera flestum ljóst. Og að sam­kurl stjórn­mála og við­skipta, hafi verið allt of mik­ið, allt of lengi. Líf­eyr­is­sjóð­ir, með sína rúm­lega sex þús­und millj­arða króna af pen­ingum almenn­ings til umsýslu, hafa spilað með því að neita að vera virkir eig­endur þrátt fyrir að eiga um helm­ing allra hluta­bréfa á Íslandi. Hlut­verk líf­eyr­is­sjóða sem eru allt um lykj­andi sem eig­endur atvinnu­lífs getur ekki ein­ungis verið ávöxtun fjár­muna. Leið­irnar sem þeir velja til að ávaxta þá fjár­muni geta verið and­snúnir hags­munum eig­enda þeirra. 

Þetta kerfi hefur leitt af sér skarpa gliðnun milli íbúa lands­ins. Skatt­byrði launa­fólks hefur stór­auk­ist á und­an­förnum ára­tugum á meðan að skatt­byrði efsta lags­ins hefur orðið létt­ari. Launa­fólki er gert að skuld­setja sig til að halda í, og greiðir vexti af þeirri skuld­setn­ingu sem endar í vasa þeirra sem eiga hluta­bréfin í bönk­unum sem lána þeim pen­ing.

Fram­lag fólks til sam­fé­lags­ins er ein­fald­lega metið á afar skakkan hátt og fólk hefur áttað sig á því. Ef ekki væri fyrir ævin­týra­lega póli­tíska sjálfseyð­ing­ar­hvöt félags­hyggju­flokka á Íslandi, sem birt­ist í klofn­ingi í allt of marga flokka vegna titt­linga­skíts og skorts á póli­tísku sjálfs­trausti, þá væri Ísland fyrir löngu búið að taka aðra stefnu en rekin hefur ver­ið.

Stefnu í átt að ein­hverju jafn­ara, sann­gjarn­ara og betra en birt­ist í tekju­blöð­unum sem komu út í síð­ustu viku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari