Sigga vill ekki verða bankastjóri

Katrín Baldursdóttir frambjóðandi Sósíalistaflokksins fjallar um stöðu láglaunakvenna og hróp þeirra eftir jafnrétti og virðingu og segir þær hafa orðið út undan í jafnréttisbaráttunni.

Auglýsing

Nei, Sigga vill ekki verða banka­stjóri en hún vill geta borgað leig­una og losna við stöðugan afkomu­kvíða. Jafn­rétti fyrir henni er að eiga fyrir leig­unni, mat og að eiga pen­inga til að geta leyft börn­unum sínum að stunda tóm­stundir og hafa tíma til að geta sinnt þeim bet­ur. Hún vinnur á tveimur stöð­um, er ómenntuð lág­launa­kona og verður að vinna svona mik­ið. Hún er í leigu­í­búð, ein með 2 börn og þarf að borga 250 þús­und á mán­uði í leigu. Þá er eig­in­lega voða lítið eft­ir. Hún þarf að fæða og klæða börnin sín tvö og allt þetta gengur ekki upp. Sigga hefur lít­inn tíma með börn­unum vegna vinnu­á­lags og hún er þegar farin að finna fyrir verkjum í lík­am­anum og þreytu í sál­inni. Hún kvíðir því að missa heils­una, því hver á þá að hugsa um börn­in? Þau hafa líka fundið fyrir því að vera fátæk og þeim er hálf­part­inn strítt í skól­anum svo jaðrar við ein­elti. Þau geta ekki stundað tóm­stundir eins og hin börn­in. Svo verður að vera til pen­ingur fyrir skóla­mál­tíðum barn­anna, sem henni finnst stór biti að borga. Að fara eitt­hvað í sum­ar­frí­inu er ekki mögu­legt.

Siggu finnst hún svikin

Sigga starfar við þjón­ust­u-og umönn­un­ar­störf, sem er algjör kvenna­stétt og lág­launa­stétt. Það eru því óhemju margar konur í sömu stöðu og Sigga. Þeim finnst skýtið að þegar talað er um jafn­rétti í þjóð­fé­lag­inu og hjá þing­mönnum þá er alltaf verið að tala um að konur kom­ist í stjórn­un­ar­stöð­ur, í stjórnir fyr­ir­tækja eða í svona yfir­stéttar stöð­ur. Líka hjá flokkum sem segj­ast vera til vinstri á Alþingi, Sam­fylk­ing­unni og Vinstri græn­um. Sigga hefur til dæmis ekki orðið var við það að full­trúar þess­ara flokka séu að berj­ast fyrir jafn­rétti til handa lág­launa­kon­unum í hennar stöðu, félags- og launa­jafn­rétti. Önnur vinna Siggu er hjá Reykja­vík­ur­borg og hún undrað­ist þegar núver­andi stjórn­ar­meiri­hluti í borg­inni, stóð ekki með þeim vorið 2020 þegar þeir á allra lægstu laun­unum fóru fram á leið­rétt­ingu. Borg­ar­stjór­inn vildi ekk­ert gera til að leið­rétta laun þeirra. Þær þurftu að fara í verkfall. Samt er þetta sama fólk alveg agn­dofa ef yfir­stétt­ar­kon­urnar njóta ekki jafn­rétt­is. Siggu finnst þetta mjög órétt­látt. Henni finnst hún svik­in.

Auglýsing

Sigga er von­lítil og dauf. Hún sér ekki fram á að neitt breyt­ist. Á sama tíma og hún vinnur myrkr­anna á milli en nær samt ekki endum sam­an, eru menn og konur með millj­ónir á mán­uði og jafn­vel tug­millj­ónir á mán­uði. Og það sem Siggu svíður mest er að þessu ríka fólki finnst bara allt í lagi að það sé stór hópur fólks í sam­fé­lag­inu sem er í sömu stöðu og hún. Jafn­vel finnur hún fyrir fátækt­ar­andúð, svona eins og hún sé ann­ars flokks, geti bara sjálfri sér um kennt.

Lág­launa­fólk af öllum kynjum

Sigga er hér full­trúi fyrir svo margar konur sem eru í hennar stöðu. Sós­í­alista­flokkur Íslands vill berj­ast fyrir þessar konur fyrst og fremst, þótt sós­í­alistar gleðj­ist að sjálf­sögðu yfir öllum sigrum kvenna í jafn­rétt­is­bar­átt­unni. Það þarf líka að berj­ast fyrir lág­launa­fólk af öllum kynjum sem verður fyrir mis­rétt­inu sem Sigga verður fyr­ir. Mann­helgi og kær­leikur eru gildi Sós­í­alista­flokks­ins og sú með­ferð sem Sigga og aðrir í hennar stöðu fá, á ekk­ert skylt við kær­leika, mann­helgi og sam­kennd. Rétta heitið er mann­vonska. Það eru mann­rétt­indi brotin á lág­launa­fólki á hverjum ein­asta degi, alla daga árs­ins. Þessu viljum við sós­í­alistar breyta þannig að allir geti lifað mann­sæm­andi lífi og með reisn. Það er svo sann­ar­lega nóg til, segja heild­ar­sam­tök launa­fólks, Alþýðu­sam­band Íslands, og sós­í­alistar taka heils­hugar undir það.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og félagi í sós­íal­ískum femínist­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar