Framtíð trúarbragða: Útbreiðsla Kristni og Islam

Árni Már Jensson segir spár um útbreiðslu trúarbragða til framtíðar vekja áleitnar hugleiðingar um hvaða áhrif hnignun, eða í besta falli stöðnun fylgjenda kristinnar trúar, kunni að hafa á vestræn samfélög.

Auglýsing

Fólks­fjölg­un­ar­spá Pew Center frá 2015 gerir ráð fyrir pól­skiptum í lands­lagi trú­ar­bragða heims­ins næstu ára­tug­ina:

2050 mun útbreiðsla Islam nálg­ast útbreiðslu Kristn­inn­ar.

2070 yfir­gnæfa múslimar kristna, sem í besta falli munu halda í við mann­fjölg­un.

Árið 2010 voru kristnir lang­fjöl­menn­asta trú­ar­hreyf­ing jarð­ar­inn­ar, 2.2 millj­arð­ar, eða u.þ.b. 31% hlut­fall heild­ar­fólks­fjölda, 6.9 millj­arða. Islam var í öðru sæti með 1.6 millj­arða, eða 23% af heildar mann­fjölda.

Hald­ist núver­andi þróun óbreytt, mun Islam nálg­ast leið­andi útbreiðslu upp úr miðri öld eða innan 30 ára. Fólks­fjölg­un­ar­spá Pew Center, 2010-2050 gerir ráð fyrir 35% aukn­ingu jarð­ar­búa. Á sama tíma­bili gerir spáin ráð fyrir fjölgun múslima, sem eru hlut­falls­lega yngri og frjósam­ari, um 73%. Sam­kvæmt spánni mun kristnum einnig fjölga um 35%, sem er þó ein­ungis í takt við almenna fólks­fjölg­un. Þannig mun Kristni standa í stað miðað við fólks­fjölgun á sama tíma og Islam vaxa mjög.

Mynd: Árni Már Jensson

Vest­ræn þjóð­ríki, flest hver, hafa borið gæfu til að þró­ast í átt umburð­ar­lyndis og geta þess vegna skil­greint sig sem fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög. Lýð­ræði, jafn­rétti kynj­anna, og þar með tján­ing­ar­frelsi, grund­vallar hug­mynda­fræð­ina sem stjórn­kerfi og sið­menn­ing Vest­ur­landa hvílir á. Kristnin á þarna hlut að máli og veru­legan þátt í sköpun sam­fé­lag­anna eins og við þekkjum þau. Kristnin er ekki ein­ungis ein­kenn­andi í þjóð­fána margra vest­rænna ríkja, heldur grunnur að sið­væð­ingu þeirra: Heil­brigð­is­kerfi, vel­ferð­ar­kerfi, rétt­ar­kerfi og sá jöfn­uður og dreif­ing auðs sem skatt­kerfin grund­vall­ast á er að ýmsu leiti sprottin upp úr Kristn­inni. Vest­ræn þjóð­ríki hvíla þannig á hug­mynda­fræði mann­úðar og trú á að kær­leikur úthýsi illsku og órétt­læti, þó sú veg­ferð hafi ver­ið, og sé í senn, löng og torfar­in.

Saga bar­áttu fyrir mann­rétt­indum kennir okkur að lýð­ræðið og tján­ing­ar­frelsið er síður en svo sjálf­gefið og þarf að standa vörð um.

Hvað er Kristni?

Gullna reglan er meg­in­stoð krist­innar sið­fræði. Hana er að finna í Matteus­ar­guð­spjalli og er úr ræðu Jesú Krists sem kall­ast fjall­ræð­an. Gullna reglan hljóðar svo með orðum Jesú: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“

Álíka kenn­ingu og gullnu regl­una er að finna víðar í sög­unni en hjá Jesú. Til að mynda kenndi kín­verski spek­ing­ur­inn Kon­fús­íus löngu fyrir daga Jesú: „Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér, þá mun engum mis­líka við þig.“ Mahabharata hindúism­ans sagði: „Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að þeir geri þér.“ Hill­el, einn fremsti rabbíni gyð­inga sem var uppi um svipað leiti og Jesús sagði: „Ekki gera öðrum það sem er and­stætt þér – þetta er kjarni lög­máls­ins, allt annað eru bara skýr­ingar á þessu.“ Sam­svar­andi upp­taln­ing á afbrigðum gullnu regl­unnar gæti haldið áfram.

Mynd: Árni Már Jensson

Jesú er hins vegar sá eini sem sett hefur þessa reglu fram með orða­lag­inu sem birt­ist í fjall­ræð­unni og gerir gæfumun­inn. Þannig varð kær­leikur án skil­yrða allt í einu þunga­miðj­an. Boð­skapur Jesú var sveip­aður dýpri visku en menn áttu að venj­ast – hann varð mann­kyni ein­fald­lega opin­ber­un. Jesú var bylt­inga­maður sem kru­fði margar fyrri kenn­ingar og umbreytti hefð­bundnum við­mið­unum sam­tím­ans og hug­ar­fari mann­kyns í kjöl­far­ið. Hann hóf gjarnan ræðu sína með því að segja: „Þér hafið heyrt að sagt var, en ég segi yður.“ Þannig umbylti hann einnig gullnu regl­unni.

Boð­skapur hans inn í fram­tíð­ina var skýr: Krist­inn maður á ekki ein­ungis að láta vera að gera öðrum eitt­hvað sem hann vill ekki að þeir geri sér. Heldur á hann að taka frum­kvæðið og gera fyrir aðra það sem hann myndi vilja að þeir gerðu fyrir sig. Kristnum manni ber þannig að fylgja hjart­anu og ganga fram fyrir skjöldu af ást og hug­prýði án þess að ætl­ast til nokk­urs í stað­in. Honum ber að gera gott í nafni kær­leik­ans en ekki aðeins láta vera að gera illt. Á þessu tvennu er reg­in­mun­ur.

Með gullnu regl­unni gerir Jesú þannig umhyggj­una fyrir náung­anum að kjarn­anum í lífi hvers krist­ins manns. Gullna reglan, eins og hann setti hana fram, er því bylt­ing­ar­boð­skap­ur. Og sem slíkur und­ir­staða mann­helg­innar og hug­mynda vest­rænna sam­fé­laga um mann­rétt­indi.

Auglýsing

Kirkj­an, sem nefnd hefur verið lík­ami Krists, óx af þörf manns­ins til að finna sér til­gang með líf­inu - að finna æðri til­gang með dag­legum veru­leika. Kirkjan varð þannig umleitan við þörf manns­ins til að skilja, og á ein­hvern hátt sam­svara, veru­leika grund­vall­aðan á eft­ir­breytni þriggja ára í lífi eins manns. Ekki bara ein­hvers manns, heldur manns með hreina sál. Manns sem bjó yfir svo fal­legum kenndum og hrein­leika að vald­kerfi sam­tím­ans, trú­ar­leg sem ver­ald­leg, sáu sér þann kost vænstan að losna við og útrýma - eða svo langt héldu þeir að vald þeirra næði.

Jesú var nefni­lega mann­inum og mis­lögðum kerfum hans ógn. Það var hann fyrir tvö þús­und árum síðan og er það æði mörgum enn í dag. Kristin kirkja var því ekki stofnuð sem vald­kerfi. Hún var stofnuð gegn vald­kerf­um, kredd­um, mis­rétti og illsku. Upp­runi hennar er hjá Jesú og fylgj­endum hans – því fólki sem varð vitni að visku hans og undra­verk­um. Fólki sem yfir­gaf sitt fyrra líf og fylgdi honum af hrifn­ingu yfir ást­inni og kær­leik­anum sem Jesú auð­sýndi öllum – einnig and­stæð­ingum sín­um.

Hjá Jesú var kær­leik­ur­inn og trúin ávallt lausnin að líkn­inni. Lausn þeirrar upp­sprettu sam­úð­ar, lækn­inga og krafta­verka sem raun­gerð­ist fyrir til­stilli bæn­ar­inn­ar. En ekki bara kær­leik­ur­inn, heldur kær­leikur án skil­yrða sem er kennd sem móðir brjóst­mylk­ings­ins þekkir best gagn­vart reifa­barni sínu. Þessi kennd Jesú í garð alls mann­kyns, einnig kval­ara sinna, var sú bylt­inga­kennda upp­ljómum og hreyfi­afl sem leysti úr læð­ingi kristn­ina – þessa hug­mynda­fræði sem fyllti eðl­is­læga þörf manns­ins fyrir ást og betra líf öllum til handa.

Trú grund­vall­ast á innri þörf manns­ins til að vaxa and­lega og víkka út hugs­un­ina – að nema hin óþekktu svið til­ver­unn­ar. Jesú var birt­ing­ar­mynd ást­ar­innar og svar við þess­ari þörf í grunn­eðli manns­ins – að elska og trúa. Líf hans og gjörðir sam­svör­uðu þannig eðl­is­lægri þörf manns­ins fyrir að lifa og vaxa í þeim frum­krafti sem ástin og Guð sam­svara. Einu gilti þó hann hafi beðið ósigur í mann­heimum og hafi opin­ber­lega endað jarð­vist­ar­líf sitt í kval­ar­fullri aftöku mitt í háðs­glósum yfir­valda og almenn­ings - þar sem Jesú snart hjörtu og vit­und manna, gat tak­markað breytt því sem orðið var. Kristin kirkja var því stofnuð af mann­fólk­inu fyrir mann­fólk­ið, grund­völluð á þeirri fal­legu lífs­sýn sem Jesú birti mann­inum fyrir tvö þús­und árum.

Kristin kirkja hefur þannig verið þunga­miðja boð­unar Jesú Krists. Hún hefur auðgað menn­ingu og gildi sam­fé­lag­anna grund­vallað á hrein­læti, sagna­rit­un, bók­mennt­um, kenn­ing­um, list­um, mann­virkja­gerð, vís­indum og hjálp­ræði til handa sjúk­um, fátækum og útskúf­uð­um. Kirkjan hefur þannig leit­ast við að boða lífs­sýn Jesú í orði og verki. Kirkjan og víð­feðm starf­semi hennar í upp­bygg­ingu sjúkra­húsa og líkn­ar­sam­taka á sér engan sam­jöfnuð í sögu­legum sam­an­burði. Þannig hefur kristin kirkja sem alþjóð­leg trú­ar­hreyf­ing ýmist stofnað til, eða alið af sér, flest mann­úð­ar­sam­tök sem starf­rækt eru í heim­inum í dag og nemur fjöldi þeirra tug­um, ef ekki hund­ruðum þús­unda á heims­vísu.

Saga krist­innar kirkju er saga manns­ins. Til­urð kirkj­unn­ar, sem er ung hreyf­ing í þró­un­ar­sög­unni, byggir á tvö þús­und ára til­raun manns­ins til að skilja þetta undur sem Jesú var og er. Að reyna að líkja eftir honum í dag­legu lífi – að finna honum stað í til­veru manns­ins. Það hefur gengið eft­ir, eins langt og orðið er. Ljóst má vera, að kirkj­unni er áskorun á höndum að varð­veita og ávaxta þessa fal­legu lífs­sýn í svörun manns­sál­ar­innar og mun tíma­bil næstu ára, ára­tuga, alda og árþús­unda leiða þann árangur í ljós.

En hvað er svona sér­stakt við Jesú umfram aðra hugs­uði og spá­menn fyrri tíma?

Hér eru nokkrar af stað­hæf­ingum hans:

Ég er sá sem ég er. - Ég er ljós heims­ins. – Ég er veg­ur­inn, sann­leik­ur­inn og líf­ið. - Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífs­ins. - Eng­inn kemur til föð­ur­ins, nema fyrir mig. - Ég og fað­ir­inn erum eitt. - Eng­inn maður getur náð full­komnun nema gegnum mig. - Ég fyr­ir­gef þér syndir þín­ar.

Jesú mælti eins og sá sem yfir æðra valdi byggi. Eng­inn maður í ver­ald­ar­sög­unni hefur stigið þannig fram með Guð­legar stað­hæf­ingar í lík­ingu við þær sem hann við­hafði – og upp­fyllti. Því það sem fyllti orð hans sann­leika, meir en full­yrð­ing­arnar sjálfar – og meir en eldri ritn­ingar um komu Mess­í­asar boð­uðu, voru athafnir hans og gjörð­ir, lækn­ingar og krafta­verk, sem enga hlið­stæðu áttu eða eiga í ver­ald­ar­sög­unni enn þann dag í dag, tvö þús­und árum síð­ar.

Auglýsing

Jesú hafn­aði ofbeldi og kúg­un. Hann stork­aði ríkj­andi vald­höfum og trú­ar­kerfum með orðum og gjörn­ingum sem grund­völl­uð­ust á kær­leika og rétt­læti. Hann gekk ekki ein­ungis gegn kredd­um, hind­ur­vitni, og hug­myndum manna um refsandi Guð, heldur gegn mis­rétti, fátækt og mann­vonsku. Auð­mjúk­ur, með visku og kær­leika að vopni, gekk hann af hug­prýði gegn róm­verska heims­veld­inu og ríkj­andi vald­kerfum trúar og stjórn­mála. Allur hans boð­skapur og gjörn­ingar raun­gerð­ust í umhyggju, því Jesú vissi að kær­leik­ur­inn úthýsti illsk­unni – að þar sem ástin lifir, ríkir rétt­læti og mann­úð.

Hann tal­aði fyrir því að borin væri virð­ing fyrir börnum sem full­orðn­um. Að borin væri virð­ing fyrir konum sem körl­um. Að borin væri virð­ing fyrir sjúkum sem heil­brigðum og að engri mann­eskju bæri að þola ein­elti eða útskúf­un. Að allir menn, óháð húð­lit, kyn­þætti, þjóð­fé­lags­stöðu, upp­runa og efna­hag, ættu kost á jafn­ræði til lífs, umönnun og lækn­ingu – ef ekki fyrir atbeina hvors ann­ars – þá með íhlutun Guðs fyrir bæn­ina. Hann boð­aði þannig í orði og athöfnum að mað­ur­inn gæti orðið hluti af hringrás Guðs gegnum kær­leika bæn­ar­inn­ar. Að mað­ur­inn í jarð­vist­ar­lífi sínu væri einnig and­leg­ur, auðn­að­ist honum að finna þá svörun í sál sinni, glæða og hlú að.

Jesú boð­aði að lausn­ar­kraftur Guðs væri kær­leikur – að Guð væri kær­leik­ur. Hann kenndi okkur að opna hjörtu og vit­und fyrir Guði og varpa þannig fyrir róða hræsn­inni og skin­helg­inni. Hann sýndi okkur hvernig við gætum afklæðst efanum eins og gam­alli slit­inni flík og gengið í end­ur­nýjun líf­daga sem betri mann­eskjur í Guðs ljósi – ljósi kær­leik­ans. Jesú kenndi okkur að trú lifði innra með okkur og væri eðl­is­læg þörf dag­legs veru­leika. Hann kenndi okkur að biðja - að far­vegur bæn­ar­innar yrði að streyma gegnum hjartað – að við gætum orðið þessi far­veg­ur. Hann sýndi okkur þannig í verki hvernig lækn­ing og krafta­verk raun­gerð­ust fyrir fölskvalausa bæn.

Jesú hafði enda­skipti á hug­myndum okkar um vald og opin­ber­aði okkur hvernig auð­mýkt gagn­vart hinu æðra úthýsti hræsn­inni og yki okkur visku og mátt. Hann auð­sýndi okkur þannig mátt visk­unnar fyrir and­ann.

Jesú opin­ber­aði mann­inum eigin breysk­leika. Hann kenndi okkur að iðr­ast og fyr­ir­gefa. Hann lof­aði okkur að við öðl­uð­umst eilíft líf fyrir hrein­leika sál­ar­innar og sann­aði eftir lík­ams­dauða sinn að slíkt gengi eft­ir. Þannig var upp­risa Jesú ein­stakur atburður í ver­ald­ar­sög­unni.

Kristin hug­mynda­fræði eru trú­ar­brögð sem hvíla á heim­ildum úr lífi eins manns sem sýndi okkur í verki mátt Guðs raun­ger­ast gegnum manns­son­inn í lækn­ingum og krafta­verk­um. Engin önnur trú­ar­brögð hvíla á jafn bjarg­föstum frá­sögnum af undra­verkum og lækn­ingum sem skráðar voru af fylgj­endum hans sem og and­stæð­ing­um.

Mynd: Árni Már Jensson

Jesú stork­aði lög­málum nátt­úr­unnar eins og menn­irnir þekktu þau. Nú, tvö þús­und árum síð­ar, hefur vís­inda­legur þekk­ing­ar­grunnur manns­ins enn enga getu til að skilja eða skil­greina lækn­ingar og krafta­verk hans sem mann­leg. Hverju skyldi það sæta, að fyrir tvö þús­und árum síðan hafi orð og gjörðir hand­verk­manns á þrí­tugs­aldri haft svo var­an­leg áhrif á við­teknar venjur og hefðir mann­kyns, að heilu sam­fé­lögin og heims­hlut­arnir hafi aðlagað sið­menn­ingu sína á eft­ir­breytni hans?

Saga kristn­innar er sam­ofin sögu manns­ins og þeirri nútíma sam­fé­lags­gerð sem hvílir á lýð­ræði og tján­ing­ar­frelsi.

Lestur yfir­grips­mik­illar skýrslu Pew Center um hnign­un, eða í besta falli stöðnun fylgj­enda kristn­innar á heims­vísu, vekur áleitnar hug­leið­ingar um þær breyt­ingar sem þessi þróun kann að hafa á vest­ræn sam­fé­lög.

Breyt­ingar sem kunna að skekja grunn­gildi vest­rænnar menn­ingar eins og við þekkjum þau. Grunn­gildi sem m.a. umburð­ar­lyndi fjöl­menn­ing­ar­innar hvíla á.

Höf­undur er áhuga­maður um betra líf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar