Auglýsing

Efna­hags­kerfi heims­ins er í breyt­inga­fasa. Að ein­hverju leyti hefur hann staðið yfir frá árinu 2008, þegar aust­ur­ríski nýfrjáls­hyggju­skól­inn svo­kall­aði, kenndur við Friedrich von Hayek og með­reið­ar­sveina, beið full­komið skips­brot með alþjóð­lega fjár­mála­hrun­in­u. 

Hann hafði þá verið ráð­andi í heims­bú­skapnum frá átt­unda ára­tug síð­ustu aldar en í honum felst að mark­aðir eigi að vera algjör­lega frjálsir og óheft­ir, skattar eins lágir og hægt væri að kom­ast upp með, að draga eigi úr rík­is­rekstri, eft­ir­liti með mörk­uðum og opin­beru inn­gripi eins og mögu­legt sé. Sam­hliða færð­ist skatt­byrði af hátekju- og stór­eigna­fólki og yfir á lægst laun­uð­ustu hópanna. 

Þetta kerfi átti að leiða til þess að kakan myndi stækka, sér­stak­lega fyrir þá allra ríkustu, og brauð­mol­arnir sem þeir misstu af veislu­borð­inu átti að gera líf allra ann­arra bæri­legra. 

Hlið­ar­af­urð af þessu kerfi, þar sem umsýsla pen­inga varð að hátekju­starfi, er að það þurfti í raun ekki að búa yfir öðrum hæfi­leikum en sjálfs­trausti og ófor­skömmun til að ná árangri. Dass af sið­blindu, og skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart áhrifum ákvarð­ana þinna á annað fólk, sak­aði heldur ekki.

Fjár­mála­leg ger­eyð­ing­ar­vopn

Hrunið sjálft mátti rekja til þess að fjár­mála­fyr­ir­tæki heims­ins stigu út úr veru­leik­anum og teikn­uðu upp sinn eigin með því að búa til fjár­mála­leg ger­eyð­ing­ar­vopn. Alþjóð­lega réð þar mestu að búnir voru til skulda­bréfa­vafn­ingar hús­næð­is­lána sem fengu eftir pöntun nær full­komið láns­hæf­is­mat hjá mats­fyr­ir­tækjum og voru seldir sem granít-ör­uggar fjár­fest­ingar en reynd­ust svo fullir af svoköll­uðum und­ir­málslán­um, hús­næð­is­lánum sem veitt voru til fólks sem hafði aldrei getu til að standa undir greiðslu þeirra. Til­gang­ur­inn var bara sá að búa til þókn­anir fyrir fólkið sem vann í fjár­mála­kerf­in­u. 

Þegar fólkið sem átti aldrei að fá lánin gat ekki borgað af þeim sprakk bólan og allt kerfið hrundi. Skatt­greið­endur heims­ins þurftu að grípa það, og end­ur­fjár­magna. Allskyns önnur svika­starf­semi þreifst innan kerf­is­ins. Á Íslandi, þar sem áhrifin voru hlut­falls­lega ein þau mestu í heimi, voru stærstu glæp­irnir fólgnir í stór­kost­legri mark­aðs­mis­notkun þar sem stjórn­völd, fjöl­miðlar og almenn­ingur allur voru blekkt árum saman til að halda að lélegir banka­menn væru að fram­kvæma snilld, þegar þeir voru í raun bara svika­hrappar í allt of dýrum föt­um.

Kerfi sem virk­aði bara fyrir efsta lagið

Aðdá­endur þessa kerfis á póli­tíska svið­inu í heim­inum reyndu að halda lífi í hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar eftir hrunið með því að mæta eft­ir­köst­unum með frekara aðhaldi í opin­berum rekstri í stað þess að breyta leik­regl­un­um. Afleið­ing­arnar urðu lít­ill hag­vöxt­ur, minnk­andi fjár­fest­ingar sér­stak­lega í mik­il­vægum innviðum og stöðnun lífs­gæða ann­arra en þeirra sem sátu efst í fæðu­keðj­unn­i. 

Auglýsing
Seðlabankar víða um heim lentu í stök­ustu vand­ræðum með að hækka vexti úr nán­ast engu vegna þess að allt of mikið af lág­tekju­fólki út um allan heim þurfti að treysta á skuld­setn­ingu til að hafa í sig og á. Ef kostn­aður við það fjár­magn með hækk­andi vöxtum yrði auk­inn myndi það ýta því fólki yfir brún­ina, með miklum póli­tískum afleið­ing­um.

Á sama tíma hélt kerfið áfram að gera þá rík­ustu enn rík­ari og enn valda­meiri, aðal­lega vegna þess að sífellt voru fundnar upp nýjar og exó­tísk­ari leiðir til að þeir gætu greitt lægri eða enga skatta. Fákeppni og ein­okun á alþjóð­legum skala, til dæmis í sam­keppni stærstu tækni­fyr­ir­tækja heims sem stýra upp­lýs­inga­flæði nútím­ans að stórum hluta, varð nýtt og áður óþekkt vanda­mál. Tæknirisarnir not­uðu ein­fald­lega nýju pen­ing­anna sína til að ryk­suga upp nýja tekju­mark­aði og alla sam­keppni og komust upp með að gera það. Þ.e þangað til að þjóð­ríki heims­ins átt­uðu sig á að við­skipta­módel og atferli tæknirisa á borð við Face­book og Google gætu verið ógn við lýð­ræð­is­lega til­veru þeirra, og ákváðu loks að fara að grípa í taumanna. Hverju það mun skila kemur í ljós í nán­ustu fram­tíð. 

Larry Elliott, rit­stjóri efna­hags­mála hjá The Guar­di­an, rakti þessa þróun í nýlegum pistli og sagði afleið­ing­arnar hennar vera þær að venju­legt fólk fengið þá til­finn­ingu að kerfið virk­aði eig­in­lega bara fyrir efsta lagið í sam­fé­lag­inu. Og að það hafi haft rétt fyrir sér. 

Þegar skít­ur­inn lendir í vift­unni

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og lofts­lags­vand­inn ættu undir öllum eðli­legum kring­um­stæðum að verða síð­ustu nagl­arnir í lík­kistu þessa kerf­is. Ríki heims hafa þurft að stíga inn í efna­hags­lega leik­inn á umsvifa­meiri hátt en nokkru sinni áður á síð­ustu ára­tug­um. Þau hafa dælt pen­ingum inn í heim­ili og fyr­ir­tæki til að við­halda ein­hvers­konar stöð­ug­leika lífs í aðstæðum sem frjáls mark­aður hafði engin svör við. 

Bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum eru seðla­bankar farnir að líta fram­hjá verð­bólgu, ferli er hafið til að hækka skatta á þá sem mest eiga og verið er að ráð­ast í áður óséða opin­bera fjár­fest­inga­pakka til að styrkja inn­viði, fram­kvæma orku­skipti, draga úr losun og örva jarð­veg fyrir ný græn störf. 

Í raun má segja að ríkin séu að taka stefnu­mót­un­ar­valdið aftur af mörk­uð­unum og stjórn­endum þeirra sem gátu ekki leyst vanda­málin sem blöstu við. Og sam­hliða mun hlut­verk hinna póli­tískt kjörnu full­trúa í efna­hags­legri mótun til­veru okkar breyt­ast og aukast. Þeim sem leggja áherslu á nið­ur­skurð, eft­ir­lits­leysi og skatta­lækk­anir sem lausna á öllum vanda mun hægt og rólega fækka, og að end­ingu munu þeir úreld­ast. Fjár­mála­hrunið og heims­far­aldur kór­ónu­veiru sýna enda svart á hvítu að það módel getur ekki lifað af alvöru krepp­ur. Tapið er alltaf þjóð­nýtt þegar skít­ur­inn lendir í vift­unni.

„Af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“

Ísland er eins og svo oft áður aðeins á eftir í þess­ari þró­un. Við erum enn með rík­is­stjórn sem setti fram fjár­mála­á­ætlun sem inni­hélt svo­kall­aðar „af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“ á næstu árum. Takt­ur­inn þar er sá að ef kreppan verður verri, þá verður aðhaldið auk­ið. Leið hennar til að auka tekjur var ekki að fjár­festa í lang­tíma­stækkun kök­unnar með stór­tækri inn­viða­upp­bygg­ingu og nýjum atvinnu­tæki­færum, heldur að selja rík­is­eignir og gefa um leið efra lagi sam­fé­lags­ins millj­arða króna

Auglýsing
Þetta nýyrði, „af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“ þýðir í raun tvennt: annað hvort nið­ur­skurð í opin­berum rekstri eða hærri skatta á launa­fólk til að bæta afkomu rík­is­sjóðs og lækka skulda­hlut­fall hins opin­bera. Þessi áform stjórn­valda eru ekki í sam­ræmi við þá sýn til COVID-krepp­unnar sem er ráð­andi erlend­is, jafnt hjá ríkjum sem alþjóð­legum stofn­un­um.

Þetta eru ein­fald­lega gömlu trixin sem nýfrjáls­hyggjupáfarnir reyndu eftir fjár­mála­hrun­ið, með slæmum og lang­vinnum áhrifum á fátækt og ójöfn­uð. En miklum jákvæðum áhrifum á auð efsta lags hvers sam­fé­lags fyrir sig.

Völdin úr Borg­ar­tún­unum

Allt sæmi­lega áttað fólk áttar sig á því að við munum þó áfram búa við kap­ít­al­ískt mark­aðs­hag­kerfi, að minnsta kosti þangað til að önnur lausn sem virkar betur ryður sér til rúms. 

Það er fjarri því að vera full­komið kerfi, en innan þess er sveigj­an­leiki til að jafna þann fjar­stæðu­kennda leik sem hefur verið leik­inn á und­an­förnum árum. Það verður gert með því að ríki heims munu taka völdin aft­ur. Þau munu hækka skatta, sér­stak­lega á þá allra rík­ustu. Þau munu eyða meiri pen­ingum í fjár­fest­ingar í innviðum og fólki. Þau munu herða eft­ir­lit og auka inn­grip til að draga úr fákeppni, brjóta upp ein­okun og jafna tæki­færi. Þau munu leggja meiri áherslu á vel­ferð og minni áherslu á kredd­ur.

Þetta verður áfram kap­ít­al­ismi. Mark­aðs­hag­kerfi þar sem hver getur verið sinnar gæfu smið­ur. En völdin þurfa að fara úr Borg­ar­túnum heims­ins og inn í stjórn­ar­ráð­in. 

Rétt­sýni er ekki öfund

Helstu varð­menn þess kerfis sem nú er í dauða­teygjum ættu að vera að átta sig á því, að minnsta kosti í und­ir­með­vit­und­inni, að lífs­sýn þeirra er að líða undir lok. Það er enda erfitt fyrir þá að tala um að mark­að­ur­inn geti og eigi að leysa öll vanda­mál þegar helstu flagg­skip skjól­stæð­inga þeirra hafa verið meira og minna bein­tengd með pen­inga­leiðslu við rík­is­sjóð og brjál­æð­is­lega ódýra pen­inga, jafn­vel fría, frá seðla­bönkum heims í eitt og hálft ár vegna þess að mark­að­ur­inn átti engar lausnir við afleið­ingum heims­far­ald­urs. Ekki frekar en hann átti slíkar lausnir við hinu sjálf­skap­aða fjár­mála­hruni. Eða á lausnir við lofts­lags­vanda sem er að uppi­stöðu skap­aður af óheftum kap­ít­al­isma og þeirri stór­auknu neyslu sem fóðr­aði hann.

Það verður auð­vitað mót­spyrna. Þeir sem hafa sniðið leik­inn að sínum þörfum munu reyna að verja stöðu sína. En ýmis teikn eru á lofti um að ýmsir hrein­trú­ar­menn séu að gefa upp von­ina.

Upp­hróp­anir um að öfund og and­styggð á dug­legu fólki ráði för eru til að mynda alltaf merki um að fólk sé komið út í skurð í sínum mál­flutn­ingi. Það er langur vegur milli þess að vilja sann­girni, rétt­læti og jöfn tæki­færi í for­grunni þjóð­lífs og þess að byggja afstöðu sína á ein­hverri per­sónu­legri and­stöðu gegn nafn­greindu fólki. 

Það fólk er bara birt­ing­ar­mynd á göll­uðum kerfum sem þarf að breyta. Og verður ekki öfundað fyrir það hlut­skipti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari