Mánaðartekjur Halldórs Benjamíns hærri en árslaun þeirra lægst launuðu

Framkvæmdastjóri SA var með tæpar 4,3 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra en hann var tekjuhæsti einstaklingurinn í flokknum „Hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins“ í Tekjublaðinu sem kom út í dag.

Halldór Benjamín
Halldór Benjamín
Auglýsing

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) var með tæpar 4,3 millj­ónir í tekjur á mán­uði á síð­asta ári, að því er fram kemur í Tekju­blaði Frjálsrar versl­un­ar. Heiðrún Lind Mart­eins­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) var með tæpar fjórar millj­ónir í tekjur á mán­uði og Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins með 3,3 millj­ón­ir.

Tekju­blað­ið, þar sem tekjur 4.000 Íslend­inga eru opin­ber­aðar á grund­velli upp­lýs­inga á greiddu útsvari sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrám Rík­is­skatt­stjóra (RSK), kom út í dag. Í blað­inu er settur sá fyr­ir­vari að um sé að ræða útsvars­skyldar tekjur á árinu 2020 og þurfi þær ekki að end­ur­spegla föst laun við­kom­andi.

„Í launum sumra kann að vera fal­inn bónus vegna árs­ins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvars­stofn sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá. Í töl­unum eru ekki fjár­magnstekj­ur, t.d. af vöxt­um, arði eða sölu hluta­bréfa. Sleppt er skatt­frjálsum dag­pen­ing­um, bíla­styrkjum og greiðslum úr líf­eyr­is­sjóði. Hafa verður í huga að inni í tekj­unum getur líka verið ein­skipt­is­greiðsla vegna úttektar á sér­eign­ar­sparn­aði hjá líf­eyr­is­sjóð­i,“ segir í blað­inu.

Auglýsing

Í lífs­kjara­samn­ing­unum mátti finna svo­kall­aða lág­marks­tekju­trygg­ingu, sem tryggði lág­marks mán­að­ar­laun fyrir fulla vinnu að með­töldum álög­um, bón­usum og auka­greiðsl­um. Sam­kvæmt samn­ing­unum var lág­marks­tekju­trygg­ingin fyrir árið 2020 335 þús­und krónur á mán­uði.

Þetta þýðir að Hall­dór Benja­mín var með tæp­lega þrett­án­föld lág­marks­laun lífs­kjara­samn­ing­anna fyrir árið 2020 á mán­uði í tekjur það árið.

Í Tekju­blað­inu er til­tek­inn flokkur sem nefn­ist „Hags­muna­sam­tök og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins“ en þar eru þau tíu tekju­hæstu með yfir tvær millj­ónir á mán­uði. 82 ein­stak­lingar voru með yfir milljón á mán­uði í tekjur árið 2020 í þessum flokki. Á eftir Hall­dóri Benja­mín, Heiðrúnu Lind og Sig­urði komu Pétur Þor­steinn Ósk­ars­son fram­kvæmda­stjóri Íslands­stofu með 2,6 millj­ónir á mán­uði í tekjur og Stefán Ólafs­son fyrr­ver­andi pró­fessor og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu með rúmar 2,5 millj­ón­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent