Ísland orðið appelsínugult á ný

Staða Íslands, Portúgals og ákveðinna svæða í Frakklandi breyttist á litakorti Sóttvarnastofnunar Evrópu í gær og fengu appelsínugulan lit í stað þess rauða. Kortið er birt vikulega í þeim tilgangi að samrýma aðgerðir innan Evrópu gegn faraldrinum.

Ísland er appelsínugult á nýjasta korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.
Ísland er appelsínugult á nýjasta korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.
Auglýsing

Að mati Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu hefur staðan á far­aldri COVID-19 batnað á Íslandi, í Portú­gal og á ákveðnum svæðum í Frakk­landi og því hafa þau fengið app­el­sínugulan lit á viku­lega upp­færðu lita­korti stofn­un­ar­innar sem auð­velda á Evr­ópu­ríkjum að sam­ræma aðgerðir sínar í far­aldr­in­um. Fyrstu til­mælin voru birt í októ­ber í fyrra og byggja kortin á upp­lýs­ingum úr sam­ræmdum gagna­grunni aðild­ar­ríkja ESB og EES-­ríkja.

Þótt ástandið hafi batnað víða í álf­unni eru enn mörg lönd og svæði sem enn eru rauð­lituð á kort­inu. Má þar nefna nokkur svæði í Nor­egi, stærstan hluta Spánar og syðsta hluta Ítal­íu. Græni lit­ur­inn, þar sem ástandið er hvað best miðað við for­sendur Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu, er enn sjald­gæfur en hann má þó finna nyrst í Dan­mörku, í Pól­landi, Tékk­landi og Ung­verja­landi.

Ástæðan fyrir því að Ísland fer af rauða list­anum og á þann app­el­sínugula er sú að hér hafa und­an­farið greinst færri en 50 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Fleiri mæli­kvarðar eru not­að­ir, m.a. hlut­fall af jákvæðum sýn­um.

Auglýsing

Hverju ljós­ari litur á kort­inu mun breyta og hvenær er ekki full­víst þar sem ríkj­unum er frjálst að setja sínar eigin reglur þótt mælt sé með því að þær séu í sam­ræmi við til­mæli og ráð­legg­ingar sótt­varna­stofn­un­ar­inn­ar. Hún mælir t.d. með því að fólk sem er að koma frá app­el­sínu­gulum svæðum sé ekki látið sæta sótt­kví við kom­una til ann­arra landa. Hins vegar ættu aðild­ar­ríkin að krefja þá far­þega um að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi eða að fara í sýna­töku við komu.

Miklar kröfur á bólu­setta

Allir þeir sem ferð­ast til Íslands verða að sýna fram á nei­kvæða nið­ur­stöðu úr Covid-19 prófi við kom­una. Í dag gerir ekk­ert annað ríki innan EES- eða Scen­g­en­svæð­is­ins kröfu um slík vott­orð frá full­bólu­settum íbúum ann­arra aðild­ar­ríkja. Þetta sýnir sam­an­burður frétta­vefs­ins Túrista.

Þórólfur Guðna­son segir í sam­tali við Túrista að aðgerðir á landa­mærum Íslands séu byggðar á þeirri reynslu sem feng­ist hafi und­an­farna mán­uði með víð­tækri skimun, smitrakn­ingu og rað­grein­ingu. „Þannig höfum við sýnt fram á að bólu­settir ein­stak­lingar sem hingað koma geta borið með sér veiruna og sett af stað útbreidda sýk­ingu inn­an­lands. Þannig tel ég rétt að krefja áfram far­þega sem hingað koma um nei­kvætt PCR/hrað­próf til að lág­marka flutn­ing veirunnar hingað til lands. Fá önnur lönd hafa skoðað þetta eins vel og við. Einkum vegna þess að fá lönd rað­greina eins mikið og við gerum,” hefur Túristi eftir Þórólfi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent