Ísland orðið appelsínugult á ný

Staða Íslands, Portúgals og ákveðinna svæða í Frakklandi breyttist á litakorti Sóttvarnastofnunar Evrópu í gær og fengu appelsínugulan lit í stað þess rauða. Kortið er birt vikulega í þeim tilgangi að samrýma aðgerðir innan Evrópu gegn faraldrinum.

Ísland er appelsínugult á nýjasta korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.
Ísland er appelsínugult á nýjasta korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.
Auglýsing

Að mati Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu hefur staðan á far­aldri COVID-19 batnað á Íslandi, í Portú­gal og á ákveðnum svæðum í Frakk­landi og því hafa þau fengið app­el­sínugulan lit á viku­lega upp­færðu lita­korti stofn­un­ar­innar sem auð­velda á Evr­ópu­ríkjum að sam­ræma aðgerðir sínar í far­aldr­in­um. Fyrstu til­mælin voru birt í októ­ber í fyrra og byggja kortin á upp­lýs­ingum úr sam­ræmdum gagna­grunni aðild­ar­ríkja ESB og EES-­ríkja.

Þótt ástandið hafi batnað víða í álf­unni eru enn mörg lönd og svæði sem enn eru rauð­lituð á kort­inu. Má þar nefna nokkur svæði í Nor­egi, stærstan hluta Spánar og syðsta hluta Ítal­íu. Græni lit­ur­inn, þar sem ástandið er hvað best miðað við for­sendur Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu, er enn sjald­gæfur en hann má þó finna nyrst í Dan­mörku, í Pól­landi, Tékk­landi og Ung­verja­landi.

Ástæðan fyrir því að Ísland fer af rauða list­anum og á þann app­el­sínugula er sú að hér hafa und­an­farið greinst færri en 50 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Fleiri mæli­kvarðar eru not­að­ir, m.a. hlut­fall af jákvæðum sýn­um.

Auglýsing

Hverju ljós­ari litur á kort­inu mun breyta og hvenær er ekki full­víst þar sem ríkj­unum er frjálst að setja sínar eigin reglur þótt mælt sé með því að þær séu í sam­ræmi við til­mæli og ráð­legg­ingar sótt­varna­stofn­un­ar­inn­ar. Hún mælir t.d. með því að fólk sem er að koma frá app­el­sínu­gulum svæðum sé ekki látið sæta sótt­kví við kom­una til ann­arra landa. Hins vegar ættu aðild­ar­ríkin að krefja þá far­þega um að fram­vísa nei­kvæðu COVID-­prófi eða að fara í sýna­töku við komu.

Miklar kröfur á bólu­setta

Allir þeir sem ferð­ast til Íslands verða að sýna fram á nei­kvæða nið­ur­stöðu úr Covid-19 prófi við kom­una. Í dag gerir ekk­ert annað ríki innan EES- eða Scen­g­en­svæð­is­ins kröfu um slík vott­orð frá full­bólu­settum íbúum ann­arra aðild­ar­ríkja. Þetta sýnir sam­an­burður frétta­vefs­ins Túrista.

Þórólfur Guðna­son segir í sam­tali við Túrista að aðgerðir á landa­mærum Íslands séu byggðar á þeirri reynslu sem feng­ist hafi und­an­farna mán­uði með víð­tækri skimun, smitrakn­ingu og rað­grein­ingu. „Þannig höfum við sýnt fram á að bólu­settir ein­stak­lingar sem hingað koma geta borið með sér veiruna og sett af stað útbreidda sýk­ingu inn­an­lands. Þannig tel ég rétt að krefja áfram far­þega sem hingað koma um nei­kvætt PCR/hrað­próf til að lág­marka flutn­ing veirunnar hingað til lands. Fá önnur lönd hafa skoðað þetta eins vel og við. Einkum vegna þess að fá lönd rað­greina eins mikið og við gerum,” hefur Túristi eftir Þórólfi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent