Boðaðar skattahækkanir Pírata hærri eftir skekkju í útreikningum

Þær skattahækkanir sem Píratar hafa lagt til að fjármagna þær aðgerðir sem þeir leggja til í kosningabaráttunni hafa nú hækkað umtalsvert eftir að upp komst að flokkurinn studdist við ranga útreikninga í áætlunum sínum.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Píratar leggja nú til að milli­þrep tekju­skatts verði hækk­aður úr 37,95 pró­sentum upp í 39,5 pró­sent og að efsta skatt­þrepið verði hækkað úr 46,25 pró­sentum í 53 pró­sent svo að rík­is­sjóður verði ekki fyrir tapi vegna aðgerð­anna sem flokk­ur­inn hefur lagt til í kosn­inga­bar­átt­unni sinni. Þetta kemur fram í fjár­mögn­un­ar­til­lögum Pírata, sem er aðgengi­leg á síðu flokks­ins.

Þessar skatta­hækk­anir eru mun hærri en þær sem flokk­ur­inn lagði til í gær, en líkt og Kjarn­inn greindi frá end­ur­skoð­uðu Píratar útreikn­inga sína eftir að bent var á að þar skeik­aði tug­millj­örðum í útreikn­ingum þeirra.

P­íratar birtu sitt eigið kostn­að­ar­mat á helstu aðgerð­unum sem flokk­ur­inn leggur til í kosn­inga­bar­átt­unni fyrr í vik­unni. Fjórar helstu útgjalda­til­lögur sínar verð­mátu Píratar á 93,4 millj­arða króna, en flokk­ur­inn lagði einnig til tekju­öfl­un­ar­til­lögur sem áttu sam­kvæmt útreikn­ingum flokks­ins að skila 83,7 millj­örðum í rík­is­sjóð.

Auk þess gerði flokk­ur­inn ráð fyrir því að 9,7 millj­arðar skili sér í aukna inn­heimtu virð­is­auka­skatts vegna þess að til­lögur flokks­ins auki það fé sem tekju­lægra fólk hafi á milli hand­anna til neyslu.

Tekju­öfl­un­ar­til­lög­urnar fólu meðal ann­ars í sér hækkun mið­þreps tekju­skatts úr 37,95 pró­sentum í 38 pró­sent og hækkun efsta þreps tekju­skatts úr 46,25 pró­sentum í 50 pró­sent. Sam­kvæmt Pírötum átti hækkun efsta tekju­skatts­þreps­ins ein og sér að skila rík­is­sjóði 34,8 millj­örðum króna. Þó segja Píratar að skatt­byrði á þá sem eru með undir 1,2 milljón kr. í tekjur á mán­uði verði ekki hærri, þar sem þeir boða einnig hækkun per­sónu­af­sláttar um 20 þús­und kr.

Auglýsing
Þessir útreikn­ingar flokks­ins eru hins vegar rang­ir. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, að flokk­ur­inn hefði ofmetið tekju­öfl­un­ina um 25 millj­arða króna. Sam­kvæmt Kon­ráði Guð­jóns­syni hag­fræð­ingi og aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóra Við­skipta­ráðs gæti skekkjan hafa verið enn meiri.

Meiri skatta­hækk­anir en minni væntar tekjur

Í nýupp­færðum tekju­öfl­un­ar­til­lögum Pírata hefur flokk­ur­inn marg­faldað boð­aða hækkun á milli­þrep tekju­skatts­ins, úr 0,05 pró­sentu­stigum í 1,55 pró­sentu­stig. Sömu­leiðis hefur flokk­ur­inn tæp­lega tvö­faldað boð­uðu hækk­un­ina á efsta þrep tekju­skatts­ins, úr 3,75 pró­sentu­stigum í 6,75 pró­sentu­stig.

Þrátt fyrir þessar skatta­hækk­anir býst flokk­ur­inn ekki lengur við að þær muni skila rík­is­sjóði 83,7 millj­örðum króna, heldur gerir hann nú ráð fyrir 62 millj­örðum í auknum tekj­um. Vænt bein tekju­öflun Pírata hefur því lækkað um rúma 20 millj­arða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent